Morgunblaðið - 29.03.1998, Page 22
22 E SUNNUDAGUR 29. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
CRUFTS HUNDASÝNINGIN í BRETLANDI
TUTTUGU
Þúsunn
HUNDAR
___Ein þekktasta og stærsta
hundasýning heims, Crufts, var
haldin fyrir skömmu í Bretlandi í 95.
sinn. Guðbjörg Helgadóttir fór á
sýninguna, sem er haldin árlega.
Gesti bar víða að, meðal annars frá
✓
Islandi og einn keppenda á sýning-
unni var ung, íslensk stúlka.
AUÐUR Sif á hlaupum með Dellu, írsku setter-
tíkina sem hún sýndi.
Morgunblaðið/Guðbjörg Helgadóttir
AUÐUR Sif með uppáhaldstegundinni sinni
Chow Chow.
MARGIR voru þreyttir eftir langan dag, bæði
hundar og eigendur þeirra.
HLUTI af sýningarsvæðinu, í einni af flmm sýningarhöllum. BRESKI herinn sýndi
starfsemi hundadeild-
ar sinnar.
s
IGEGNUM árin hefur hóp-
ur íslendinga er áhuga hef-
ur á hundarækt og hunda-
mennsku heimsótt Crufts
til að sjá það markverðasta
sem er að gerast í breskri hunda-
rækt sem þykir ein sú fremsta í
heiminum, ásamt því að hitta fólk
sem deilir því gefandi og mann-
bætandi áhugamáli sem hunda-
eign er. Sýningin stendur alltaf yf-
ir í fjóra daga, frá fimmtudegi til
sunnudags. I ár voru sýndir
' 20.892 hundar sem er örlítil fjölg-
un frá fyrri árum, en árið 1991 var
metár með yfir 25.000 hunda.
Fyrsta daginn voru dæmdir
hundar er tilheyra svokölluðum
„working" flokki, en það eru teg-
■ undir eins og Schaeffer og Collie
sem eru fjárhundategundir, einnig
sleðahundar og stórar tegundir
'*'eins og Rottweiler og Mastiff.
Annan daginn var dæmt í „terrier
og hound“. Þeim hópi tilheyra all-
ar terrier-tegundir, Afghan
Borzoi, Saluki og fleiri vindhunda-
tegundir. Þriðja daginn var svo
„toy og utility" en þar eru smá-
hundategundir eins og Minature
pinscher og Pekinghundar, flest
allir kjölturakkar. Utility hópnum
tilheyra ýmsar tegundir eins og
Púðlar, Dalmatíuhundar og Spitz-
hundar. Og að lokum á sunnudeg-
inum var svo „gundog" hópurinn,
en það eru þær tegundir sem
flokkast sem veiðihundar og flest-
ir kannast við. Tegundir eins og
*Retrieverar, Setterar, Pointerar
og Spanielar. Einnig fóru allar úr-
slitakeppnir fram á sunnudeginum
og sýningunni lauk að venju með
vali á besta hundi sýningar.
15 ára fulltrúi íslands
Það sem kannski var sérstakt í
augum hundaáhugafólks á Islandi
var, að í þessa ferð fór 15 ára ís-
lensk stúlka, Auður Sif Sigur-
geirsdóttir, sem keppti fyrir ís-
lands hönd í fyrsta skipti á Crufts
sem „ungur sýnandi". Aðdragandi
*þess að Auður Sif fór út er sá, að
hún hefur keppt hér heima á
hundasýningum með glæsilegum
árangri. Hún var besti ungi sýn-
andi ársins 1996 og stigahæsti
ungi sýnandi ársins 1997. Slátur-
félag Suðurlands, innflytjandi
„Pedigree" á íslandi styrkti hana
fararinnar en „Pedigree pet-
food“ er styrktaraðili ungi-a
sýnenda á Crufts.
„International Junior handling"
keppnin er fyrir krakka á aldrin-
um 8-18 ára og þau 30 börn sem
tóku þátt að þessu sinni höfðu öll
unnið til titilsins „Besti ungi sýn-
andi ársins" í sínu heimalandi.
Keppnin felst í því að krakkarnir
sýna hunda eins og gert er á hefð-
bundnum hundasýningum. Ekki
er tekið tillit til útlits hundsins
heldur er sýnandinn dæmdur með
tilliti til hversu vel og rétt hann
ber sig við viðkomandi hundateg-
und.
Hundar eru sýndir á mjög mis-
jafnan hátt eftir tegundum en
markmiðið er í öllum tilfellum að
hundurinn beri sig sem best
þannig að dómari geti skoðað
hann vel og gefið honum dóm með
tilliti til þess ræktunarmarkmiðs
sem gefið er út á viðkomandi teg-
und. Þetta getur verið vandasamt
verk fyrir þá sem ekki hafa gert
þetta áður, en góður árangur næst
með vinnu og þolinmæði. Auður
Sif var því að vonum glöð að fá
þetta tækifæri því það er ekki
sjálfgefið að ná svo langt í keppni
sem þessari og er þetta stór
draumur þúsunda barna um allan
heim.
Skipulag „Pedigree" var til fyr-
irmyndar í alla staði og allt gert til
að dvöl krakkanna og fylgdar-
manna þeirra væri sem ánægju-
legust. Gist var á Stakis Metropol
hótelinu sem er glæsihótel í
göngufæri við sýningarsvæðið.
Kveðja frá íslenskum
hundavinum
A fimmtudagskvöldinu var öll-
um krökkunum boðið til kvöld-
verðar í boði breska hundaræktar-
félagsins. Þar gafst þeim tækifæri
á að kynnast, og hvert og eitt stóð
upp og hélt smá ræðu. Auður Sif
stóð sig frábærlega er hún flutti
sína ræðu á ensku. Hún þakkaði
sérstaklega Sláturfélaginu og
Pedigree fyrir að veita sér þetta
tækifæri. Einnig þakkaði hún
Hundaræktarfélagi Islands og bar
kveðjur frá öllum hundavinum
heima á Islandi. Gaman var að sjá
hversu örugglega og prúðmann-
lega hún bar sig, þegar hún hélt
ræðu á ensku aðeins 15 ára gömul.
Þótt samkeppni sé mikil í svona
keppni var samkenndin ríkjandi
meðal krakkana og öll óskuðu þau
hvert öðru góðs gengis. Eftir
kvöldverðinn skiptust krakkarnir
á litlum gjöfum sem hver kom
með frá sínu heimalandi og gaf
Auður Sif hverju og einu lítinn
hraunstein merktan Hundarækt-
arfélagi íslands. Þessi þjóðlega
gjöf vakti mikla athygli.
Hundrað þúsund gestir
Fram að keppni á sunnudegin-
um gafst tími til að skoða sýning-
una. Sýningarsvæðið er geysilega
stórt og búið að bæta við enn einni
sýningarhöllinni þannig að nú eru
þær alls fimm. Búist var við
100.000 gestum þessa fjóra daga.
Þess má til gamans geta að fjöl-
mennustu hundategundirnar sem
sýndar voru í ár voru Bearded
collie eða skeggjakolur eins og
hann nefnist á íslensku, þar á eftir
kom Staffordshire bull terrier,
síðan Afganhundar, því næst Ca-
valier king Charles spaniel sem er
vinsæl hundategund hér á Islandi,
svo Lhasa Apso og Golden retri-
ever sem er ein af vinsælustu teg-
undum heims.
A sýningu sem Crufts sér mað-
ur rjómann í breskri hundarækt,
sem er ein sú fremsta í heimi. All-
ir helstu dómarar eru að störfum
og þykir mikill heiður að fá að
dæma á Crufts. Einn dómari sagði
greinarhöfundi, að venjulega bær-
ist boð um að dæma með fjögurra
ára fyrirvara, og væri viðkomandi
beðinn að halda því algjörlega
leyndu, til að ekki kæmi til hags-
munaárekstra milli ræktenda.
Þetta er jú hörð samkeppni.
En fyrir utan dómhringina var
margt markvert að sjá og entust
varla dagarnir til að komast yfir
allt sem í boði var.
Hundaeign og almenn gælu-
dýraeign er mjög mikil í Bret-
landi. Því var geysilega mikið af
sölubásum og nánast hægt að
kaupa allt sem viðkemur hunda-
mennsku. Einnig settu fóðurfram-
leiðendur stóran svip á sýninguna.
En allskonar samtök, þ.á m. dýra-
verndunarsamtök, höfðu mesta
aðdráttaraflið. Mikið er gert til að
fræða almenning um þá ábyrgð
sem fylgir hundaeign en stórum
hópi hunda er komið fyrir í
„hunda- athvörfum" í Bretlandi á
ári hverju. Astæðan er sú að fólk
fær leiða á „leikfanginu“ og losar
sig við það. Þetta er sorgleg stað-
reynd og almenn, jafnvel hér á Is-
landi. Markmið allra þessara sam-
taka er að finna hundunum aftur
góð heimili, enginn hundur er
svæfður, allir hafa þeir jafnan rétt
á að lifa.
Fyrir tveimur árum fór breska
hundaræktarfélagið af stað með
herferð vegna örmerkinga í gælu-
dýrum. Hefur það gefist svo vel að
nú eru um 500.000 gæludýr ör-
merkt í landinu og dýralæknar,
hundaeftirlitsmenn og dýravernd-
unarsamtök hafa öll tæki til að
lesa merkingarnar svo hægt sé að
koma týndu gæludýri eins fljótt
og mögulegt er til eiganda síns.
Bretar eru einnig meðvitaðir
um hvers hundurinn er megnugur.
Nokkuð sem Islendingar ættu að
taka sér til fyrirmyndar. Stórkost-
legt var að sjá hvernig hundurinn
er notaður við fíkniefna- og
sprengjuleit. I breska hernum er
hann ómissandi hjálpartæki og
blindir og fatlaðir telja það sjálf-
sagðan hlut að hafa hund sér til
aðstoðar. Allstaðar eru þessir
hundar velkomnir, s.s. í strætis-
vögnum, verslunum og bönkum.
Samband manns og hunds
Gaman var að fylgjast með
keppni í hundafimi og hlýðni. Þar
sér maður þetta sterka samband
sem er milli manns og hunds.
Hundurinn er í eðli sínu félags-
vera og honum er eðlilegt að
þóknast húsbónda sínum og það
var frábært að sjá hann vinna af
gleði.
Barna og unglingadeild breska
hundaræktarfélagsins „The Kenn-
el club junior organisation" setti
stóran svip á sýninguna og var
með sinn eigin sýningarhring.
Deildin er á sínu 13. starfsári og
félagar eru yfír 7000 á aldrinum 8-
18 ára. Unglingadeildin er opin