Morgunblaðið - 29.03.1998, Blaðsíða 24
24 E SUNNUDAGUR 29. MARZ1998
MORGUNBLAÐIÐ
Græddur
er geymd-
ur eyrir
> Bankar, sparisjóðsbækur, verðbréf,
gengi gjaldmiðla, myntslátta. Allt eru
þetta orð, sem tilhevra daglegu lífi
---------^--------------
hvers manns. Otalinn er sá fjöldi, sem
hefír af því framfæri að fjalla með ein-
hverjum hætti um krónur þær og aura,
sem fara um hendur manna í daglegum
viðskiptum. Pétur Pétursson þulur fjall-
ar um gamla mælieiningu allt frá fyrstu
* árum landnáms, „aura“. Því orði virðist
ofaukið, stjórnvöld hafa birt tilkynningu
um að krónur einar hafí gildi.
Aurum er útrýmt.
SYNIR Kristjáns Guðmundssonar kaupmanns í Krónunni og eigin-
konu hans, Sigrúnar Sveinsdóttur. Þeir voru stundum kallaðir „25
eyringarnir hans Kristjáns í Krónunni". Guðmundur var kaupmaður
í Krónunni í Mávahlíð, Sigurður lengi bátsmaður á flaggskipi ís-
lenska flotans „GuIlfossi“, Ríkharður Sveinn stúdent var kaupmaður
á Vesturgötu og Björn kaupmaður við Mánagötu.
Áívw// fið/vtt//#////
■'/’///'//
AUGLYSING Lands-
bankans um söfnun
skólabarna (Raf-
skinna).
SPARIBAUKUR
Landsbanka íslands.
HAUKUR pressari Guðmundsson með hjálpartæki
sín. Hann safnaði 25 eyringum og hafði áhyggjur af
falli krónunnar.
Haukur vinur minn pressari
hafði miklar áhyggjur af
örlögum krónunnar. Hann
kveið niðurlægingu henn-
* ar og rýmandi gildi. Safnaði smá-
mynt til þess að verjast fjárhagsá-
föllum lækkandi gengis meðan kost-
ur var. Það mun hafa verið um miðj-
an sjötta áratug aldarinnar að
Haukur ákvað að ganga á fund
Bjarna Benediktssonar, sem þá var
dóms- og menntamálaráðherra. Er-
indi hans var að leita ásjár Bjarna
og ráða í peningamálum. Haukur
sagði: „Þeir segja strákarnir að
krónan sé alltaf að lækka og verði
bráðum ónýt. Gerðu það fyrir mig
Bjarni minn. Reyndu að passa
þetta. Eg segi þér satt það er
ómögulegt að standa í þessu lengur.
Það þýðir ekkert að vera að safna
aurunum ef allt verður að engu. Ég
er með fullt blikkbox suður á Vífíls-
stöðum, sem hann Skúli geymir fýr-
ir mig með límbandi utanum. Svo
skulda ég í sjoppunni. Það má ekki
eyðileggja þetta allt fyrir manni. Ég
er kurteis maður og það er erfitt að
bera pressudótið ef maður tapar svo
öllu og krónan verður ónýt.“
Bjarni Benediktsson var skjótur
til svars. Hann á að hafa sagt: „Ég
lofa þér því, Haukur minn, að krón-
an skal alltaf verða fjórir tuttuguog-
fímmeyringar".
Þegar Bjarni Benediktsson lét
þessi orð falla hefir hann sjálfsgat
talið að svo yrði um alla framtíð.
Þótt glöggur væri sá hann ekki fyr-
ir umsvif Seðlabankans og hagfræð-
<•». inga, sem börðust við núllin, engu
síður en Don Kíkóti vindmyllurnar.
Munurinn var sá að hagfræðingun-
um fórst líkt og galdranemanum í
tónverki Dukas. Vandinn óx við
hvert högg sem þeir greiddu til
lausnar gengisvanda. Núllin, sem
þeir stýfðu af gjaldmiðlinum til þess
að auka virðingu fyrir íslensku
krónunni komu aftur og „stikluðu
mót straumi", engu síður en laxfisk-
ur, sem leitar aftur í fossiðu kvið-
pokatíðar.
„Hinn skinandi,
rauðleiti málmur“
Með þessum orðum er hið forn-
norræna orð eyrir skýrt í íslenskri
orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magn-
ússonar.
Ná hafa peningafurstar þeir sem
ráða Fáfnisarfi látið þau boð út
ganga að þeir hyggist herja á föður-
^ arf sinn og fjársjóð tungunnar.
Boða þeir afnám og
gjöreyðingu orðs sem
fylgt hefir þjóðinni allt
frá landnámi, en er
sjálft eldra og norræn-
um þjóðum tungutamt
austan Atlandsála, sem
vestan.
Fornar sagnir greina
margar frá samskipt-
um forfeðra Islend-
inga, landnámsmanna,
búsetu þeirra, atvinnu-
háttum, vöruskiptum
og verðlagningu.
Eyrir og aurar koma
jafnan við sögu, allt frá
fyrstu tíð. Nú hafa þau
tíðindi borist að fjár-
málastjórn landsins
hyggist afnema auratal
en nefna krónur einar.
Er því við borið að töl-
um ógni aurar og af
þeim sökum verði þeim
synjað um rúm í talna-
dálkum reiknistofu
bankanna.
Samtök auglýsinga-
manna, Hjálmtýr Heið-
dal og félagar hans,
höfðu beðið mig að
flytja einhverjar hug-
leiðingar um auglýs-
ingar fyrri tíðar og
nafnkunna menn,
brautryðjendur í þeirri
grein. Mér þótti við
hæfi að minnast
langafa Hjálmtýs Þor-
láks Johnson kaupmanns, sem var
fyrstur reykvískra kaupmanna til
þess að auglýsa með eftir minnileg-
um hætti, „brjóstsykurinn ljúfa“ og
„þjóðfrelsisviskýið" (þótt templari
væri). Síðan vék ég talinu að Bólu-
Hjálmari. Vakti athygli ungra
manna á myndrænum ljóðum
skáldsins, sem hugsaði í myndum.
Vitnaði í ljóð Hjálmars því til sönn-
unar: „Sjá nú hvað ég er beinaber,
brjóstin visin og fólar kinnar"
o.s.frv.
Auglýsingamenn hurfu fljótlega
að loknum fyrirlestri mínum að
„þjóðfrelsisviskýi“ barþjónanna, en
ég fylltist hofmóði og taldi mig geta
boðið Landsbankanum tilsniðna
sparifjárauglýsingu. Hún var, að
mig minnir svolátandi:
Haukur og Eyjólfur voru góð-
kunningjar. Þeir hittust stundum í
afgreiðslusal Landsbankans þegar
þeir áttu erindi í sparisjóðinn. Þeir
voru báðar sparsamir og höfðu fest
sér vel í minni heilræði bankans:
„Græddur er geymdur eyrir“.
Eyjólfur spurði Hauk eitt sinn er
þeir biðu afgreiðslu: Hvemig geng-
ur þér að safna í bókina þína, Hauk-
ur minn? Mér gengur vel, sagði
Haukur. Ég er á blaðsíðu tvö.
Það er gott sagði Eyjólfur. Um að
gera að byrja smátt. Svo vitnaði
hann í Sigurð Berndsen, frægan
fjármálamann: Það er enginn vandi
að verða miljóner. Bara að eyða
minna en maður aflar ...
„Sparnaður er upphaf auðs“.
I Rafskinnu, auglýsingabók
Gunnars Bachmanns mun hafa birst
auglýsing bankans. Síðan mun
Landsbanki Islands hafa hagnýtt
sér hvatningu þessa er bankinn
hafði forgöngu um að efla sparifjár-
söfnun skólabarna. Snorri Sigfús-
son fyrrverandi skólastjóri veitti
forstöðu deild þeirri er hafði umsjón
með átaki þessu. Guðjón Jónsson
kennari frá Fagurhólsmýri var að-
stoðarmaður Snorra og tók síðar við
því starfi. Magni Guðmundsson,
góðkunur kaupmaður og mynt- og
frímerkjasafnari var hjálparmaður
Snori’a um skeið. Hann minnist
þess er próförk kom úr prentsmiðju
með áprentuðu kjörorði sparifjár-
söfnunarinnar, að þá hafði slæðst
inn meinleg villa. Á blaðinu stóð
skýrum stöfum „Grættur er geymd-
ur eyrir“. Magni segist enn muna
hve freistingin hafi verið mikil að
láta sem ekkert væri og gefa grænt
ljós á prentun upplagsins. En sam-
viskusemin sigraði.
Torfi Olafsson var um langt skeið
gjaldkeri Landsbanka íslands, en
síðar gjaldkeri og deildarstjóri
Seðlabankans. Hann á í fórum sín-
um sparibauk með áletrun orðanna
„Græddur er geymdur eyrir“. Torfi
veitti góðfúslega leyfi til þess að
ljósmyndari Morgunblaðsins festi á
filmu þennan sögufræga söfnunar-
bauk, sem geymir í áletrun sinni
orð, sem fylgdi landnámsmönnum,
er þeir stigu fæti á fold.
Kristján kaupmaður Guðmunds-
son er minnisstæður Vesturbæing-
um. Hann stóð dyggan vörð smá-
kaupmannsins í verslun sinni um
áratuga skeið. Deildi kjörum með
stéttarbræðrum sínum, sem börð-
ust dag hvern við misvitur verðlags-
og innflutningsyfírvöld, misskilning
viðskiptamanna, sem héldu margir
hverjir að hver króna, sem í kass-
ann kæmi væri hreinn ágóði kaup-
mannsins og eyðslueyrir fjölskyld-
unnar.
Þegar KRON opnaði verslun í
húsakynnum Þorsteins jámsmiðs
Jónssonar á Vesturgötu 33 svaraði
Kristján kaupmaður Guðmundsson
með því að breyta heiti verslunar
sinnar úr verslun er hann hafði
nefnt sínu eigin nafni og ákvað,
einmitt í þann mund, sem gengi
krónunnar var fellt að lýsa hollustu
sinni við íslenskan gjaldmiðil og
nefna verslun sína: Verslunin Krón-
an. Kristján hafði langan reynslu að
baki. Árið 1924 hafði hann opnað
verslun á Bergsstaðastíg, komst í
góðar álnir, en lenti í klóm spek-
úlanta, sem hann trúði fyrir all-
stórri fjárhæð til vörukaupa erlend-
is. Það varð Kristjáni dýrkeypt
reynsla. Hann sá aldrei „eyrisvh’ði“
af upphæðinni, en tókst með hygg-
indum og sjálfsafneitun, svo ekki sé
gleymt iðjusemi og ráðdeild eigin-
konunnar, Sigrúnar Sveinsdóttur,
að komast í álnir að nýju og afla sér
trausts í heimi viðskipta. Til þess
var tekið af Vesturbæingum, sem
fylgdust grannt með nágrönnum
sínum, að Kristján þvoði sjálfur
gólfið í búð sinni, að loknu löngu
dagsverki og gerði hreint fyrir sín-
um dyrum. Hann var árrisull. Þótti
sjómönnum og öðrum dugnaðar-
mönnum gott að koma við „hjá
Stjána" og geta rætt og rabbað um
aflabrögð og veðurhorfur.
Bræður Hauks voru flestir góð-
kunningjar mínir. Sverrir, seinna
skósmiður var skólabróðir minn í
Landakotsskóla. Sigurður ljós-
myndari, góður félagi og stúkubróð-
ir minn um skeið. Hann tók fjöl-
margar ljósmyndir af öfiugri starf-
semi ungra jafnaðarmanna meðan
ég tók þátt í þeim samtökum, talkór
FUJ, kröfugöngum, fjöldafundum
og hverskyns atburðum. Sigurður
var ljúfur maður og ósérhlífinn.
Hamhleypa til verka. Lét ekki
bæklun hamla sér í starfi. Óx ás-
megin við erfiði. Benedikt var
öðlingur. Allt lék í höndum hans.
Listamannssál hans viðkvæm, en
heimur hrjúfur. Benedikt lagði
stund á málarahst, hélt sýningar á
verkum sínum og hlaut lof margra.
Hann vann lengi fyrir daglegu
brauði sem kjötiðnaðarmaður, en
stundaði síðar afgreiðslustörf.
Hvarvetna var hann rómaður fyrir
prúðmennsku og drengskap. Guð-
mundur dömuklæðskeri var kunnur
maður. Lengi miðdepill í sam-
kvæmislífi bæjarins. Jafnan í fylgd
fegurstu kvenna Reykjavíkur, um-
kringdur tískudömum og dansmeyj-
um og hárgreiðslumeistm-um.
Þá var systir Clementsía í Landa-
koti ekki síst þeirra systkina. Létt í
spori í skósíðum nunnubúningi sín-
um. Örugg í bílaumferð á rúg-
brauðsbifreið Landakotsspítala.
Fjöldi sagna er sagður um Hauk.
Ein þeirra var um afmælisdag
hjúkrunarkonu. Hún fagnaði fimm-
tugsafmæli. Þá hlaup Haukur um
alla ganga og hrópaði: „Nú er Þor-
björg fimmtíu ára í dag. Kiukkan
tólf í kvöld getur hún aldrei átt
krakka."