Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Valur óstöðvandi Framarar áttu ekk- ert svar Þannig vörðu þeir Laugardagur: Reynir Þór Reynisson, Fram: 20/1 (þar af 5 þannig að knötturinn fór aftur til mótherja) 10(2) langskot, 4 úr horrii, 3(2) eftir gegnumbrot, 2(1) af línu og 1 víti. Guðmundur Hrafnkelsson, Val: 16/1 (þar af 8/1) þannig að knötturinn fór aftur til mótherja) 10(2) langskot, 4(4) úr horni, 1(1) af línu og 1(1) víti. Mánudagur: Guðmundur Hrafnkelsson, Val: 15/1 (þaraf 6) þannig að knötturinn fór aftur til mótherja. 7 (1) langskot, 2 (2) eftir gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup, 3 (2) úr horni, 1 (1) af línu, 1 vítakast. Reynir Þór Reynisson, Fram: 11 (þaraf 4) þannig að knötturinn fór aftur til mótherja. 7 (3) langskot, 2 (1) úr horni, 2 af línu. Þór Björnsson, Fram: 1 (þaraf 1) þannig að knötturinn fór aftur til mótherja. 1(1) efth’ gegnumbrot. VALSMENN héldu uppteknum hætti frá fyrsta leiknum er þeir mættu Frömurum öðru sinni á Hlíðarenda á mánudag- inn. Þeir léku sterka vörn og spiluðu af yfirvegun í sókninni. Virtust leikmenn Fram ekki hafa nein svör á reiðum hönd- um, þeir komust aðeins einu sinni yfir, snemma leiks, en áttu eftir það á brattann að sækja og í raun má segja að upp úr miðjum síðari hálfleik hafi úrslitin verið ráðin. Vals- menn innsigluðu annan vinn- ing sinn í einvíginu með þriggja marka sigri, 28:25, sem var í raun öruggari en töl- urnar gefa til kynna. Þar með er ljóst að leikmenn Fram verða að selja sig dýrt í þriðja leiknum á heimavelli í kvöld og ekkert annað en jvar sigur dugir til þess að Benediktsson sá leikur verði ekki sá skrifar síðasti í þessari úr- slitakeppni. Til þess verða þeir að bæta ýmislegt, en þó fyrst og fremst vamarleikinn sem hefur verið nokkuð frá því sem hann hefur oft best verið á keppnis- tímabilinu. Einkum vantaði mikið upp á í annarri viðureigninni að vörnin væri sannfærandi enda segir sóknarnýting Vals allt sem segja þarf í því efni - mótspyrnan var lítil. Fyi-stu tíu mínútur leiksins voru í járnum en eftir það tóku Valsmenn öll völd á vellinum. Léku sterka flata vörn sem kom vel út móti skyttum Framliðsins þannig að þær fengu lítið ráðrúm, eins höfðu þeir góðar gætur á þomamönunum, einkum Sigurpáli Árna Aðalsteins- syni í vinstra horninu. Sóknarleikur Fram lenti hvað eftir annað á vegg og fékk sig hvergi hreyft. Guð- mundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, fór á kostum og varði nokkur skot á afar auðveldan hátt, hrein- lega greip þau og hafði lítið fyrir. A sama tíma gekk sóknarleikur Vals eins og í sögu. Staðan breyttist úr 5:4 Fram í hag í 10:5 Val í hag á níu mínútna kafla. Þar með var grunn- urinn lagður að forsytu sem Vals- menn létu aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 13:9 fyrir Val. Sigfús Sigurðsson gaf tóninn fyr- ir Val eftir rúma mínútu í síðari hálfleik og undirstrikaði að ekkert yrði gefíð eftir. Vörn heimamanna var áfram sterk og gaf Oleg Titov lítið rými til þess að vinna pláss fyr- ir sig og félaga sína. Munurinn hélt áfram að aukast og um miðjan hálf- leikinn var staðan 22:15 og 25:18 þegar tíu mínútur voru eftir. A lokakaflanum breytti Framliðið um varnaraðferð, en slíkt er ekki dag- legt brauð, lék 3-3 í stað 6-0. Það sló á bitið í sókn Vals, en kom of seint, munurínn var of mikill. Breytti engu þótt vöm Vals gæfi nokkuð eftir og Framarar næðu að- eins að klóra í bakkann. Valsmenn léku eins og þeir sem valdið hafa og koma fullir sjálfstrausts í þriðja leikinn á meðan enn harðnar á daln- um hjá Safamýrarpiltum. Ljóst er að Guðmundur Þ. Guð- mundsson og lærisveinar hjá Fram verða að bæta leik sinn verulega jafnt í sókn og þá einkum í vörn til þess að leikurinn í kvöld verði ekki þeirra síðasti í einvíginu og Islands- meistaratitillinn falli Valsmönnum í skaut. Valsarar geta a.m.k. sætt lagi, þeir eru ekki tilneyddir að leggja fram sín tromp, það er ann- arra að gera það. Slíkt er góð staða en þó ekki þannig að menn megi sofna á verðinum. Morgunblaðið/Þorkell Dans að hætti línumanna LÍNUMENNIRNIR Sigfús Sigurðs- son hjá Val og Framarinn Oleg Titov hafa tekist á í leikjunum tveimur og hingað til hefur Sig- fús haft betur bæði í vörn og sókn. Hér hefur hann snúið á Titov og komist f færi í leiknum á Hlfðarenda á mánudaginn. SOKNARNYTING Fyrsti leikur liðanna I úrslitunum, leikinn í Framheimili 11. apríl 1998 Fram Mörk Sóknir % Valur Mörk Sóknir % 10 8 18 27 37 F.h 10 24 33 S.h 11 51 35 Alls 21 26 24 50 38 46 42 10 Langskot 8 1 Gegnumbrot 3 3 Hraðaupphlaup 3 1 Horn 2 1 Lína 2 2 Viti 3 skrifar Þrítugur Valsham- arinn nær ókleifur Valsmenn komu Frömurum í opna skjöldu í fyrsta leik lið- anna um íslandsbikarinn á laugar- dag. Leikið var í Framhúsinu, þar sem heimaliðið hefur verið illvið- ráðanlegt í vetur, en nú var annað upp á teningnum; Skapti Valsmenn sigruðu Haiigrimsson mjög örugglega, 21:18, og sýndu gam- alkunnar sparihliðar: léku frábæra vörn og markvarslan var einnig góð. Reynir Þór í marki heimaliðsins varði raunar fleiri skot en Guðmundur Valsmaður, en það dugði ekki til að þessu sinni. Segja má að Valshamarinn, sem reistur var við vítateiginn, hafi reynst Frömuram nær ókleifur á laugardag; lítið fór fyrir þeim hraða og vel útfærða sóknarleik sem þeir bláklæddu úr Safamýi’- inni hafa gjarna boðið upp á í vet- ur; Valsmenn höfðu allt að því lært leikkerfi andstæðingsins utan að og tóku vel á móti honum. Segja verður Frömurum til hróss að þeir léku einnig góða vörn langtímum saman og Reynir var góður í markinu, en sóknarnýting liðsins var afspyrnuléleg - aðeins 35 af hundraði. Nýting Valsmanna var ívið betri, þótt ekki væri hún til að hrópa húrra fyrir, en Valsmenn voru þó mun agaðri í sóknarað- gerðum sínum. Taugar þeirra eru greinilega sterkari þegar á reynir. Leikurinn var nokkuð sveiflu- kenndur; í tvígang gerðu Valsmenn fjögur mörk í röð. I fyrra skiptið, um miðbik fyrri hálfleiks, liðu um tíu mínútur án þess að heimaliðið næði að skora og fimm mínútur í það síðara - eftir hlé. Bæði lið léku flata vörn og tókst vel upp, sem fyrr segir. Nánast engin Framari náði sér hins vegar á strik í sókn nema ef vera skyldi Magnús Már í fyrri hálfleik og Daði í þeim síðari. Valsmenn geta einnig mun betur í sókn en þeir sýndu. Jón Kristjánsson fór fyrir sínum mönnum þegar liðið sótti og hinn stórefnilegi Daníel Ragnars- son var einnig góður. Þegar fylgst er með honum virðist stundum sem Boris Bjarni, Oskar, Jón og þeir Valsmenn aðrii’ sem séð hafa um drenginn, eftir að hann gekk til liðs við Val frá Aftureldingu, hafi skellt Ólafi Stefánssyni í ljósritunarvél! SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í úrslitunum, leikinn að Hiíðarenda 13. apríl 1998 Valur Mörk Sóknir Fram Mörk Sóknir % 13 21 62 F.h 9 21 43 15 26 58 S.h 16 25 64 28 47 60 Alls 25 46 54 13 Langskot 9 2 Gegnumbrot 1 2 Hraðaupphlaup 3 1 Horn 3 9 Lína 4 1 Víti 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.