Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 3

Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 B 3 VALUR ÍSLANDSMEISTARI f HANDKNATTLEIK wmmmmmuammmmmmmmmmaammmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmamMmammammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Ótrúleg sigurganga Vals VALSMENN hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna síðasta áratug- inn og rúmlega það. Félagið hefur alls átta sinnum orðið Islands- meistari á ellefu árum, fjórum sinnum unnið bikarkeppnina og tvisvar orðið deildarmeistari síðan núverandi fyrirkomulag með úr- slitakeppni var tekið upp árið 1992. Þrjú þessara ára hefur Valur bæði unnið Islandsmótið og bikarkeppn- ina, 1987-88,1992-’93 og 1997-’98. Eftir tvöfaldan sigur leiktíðina 1987- 88 undir stjóm Pólverjans Stanislaws Madrowskis varð fé- lagið Islandsmeistari árið eftir. Sumarið 1989 tók Þorbjörn Jens- son við þjálfun af Pólverjanum og fagnaði bikarmeistaratitli snemma árs 1990 en varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir FH í úrslitaleik um meistaratitilinn í Kaplakrika. Vorið 1991 vannst Is- landsmeistaratitillinn en liðið hafði áður hafnað í 2. sæti í deild- arkeppninni. Tímabilið 1991 -’92 tókst Val ekki að komast í úrslita- keppnina, hafnaði í 9. sæti í deild- inni og tapaði fyrir FH í úrslita- leik um bikarinn. Menn létu ekki hugfallast eftir þetta magra tíma- bil og árið eftir vann Valur alla titla sem í boði voru, þ.e.a.s. deild- ina, bikarinn og Islandsmótið. Arið eftir tryggðu Valsmenn sér á ný Islandsbikarinn eftir að hafa hafnað í öðru sæti í deildinni á eftir Haukum, sem síðar urðu andstæðingar Vals í úrslitaleikj- unum. Síðasta ár Þorbjörns Jens- sonar með Val var leiktíðin 1994 til 1995. Þá vannst deildarmeist- aratitillinn og Islandsmótið eftir æsilega úrslitaleiki við KA. KA- menn lögðu hins vegar Val í úr- slitum bikarkeppninnar í ekki síð- ur spennandi orrustu þótt styttri væri. Jón Kristjánsson tók við þjálf- un af Þorbirni og skilaði strax Is- landsmeistaratitli í safnið, þeim nítjánda í sögu deildarinnar. Keppnistímabilið á eftir, 1996-’97, var eitt fárra magurra | ára og liðið féll úr í átta liða úr- slitum í úrslitakeppninni fyrir Haukum. Eins og ævinlega eftir mögur ár hjá Val koma ár vel- megunar eins og keppnistímabil- ið í ár sannar. Allt ákveðið í haust Theodór Valsson hefur verið kjöl- festan á miðjunni í hinni geysi- sterku Valsvöm og hann var að von- um kampakátur eftir að íslands- meistaratitillinn var í höfn eftir sig- ur á Fram í síðasta úrslitaleiknum á laugardag. „Þetta var aUt ákveðið í haust. Þá ákváðum við að vinna til allra titlanna, en við klúðruðum ein- um og getum engum kennt um nema okkur sjálfum, við spiluðum ekki nógu vel undir lok deildar- keppninnar. í úrslitakeppninni töp- uðum við tveimur leikjum og í leikn- um við Fram á miðvikudaginn lék- um við ömurlega og það má segja að það tap hafi verið ágætis áminning. Við skoðuðum leikinn vel og sáum allar vitleysumar sem við vorum að gera og ákváðum að gera bragarbót þar á. Við trúum því allir að við sé- um betri en Fram og það sýndi sig í dag, þó svo að munurinn sé ekki eins mikill á liðunum og markatalan seg- ir.“ Nú hefur það lent mikið á þér og Sigfúsi Sigurðssyni að hafa gætur á Oleg Titov. Hvernig er að leika á mótí honum? „Það er allt í lagi. Hann er ekki löglegasti línumaðurinn því hann er mikið með olnbogana á lofti, hann er ekkert penni en hver annar. Guð- mundur [Guðmundsson, þjálfari Fram] heíúr verið að búa til ein- hverjar tröllasögur um að allir séu að berja hann í klessu, en ég held það sé rugl. Titov er sjálfur mjög fastur fyrir og gefur ekkert eftir, en hann er heiðarlegur leikmaður og ég held að við höfum leikið heiðarlega á móti honum. Hann er það sterkur leikmaður að það þurfa yflrleitt að vera tveir á honum. Hann er klókur að snúa af sér vamarmann og ef hann fær bolt- ann og maður er einn á móti honum þá er erfitt að stöðva hann nema að hanga á honum og þá er maður rek- inn útaf. Við náðum að leysa þetta vel í öðram leiknum og aftur í dag, því þá voram við alltaf komnir tveir á móti honum og sá þriðji tilbúinn til aðstoðar." Þið voruð svo gott sem búnir að gera út um leikinn uppúr miðjum fyrri hálfleik. Hvað gerðist? „Við voram bara miklu, miklu ákveðnari en þeir og Framarar komust eiginlega aldrei almennilega í takt við leikinn. Við eram með mjög sterka vörn og þegar við náum að leika vel í vöminni þá ver Guð- mundur [Hrafnkelsson] vel fyrir aft- an okkur og í kjölfarið eram við yfir- leitt fljótir fram og refsum mótherj- um okkar strax. Það er ekkert lið hér á landi sem vinnur okkur þegar við náum að leika vel. Við verðum svo bara að sjá til hvort sænsku liðin geta það,“ sagði Theodór Valsson, sem heldur til Svíþjóðar á morgun en þar taka Valsmenn þátt í Norræna meistara- mótinu í handknattleik. Jón Kristjánsson íslandsmeistari með Val í 8. sinn á 10 árum Morgublaðið/Kristinn JÓN Kristjánsson fór fyrir sfnum mönnum með glæsibrag f úrslitakeppninni. Hér skorar hann eitt sex marka sinna á laugardag. TiHinning sem aldrei venst Morgunblaðið/Kristinn THEODÓR Vaisson er einn þeirra leikmanna sem ekki eru áber- andi í Valsllðinu, en hann hefur gegnt afar dýrmætu hlutverki f varnarleiknum; á honum hefur ekki sfst mætt að takast á vlð Oleg Titov, rússneska Ifnumanninn hjá Fram. „ÞAÐ er alltaf lagt upp með það hjá Val að vinna Islandsmeistaratitil- inn,“ segir Jón Kristjánsson þjálfari sem stýrði Val til sigurs í annað sinn á þremur áram sem þjálfari. „Eg var þokkalega bjartsýnn í haust að það mætti takast. Við voram á góðri leið með að mynda nýtt lið eftir að hafa misst fjóra leikmenn fyrir tveimur áram. Eftir það urðum við að taka upp annan leikstíl, sem fólst í mun kerfisbundnari handknattleik en áð- ur og þá um leið brotthvarf frá frjálsum handknattleik sem hafði verið aðal okkar síðustu ár.“ Valsmenn fóra ekki auðveldustu leiðina í úrslitin, lögðu Aftureldingu og KA, en bæði liðin urðu ofar í deildarkeppninni og áttu heimaleikja rétt. Valur blés á allt þess háttar, vann Aftureldingu í tveimur leikjum og KA-menn í oddaleik í KA-heimil- inu. „Afturelding átti í vanda á þess- um tíma en við voram í uppsveiflu auk þess sem Aftureldingarliðið hentaði okkur ágætlega. KA-liðið var hins vegar sterkara en ég átti von á, leikimir við það vora þeir erfiðustu í úrslitakeppn- inni. Leikirnir vora spennandi og tóku vh'kilega á.“ Framliðið segir hann hafa verið ágætan mótherja sem leiki kerfis- bundið og hann hafi í raun ekki ótt- ast þá veralega. „Til að byrja með spáði ég mikið í hvemig væri best að taka á móti þeim, hvort rétt væri að breyta út af 6-0 vöminni sem við höfðum leikið gegn UMFA og KA. Eftir nokkra athugun ákvað ég að halda sama striki því ég var sann- færður um að stæðum við okkar vakt áfram í 6-0 vörninni myndi það duga.“ Jón sagði ennfremur að fyrsti leik- urinn hefði verið lykilleikur og eftir jafnan leik hafi hans mönnum tekist að sigra og ná frumkvæði í einvíginu. I öðram leiknum náðu þeir sér aldrei á strik, en í þriðja leiknum vora þeir ekki reiðubúnir í slaginn og töpuðu. I fjórða leiknum gáfu þeir síðan ekk- ert eftir. Það er alltaf jafn gaman að standa uppi sem sigurvegari, þetta er til- finning sem aldrei venst, hversu lengi sem maður stendur," sagði Jón Kristjánsson sem leikið hefur tíu keppnistímabil með Val og átta sinn- um staðið uppi sem Islandsmeistari með liðinu, fjórum sinnum deildar- meistari og í fjórgang bikarmeistari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.