Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 9
1
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 B 9
KNATTSPYRNA
Reuters
VARAMAÐURINN Fabio Pecchia gerði mikilvægt mark fyrir Ju-
ventus og samherjar hans kunnu vel að meta það.
Mikilvægir
varamenn
Varamenn efstu liða ítölsku deild-
arinnar voru í sviðsljósinu um
helgina. Fabio Pecchia tryggði Ju-
ventus 1:0 sigur á Empoli og Youri
Djorkaeff braut ísinn með skalla-
marki 10 mínútum fyrir leikslok þeg-
ar Inter vann Udinese 2:0.
Þegar fjórar umferðir eru eftir
er Juve með 66 stig en Inter 65 og
því má gera ráð fyrir mikilli spennu
þegar liðin mætast í Tórínó um helg-
ina.
Marcello Líppi, þjálfari Juve,
ákvað að taka franska landsliðs-
manninn Zinedine Zidane af velli eft-
ir klukkutíma leik og reyna Pecchia í
staðinn. Tilraunin gaf þegar árang-
ur; varamaðurinn Marcelo Zalayeta
fékk boltann frá Alessio Tacchinardi
og skallaði á Pecchia sem skoraði úr
eina opna færi liðsins - setti boltann
framhjá Marco Roccati í markinu
með innanfótar spymu. Empoli hélt
að Stefano Bianconi hefði jafnað sex
mínútum síðar - að boltinn hefði ver-
ið kominn yfir marklínuna þegar
Angelo Peruzzi kom boltanum í
burtu - en dómarinn var ekki á sama
máli. Tacchinardi fékk gult spjald í
annað sinn og þar með rautt níu mín-
útum fyrir leikslok en Empoli tókst
ekki að nýta sér liðsmuninn og Juve
hélt fengnum hlut.
Udinese varð fyrst til að sigra
Inter á tímabilinu og var nálægt því
að endurtaka leikinn á San Siro. Oli-
ver Bierhoff, sem tryggði liði sínu
sigur á Inter í desember, átti góðan
skalla að marki mótherjanna
snemma leiks um helgina en heima-
menn björguðu á línu og stundar-
fjórðungi fyrir leikslok skaut hann í
stöng. Luigi Turci, markvörður Udi-
nese, kom í veg fyrir að Taribo West
og Ze Elias skoruðu og útlit var fyrii-
að Inter væri að missa Juve lengra
frá sér þegar Djorkaeff kom til
bjargar. Þremur mínútum síðar var
Turci sendur af velli fyrir að stöðva
boltann með hendi utan vítateigs
þegar Ronaldo reyndi að leika á
hann. Þar sem gestimir höfðu þegar
skipt um þrjá menn fór Argentínu-
maðurinn Hector Pineda í markið og
fyrsta verk hans var að hirða boltann
úr netinu eftir að Ronaldo hafði
skorað beint úr aukaspyrnu - 22.
mark hans á tímabilinu.
Lazio missti væntanlega af
möguleikanum á sæti í meistaradeild
Evrópu sem annað lið Italíu með 2:1
tapi fyrir Vicenza. Lamberto Zauli
skoraði fyrir heimamenn eftir tæp-
lega hálftíma leik, Roberto Mancini
jafnaði gegn gangi leiksins í byrjun
seinni hálfleiks en Pasquale Luiso
gerði sigurmark Vicenza sex mínút>
um síðar.
Kaiserslautern
í vandræðum
Kaiserslautern átti í mesta basli
með Rostock en náði jafntefli,
2:2, og er áfram í efsta sæti þýsku
deildarinnar þar sem Bayern
Múnchen gekk ekki betur með botn-
lið Bielefeld, gerði 4:4 jafntefli.
Nýliðarnir eiga eftir fjóra leiki en
Bayern þrjá.
Kaiserslautern, sem hefur ekki
sigrað í liðlega mánuð og aðeins gert
fímm mörk í fimm leikjum, er með
eins stigs forystu á Bayem. Otto
Rehagel, þjálfari, sagði að keppninni
um titilinn væri langt í frá lokið en
liðið er með eins stigs forystu. „Við
vorum ekki vakandi í byrjun sem
styrkti mótherjana," sagði hann um
leikinn við Rostock. „Baráttan um
titilinn heldur áfram og er spenn-
andi.“
Lothar Matthaus jafnaði fyrir Ba-
yern mínútu fyrir leikslok en
Giovanni Trapattoni, þjálfai-i Ba-
yern, sagði að úrslitin hefðu verið
sanngjörn. ,Áhorfendur sáu spenn-
andi leik. Liðin léku vel, leikmenn
gerðu allt sem þeir gátu og úrslitin
voru sanngjörn.“
Gladbaeh vann Dortmund 2:1 og
Nevio Scala, þjálfari Evrópumeist-
ara liðins árs játaði sig sigraðan.
„Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik og
töpuðum of mörgum návígjum á
miðjunni."
íþróttafélagið Grótta
óskar eftir að ráða FRAMKVÆMDASTJÓRA sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf skilist til
Mbl., merkt: „4291“, fyrir 1. maí nk.
Aðalstjórn Gróttu.
HANDKNATTLEIKUR
Lijana varði 30 skot
Stjörnustúlkur með 2-1 forskot í úrslitaleikjunum
Morgunblaðið/Golli
RAGNHEIÐUR Stephensen reynir að brjótast gegnum Hauka-
vörnina, sem er þó þétt fyrlr að þessu sinni; Harpa Melsteð,
t.h., og Tinna Björk Halldórsdóttir reyna að stöðva hana.
„MUNURINN lá í markvörsl-
unni auk þess sem okkur
gekk afar illa að Ijúka sóknun-
um og köstuðum þannig frá
okkur möguleika á sigri en við
erum einmitt búin að tala mik-
ið um þetta vandamál,“ sagði
Magnús Teitsson, þjálfari
Haukastúlkna, eftir 26:19 tap
fyrir Stjömunni í Garðabæ á
sunnudaginn. Garðbæingar
hafa þar með unnið tvo leiki
og þurfa einn til viðbótar til
að fullkomna veturinn með
sigri í bikar, deild og úrslita-
keppni. En kálið er ekki sopið
þó í ausuna sé komið því
Hafnfirðingarnir eru ekki
þekktir fyrir að ieggja árar í
bát. „Það er varla hægt að
tapa leik ef markvörður ver
um þrjátíu skot. Nú er press-
an öll á okkur en ef við f
næsta leik nýtum helminginn
af skotunum, sem við erum að
klúðra, þá fáum við einn leik
til viðbótar - við gemm okkar
besta og stelpurnar eru til-
búnar,“ bætti Magnús við.
Taugamar voru þandar til hins
ýtrasta í byrjun og flestum leik-
mönnum mislagðar hendur. Herdís
Sigurbergsdóttir, leik-
Stefán stjórnandi Garðbæ-
Stefánsson inga, var tekin úr um-
skrifar ferð strax í byrjun en
þá gátu Ragnheiður
Stephensen og Inga Fríða Tryggva-
dóttir látið Ijós sitt skína. Hauka-
stúlkur léku ágætlega saman í sókn-
inni en gekk illa að finna leiðina
framhjá Lijönu Sadzon í marki
Garðbæinga. Eftir að jafnræði hafði
verið með liðunum fram eftir fyrri
hálfleik kom góður kafli Garðbæ-
inga, sem skilaði þriggja marka for-
skoti.
Eftir hlé var sami taugatitringur-
inn og í byrjun leiks, liðin reyndu að
keyra upp hraðann enda voru skoruð
níu mörk á fjórum fyrstu mínútun-
um. Þá hrundi leikur Hafnfirðinga,
sóknir urðu endasleppar á meðan
Þannig vörðu þær
I sviga eru skot, sem fóru til
mótherja.
Lijana Sadzon, Stjörnunni
30 (11). 15 langskot (6), 3 gegn-
umbrot (2), 6 horn (1), 6 af línu
(2).
Guðný Agla Jónsdóttir,
Haukum 8 (4). 6 langskot (3), 2
gegnumbrot (1).
Alma Hallgrímsdóttir,
Haukum 5 (2). 3 langskot (1), 1
gegnumbrot (1), 1 horn.
Garðbæingar juku forskotið. Haukar
tóku þá bæði Herdísi og Ragnheiði
úr umferð en það snerist í höndunum
á þeim því aðrir leikmenn fengu
meira rými og nýttu það vel svo að
forskotið fór upp í tíu mörk. Eftir
það slógu Stjörnustúlkur af og
Haukar gengu á lagið en það dugði
ekki til.
Stjörnustúlkur fá prik - og reynd-
ar mikilvægan sigur - fyrir að fallast
ekki hendur þegar Herdís var tekin
úr umferð en í síðasta leik varð það
þeim að falli. Sem fyrr átti Lijana
Sadzon stórleik í markinu, varði 30
skot, flest auðveldlega þegar hún las
út skyttur Hauka eins og opna bók.
Ragnheiður og Inga Fríða voru best-
ar, héldu sínu striki allan leikinn.
Haukastúlkur eiga ekki sigur skil-
inn ef þær fara eins illa með færin og
SÓKNARNÝTING
Þriöji úrslitaleikur kvennaliðanna,
leikinn í Garðabæ 19. apríl 1998
Stjarnan Haukar
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
11 29 38 F.h 8 30 27
15 33 45 S.h 11 32 34
26 62 42 Alls 19 62 31
8 Langskot 5
1 Gegnumbrot 1
5 Hraðaupphlaup 3
2 Horn 1
8 Lína 5
2 Víti 4
raun bar vitni því nýting á dauðafær-
um var afleit og eins langskot þeirra.
Liðið getur betur en þarf þá að halda
haus heilan leik en í þetta sinn var
það sóknarleikurinn, sem brást. Ju-
dit Esztergal var best til að byrja
með en Hulda Bjarnadóttir og
Harpa Melsteð áttu góða kafla.
Leystum
vandann
„ÞAÐ skipti öllu hvemig okkur tæk-
ist að leysa vandan ef Herdís yrði
tekin úr umferð því ef það gengur
upp þá vinnum við,“ sagði Inga Fríða
Tryggvadóttir, línumaður Stjöm-
unnar, sem átti góðan leik. „í síðasta
leik voram við eins og negldar við
gólfið þegar hún var tekin úr umferð
en núna vomm við hreyfanlegar og
allar að vinna saman eins og lið á að
gera. Þegar útileikmenn koma á
ferðinni í sókninni og gera sig líklega
þá opnast fyrir aðra leikmenn, til
dæmis inná línuna. En þetta var
erfitt allan leikinn því Haukaliðið
gafst aldrei upp,“ bætti Inga Fríða
við og þegar hún var spurð hvort það
væri betra að fara í næsta leik með
tvo sigra sagði hún það engu máli
skipta. „Við emm búnar að vinna tvo
leiki, sem er hið besta mál en varð-
andi pressuna fyrir næsta leik skipt;
ir það svo sem ekki máli. Við höfum
prófað þetta allt saman; að vera
tveimur sigi’um yfir og tveimur und-
ir en aðalmálið er að taka einn leik
fyrir í einu.“
Ræðulið Verslunarskóla íslands
VASKIR
0G VAKANDI
„Ræðukeppni Morfis er mjög krefjandi,
þess vegna notuðum við Rautt eðal-
gingseng þegar reyndi á athygli og
þol. Þannig komumst við í andlegt
jafnvægi og jukum úthaldið."
Sigurvegarar í Morfis 1997 og 1998.
RAUTT EÐAL
GINSENG
- Það er vit í því
Hvert
hylki inni-
heldur 300 mg af
hreinu rauðu eðalgingsengi.