Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR rHftíl Skógarhlíð - Flugvallarbraut - - Flugvallarvegur Skógarhlíð dttk Öskjuhlíð Reykjavíkur- flugvöllur Fimmtudaginn 4. juni 1998 Tjornin / s> ; M A R K við hús Krabba- meinsfélagsins, Skógarhlíð 8 10 km HLAUP Skógarhlíð - Flugvallarvegur - Hlíðarfótur i Nauthólsvik - fyrir flugbraut og gangst/gur um Skerjafjörð og Ægisíðu - Kaplaskjólsvegur - Hringbraut að Njarðargötu - Vatnsmýrar- vegur - Flugvallarbraut - Flugvallarvegur - Skógarhlíð 'Ut/ló/s, ,0u>hóhvik FOSSVOCUR 5 km HLAUP Skógarhlíð - Flugvallarvegur - Bústaðavegur - Öskjuhliðar- vegur - Vesturhlíð - niður Öskjuhlið - Nauthólsvegur - Hliðarfótur - Flugvallarvegur % ■ KRISTJÁN Halldórsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik, sem hefur þjálfað norska kvennaliðið Larvík sl. tvö ár, hefur verið ráðinn þjálfari ÍR-liðsins. Hann hefur gert tveggja ára samn- ing. ■ KONRÁÐ Olavson, sem var leik- maður þýska liðsins Niederwiirz- bach sl. keppnistímabil, er á ný kominn til liðs við Stjörnuna. ■ KONRÁÐ verður aðstoðarmaður Einars Einarssonar, sem hefur tek- ið við þjálfun Stjörnuliðsins af Valdimar Grímssyni sem leikur í Þýskalandi næsta vetur. ■ JASON K. Ólafsson, landsliðs- maður í handknattleik úr Aftureld- ingu, gerði um helgina tveggja ára samning við þýska liðið Dessau. ■ AGANEFND KSÍ kom saman til fundar í gær og úrskurðaði 15 leik- menn í bann vegna brottvísunar og fengu þeir allir eins leiks bann. Það eru tveir leikmenn úr efstu deild sem fengu leikbann. Þeir eru Peter Egboche Ogaba úr Leiftri, sem tek- ur út leikbann gegn Þrótti á Laug- ardalsvelli næsta mánudag, og Magni Þórðarson úr ÍR, sem þegar hefur tekið út leikbannið - á móti ÍBV sl. mánudag. ■ AÐRIR leikmenn sem fengu bann voru eftirtaldir: Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki, Jón Gunnar Gunnarsson, FH, Veigar Páll Gunn- arsson, Stjörnunni, Orri Einarsson, KA, Björgvin Karl Gunnarsson og Arnar Geir Magnússon úr Bruna, Jóhann Ragnar Benediktsson, KVA, Guðbergur Egill Eyjólfsson, Magna, Kristján Ingimarsson, Neista D., Orri Stefánsson, Nökkva, Eva Björk Ægisdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir úr meistara- flokki kvenna hjá Haukum. ■ EINNIG fengu sex félög sektir; Bruni (kr. 10.000), Haukar, ÍR, KA og Leiftur (kr. 4.000) og Breiðablik (kr. 2.000.). ■ BRASILISKA landsliðið varð fyr- ir miklu áfalli í gær er ljóst varð að stjarna heimsmeistaraliðsins frá því í Bandaríkjunum, Romario, gæti ekki leikið með í Frakklandi vegna meiðsla í kálfa. Emerson Ferreira, sem leikur með Bayern Leverku- sen, hefur verið valinn í hans stað. ■ ROMARIO, sem er 32 ára, átti að vera í byrjunarliði Brasilíu á móti Skotum í opnunarleiknum 10. júní. Hann átti að vera í fremstu víglínu ásamt Ronaldo. Flestir höfðu beðið spenntir eftir að sjá þetta sóknarpar á HM. ■ ROMARIO sagði grátandi á blaðamannafundi í gær að áfallið væri mikið. „Fyrir aðeins sólarhring var ég farinn að tala um leikinn á móti Skotum og hlakkaði mikið til. Þetta er mikið áfall fyiár mig. Eg hef þó ekki gefið upp alla von um að fá tækifæri til að spila aftur með landsliðinu síðar,“ sagði Romario. ■ RYAN Green, sem hefur leikið með unglingaliði Wales, var valinn í velska landsliðið í gær. Hann er að- eins 17 ára gamali og ef hann fær að leika í vináttuleiknum gegn Möltu í kvöld verður hann yngsti landsliðs- maður Wales frá upphafi og slær þar út ekki ómerkari leikmann en Ryan Giggs, Manchester United. ■ ROBERT Pires, landsliðsmaður Frakka og leikmaður Mets, mun leika með Olympique Marseille næsta keppnistímabil. Pires er 24 ára gamall miðvallarleikmaður og hefur leikið 11 landsleiki. ALIT Sitt sýnist hverjum um gæði ís- lensku knattspyrnunnai-. Þjálfarar í efstu deild hafa varið sína menn en þeir hafa líka sett út á hlutina í fjórum fyrstu umferð- um íslandsmótsins. „Það er auðvitað áhyggjuefni hvernig leikmenn mínir fóru inn á í síðari hálfleik, með hhb| hangandi haus ... varn- arleikurinn vai- allt of gisinn og strákarnir eru ekki búnir að ná taktin- um enn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfaii ís- landsmeistara IBV, eftir leikinn við Þrótt. „Við vorum allt of værukær- ir í upphafi og það varð okkur að falli. Barátta ÍR-inga og ki-aftur var mikill og sló okkur hreinlega út af laginu. Við mættum einfaldlega spræku liði sem tók okkur í bakarí- ið. Við töpuðum öllum návígjum því alla baráttu vantaði, en hún þarf að vera fyrir hendi ef árangur á að nást,“ sagði hann um helgina. Páll Guðlaugsson er með Leift- ur í öðru sæti. „Margt gott býr í liðinu en það tekur sinn tíma að ná því fram enda er hérna á ferðinni alveg nýtt lið sem tekur sinn tíma að púsla saman,“ sagði hann eftir tap í Grindavík. „Þetta var búið eftir rúmiega 20 mfnútur," sagði Sigurður Björg- vinsson, þjálfaii Ketlavíkur, eftir tap fyrh- ÍBV. „Það er ekki hægt að gefa tvö mörk en vörnin brúst aigerlega. Völdunin var engin og við gerðum okkur seka um gróf varnarmistök." Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, hefur reynt að slá ó allar vænting- ar og er yfirleitt ánægður en „menn eru sti-essaðir og þurfa að aðlagast álaginu," sagði hann um helgina. Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR, var raunsær eftir jafntefli, 1:1, í Grindavík. „Það er ýmislegt í leik okkar sem þarf að laga. Við þurf- um að öðlast meira sjálfsti'aust og láta boltann ganga betur á milli manna.“ Guðmundur Torfáson, jjjálfari Grindavíkur, vildi sigur. „Ég er auðvitað ekki ánægður að hafa ekki fengið þrjú stig á móti þessu liði. Það er alltaf eríitt að spila á móti liði sem pakkar ellefu mönnum í vörn og byggir á skynd- isóknum." Njáll skóf ekki utan af Menn tala tungum tveim er knattspyrna er annars vegar því eftir tap fyrir Keflavík. „Verð- um að gera mun betur ef við ætl- um okkur eitthvað í þessari deiid ... við misstum boltann alltaf fi-á okkur og lítið gekk þai' til markið kom hjá okkur.“ Willum Þór Þórsson, þjólfari Þróttar, var ekki kátur með jafn- tafli, 3:3, við Val. „Þrjú mörk eiga að duga til sigurs að öllu eðlilegu, en við eigum margt ólært og hefð- um átt að geta komið í veg fyrir að Valsmenn skoraðu tvö af þremur mörkum sínum.“ Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, var ekki bjartsýnn eftir tap fyrir KR. „Við hefðum sennilega getað leikið áfram fram eftir kvöldi og kannski fram á nótt án þess að skora. Þetta er staðreynd og ég hef vissulega áhyggjur af því hversu lítið bit er í leik okkar.“ Brún hans var léttaii eftir jafn- teflið við ÍA í fyrrakvöld. „Þetta var með skásta móti en sjálfs- traust vantar í liðið. Þetta lagaðist í seinni hálfleik hjá okkm- en var samt ekki næiri nógu gott.“ Logi Ólafsson, þjálfai'i IA, vai' ekki ánægður. „Við sköpum okkur ekki mörg sóknarfæri, nýtum ekki fær- in og sofnum ó verðinum með þeim afleiðingum að við fáum á okkur mörk.“ Er þetta vtrkilega svona slærat? Steinþór Guðbjartsson Afhverju spilar íslandsmeistarinn Jóhannes B, Jóhannesson á sokkaleistunum? Ætla að verða atvinnumaður Nýr íslandsmeistari í snóker var krýndur um helgina. íþróttin virðist í nokkurri uppsiglingu þessa dagana og því var úrslita- leiksins milli Jóhannesar B. Jóhannessonar og Evrópumeistar- ans Kristjáns Helgasonar beðið með talsverðri eftirvæntingu. Fyrirfram var Kristján talinn mun sigurstranglegri, enda ís- landsmeistari síðustu fjögurra ára, þar af síðustu tveggja eftir sigur gegn Jóhannesi í úrslitaleik. En nú snérist dæmið við, Jóhannes hafði loks betur í níu römmum gegn fimm og fagn- aði titlinum ógurlega. Jóhannes sagðist raunar ekki trúa úrslitunum, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann strax eftir einvígið. „Ég er svo EWr rosalega oft búinn Bjöm Inga að verða í öðra sæti Hrafnsson á eftir Kristjáni, að ég þarf tíma að átta mig á sigri gegn honum,“ segir hann til útskýringar. Þeir félagar hafa lengi verið í fremstu röð ís- lenskra snókerspilara og komust báðir langt á nýliðnu Evrópu- meistaramóti, Kristján alla leið eftir að hafa lagt Jóhannes að velli í átta manna úrslitum. Hvernig er svo að vinna Evr- ópumeistarann? „Það er afskaplega góð tilfinn- ing. Við höfum leikið svo lengi saman, bæði á mótum og einnig í æfingum að við erum farnir að þekkja hvor annan ansi vel. Hins vegar hef ég átt í miklum erfíðleik- um með hann á mótum, og því er þessi sigur sérstaklega kærkom- inn.“ Nú var leikurinn býsna jafn í upphafi, en svo náðirðu að vinna fjóra síðustu rammana. Varstu ekkert stressaður í lokin? „Jú, vissulega. Maður má hins vegar ekki láta á neinu bera og mér tókst að halda haus þar til yfir lauk. Hinu er ekki að leyna, að ég var ekkert öraggur með að loka leiknum, eins og það er kallað. Kristján er þaulæfður í að ljúka góðri spilamennsku með sigri, en mig skorti þessa reynslu.“ Og nú ertu þessari reynslu rík- ari, ekki satt? „Jú, ekki spurning. Ég tel að þessi sigur breyti öllu í mínum leik Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓHANNES Birgir Jóhannesson náði loksins að hafa betur í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í snóker. og um kaflaskipti sé að ræða á mínum ferli sem snókerspilara. Sú reynsla sem fæst með sigri gegn svo sterkum andstæðingi, er auð- vitað ómetanleg og veitir mér auk- ið sjálfstraust. Ég hef oft verið ná- lægt góðum úrslitum á ferlinum og aðeins skort þennan fræga herslumun. Kannski fer lukkuhjól- ið að snúast mér í hag í auknum mæli eftir þetta.“ Mikla athygli hefur vakið, að Jó- hannes leikur ávallt á sokkaleist- unum. Hvernig stendur á því? „Þetta er upphaflega vegna bak- meiðsla, sem hafa hrjáð mig lengi. Ég er fremur hávaxinn af snókerspilara að vera og það fer illa með bakið að þurfa sífellt að beygja sig niður að borðinu. Þess vegna brá ég á það ráð að lækka mig með því að fara úr skónum. Mörgum finnst þetta hins vegar ekki fara vel við hinn fína klæðnað snókermanna og ég má ekki spila skólaus erlendis. Eg hef látið sér- hanna fyrir mig nánast iljalausa skó, og fer því milliveginn.“ Gefur titillinn ekki byr í seglin til frekari afreka? „Svo sannarlega. Fyrir dyrum stendur heimsmeistaramót áhuga- manna og þangað hyggst ég halda. Kristján hefur nú opnað dymar fyrir íslenska snókerspilara í at- vinnumennskuna og á síðasta úr- tökumóti var ég óheppinn að gera ekki slíkt hið sama. Ég ætla að verða atvinnumeistari í snóker, þannig að það er bara spurning um hvenær en ekki hvort.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.