Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JIJNÍ 1998 C 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís KEFLVIKINGURINN Olafur Ingólfsson fékk litla aðstoð frá samherjum sínum f fyrri hálfleík en Valsmennirnir Stefán Ómarsson, Ólafur Stígsson, Sigurbjörn Hrefðarsson og Ingóifur Ingólfsson höfðu þeim mun betri gætur á honum. Keflvíkingar í baráttu efstu liða en Valsmenn án sigurs Herbragð Sigurðar gaf sigur á Hlíðarenda Knattspyman er einföld. Snýst um að skora og það lið spm ger- ir fleiri mörk sigrar. Árangur ggm mælist í stigum en Steinþúr ekki mínútum með Guðbjartsson boltann eða mark- skrifar tækifærum. Keflvík- ingar gerðu það sem til þurfti á Hlíðarenda í gærkvöld, unnu 1:0 og eru í hópi efstu liða með sjö stig að loknum fjórum umferð- um Landssímadeildar fslandsmóts- ins en Valsmenn, sem voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri marktækifæri, eru í þriðja neðsta sæti með þrjú stig eins og Skaga- menn en hafa fengið einu marki minna á sig. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks og fengu frið til að sækja, það er að segja að vítateig mótherjanna, en þar var yfirleitt sagt hingað og ekki lengra. Þeir náðu tveimur al- mennilegum skotum að marki Kefl- víkinga í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Kristinn Guðbrandsson var réttur maður á réttum stað eftir tilraun Jóns Þ. Stefánssonar til að skora upp úr miðjum hálfleiknum og síðan skaut miðherjinn naumlega framhjá undir lok hálfleiksins. Á milli þess- ara færa skallaði Georg Birgisson naumlega yfir mark Vals eftir horn- spymu. I seinni hálfleik fengu Valsmenn nokkur góð færi en lánið lék ekki við þá. Jón var mikill klaufi eftir að hafa komist á auðan sjó á 54. mín- útu og 10 mínútum síðar varði Bjarki Guðmundsson í horn eftir skot frá Sigurbimi Hreiðarssyni sem fékk boltann í kjölfar horn- spyrnu og hamagang í teignum. Jón var aftur á ferðinni stundarfjórð- ungi fyrir leikslok en fór illa að ráði sínu sem fyrr. „Við fengum færi til að tryggja okkur sigur, sóttum stíft en þeir skoruðu og þar með var þetta búið,“ sagði Kristinn Bjömsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið. „Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með mína menn því þeir eiga að geta gert betur, eiga að vinna betur sam- an, skapa betri færi fyrir framherj- ana, halda boltanum betur og sýna meira öryggi. Þegar gengur illa að skora verða menn að gæta sín á að fá ekki á sig mark.“ Kristinn sagði að áttunda sætið segði ekki mikið um stöðuna því öll liðin væru nánast í hnapp og stutt á milli efsta og neðsta liðs. „Hins veg- ar er þetta fyrsti leikur okkar sem mér fannst að við ættum að vinna því hinir vom mun jafnari." Keflvíkingar voru yfirvegaðir og reynslunni ríkari frá síðasta leik. Þá voru þeir lengstum með boltann og sköpuðu sér færi en töpuðu 3:0 fyrir Eyjamönnum. Reynslunni ríkari tóku þeir enga áhættu; spiluðu trausta vörn og um miðjan seinni hálfleik setti þjálfarinn Guðmund Steinarsson inná til að fríska upp á sóknina. Herbragðið bar árangur, samspil varnar og sóknar skilaði markinu sem réð úrslitum. „Við verðum að trúa á það sem Om A Fyrirliðinn Kristinn ■ ■ Guðbrandsson hóf gagnsókn á 78. mínútu með því að senda fram á Gunnar Odds- son. Hann sendi fram og til vinstri þar sem Kristinn var kominn og hann gaf þegar til baka á þjálfarann. Gunnar stakk inn í vítateig Vals þar sem varamaðurinn Guðmund- ur Steinarsson var tilbúinn; miðherjinn lagði boltann fyrir sig og skoraði af öryggi með hægri fótar spyrnu. við erum að gera,“ sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfari Kefla- víkur, við Morgunblaðið eftir leik. „Við ætluðum að loka svæðum, vor- um ákveðnir í því að spila sterka vöm og beita skyndisóknum. Við vorum meira með boltann á móti Vestmannaeyjum og töpuðum með stæl en þetta var spurning um að spila agað.“ Keflvíkingar gerðu breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Karl Finnbogason var vinstri bakvörður í staðinn fyrir Gest Gylfason sem var miðvörður og stóð sig vel en Guð- mundur Oddsson byrjaði á bekkn- um. Georg Birgisson lék vel á miðj- unni, fyrsti heili leikur hans í tvö ár, og ýtti Eysteini Haukssyni út. Þá var Vilberg Jónasson frammi í stað Guðmundar Steinarssonar en sá síðarnefndi kom inná og áréttaði að þar vildi hann vera. „Við höfum marga menn og verðum að nota mannskapinn því þetta er löng og erfið keppni," sagði Sigurður. „Samkeppnin er af hinu góða því hún heldur mönnum á tánum en þetta er skrýtið mót. Við sigruðum og erum í toppbaráttunni en ef við hefðum tapað værum við í áttunda sæti.“ Pylkir stöðvar Skallagrím Fylkismenn stimpluðu sig inn í toppbaráttu 1. deildarinnar þeg- ar liðið lagði Skallagrím að velli, 2:1, í Árbænum. Sigurinn Frosti var sanngjarn, Eiðsson heimamenn voru skrifar mun betri aðilinn, sérstaklega í síðari hálfleiknum. „Ég er mjög ánægður, því það er alltaf erfitt að leika gegn Skalla- grímsmönnum og fjórir til fimm af okkar leikmönnum eru enn ekki búnir að ná sér af meiðslum. Þessi sigur lofar góðu, en það getur margt gerst, það eru sex til sjö lið í deildinni sem eru svipuð að getu,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, að- stoðarþjálfari Fylkis. Skallagrímsmenn voru á undan að skora. Hjörtur Hjartarson skor- aði frá vítapunktinum á 9. mínútu, en vítaspyrnudómurinn var æði um- deildur. Sigurður Þórisson dómari taldi að boltinn hefði farið í hendi eins Fylkismannsins, en kannski Sigurður hafi betri sjón en allflestir áhorfendur á leiknum, sem töldu að Garðar hefði skallað knöttinn, en kannski átti sterk kvöldsólin þátt í þeirri tálsýn mannanna í brekkunni. Ómar Bendtsen jafnaði leikinn með fallegum tilburðum á 40. mínútu eft- ir stórsókn Fylkismanna. Markið sem réð úrslitum kom rétt undir miðbik fyrri hálfleiksins og verður að skrifast sem sjálfsmark á Unnar Sigurðsson. Unnar hafði betur í kapphlaupi við Ómar, en skalli hans hafnaði í Skallagrímsmarkinu, eftir viðkomu á annarri markstönginni. Það var engan bilbug að finna á Fylkisliðinu á lokamínútunum, liðið sótti oft stíft, skyndisóknir gest- anna skiluðu hins vegar ekki tilætl- uðum árangri. „Ég er með góðan hóp í höndun- um, en því miður var hann ekki til- búinn í þennan leik. Það var hægt að sjá það frá fyrstu mínútu að eitt- hvað vantaði," sagði Sigurður Hall- dórsson, þjálfari Skallagríms. Blóðtaka fyrir KA SÆNSKI vamarmaðurinn Patrek Feltendal, sem KA fékk til liðs rið sig á dögunum, mun ekki leika með liðinu í sumar. Hann varð fyrir því óhappi að meiðast á æfingu fyrir helgi og í gær kom í ljós að liðband á hné var slitið. Garðbæ- ingar rétta úr kútnum Garðbæingar virðast vera að rétta úr kútnum eftir 2:1 sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Garðbæingar náðu Stefán fljótlega tökum á Stefánsson miðjunni án þess að skrifar komast lengra en FH-ingar sættu færis og á 17. mínútu skoraði Brynjar Þ. Gestsson með skalla eftir skemmti- legan sprett Davíðs Ólafssonar upp hægri kantinn. Síðan bar lítið til tíð- inda fram að upphafi síðari hálfleiks þegar Valdimar jafnaði 1:1 eftir góða fyrirgjöf frá hægri. Sex mínút- um síðar björguðu Stjörnumenn af línu en Hafnfirðingar voru varla búnir að ná andanum þegar Kristján Másson kom Garðbæingum yfir, 2:1. „Við erum sjálfum okkur verst- ir og það vantaði alla græðgi í leik okkar,“ sagði Pétur Ormslev þjálfari FH eftir leikinn. „Menn eiga að vita að sigur kemur ekki af sjálfu sér og kannski hefur góð spá fyrir mótið sett menn útaf laginu en þetta getur ekki versnað." Davíð og Róbert Magnússon voru bestir. Garðbæingar geta vel við unað með stigin þrjú. Baráttan var líka í lagi hjá þeim en markið færði þeim aukinn þrótt og sjálfstraustið. Ragn- ar Árnason, Sigurður Friðriksson og Valdimar voru bestir. Maður leiksins: Sigurður Friðriks- son, Stjörnunni. --------------- Jóhann af- greiddi HK Þórsarar tryggðu sér sín fyrstu stig í sumar með góðum sigri á HK-mönnum á iðjagrænum Kópa- gmH vogsvellinum. Leiks- Stefán ins verður þó einkum Pálsson minnst fyrir stórleik skrifar hins bráðefnilega 18 ára framherja Þórs, Jóhanns Þórhallssonar, sem skoraði þrjú mörk í leiknum. Það tók Jó- hann aðeins rétt rúma mínútu að finna leiðina fram hjá slakri vörn HK, þegar hann vippaði knettinum í markið af löngu færi eftir misheppn- að úthlaup markvarðarins. Kópavogsbúar létu ekki bugast við mótlætið, heldur sóttu af krafti eftir markið. Stundarfjórðungi síðar uppskáru þeir laun erfiðisins, þegar Guðmundur Páll Gíslason jafnaði með föstu skoti eftir góðan undir- búning Danny Browns, besta manns HK í leiknum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fengu bæði lið nokkur góð mark- tækifæri, en einungis eitt mark leit dagsins ljós. Það gerði títtnefndur Jóhann á 36. mínútu eftir klaufa- gang í vöm HK. í síðari hálfleik var sem mjög væri af heimamönnum dregið og Akureyringar gengu á lagið. Á 59. mínútu tók varamaður- inn Kristján Örnólfsson á sprett, hristi af sér varnarmann og skoraði með föstu skoti í bláhomið. Rúmum tíu mínútum síðar var Þórsaranum Inga Heimissyni vikið af leikvelli fyrir gróft brot. Ekki var að sjá að það hefði mikil áhrif á leik norðanmanna, því þegar stundar- fjórðungur var eftir gerði Jóhann sitt þriðja mark eftir skemmtilega sókn og kórónaði þannig sannfær- andi en fullstóran sigur gestanna. Maður leiksins: Jóhann Þórhallsson, Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.