Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.06.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR w(>r fvn'n. s ímoAau>nvonM D Of MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 C 11 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Chicago mætir Utah CHICAGO Bulls og Utah Jazz mætast annað árið í röð í úrslitakeppn- inni um NBA-meistaratitilinn. Utah vann Chicago í báðum viðureignum liðanna í vetur, fyrri leikinn 101:94 og seinni leikinn 101:93. Fyrsta viðureignin verður í nótt og koma leikmenn Utah þá til leiks eftir tíu daga hvíld. „Margir halda að við verðum þreyttir þegar við mætum til leiks. Það sem skiptir mestu máli er, að við eram ekki þreyttir í hjarta okkar. Það skiptir okkur mestu máli,“ sagði Michael Jordan. Chicago Buils sterkari en Indi- ana Pacers á lokasprettinum 31 9 var aldrei á i í va fa“ LITLU mátti muna að endalok Chicago-stórveldisins í NBA-deild- inni yrðu að veruleika í lokaleik Bulls og Indiana Pacers í úrslit- um austurdeildarinnar. Jordan og samherjar náðu að merja sigur í United Center, 88:83. Þeir náðu ekki að tryggja sér sigurinn fyrr en á tveimur síðustu mín. leiksins, mæta leikmönnum Utah Jazz í úrslitum, en þeir áttust einnig við í úrslitarimmunni í fyrra. Reuters MICHAEL Jordan stekkur upp í baráttu við Dale Davis og vinnur eitt af mörgum sóknarfráköstum Chicago Bulls. Það voru margir sem voru búnir að spá því fyrir sjöunda leik Bulls og Pacers að miklar líkur væru á að sigur- Gunnar ganga Chicago yrði Valgeirsson stöðvuð. Phil sknfarfrá Jackson, þjálfari Bandaríkjunum ^ undir þessar vangaveltur þegar hann sagði eftir sjötta leik liðanna, sem Pacers vann 92:89, að róðurinn yrði þungur hjá sínum mönnum - hann hefði ekki trú á að þeir næðu að rétta úr kútnum. Michael Jordan var á öðru máli og sagði að Chicago myndi vinna oddaleikinn. „Það er mikið í húfi fyrir okkur. Við þekkjum þessa stöðu, en leikmenn Indiana ekki.“ Þetta var í fyrsta skipti sem Chicago þurfti sjöunda leik á leið sinni að meistaratitli. Þegar leikurinn hófst eftir mikl- ar vangaveltur virtist eins og leik- menn Indiana ætluðu sér að kaf- sigla heimamenn, náðu þrettán stiga forskoti, 20:7. En heimamenn gáfust ekki upp og þegar Dennis Rodman kom inná, vöknuðu sam- herjar hans til lífsins og náðu þriggja stiga forskoti fyrir leikhlé, 48:45. Liðin skiptust á að hafa forustu í seinni hálfleiknum, jafnt var þegar sex mín. voru eftir, 77:77. Síðan var leikurinn í járnum, þegar tvær mín. voru eftir var Bulls yfir 83:81. Reynsla leikmanna liðsins gerði gæfumuninn á lokasprettinum, sigurinn í höfn, 88:83. leikmenn Indiana byrjuðu leik- inn vel, hittu úr fyrstu átta skotum sínum. Þegar upp var staðið voru það sóknarfráköst Bulls sem gerðu gæfumuninn. Leikmenn liðsins náðu alls 22 sóknarfráköstum, sem gáfu liðinu 21 stig, á meðan gest- irnir náðu aðeins fjórum. Leik- menn Chicago skutu 21 skoti fleiri en leikmenn Indiana í leiknum. Varnarleikur Bulls var frábær undir lokin og leikmenn meistar- anna eltu Reggie Miller út um all- an völl, þannig að hann náði ekki að skora síðustu fimm mín. leiks- ins. Larry Bird, þjálfari Indiana Pacers, benti á þessar tölur á fundi með fréttamönnum eftir leikinn. „Chicago vann á sóknarfráköstun- um. Undir lokin hafði ég trú á að við myndum standa uppi sem sig- urvegarar, en þá small allt í baklás og mínir menn náðu sér ekki á strik í sókn á lokamínútunum. Reggie Miller var stigahæstur hjá Pacers með 22 stig, en Rik Smits gerði 13. Michael Jordan var stigahæstur hjá Bulls með 28 stig. Hann tók auk þess tólf frá- köst og átti átta stoðsendingar. „Indiana lék frábærlega, en það var fyrst og fremst varnarleikur okkar sem kom okkur aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Útlitið var ekki gott um tíma, en ég var þó aldrei í vafa um að það yrðum við sem fögnuðum sigri,“ sagði Jord- an. Scottie Pippen var traustur, skoraði sautján stig og tók tólf frá- köst. Toni Kukoc vaknaði heldur betur til lífsins í sókninni í seinni hálfleik, skoraði 21 stig. „Þeir settu mig í erfiða stöðu með því að setja stóran mann á mig. Ég náði að rífa mig lausan í seinni hálfleik, sem tókst,“ sagði Kukoc. ■ SEAN Dundee, leikmaður Karlsruhe, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Liverpool. Kaupverðið var tvær milljónir punda. Dundee, sem er 25 ára framherji, er fæddur í Suður-Am- eríku en er þýskur ríkisborgari. „Það verður erfitt að ti-yggja sér sæti í liðinu því fyrir í framlínunni eru Michael Owen og Robbie - Fowler, sem era tveir bestu fram- herjamir í ensku knattspyrnunni. En ég mun gera mitt besta og það er mikill heiður fyrir mig að fá að leika fyrir Liverpool,“ sagði Dundee. ■ BLACKBURN Rovers hefur keypt framherjann Kevin Davies frá Southampton fyrir 7,5 milljónir punda. Davies er aðeins 21 árs og gerði 12 mörk í 17 leikjum fyrir Southampton á síðustu leiktíð. Southampton keypti hann á 700 þúsund pund frá 2. deildarliðinu Chesterfield fyrir aðeins einu ári. ■ REAL Madrid hefur verið gert að greiða 200 þúsund dollara í sekt til UEFA vegna óláta á Evrópuleik liðsins á móti Dortmund í síðasta mánuði. ■ ENZO Scifo, sem er orðinn 32 ára, var valinn í 22 manna lands- liðshjóp Belga fyrir HM. Þetta verður fjórða heimsmeistarakeppni hans. Það var hins vegar ekkert pláss fyrir varnarmanninn Phil- ippe Leonard, varnarmann hjá Mónakó. ■ KUBISPOLA Y Turkyilmaz, framherji Grasshoppers, hefur . áhuga á að fara til tyrkneska liðs- ins Istanulspor. Hann er fæddur í Tyrklandi en er með svissneskt ríkisfang. Félögin eiga eftir að ná samkomulagi um kaupverðið. Tur- kyilmaz var markahæstur í sviss- nesku deildinni á nýloknu tímabili en Gilber Gress hefur ekki valið hann í landsliðið eftir að hann tók við því í janúar. ■ ANTONIO Carbajal eða „Cinco Copas“ eins og hann var uppnefnd- ur, fyi'rum markvörður Mexíkó, lék með landsliðinu á fimm heims- meistaramótum og er það met. Nú bendir allt til þess að það met verði jafnað í Frakklandi af Þjóðverjan- um Lothar Matthaiis. „Ég vona - bara að hann geti ekki leikið í HM. Nei, ég bara að grínast. Það er mikill heiður fyrir mig að deilda metinu með eins frábærum leik- manni og Mattaiis er,“ sagði Car- bajal, sem er nú 69 ára. Hann lék í HM í Brasilíu 1950, í Sviss 1954, Svíþjóð 1958, Chile 1962 og í Englandi 1966. ■ ARSENAL hefur í hyggju að kaupa hollenska miðvallarleik- manninn Ronald de Boer, ef marka má fréttir í hollenskum fjölmiðlum. De Boer er 28 ára landsliðsmaður og er samningsbundinn Ajax fram til ársins 2004. Forsvarsmenn enska liðsins vildu hins vegar ekki , staðfesta þessar fréttir í gær. ■ PEDRO „Pauleta“ Recende sem er Portúgali og hefur leikið með Salamanca á Spáni var í gær seldur til Deportivo Coruna fyrir 7 milljónir dollara. Pauleta er fram- herji og skoraði 15 mörk fyrir Salamanca síðasta tímabil og var sjötti markahæsti leikmaður 1. deildar. ■ LUCIAN Marinescu, miðvallar- leikmaður rúmenska landsliðsins, er kominn í raðir Salamanca og var hann keyptur á 1,5 milljónir dollara frá Rapid í Búkarest. Eins era viðræður í gangi um að lands- liðsmarkvörður Rúmena, Bogdan Stelea, komi einnig til liðsins. ■ LIONEL Perez, markvörður Sunderland, er kominn í herbúðir Newcastle. Samningur hans við Sunderland er að renna út, þannig að hann var frjáls ferða sinna. V Michael Jordan sló stigamet Jabbars MICHAEL Jordan sló stigamet Kareem Abdul Jabbars í úr- slitakeppni. Jabbar skoraði 5.762 stig með Milwaukee og Los Angeles Lakers. Fyrir leik Chicago Bulls og Indiana Pacers varð Jordan að skora fimm stig til að jafna. Hann setti þau í fyrri hálfleik, en alls skoraði hann 28 stig og hefur skorað 5.785 stig í úrslitakeppni. Gebreselassie endur- heimti heimsmetið EÞÍÓPIUMAÐURINN smá- vaxni, Haile Gebreselassie, endurheimti heimsmetið í 10 km hlaupi, eins og hann hafði heitið, á stórmdti í fijálsíþrótt- um í Hengelo í Ilollandi um helgina. Hann hljóp á 26:22,75 mínútum og bætti met Kenýu- mannsins Pauls Tergats um fimm sekúndur, en það var 26:27,85 mín., sett 22. ágúst í fyrra í Brussel. Bætti Tergat í það skiptið hálfs annars mán- aðar gamalt met Gebrselassie um 4 sekúndur. „Ég er ekki fyllilega sáttur, ætlaði tindir 26:20 eða jafnvel 26:15, en átti í meiri erfíðleik- um við að losna við hlaupasting á seinnihluta hlaupsins en bæta heimsmet- ið,“ sagði Eþíópúnnaðurinn eftir methlaupið. Hann naut aðstoðar þriggja landa sinna, Worku Bekila, Million Wolde og Assefa Mezegebu, sem drógu hann áfram fyrstu 6 kflómetrana en eftir það var hann einn á báti. Hljóp hann fyrri helming hlaupsins á 13:11,53 mínútum, sem enn þann dag í dag telst árangur á heimsmælikvarða í 5.000 metra hlaupi. I öðru sæti varð Habte Jifar, Eþíópíu, á 27:29,97 og þriðji Girma Tliola, Eþíópíu, á 27:32,82 mín. Heimsmetið í 10 km hlaupi hefur tekið miklum breyting- um frá því Yobes Ondieki hljóp fyrstur rnanna uadir 27 minútum í Ósló 1993, en tími hans var 26:58,38 mín. Metið unt helgina er hið þriðja í 10 km sem Gebreselassie setur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.