Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Nýliðar IR-ingar unnu fyrsta leikinn Stöðvuðu meist- arana NÝLIÐARNIR úr ÍR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu efsta lið deild- arinnar, ÍBV, með einu marki gegn engu á ÍR-velli á mánudag. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Breiðhyltinga í efstu deild og það var gaman fyrir þá að það voru sjálfir íslandsmeistararnir sem urðu að játa sig sigraða. Sigurmarkið gerði Sævar Þór Gíslason um miðjan fyrri hálfleik. Valur B Jonatansson skrifai IR-ingar skoruðu úr fyrsta um- talsverða marktaekifæri sínu í leiknum og kom það á 20. mínútu. Fram að því hafði fátt markvert gerst. Eyjamenn voru meira með boltann en IR-ingar héldu sig aftarlega og lokuðu vel svæðum fyrir framan vítateiginn. Þeir beittu síðan skyndisóknum sem sköpuðu hættu og úr einni shkri kom markið sem skildi liðin að í lokin. Islandsmeistaramir fengu ekkert einasta opið marktækifæri í fyrri hálfleiknum og segir það allt um öfluga vöm ÍR-inga. Eyjamenn komu einbeittari út í síðari hálfleik, enda erfítt fyrir þá að sætta sig við að vera undir gegn nýliðunum. Þeir fengu fjögur þokkaleg færi á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. Ingi Sigurðsson átti tyívegis lúmsk skot að marki, en Ólafur Þór í markinu var vandan- um vaxinn. Þjóðverjinn Jens Pa- eslack átti skalla eftir hom en aft- ur var Ólafur Þór á réttum stað og Kristinn Lárusson þramaði að markinu en Ólafur Þór bjargaði í hom. Eftir þessi snörpu áhlaup Eyja- manna fór bitið úr þeim og IR-ing- ar komu meira inn í leikinn. Sævar var nálægt því að bæta öðra marki við eftir sendingu frá Guðjóni Þor- varðarsyni, en þramuskot hans úr vítateignum fór í þverslána. IR- ingar fengu síðan tvö opin mark- 1m ^^Geir Brynjólfsson ■ %#var með knöttinn við miðlínu hægra megin og sendi boltann inn að miðjum vítateig á 21. mínútu. Sævar Þór Gísla- son barðist þar um boltann við Hlyn Stefánsson og hafði bet- ur - skaut rétt innan vítateigs föstu vinstrifótarskoti neðst í hægi-a markhomið. tækifæri á lokamínútunum. Fyrst þegar Kristján Brooks og Heiðar Ómarsson komust í gegnum vörn ÍBV, en Kristján náði ekki send- ingu Heiðars og síðan komst Heið- ar í gegn en Gunnar Sigurðsson varði gott skot hans í horn. IR-ingar eiga hrós skilið fyrir baráttu, agaðan leik og leikaðferð þeirra gekk fullkomlega upp. Sterkur varnarieikur og skyndi- sóknir. Vörnin var sterk og Ólafur Þór eins og klettur í markinu og varði allt sem fór í gegnum vörn- ina. Jón Þór Eyjólfsson var einnig mjög öflugur á miðjunni, kom vel til baka og vann vel allan leikinn. Sigurinn ætti að gefa IR-ingum aukið sjálfstraust í baráttunni framundan. Eyjamenn komu of værakærir í Breiðholtið og héldu greinilega að þeir ættu létt verk fyrir höndum, enda höfðu þeir unnið tvo sannfær- andi sigra, á Keflavík og IA. Eyjaliðið náði aldrei að nýta sér Njáll Eiðsson, kampakátur þjálfari ÍR-inga Við eigum möguleika á móti þeim bestu NJÁLL Eiðsson, þjálfari ÍR-inga, var í sjöunda himni eftir fyrsta sigur ÍR-inga í deildinni. „Leikað- ferðin sem við lögðum upp með gekk upp, en það er ekki alltaf sem hún gerir það. Við voru skyn- samir og þetta var mikill vinnu- sigur. Við vissum að Eyjamenn eru með fljóta leikmenn frammi og við reyndum því að passa að þeir fengju ekki mikið rými. Þeir komust ekki í nein dauðafæri, en við fengum hins vegar opnari færi en þeir,“ sagði Njáll. „Þeir stjórnuðu leiknum lengst af en við skoruðum markið snemma og þá gátum við bakkað enn meira og gáfum ekki færi á okkur. En ég verð að segja að seinni hálfleikurinn var lengi að líða. Þeir urðu líka að taka áhættu og koma framar og þá fengum við nokkur dauðafæri eftir skyndi- sóknir. Þetta sannar að við eigum möguleika á móti bestu liðunum í deildinni. Það er stór stund að vinna meistarana og sigurinn hlýtur að hjálpa okkur í fram- haldinu. Ég held að við höfum hagnast á því að spila við IBV á þessum tíma, eftir að það var búið að vinna tvo góða sigra, á IA og Keflavík og var hátt uppi. Eyja- menn hafa kannski vanmetið okk- ur eitthvað, en það er engin af- sökun því við skoraðum það snemma í leiknum að þeir höfðu 70 mínútur til að setja mark. En það tókst ekki og það sýnir styrk hjá okkur.“ Of værukærir Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ósáttur við úr- slitin. „Við voram allt of væra- kærir í upphafi og það varð okkur að falli. Barátta IR-inga og kraft- ur var mikill og sló okkur hrein- lega út af laginu. Við mættum ein- faldlega spræku liði sem tók okk- ur í bakaríið. Við töpuðum öllum návígjum því alla baráttu vantaði, en hún þarf að vera fyrir hendi ef árangur á að nást,“ sagði Bjami. Njáll segir gott að hafa fengið IBV á þessum tíma eftir vel- gengni í síðustu leikjum. Hvað segir þú um það? „Við eigum alveg að þola það að vera á toppnum og það er því eng- in afsökun. Við vorum á toppnum í deildinn í tvo mánuði í fyrra og þoldum það vel. En ef leikmenn era að gera slík hugarfarsmistök verðum við að laga þau sem fyrst. Ég átti auðvitað ekld von á því að tapa hér á móti ÍR. Við lögðum upp með það að sigra, en máttum þola tap. Þessi úrslit hleypa meiri spennu í deildina sem ég held að haldist út allt mótið,“ sagði Bjarni. hraða sinn og sóknarmennimir Steingrímur og Jens Paeslack fengu ekkert pláss til að athafna sig. Þetta ætti að vera meisturan- um góð lexía - ekkert er gefíð fyr- irfram í boltanum. Morgunblaðið/Golli HEIÐAR Ómarsson ÍR-ingur, sem kom inn á sem varamaður, reynir hér að skalla boltann að marki ÍBV, en Gunnar Sigurðs- son markvörður er við öllu búinn. Víkingssigur á KA-m á Akureyri Reynir B. Eiríksson skrifar Víkingar sóttu þrjú stig norður til Akureyrar er þeir lögðu KA að velli 2:0 á mánudaginn. Víkingar hafa nú fullt hús stiga í deildinni eftir þrjá leiki og staða þeirra því vænleg eftir fyrstu umferðir mótsins þar sem þeir tróna á toppi deildarinnar. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og áttu liðin bæði nokkur hættuleg færi sem ekki tókst að nýta. Framanaf voru það gestirnir sem vora hættulegri og færin vora þeirra. Þeir fengu í þrígang góð færi á fyrstu 25 mínútunum en sóknarmenn liðsins vora ekki á skotskónum. Undir lok hálfleiksins áttu KA-menn svo ágæt færi og þrívegis skall hurð nærri hælum við mark Víkinga, en í síðasta fær- inu skallaði Steingrímur Eiðsson í stöng eftir hornspyrnu. Víkingai- voru ákveðnari í upp- hafi seinni hálfleiks og sóttu tals- vert meira en heimamenn. Á 60. mínútu gerðu þeir svo fyrra marki sitt og var þar að verki Sváfnir Gíslason, en hann skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Tveimur mínútum síðar komst svo Haukur Úlfarsson í gott færi, þakkaði lyrir sig og skoraði af öryggi með skoti úr miðjum vítateignum. Eftir mörkin dofnaði heldur yfír leiknum sem fór að mestu fram á milli víta- teiganna til loka. Gleði Víkinga að leikslokum var óblandin enda þriðji sigurinn í deildinni í röð í höfn. I heildina var leikurinn nokkuð jafn en Víkingar vora þó mun skæðari þegar kom fram á völlinn og fóra oft illa með vöm KA sem var mjög óöragg í þessum leik. Maður leiksins: Þrándur Sigurðsson, Víkingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.