Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1998 fplwðisiifdattfr ■ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ BLAÐ Guðjón Þórðarson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Suður-Afríku í Stuttgart Fimm nýliðar Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspymu, valdi í gær fimm nýliða í landsliðshóp sinn sem mætir Suður-Afríku í æfinga- leik í Stuttgart á laugardaginn. Það eru þeir Steingrímur Jóhannesson, ÍBV, Gunnar Einarsson, Roda, Haukur Ingi Guðnason, Liverpool, Stefán Þór Þórðarson, Öster, og Ólafur Örn Bjarnason, Maimö. Leikreyndasti leikmaður liðsins er Birkir Kristinsson, markvörður hjá Norrköping, sem hefur leikið 50 landsleiki. Hinn markvörðurinn er Kristján Finnbogason, KR, sem hefur leikið 19 leiki. Tveir aðrir KR- ingar eru í hópnum, Einar Þór Dan- íelsson, 13 leikir, og Sigurður Örn Jónsson, tveir leikir. Aðrir leikmenn era Hermann Hreiðarsson, Crystal Palace (12), Brynjar Björn Gunnarsson, Váler- engen (11), Sverrir Sverrisson, Mal- mö (7), Steinar Afdolfsson, ÍA (6), Óskar Hrafn Þorvaldsson, Ströms- godset (3), Jóhann B. Guðmunds- son, Watford (2), og Sigurvin Ólafs- son, ÍBV (1). Suður-Afríkumenn, sem eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistara- keppnina í Frakklandi, léku tvo æf- ingaleiki í Stuttgart um helgina. 1.200 áhorfendur sáu þá gera jafn- tefli við Stuttgart Kickers, 1:1, á laugardaginn og í gær unnu þeir úr- valslið Stuttgarts, 5:0, fyrir framan 700 áhorfendur. Shawn Bartlett skoraði þrjú mörk og Jerry Sikhos- ana tvö. Það má ekki reikna með að marg- ir áhorfendur mæti á leik Islend- inga og Suður-Afríkumanna. Vala Flosadóttir endurheimti Norðurlandamet sitt í stangar- stökki utanhúss er hún stökk 4,20 m á alþjóðlegu móti í Hengelo í Hollandi á sunnudaginn. Hún bætti þar með fjögurra daga gamalt met Þóreyjar Eddu Elísdóttur um tvo cm. „Þetta var fyrsta alvöramót sum- arsins hjá mér og ég er nokkuð ánægð með árangurinn þar sem keppnistímabilið er að byrja. Ég stefni að því að ná hámarki eftir tvo mánuði. Eg á mikið inni, en þarf að bæta tæknina og auka hraðann meira í lok atrennunar," sagði Vala, sem tekur þátt í móti í Prag í Tékk- landi um næstu helgi, síðan þremur öðrum mótum á sex dögum - í Ostrava í Tékklandi, Bratislava í Slóvakíu og Sopoto í Póllandi. Vala stökk yfir 4,20 m í fjórðu til- raun í Hengelo og varð í fjórða sæti. Bandaríska stúlkan Stacey Dragila stökk 4,30 m og vann en næstar komu Tanja Gregorjeva frá Rúss- landi og Daniela Kopernick frá Þýskalandi, sem stukku sömu hæð og Vala, en notuðu færri tilraunir. Evrópumeistarinn innanhúss, An- ela Balakhonova, frá Ukraínu stökk aðeins 4,10 m og heimsmethafmn Emma George felldi byrjunarhæð sína, 4,30 m. Þetta var því í fyrsta skipti sem Vala ber sigurorð af Emmu. VALA Flosadóttir stökk yfir 4,20 m i Hollandi. Vala endur- heimti Norður- landametið unglingamet i Jón setti JÓN Ásgrímsson, FH, setti ung- lingamet í spjótkasti er hann kastaði 67,64 m á vormóti Breiða- bliks í Kópavogi á mánudaginn. Gamla metið átti Sigmar Vil- hjálmsson - 66,24 m. Jón missti aft- ur á móti drengjamet sitt til Sig- urðar Karlssonar, UMSS, sem kastaði 60,58 m. Jón er 20 ára og 1,94 m. „Ég hef ekki séð eins mikið efni í langan tíma. Jón hefur bætt sig um átta metra á einu ári,“ sagði Eggert Bogason, þjálfari FH-inga. „Það liggur vel fyrir Jóni að kasta. Hann er einnig góður í kúluvarpi og kringhikasti, en þar sem spjót- spjótkasti kast liggur vel fyrir honum mun hann leggja áherslu á það. Hinn gamalkunni spjótkastari Sigurður Einarsson hefur gengið til liðs við okkur. Þegar Jón er búinn í skólanum, mun ég senda hann í skóla til Siguröar," sagði Eggert. TUGÞRAUT: JÓN ARNAR MEÐ GLÆSILEGT ÍSLANDSMET / C12 VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN I 30.05.1998 I 12 ( 14 (16 24128 ; Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 5 af 5 0 4.661.925 2. 4 af S+'&i 3 135.460 3. 4 af 5 90 7.780 4. 3 af 5 2.707 600 Jókertölur vikunnar O 3 6 4 0 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæö á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 3 100.000 3 síðustu 26 10.000 2 síðustu 186 1.000 VINNINGSTÖLUR WUÐVIKUDAGINN 27.05.1998 ] AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 6 af 6 2 44.003.760 2. 5 af 6+bónus 1 5.192.280 3. 5 af 6 8 41.850 4. 4 af 6 189 2.810 3. 3 af 6+ búííus 532 420 Miðinn með bónusvinning- num í Víkingalótti sl. mið- vikudag var seldur í KEA, Byggðavegi 98, Akureyri. Upplýsingar: Miðarnir með bónusvinningunum sl. iaugardag voru seldir hjá Söluturninum Iðufelli 14, Reykja- vík, Söluturninum JL húsinu, Hringbraut 121, Reykjavík og Shellskálanum, Hásteinsvegi 4, Stokkseyri. Endurtekinn aukaútdráttur Tölurnar í aukaútdrættinum voru: 7—11—14—26—38. Þar sem enginn var með þær réttar verður hann endurtekinn á laugardaginn kemur. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: 451, 453 og 454 í þágu öryrkja, ungmenna og íþrótta éfámÖfytíTvamumpmrtvliltír y ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.