Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 C 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 0 V •> Atli Eðvaldsson, þiálfari KR m Hefð viljað „ÉG hefði nú viljað fá öll stigin úr þessari viður- eign,“ sagði Atli Eðvalds- son, þjálfari KR-inga, eftir leikinn. Við áttum okkar færi og hefðum getað nýtt þau með smá heppni, en við töpuðum þó ekki og erum í toppbaráttunni, sem er gott því að mínir menn eiga rnikið inni.“ Athygli vekur að fram- heijarnir tveir, Guðmund- ur Benediktsson og Andri Sigþórsson, hafa aðeins gert eitt mark í fyrstu fjórum Ieikjum liðsins og í heildina hefur liðið aðeins gert þrjú mörk. „Menn eru stressaðir og þurfa að aðlagast álaginu. Við er- um að byggja hérna upp gott lið og tökum okkar tíma til þess. Áæthin okk- ar er til þriggja ára og með þetta breytt lið er ég alls ekki ósáttur við að vera í þriðja sæti eftir fjórar umferðir. Guð- mundur og Andri eru ekki búnir að finna formið sitt, það er rétt. Þeir eru hins vegar liðinu það mikii- vægir að ég verð að láta þá spila til að koma þeim í gang. Öðruvísi tekst það ekki og ég veit að þeir munu verða okkur dýr- mætir í sumar.“ Morgunblaðið/Kristján HART var barist í markalausri viðureign Leifturs og KR á mánudagskvöld. Hér eigast þeir við, varn- armaðurinn Þorsteinn Þorsteinsson úr KR og framherjinn Rastislav Lazorik í liði Leifturs. Engin mörk en ofa spjold ÞAÐ andaði köldu frá hafi þegar Leiftur tók á móti KR-ingum á mánudagskvöld og reyndu leikmenn að ylja áhorfendum með snotrum samleiksköflum en mörkin vantaði alveg. Færin voru þó vissulega fyrir hendi og oft var heilmikið að gerast á vellinum, allavega þurfti Gylfi Orrason dómari að seilast 9 sinnum í vasa sinn eftir spjaldi. Leikurinn var þó alls ekki mjög grófur, en áhorfendur í Ólafsfirði virðast geta bókað ein 7-8 spjöld í leik ef marka má þessar fýrstu umferðir. En leiknum lyktaði sumsé með markalausu jafntefli. Sæmundsson skrifar Leikmenn KR mættu sprækir til leiks untlan hafgolunni og Guð- mundur Benediktsson komst inn á ■■■■■■ markteig á 3. mínútu, Stefán Þór hætti við að skjóta og sendi knöttinn út á Þórhall Hinriksson sem skallaði hann fram hjá markinu. Leiftur svaraði strax, Rastislav Lasorik komst einn inn á markteig KR en var eitthvað að vandræðast í kringum Kristján markvörð og náði ekki skoti. Þessi færi gáfu tóninn og var leikurinn býsna fjörugur, skemmtileg tilþrif á báða bóga, gestirnir ívið meira með knöttinn en sóknir heimamanna hættulegar. Kári Steinn Reynisson skaut í hliðarnet KR-marksins á 26. mín. en tvö næstu færi voru KR- inga. Einar Þór Daníelsson sýndi lagleg tilþrif á 32. mín. og kom bolt- anum á Guðmund Benediktsson sem ætlaði að leggja hann fyrir sig við vítateigslínu en gamall samherji hans úr Þór, Páll Gíslason, stjakaði við honum án þess að Gylfa þætti það athugavert. Einar Þór átti síðan hörkuskot í þverslá Leifturs á 39. mín. Síðasta færið fékk Kári Steinn, stungusendingu inn fyrir vörn KR, en hann skaut naumlega fram hjá markinu úr góðu færi. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri en þó virtust KR-ingar líklegri til afreka framan af. Færin skiptust þó bróðurlega á liðin og í heild var jafnræði með þeim og úr- slitin því sanngjörn. Eftir fjörugar upphafsmínútur datt leikurinn dá- lítið niður en síðan komu þrjú góð færi á stuttum tima. Jens Martin Knudsen varði hörkuskot Þorsteins Jónssonar á 65. mín., Páll Guð- mundsson fékk óvænt dauðfæri á 66. mín. en skaut fram hjá marki KR og Peter Ogaba skallaði rétt fram hjá sama marki mínútu síðar. Og það voru reyndar Leiftursmenn sem fengu hættulegasta færið, John Nielsen stakk sér inn í vítateig á 87. mínútu og komst í gott skotfæri en Kristján varði vel í horn. Ljóst er að töluvert býr í báðum þessum liðum. Leiftursmenn eru að ná betur saman, þeir eru með góðan markvörð og býsna trausta vöm og mannval á miðju og í sókn. KR-ingar eru stjömum prýddir og geta leikið stórvel saman en að sjálfsögðu verða menn að vera duglegir að skapa færi - og nýta þau. Hvomgt liðið var á skotskónum í þessum leik en standa þó ágætlega að vígi í deildinni. Páll Guðlaugsson stýrir fjölþjóðlegu toppliði Leifturs á Ólafsfirði Hann er sagður knattspyrnufíkill. Allt hans líf snýst um knattspyrnu og sem þjálfari tekur hann starf sitt mjög alvarlega. Páll Guðlaugsson er maðurinn sem kom Færey- ingum á kortið í alþjóðaknattspyrnunni og hefur unnið alla titla sem keppt er til þar í landi. Því leitaði hann á ný mið og stjórnar nú toppliði Leifturs á Olafsfírði. Björn Ingi Hrafnsson sótti Pál heim og kynnti sér við- horf hans til íslenskrar knattspyrnu. Það er jökulkalt á Ólafsfirði í bítið á fyrsta degi júnímánaðar. Isköld hafgolan fer frjáls ferða sinna og hefur betur í slagnum við sólina, sem gægist stundum gegnum skýin og vermir þá viðstadda. Þeir era reyndar flestir inni við svona árla dags og njóta sólargeislanna þegar þeir bjóðast, enda er þetta hið full- komna „gluggaveður". Þegar barið er að dyram hjá þjálfara knattspyrnuliðs heima- manna, Páli Guðlaugssyni, verður fátt um svör. Það er ekki fyrr en um hádegi að vart verður manna; ferða í íbúð hans á Aðalgötunni. I ljós kemur að þjálfarinn er nývakn- aður og heyrði ekki höggin dynja á hurðinni fyrr um morguninn. „Ég sef svo rosalega fast,“ segir hann, eins og afsakandi. „Ég sef alltaf frameftir á leikdegi. Nú svaf ég sér- staklega fast og lengi og það hlýtur að boða gott.“ Það eru ekki margir bæir á ís- landi, sem státa af knattspymuliði í efstu deild. Sérstaklega ekki bæir á stærð við Ólafsfjörð, þar sem búa rétt um ellefu hundruð manns. Leiftur er þó að hefja fjórða tímabil sitt í efstu deild Islandsmótsins og hið þriðja samfleytt. Fyrir dyrum stendur viðureign við röndótta sunn- anmenn úr KR og þjálfarinn segist staðráðinn í að vinna sigur í þeim leik. „Við eram á heimavelli og höf- um æft vel að undanförnu. KR-ing- arnir eru með sterkt lið og fljóta framherja, sem við munum hafa góð- ar gætur á.“ Unnið allt í Færeyjum Páll er fæddur í Reykjavík 1958 og bjó þar til níu ára aldurs, er hann fluttist með fjölskyldu sinni til Vest- mannaeyja. Ættir hans má rekja bæði til höfuðborgarinnar og eins til Húnavatnssýslu, en eyjalífið heillaði og frá Heimaey lá leiðin til frænda vorra í Færeyjum. Þar hefur Páll lif- að og starfað undanfarin tuttugu ár og býr enn, eins og hann segir sjálf- ur. I vetur hefur hann hins vegar skipt tíma sínum milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur, enda leikmenn sumir í skóla og aðrir við vinnu. Enn aðrir hafa spilað knattspyrnu er- lendis í vetur, vítt og breitt enda hópurinn fjölþjóðlegri en áður eru dæmi um hér á landi. „Ég var orðinn hræddur um að komast ekkert lengra í þjálfuninni," segir Páll aðspurður um ástæður þess að hann söðlaði um og kom aft- ur til Islands. „Eg er búinn að prófa allt í þjálfun í Færeyjum. Ég hef verið með yngri flokka, allt frá sjötta flokki og upp úr og einnig með kvennalið. Síðan hef ég margoft unnið færeysku deildina og bikarinn, bæði sem leikmaður og þjálfari og því fannst mér orðið nauðsynlegt að breyta til. Raunar átti ég von á því að ég myndi fyrr reyna mig í þjálfun hér á landi en raunin heíúr orðið á.“ Að sögn Páls, hefur undirbún- ingstímabilið verið afar erfitt. „Þetta hefur verið algjört brjálæði. Leikmenn hafa verið út og suður í allan vetur og flestir komu aðeins rétt fyrir mót, sumir jafnvel eftir fyrstu leikina. Því gefur augaleið að erfitt hefur verið að stilla saman strengina í vor. Við náðum þó furð- anlega góðum árangri í vorleikjun- um, náðum til að mynda í átta liða úrslit deildarbikarsins, þótt við værum aðeins með einn vara- mann. Umgjörðin heillar Páll segist fyrst núna vera að kynnast öllum leikmönnum sínum. „Það tekur tíma fyrir þá að venjast mér, rétt eins og fyrir mig að aðlag- ast þeim. Ég hef verið að kynna mínar áherslur fyi-ir þeim og því getur tekið einhvern tíma að ná því besta út úr hverjum leikmanni. Þetta er þó allt að koma og við höf- um unnið tvo leiki nú í byrjun móts á heimavelli, en reyndar töpuðum við illa í Grindavík." En af hverju Leiftur? „Umgjörðin í kringum liðið heillar mig mjög mikið. Hér hefur verið staðið vel að málum á undanfórnum árum og eins eru aðstæður hér ekki svo frá- bragðnar því sem ég þekki í Færeyjum. Þar er samfélagið svip- PÁLL Guðlaugsson stjórnar fjölþjóðlegu liði sínu í leik gegn KR á Ólafsfirði. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Þarf ekki að sanna mig fýrir einum eða neinum að; allt snýst um knattspyrnu og fiskvinnslu og því vissi maður hvernig karakterar stóðu á bak við félagið." Páll segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Þetta er svipað og ég bjóst við. Ég kann mjög vel við mig hérna, þótt auðvitað sé erfitt að geta ekki haft menn allt árið. Hérna standa menn saman og sýna árang- ur í verki, jafnvel þótt umræðan sé neikvæð, eins og verið hefur í vet- ur.“ Fjölþjóðlegur leikmannahópur Athygli hefur vakið hversu íjöl- þjóðlegum leikmannahópi Leift- ursliðið hefur á að skipa. Þar má finna íslenska leikmenn, tvo Færey- inga, einn Dana, Skota og Nígeríu- mann. Ymsir hafa orðið til þess að draga að þessu dár, og hafa jafnvel kallað Leiftur „lið Sameinuðu þjóð- anna“ í kerskni sinni. Páll segist hafa heyrt þetta, og sömuleiðis þær gagmýnisraddir, sem telji bogann spenntan um of í peningamálunum. „Þessar raddir bera oftast vott um fávísi,“ segir þjálfarinn. „Hjá okkur er leikmannahópurinn kannski óvenjulega samansettur, en ég full- yrði að mörg fleirí lið verða í aukn- um mæli að byggja á aðkomumönn- um. Nægir að nefna Skagamenn í því sambandi, en þeir eru ekki margir innfæddir eftir í liði þeirra. Hinir nýju leikmenn okkar eru mjög áhugasamir um Leiftursliðið og vildu gjaman ganga til liðs við fé- lagið. Flestir þeirra óskuðu eftir því að komast til okkar og spila undir minni stjórn. Við misstum nokkra mjög sterka leikmenn eftir síðustu leiktíð og urðum að bregðast við því. Ég taldi bestu lausnina, að fá menn sem sýndu Leiftri þakklæti og áhuga á því sem verið væri að gera, en legðu ekki alltaf mesta áherslu á eigin kröfur." Páll segir að ekki hafi miklum fjármunum verið varið til leik- mannamála fyrir þetta tímabil. „Flestir hinna erlendu leikmanna taka nokkuð niður fyrir sig í launum til að spila hér. Þetta var mjög ódýr kostur fyrir okkur og þessa menn fengum við að vandlega yfirlögðu ráði. Við tókum ekki við öllum þeim sem buðust, heldur vorum við að fylla upp í ákveðin skörð eftir eigin viðmiðunum.“ Stemmningin sérstök og skemmtileg Að mörgu þarf að hyggja, þegar svo margir erlendir leikmenn flytj- ast til bæjarins. „Við þurftum að finna dvalarstað fyrir alla mennina og svo era eiginkonur og börn sumra komin sömuleiðis, eða þá á leiðinni. Þetta skapar því óneitan- lega sérstaka stemmningu, sem gaman er að taka þátt í.“ En hvaða tungumál notar þjálfarinn á æfing- um og í leikjum? „Það er mest- megnis enska,“ segir hann hlæj- andi. „Ég tala sex tungumál reiprennandi og allir leikmennirnir geta vel talað ensku. Færeyingarn- ir skilja íslenskuna og era byrjaðir að geta talað hana líka. Nígeríu- maðurinn talar fljúgandi ensku og svo auðvitað Skotinn og Daninn, sem leikið hefur um árabil í Englandi." Sú spurning hlýtur að vakna, hvort mikill munur sé á knattspyrnu í Færeyjum og á íslandi. Páll segir svo ekki vera. „Nokkur lið í Færeyj- um gætu sómt sér vel í deildinni hér á landi, en mestu munar um breidd- ina. Hérna era líka meiri peningar í spilinu og fyrir vikið kannski hægt að gera meiri kröfur til manna. Eg hef heyrt því fleygt, að engu skipti þótt ég hafi náð góðum árangri í Færeyjum, það sé ekki sambærilegt við íslensku knattspyrnuna. Ég vil bara fullvissa menn um það, að ég er ekki í þessu til að sanna mig fyrir einum eða neinum. Ég er aðeins að sinna mínu starfi og mitt aðalmark- mið er að gera vel í starfi mínu fyrir Leiftursliðið." Mikla trú á Guðjóni Þórðarsyni Páll þjálfaði færeyska landsliðið í knattspyrnu um fimm ára skeið og sleit með því barnsskónum í alþjóð- legri keppni. Hans verður líklega alltaf minnst fyrir sigur liðsins gegn Austurríkismönnum í fyrsta leik liðsins á alþjóðamóti, þótt hann segi reyndar sjálfur að margir fleiri leikir hafi jafnast á við þann leik. Talsvert hefur verið rætt og ritað um fræg ummæli Guðjóns Þórðar- sonar, landsliðsþjálfara, sem birtust í Morgunblaðinu á dögunum. Páll segir menn hafa oftúlkað ummælin og kveðst undrandi á því hversu hörundsárir menn séu hér á landi. „Mér finnst Guðjón hafa sama rétt og aðrir á því bæði að hafa og segja skoðanir sínar á íslenskri knatt- spymu. Ég skipti mér ekki af starfi Guðjóns, en honum er alltaf velkom- ið að tala við mig. Ég ber fulla virð- ingu fyrir Guðjóni sem landsliðs- þjálfara og móðgast ekld yfir um- mælum sem þessum. Ég held að Guðjón sé rétti maðurinn í þetta starf og hann á eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Páll segist skilja ummæli Guðjóns að ýmsu leyti. „Hann er að hugsa um hvaða menn úr deildinni henti fyrir landsliðið, eins og staðan er í dag. Við misstum náttúrlega heilan helling af leikmönnum til annarra landa eftir síðasta tímabil og það er ekki nema eðlilegt að einhvern tíma taki fyrir liðin að jafna sig á því. Hann var ekki að segja að framtíð- armenn væru fáir, heldur menn sem bönkuðu á dyr landsliðsins hér og nú.“ Nú er farið að styttast í stórleik- inn gegn Vesturbæingum og Páll er hvergi banginn. „Ég hef tröllatrú á þessum mannskap," segir hann stoltur. „Hópurinn er skemmtileg blanda ungra og reyndra leik- manna, og við eigum eftir að gera mörgum liðum grikk í sumar. Ég vil þó minna á, að við gengum í gegn- um miklar breytingar milli ára og auðvitað tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Mér finnst að forráðamenn liðsins geri sér grein fyiir þessu, allavega er ég fyrsti þjálfarinn hérna, sem ráðinn er til tveggja ára. Hér er ekki tjaldað aðeins til einnar nætur.“ Jafntefli niðurstaðan Fyi-ir leik sést vel að nútímalegar aðferðir hafa haldið innreið sína á Olafsfirði. Hávær rokktónlist gefur mönnum rétta taktinn í upphitun- inni, rétt eins og hjá Glenn Hoddle og enska landsliðinu. Leikmenn leika sér í reitabolta og ná réttu hitastigi í kroppinn. Ekki veitir af í kuldanum, sem heldur hefur sótt í sig veðrið eftir að sólin hvaif á bak við fjöllin. Leikmönnum tekst ekki að koma knettinum í mark andstæðinganna og niðurstaðan er því markalaust jafntefli. Fjölmörg marktækifæri litu þó dagsins ljós og með smá heppni hefðu heimamenn getað nýtt nokkur þeirra. Páll er enda hundfúll eftir leikinn og einkum vegna allra spjaldanna. „Ég er óhress með þetta. KR skapaði ekkert í þessum leik og við áttum að gera miklu bet- ur. Ef þetta KR-lið er toppurinn hér heima, þá eigum við ekki langt í hann. Þó dómgæslan hafi verið ágæt, fannst mér hún nokkuð hag- stæð KR-ingunum. Dómarar gefa okkur gul spjöld í tíma og ótíma og það virðist nóg að vera útlendingur til að fá spjald. Við getum svo sem sjálfum okkur um kennt, áttum að skora. Við verðum því bara að bíta á jaxlinn og halda uppbyggingunni áfram fyrir næsta leik.“ Þar með er Páll rokinn, enda ger- ist sífellt kaldara og uppi í félags- heimili bíður kaffi og kruðerí fyrir leikmenn og aðstandendur beggja liða. Bæði þurftu þau að þola miklar breytingar eftir síðasta keppnis- tímabil og hafa því þurft að stilla saman nýjan mannskap. Kaffið er drukkið og spjallað í sáttatón, enda meira en þokkalegt að vera í öðru og þriðja sæti deildarinnar, jafnvel þótt fyrirhugaður sigur hafi ekki náðst. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.