Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 C 5 Framarar og Skagamenn í botnsætunum að loknum fjórum umferðum Það er af sem áður var Framarar voru sigursælastir allra liða í íslensku knattspyrn- unni á níunda áratugnum og Skagamenn hafa verið í sér- flokki lengst af á líðandi áratug en nú er öldin önnur. Að fjórum umferðum loknum á íslands- mótinu verma þessi lið botn- sætin en þau gerðu jafntefli, 1:1, á Laugardalsvelli í fyrra- kvöld. Leikurinn var ekki vel leikinn en þó bjartar hliðar sæjust af og til ættu jafnvel bestu sölumenn í erfið- leikum með að dásama Steinþór viðureignina. Skaga- Guðbjartsson menn voru ákveðnari í skrifar fyrri hálfleik en Framarar tóku af skar- ið eftir hlé og voru nær sigri ef eitt- hvað var þó jafnt hafi verið á öllum tölum. Liðin áttu sín 10 markskotin hvort, hvort lið fékk fjórar hom- spymur og jafn oft vora þau dæmd rangstæð. Bæði mörkin komu eftir varnar- mistök. Steinar Adolfsson og Ragnar Hauksson fengu að athafna sig að vild í teignum eftir homspyrnu Jóhannes- ar á 12. mínútu. Steinar skallaði að marki, Ámi Ingi Pjetursson bjargaði á línu en Sigurður Ragnar Eyjólfsson fylgdi vel á eftir. 20 mínútum síðar gerði Þorbjöm Atli Sveinsson fyrsta mark Fram í deildinni í ár eftir að hafa fengið boltann frá mótherja. Þorbjöm Atli gerði líka síðasta mark Fram í fyrra, skoraði úr vítaspymu á 38. mínútu í 4:2 tapi á móti KR í 18. umferð. Því liðu um 355 mínútur á milli marka Fram í efstu deild. Skagamenn fengu tvö góð tæki- færi til að innsigla sigurinn áður en Framarar jöfnuðu. Fyrst skaut Sig- m-ður Ragnar naumlega framhjá og síðan átti Heimir Guðjónsson þramuskot í slá af löngu færi. Framarar vora varla með í fyn-i hálfleik en þeir tóku ágæta rispu eft- ir hlé og voru í raun óheppnir að bæta ekki við marki eða mörkum. Anton Björn var til dæmis í dauða- færi eftir vamarmistök IA snemma i hálfleiknum en skaut í Þorbjörn Atla, samherja sinn, og þar með Skaga- menn leita tyrir sér í Júgóslavíu SKAGAMENN róa nú öllum árum að því að fá til sín er- lendan framherja í stað Mih- ajlo Bibercic, sem var sendur heim á dögunum. Örn Gunn- arsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar ÍA, fór til Jú- góslavíu í gær til að skoða leikmenn ásamt Uros Ivanovic, sem hefur verið umboðsmaður júgóslav- neskra leikmanna hér á laiuli. Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, sagði að liðið vantaði til- finnanlega sterksm fram- herja og væri auðveldast að finna þá í Júgóslavíu. Oa tM Jóhannes Harðarson ■ ■ tók homspymu frá hægri á 12. mínútu og sendi á fjærstöng. Þar stökk fyrirliðinn Steinar Adolfsson hæst og skallaði að marki. Árni Ingi Pjetursson bjargaði á línu en Skagamaðurinn Sigurður Rapiar Eyjólfsson fylgdi vel á eftir og ýtti boltanum yfir lín- una með vinstri fæti. 1m tM Kristófer Sigurgeirs- ■ I son gaf fyrir mark ÍA frá hægri á 32. mínútu. Þor- bjöm Atli Sveiusson skallaði til baka en Reynir Leósson skall- aði aftur til Framarans sem þakkaði fyrii- sig og skoraði með föstu skoti úr vítateignum. rann það færið út í sandinn. Skömmu síðar virtist sem Baldri Bjarnasyni væri bragðið innan teigs en dómar- inn lét sem ekkert væri. Á sömu mínútu fékk Jóhannes Harðarson ámóta meðferð innan teigs Fram, en ekkert dæmt. Skömmu fyiir leikslok skaut Kristófer Sigurgeirsson yfir mark IA þegar auðveldara virtist að koma tuðrunni í netið og þremur mínútum síðar var Þorbjöm Atli felldur innan teigs en dómarinn lét leikinn halda áfram. „Þetta var með skásta móti en sjálfstraust vantar í liðið,“ sagði Ás- geir Elíasson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið, spurður um áíit á leiknum. „Þetta lagaðist í seinni hálf- leik hjá okkur en var samt ekki nærri nógu gott og það er ergilegt að hafa ekki gert út um leikinn í lokin.“ Ásgeir, sem gerði tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu liðsins. „Þetta eru allt erfiðir leikir og þó ég hafi ekki endilega átt von á að vera í botnsætinu eftir fjórar um- ferðir vissi ég að það gæti gerst því það er léttara að tapa en vinna. Ég hef ekki miklai- áhyggjur af því að vera á botninum. Aðalatriðið er að bæta liðið og ef það tekst verður það ekki lengi neðst.“ Logi Ólafsson, þjálfari ÍA, var ekki ánægður. „Ég er ekki sáttur við stöðu okkar. Ég er sáttur við stóran hluta fyrri hálfleiks en þegar við vor- um yfir og með leikinn í höndum okkar hleyptum við þeim að og Fram er með of gott lið til að þiggja slíkt ekki. Við áttum að gera út um þetta en hvorki við né Fram erum á stað sem geta okkar segir til um. Við gengum út frá því að við væram með gott lið en okkur hefur ekki tekist að sýna hvað í því býr. Við sköpum okk- ur ekki mörg sóknarfæri, nýtum ekki færin og sofnum á verðinum með þeim afleiðingum að við fáum á okkur mörk. Við vorum reyndar í ágætum málum á móti Val, fengum þá mörg marktækifæri en nýttum þau ekki. Það alvarlegasta er að ná ekki að sigra eftir að hafa hleypt mótherjunum inn í leikinn." Logi sagði að staðan virtist hafa áhrif á leikmennina. „Við misstum taktinn í þvi sem við voram að gera og urðum óþolinmóðir. Við ætluðum að loka svæðum og vorum í fínum málum í fyrri hálfleik en svo hættu menn þessu og fóru að gera eitthvað annað. Óþolinmæði er um að kenna. Menn þyrstir í sigur og missa sjónar á því sem er best að gera í stöðunni, að bíða og vera þolinmóðir “ Morgunblaðið/Golli ÞORBJORN Atli Sveinsson lætur skotið ríða af á mark Skagamanna. Stuttu síðar hafnaði knötturinn í netinu, fyrsta mark Fram í sumar var staðreynd. Þróttur sótti sig ur til Grindavíkur mmK ÞRÓTTARAR hafa farið vel af stað í deildinni og eru taplausir eftir fyrstu fjórar umferðirnar, þrjú jafntefli og síðan kom fyrsti sigurinn í Grindavík á mánudagskvöld. Páll Einarsson skoraði þá eina mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar með var fyrsti tapleikur Grindvíkinga í sumar staðreynd, 0:1. Leikurinn í Grindavík var slakur og mikið um slæmar sendingar milli leikmanna. Hann var því ekki mikið fyrir augað. VaiurB. Völlurinn var ósléttur Jónatansson 0g jaus f sgr þannig að ekki bætti það úr skák. Heimamenn voru snarpari í sóknartilburðum sínum í fyrri hálfleik, en Fjalar Þorgeirsson markvörður Þróttara varði oft vel. Þórarinn Ólafsson fékk fyrsta færið á upphafsmínútunum, en Fjalar varði vel. Ramsey átti síðan gott skot úr vítateignum en aftur var Fjalar á réttum stað eins og þegar hann varði skalla frá Óla Stefáni Flóventssyni. Besta færi Grindvíkinga í fyrri hálfleik fékk Sinisa Kekic er hann átti skot hátt yfir af markteig. Þróttarar fengu ekki eitt einasta opið færi í fyrri hálfleik. Om gM Þróttarar sóttu upp m I vinstri kantinn. Ingv- ar Ólofsson sendi boltann með jörðinni fyrir markið frá hægri. Páll Einarsson náði boltanum á vítateignum miðjum, lagði hann fyrir sig og skaut honum með hægri fæti neðst í hægra markhornið á 76. mínútu. Þegar tíu mínútur lifðu af síðari hálfleik fengu Grindvíkingar besta færi sitt í leiknum. Sinisa Kekic snéri þá á vörn Þróttar á vítateigs- línu og fékk opið færi, en Fjalar varði gott skot hans meistaralega. Grindvíkingar sóttu meira og voru líklegri til að skora en þá kom rot- höggið er Páll skoraði sigurmarkið. Eftir það lögðust Þróttarar í vöm og heimamenn komust ekkert áleiðis og urðu að játa sig sigraða. Uppskárum eins og við sáðum „Það var frábært að næla í fyrsta sigurinn í deildinni og það var ekki verra að ná að skora þetta þýðingarmikla mark,“ sagði Páll Einarsson markaskorari Þróttara eftir leikinn. „Þetta var mjög erfið- ur leikur enda eru Grindvíkingar mjög sterkir. Við börðumst hins vegar eins og ljón og uppskáram eins og við sáðum. Nú erum við komnir í toppbaráttuna og ég held að sjálfstraustið sé komið í ágætt lag. Heppnin hefur ekki verið með okkur í undanfórnum leikjum, en nú kom að því að hún var okkar megin,“ sagði Páll sem skoraði einnig á móti Val í 3:3 jafnteflis- leiknum í 2. umferð. ■Úrslit/ C10 ■Staðan/C10 FOLK ■ PAUL McShane, skoski knatt- spymumaðurinn sem kom til Gr- indavíkur í síðustu viku, gat ekki leikið með liðinu á móti Þrótti á mánudagskvöld. Hann tognaði á fæti á æfingu á sunnudag. Hann lék fyrsta leikinn með Grindavík er liðið mætti KR sl. fimmtudag, en þá kom hann inn á sem varamaður. ■ JÓHANNES Valgeirsson sem dæmdi leik Grindavíkur og Þrótt- ar var að dæma fyrsta leik sinn í efstu deild. Jóhannes er Akureyr- ingur, kemur frá KA. ■ GARÐAR Örn Hinriksson dæmdi einnig sinn fyrsta leik_ í efstu deild, er hann dæmdi leik ÍR og ÍBV. Hann kemur frá Þrótti R. ■ BÁÐIR þessir nýju dómarar í efstu deild dæmdu vel í sínum fyrsta leik. ■ GYLFI Orrason hefur lyft 20 gulum spjöldum á loft í þremur leikjum, en í fyrra lyfti hann 39 gulum spjöldum í fjórtán leikjum sem hann dæmdi. ■ SIGURÐUR Elí Haraldsson, unglingalandslisðmaður úr Fram, hefur gengið til liðs við FH. Sig- urður Elí leikur sem varnarleik- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.