Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 12

Morgunblaðið - 03.06.1998, Page 12
mmm FRJALSIÞROTTIR / TUGÞRAUT Jón Arnar bætti íslandsmetið um 103 stig og er í 20. sæti heimslistans frá upphafi Kominn í flokk þeirra allra bestu Jón Arnar á Friðar- leikana í New York MIKLAR líkur eru á að Jón Am- ar Magnússon taki þátt í Friðar- Ieikunum í Nevv York í júlí. Upphaflega áttu Ijórir Banda- ríkjameim og fjórir tugþrauta- menn utan Bandaríkjanna að keppa. Nú em uppi hugmyndir um að sleppa einuin Bandaríkja- manni og bæta Jóni Arnari í hóphin, þannig að átta bestu tugþrautamenn heims verði þar f sviðsljósinu. Bandaríkjameim- irnir yrðu þá heimsmethafinn Dan O'Brien, Steve Fritz og Chris Huffins. Utan Bandaríkj- anna kæmu þá Finninn Eduard Hamalainen, Eistlendingurinn Erki Nool, Michael Smith, Kanada, Tomas Dvorák, Tékk- landi, og Jón Araar. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með árangurinn og hann sýnir að ég er á réttri leið,“ sagði Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmað- ur úr Tindastóli, eftir að hann hafði sett íslandsmet í tugþraut á alþjóðlegu móti í Götzis á sunnudaginn. Jón fékk 8.573 stig og bætti fyrra met sitt um 103 stig, en það setti hann einnig í Götz- is fyrir réttu ári. Jón varð í þriðja sæti, en sigurvegari varð Eist- lendingurinn Erki Nool, hlaut 8.672 stig og setti landsmet. Annar varð heimsmeistarinn Tomas Dvorák frá Tékkiandi með 8.592 stig. „Með þessum árangri er ég kominn í pottinn með þeim allra bestu, er ekki í humátt á eftir þeim lengur,“ bætti Jón við en þess má geta að þessi árangur færir hann upp í 20. sæti á heimslistanum í tugþraut frá upphafi og í 16. sæti Evrópubúa. rautin var frekar jöfn hjá mér að stangarstökkinu undan- skildu þar sem ég bætti fyrri árang- ur minn í þrautar- keppni verulega og BœeöiKtsson fð feir skrifar fjorutiu sentimetrar sem ég bætti mig um í þeirri grein frá metþrautinni í fyrra hafi verið lykillinn að metinu,“ segir Jón. Gísli Sigurðsson þjálfari hans tekur undir þetta og segir: „Hann gerði það sem við vissum að hann gæti gert, ekkert óvænt kom upp á og engin „heppni" hjálpaði til eins og hefði verið óskandi, þá hefði hann farið enn hærra.“ Gísli var eigi að síður ánægður með árangurinn og metið er Morgunblaðið ræddi við hann. Gísli var ekki ytra með Jóni að þessu sinni, átti ekki heiman- gengt, en fylgdist grannt með í gegnum nútíma fjarskiptatækni. „Að ná þessum árangri án þess að Gísli sé með í för eykur sjálfstraust- ið og gerir mig öruggari með mig á keppnisvellinum, en auðvitað hefði ég viljað hafa hann með,“ sagði Jón. Jón hefur oft gert betur en hann gerði í fyrstu grein keppninnar, 100 m hlaupi, þar varð hann fjórði á 10,74 sek., en í metþrautinni í fyrra setti hann íslandsmet sitt í 100 m hlaupi, 10,56. í annarri grein, lang- stökki, sagðist Jón hafa lent í vand- ræðum með atrennuna eins og fleiri keppendur sökum þess hversu mis- vindasamt var á vellinum. Hann gerði ógilt í fyrsta stökki, en í öðru stökki fór hann 7,60 m sem er 7 cm styttra en hann hefur best gert í þraut áður. „Þetta var öryggis- stökk, ég hugsaði ekkert um lengd- ina, vildi bara ná gildu stökki,“ sagði Jón. Þriðja stökkið varð ógilt eins og það fyrsta. Kúluvarpið var næst á dagskrá og þar náði Jón sínum besta árangri utanhúss, varpaði 16,03 m í þriðju tilraun og bætti sig um 15 cm. „Við þessu bjóst ég og tel mig eiga reyndar meira inni. Fyrsta kastið var ógilt en var nokkru lengra en þetta." Annað kastið varð 15,35 m. „Ég byrjaði hærra í hástökkinu en oft áður og gekk vel,“ segir Jón um keppnina í hástökki, en þar vippaði hann sér yfir 2,03 sem er að- eins 1 cm frá hans besta í þrautar- keppni. Jón stökk 1,91 m í fyrstu til- raun, sleppti 1,94 og fór yfír 1,97 í fyrsta stökki. Sama er að segja um næstu hæð, 2 m, og yfir 2,03 m fór hann í öðru stökki en hærra komst hann ekki. „Ég var ekki langt frá 2,06.“ Lokagrein fyiri dags var eins og ævinlega 400 m hlaup sem hefur löngum verið ein af betri greinum Jóns. Kom hann í mark á 47,66 sek., 49/100 frá sínu besta en náði eigi að síður öðrum besta árangri kepp- enda. „Ég gerði mistök í þessu hlaupi og byrjaði of rólega, því náði ég ekki betri tíma.“ Eftir fyrsta keppnisdag var Jón með 4.489 stig og var í þriðja sæti. Nool var fyrst- ur með 4.536 stig og Tékkinn Rom- an Serble var annar, hafði önglað saman 4.512 stigum. Jón var þvi al- veg við sitt besta eftir fyrri dag, en best hefur hann náð 4.493 stigum á fyrri degi. Það gerðist á mótinu í Götzis á síðasta ári er hann setti fyrrverandi met sitt. „Eftir fyrri dag var ég farinn að gera mér vonir um að geta bætt metið því ég hef bætt mig nokkuð í greinum síðari dagsins," sagði Jón og það kom líka á daginn Reyndar hefur Jón nokkrum sinnum hlaupið hraðar í 110 m grindahlaupi, fyrstu keppnisgi'ein á síðari degi, en hann gerði nú. Jón náði 5. besta tíma keppenda, 14,24 sek., 24/100 frá sínu besta í þraut. Kringlukastkeppnin byrjaði ekki sérlega vel hjá Jóni, hann kastaði um 43 m og var fjarri sínu best. Annað kastið var ógild og því ljóst að ef hann gerði ekki verulega bet- ur gæti draumurinn um íslandsmet farið út í veður og vind. „Ég gaf mér tíma fyrir síðasta kastið, fór yf- ir hvað var að og slakaði á. Það bar árangur," sagði Jón. Þriðja kastið var það besta, 47,82 m, lengsta kast keppenda og það besta sem Jón hef- ur náð í þraut. Aður hafði hann lengst kastað 46,96 í Götzis árið 1995. Önnur grein sem kostað hefur mikinn svita undanfarna mánuði, stangarstökk, skilaði loks „alvöru" árangri í tugþrautarkeppni. Þetta er afar mikilvæg grein því að jafn- aði gefa hverjir tíu sentimetrar rúm 30 stig. „Mér gekk illa í upphitun og leist satt að segja ekkert á fram- haldið. Því byrjaði ég lágt eða í 4,40 m. Um leið og keppnin hófst gekk mér betur og atrennan passaði bet- ur en í upphituninni," segir Jón. Hann fór yfír 5,10 m og bætti sinn Morgunblaðið/RAX JÓN ARNAR Magnússon bætti íslandsmetið um 103 stig og er í 20. sæti heimslistans frá upphafi. Islandsmet Jóns Arnars í tugþraut frá því hann bætti met Þráins Hafsteinssonar frá 1983, 7.592 stig. X . Greinar: Götzis 1994 7.896 slig Götzis 1995 8.237 siig Talence 1995 8.248 slig Atlanta 1996 8.274 stig Götzis 1997 8.470 stig Götzis1998 8.573 stig Árangur Stig Árangur Stig Árangur Stig Árangur Stig Árangur Stig Árangur Stig 100 m hlaup 10,80 906 10,77 912 10,79 908 10,67 935 10,56 961 10,74 919 Langstökk 7,63 967 7,45 922 7,67 977 7,28 881 7,66 975 7,60 960 Kúluvarp 14,31 747 15,37 812 14,30 747 15,52 822 15,31 809 16,03 853 Hástökk 1,99 794 2,02 822 1,94 749 1,95 758 2,00 803 2,03 831 400 m hlaup 50,28 802 47,82 918 48,11 904 47,17 950 47,27 945 47,66 926 110 m grindahl. 14,73 882 14,32 934 14,24 944 14,22 946 14,00 975 14,24 944 Kringlukast 45,80 783 46,96 807 46,62 800 43,78 742 45,98 787 47,82 825 Stangarstökk 4,70 819 4,90 880 4,80 849 4,80 849 4,70 819 5,10 941 Spjótkast 52,16 621 58,94 722 62,94 782 61,10 754 63,50 791 59,77 734 1.500 m hlaup 4:57,33 575 5:09,22 508 4:55,11 588 4:46,97 637 4:52,22 605 4:46,43 640 SAMTALS: 7.896 8.237 8.248 8.274 8.470 8.573 fyrri árangur um 19 em og alls um 40 cm frá í fyrra. „Ég var í tvígang hársbreidd frá því að fara yfir 5,20 metra, eiginlega skil ég ekki hvem- ig ráin féll í annað skiptið!" segir Jón glaðbeittur yfír að hafa loks „sprungið út“ í stangarstökkinu. Hann fór yfir 4,60, 4,70, 4,90 og 5 m í fyrstu tilraun en 5,10 fór hann yfír í annarri. Jón var með forystu eftir átta greinar, hafði 7.199 stig, en Nool var annar með 7.144 og Rússinn Lev Lobodin þriðji, hafði 7.111 stig. „Ég get ekki sagt að ég hafí bein- línis hitt á besta kastið í spjótkast- inu,“ segir Jón sem var fjarri sínu besta, kastaði 59,77 sem var átt- unda lengsta kast keppenda. Dvorák kastaði lengst, 70,60 m og Nool var með 67,50 m. „Ég hefði gjarnan viljað ná kasti á bilinu 62 - 63 m. „Við þetta missti ég frum- kævðið í keppninni til Nools og Dvorák var í humátt á eftir mér í þriðja sæti.“ Jón sýndu þó styrk sinn í 1.500 hlaupi, síðustu greininni, náði sínum besta árangri er hann kom í mark á 4.46,43 mín. og bætti sig um 3/100 frá þrautinni í Kaliforníu í vor. „Ég ætlaði að elta Seberle og Dvorák og gekk það vel þar til 300 metrar voru eftir, þá missti ég aðeins af þeim. En mér tókst að bæta mig og það er fyrir öllu. Við Gísli höfum lagt á það áherslu að bæta grunnúthaldið hjá mér til þess að ég eigi meira eftir þegar kemur að síðustu grein og það er greinilega að skila sér.“ Jón sagði að nú tækju við frekari æfíngar. Næsta tugþrautarkeppni hjá honum verður í byrjun júlí þeg- ar einn riðillinn í Evrópubikar- keppninni í fjölþrautum fer fram á Laugardalsvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.