Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 C 9 VANDA Sigurgeirsdóttir leggur upp leikskipulagið með leik- mönnum sínum. Aukakökusneið í afmælisgjöf TVÆR landsliðskonur áttu afmæli í Spánarferðinni, Katrín Jónsdóttir og fyrirliðinn Auður Skúladóttir. Ekki gafst túni til mikilia veisluhalda en einhvern veginn var að gera sér daga- mun og úr varð að þær fengu aukabita - afinælisköku með kertum, sem fylgir ein ósk og hver ætli hún hafi verið. SVANDÍS Hauksdóttir sjúkraþjálfari landsliðsins mýkir fyrirlið- ann Auði Skúladóttir fyrir leik. LÖGREGLUVÖRÐUR fylgdi íslenska liðinu við hvert fótmál á leikdag. Hér hafa tvefr lögreglumenn stillt sér upp fyrir framan varamannabekk liðsins og Vanda Sigurgeirsdóttir og Bjarni Sig- urðsson ræða málin. Gascoigne stóðst ekki prófið og var sendur heim Reuters PAUL Gascoigne kominn heim frá Spáni í gær, eftir að Glenn Hoddle valdi hann ekki í landsliðshóp sinn. Paul Gascoigne var ekki valinn í 22 manna landsliðshóp Englendinga fyrir HM. Liðið hefur verið í æfínga- búðum á Spáni undanfarna daga og þar var hópurinn skorinn niður á mánudag. Gascoigne táraðist þegar tilkynnt var að hann yrði ekki með á HM og kom það mörgum á óvart. Aðrir leikmenn sem urðu að yfirgefa æfmgarbúðirnar voru markvörður- inn Ian Walker, Phil Neville, Andy Hinchcliffe, Nicky Butt og Dion Du- blin. Glenn Hoddle, iandsliðseinvaidur, sagði að Paul Gascoigne, sem er orð- inn 31 árs, væri ekki í nægilega góðri æfingu og því hafi hann verið látinn víkja. „Það skorti á æfingu og úthald hjá honum og við runnum einfaldlega út á tíma. Hann hefur átti í meiðslum síðustu fjóra mánuði og hefði aldrei verið kominn í toppæfingu á þeim stutta tíma sem er til stefnu. Hann hefur ekki bætt sig eins og við vonuð- umst eftir,“ sagði Hoddle. Margir telja að þar með hafi Gascoigne þegar leikið síðasta lands- leik sinn. Hann lék tvo leiki með enska liðiinu á King Hassan mótinu í Marokkó án þess að sýna fyrri styrk. Margir voru þó undrandi á því að hann skyldi vera sendur heim. „Eg trúði þessu ekki fyrst þegar ég heyrði þetta,“ sagði Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, við BBC. „Þetta er mjög sérstök ákvörðun hjá Hoddle og sýnir mikinn kjark. Við vitum öll hvað Gascoigne getur gert á knattspyrnuvellinum," sagði Butcher. Gascoigne sagði í gær að hann hefði verið drukkinn kvöldið áður en Hoddle tilkynnti endanlegt val á landsliðshópnum. „Já, ég var fullur,“ segir Gascoigne við dagblaðið Sun. Hann segist hafa verið með nokkrum félögum sínum í enska liðinu á hótel- barnum í La Manga á Spáni og feng- ið sér bjór. Hann sagðist hafa orðið ofsalega reiður þegar ljóst var að hann yrði ekki með á HM og að Paul Ince og David Seaman hafi þurft að koma inn í herbergi hans til að ná honum niður. „Gazza hjálpaði Middlesbrough til að komast upp í úrvalsdeildina og hann hefði getað gert gæfumuninn fyrir Englendinga í Frakklandi," sagði Bryan Robson, þjálfari Midd- lesbrough. „Það er aðeins Glenn Hoddle sem veit skýringuna á því Blikar fengu óskabyrjun á Eski- fjarðarvelli er þeir lögðu KVA að velli 3:2 í 1. deildarkeppninni, í leik sem einkenndist Þórhallur af mikilli hörku. Þeir Þorvaldsson byrjuðu leikinn af miklum krafti og upp- skáru aukaspyrnu rétt fyrir utan vítaeig heimamanna á annari mín. Guðmundur Örn Guð- mundsson tók spyrnuna og sendi knöttinn fyrir markið þar sem Heið- ar Bjarnason var á réttum stað og skoraði með föstum skalla, 1:0. Heimamenn svöraðu á 27. mín. er Dragan Stojansvic átti góða stungu- sendingu á Boban Ristic sem stakk sér inn fyrir vörn Breiðabliks og skoraði af miklu öryggi, 1:1. Liðin skiptust á að sækja, en markverðir liðanna , Róbert Gunn- arsson, KVA, og Atli Knútsson, Breiðabliki, gi'ipu vel inní og vörðu vel. Heimamenn voru öllu sprækari hvers vegna ekki var pláss fyrir Gazza í landsliðinu.“ Landsliðshópur Englendinga er þannig skipaður: Markvcrðir: David Seaman (Arsenal), Tim Flowers (Blackburn) og Nigel Martyn (Leeds). Varnarnienn: Sol Campbell (Tottenham), Tony Adams (Arsenal), Martin Keown (Ar- senal), Rio Ferdinand (West Ham), Gareth Southgate (Aston Villa), Gary Neville (Manchester United) og Graeme Le Saux (Chelsea). Miðvaliarlcikmenn: Dan-en Andei-ton (Tottenham), David Beckham (Manchester í fyrri hálfleik. Blikarnir misstu Atla Kristjánsson af leikvelli rétt fyrir leikhlé, meiddan á hné eftir samstuð. í síðari hálfleik sóttu Blikar oft grimmt og á 65. mín. náði Kjartan Einarsson að koma þeim yfir með föstu skoti, 2:1. Aðeins tveimur mín. síðar bætti ívar Sig- urjónsson við þriðja marki þeirra, 3:1. Heimamenn náðu að minnka muninn á 71. mín., er Ristic skoraði eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Bene- diktssyni. Stuttu síðar var Jóhann Bene- diktsson rekinn af leikvelli, eftir að hafa séð tvö gul spjöld. Undir lok leiksins reyndu heimamenn að jafna og þegar tvær mín. voru til leiksloka komst Ristic inn fyrir vörn Breiðabliks, en Jón Þórir Jónsson braut illa á honum, þannig að hann var rekinn af leikvelli. Heimamenn náðu ekki að nýta sér aukaspyrnuna rétt utan vítateigs. United), Robert Lee (Newcastle), Steve McManaman (Liverpool), Paul Ince (Liver- pool), David Batty (Newcastle United), Paul Merson (Middlesbrough) og Paul Scholes (Manchester United). Framherjar: Aian Shearer (Newcastle), Les Ferdinand (Tottenham), Teddy Sheringham (Manchester United) og Michael Owen (Liverpool). Peruzzi úr leik AÐALMARKVÖRÐUR ítalska landsliðsins og Juventus, Ang- elo Peruzzi, getur ekki leikið með landsliðinu á HM í Frakk- landi. Hann meiddist. á vinstri kálfa á æfingu á sunnudag og voru meiðslin það alvarleg að hann hefur verið settur út úr liópnum. „Þetta eru inikil von- brigði. Nú verð ég að bíða önnur fjögur ár til að komast í næstu heimsineistarakeppni,“ sagði Peruzzi. Læknir landsliðsins sagði að ekkert væri hægt að gera fyrir Peiuzzi og Ijóst að hann yrði ekki með á HM. „Það er aðeins tíminn sem getur lækn- að hann.“ Það er því ljóst að Gianluca Pagliuca mun taka stöðu Peruzzi í markinu. „Pagliuca er frábær mark- vörður, einn sá besti í heimi. Ég er sannfærður um að liann á eftir að standa sig vel á HM,“ sagði Peruzzi, sem fékk ekkert að spila í síðustu HM en hefur verið aðalmarkvörð- ur landsliðsins síðustu þijú ár- in. Hann hefur einnig verið einn lykilmanna Juventus sein varð ítalskur meistari og lék til úrslita í Evrópukeppni ineistaraliða. Blikar fengu óskabyrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.