Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.1998, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1998 KNATTPYRNA Ferð kvennalandsliðsins í knattspyrnu til Palencia á Norður-Spáni Stutt, snarpt og árang- ursríkt Stefán Stefánsson skrífar STUTT og snarpt ferðalag íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spymu var leikmönnum erfitt en landsliðsþjálfarinn Vanda Sigurgeirsdóttir er sátt við afraksturinn - markalaust jafntefli við Spánverja, sem komust í undanúrslit á síðasta Evrópu- móti. íslenska liðið hefur þá lokið heimingi af leikjum sínum í riðlinu, tapaði fyrir Svíum 3:1, lagði Úkraínu í Laugardalnum 3:2 og nú 0:0 jafntefli við Spán ytra. „Ferðin var svo sannar- lega erfið en ég er sátt við útkomuna,“ sagði Vanda í gær. „Við vissum að þær væru góðar en þær voru betri en ég hélt - miklu fljótari og þar sem ferðalagið var langt og erfitt, sat í liðinu ferðaþreyta. Sænska landsliðið sendi okkur myndbönd af leik sínum við Spán á árinu en þau týndust svo að við urð- um að styðjast við árs gamlar upptökur af spænska liðinu. Ferskari upplýsingar hefðu verið vel þegnar því það hafa orð- ið breytingar hjá Spánverjum." Ferðalagið hófst rétt fyrir klukkan sex að morgni föstudags þegar flestir íslend- ingar hvíldu enn höfuð á koddum sínum. Við tók tuttugu tíma ferð- lag til Palencia rétt fyrir norðan Madrid. Fyrsti áfangi var til London þar sem ferðin tafðist um nokkra tíma vegna hægagangs flugumferða- stjóra á Spáni en eftir að lent var í Madrid á Spáni beið liðsins þriggja tíma rútuferð. Ferða- lagið sat því leikmönnum á laugardeginum enda sváfu stúlkurnar vært í öllum hléum á milli æfinga. Er leið á sunnudag var síðan haldið til „La Bastera" þar sem landsleikur- inn skyldi haldin og viðbúnaður- inn var mikill. Til dæmis fylgdi rútu íslendinganna lögreglu- fylgd og á vellinum sjálfum var stór hópur lögreglufólks, allir skrýddir óeirðabúningum með skjöld og kylfur. I leiknum kom hraði og snerpa spænsku stúlknanna þeim íslensku nokkuð í opna skjöldu svo að öll áhersla var lögð á vamarleik. Það var ekki til að minnka blóðhita þeirra spænsku - þær höfðu náð langt í Evrópukeppninni á síðasta ári, þetta var síðasti heimaleikur þeirra í riðlinum og ekki annað tækifæri til að sanna sig á heimavelli. „Við vissum að þær myndu leggja allt í sölumar og era með gott lið en urðu frekar örvæntingar fullar eftir því sem á leið,“ sagði Vanda um þá pressu. Nokkuð lá á gestum frá Islandi en þegar þeir höfðu náð áttum fóra þeir að sækja meira og fengu gullið tækifæri til að hirða öll stigin í lokin þegar sóknarmaður komst einn í gegnum vöm þeirra spænsku en brást bogalistin. „Vissulega var baráttan fyrir hendi hjá okkur en liðið getur betur og í næsta leik við Spánveija, hér heima 14. júní, á ég von jafnvel betri árangri hjá óþreyttu liði mínu. Markalaust jafntefli lofar því góðu og mitt lið á að geta sýnt sínar bestu hliðar - ég vona að fólk komi og sjá þar skemmtilegan leik,“ bætti Vanda við. Markmiðið var að koma með að minnst kosti eitt stig heim og r-- FRAMLÁGIR ferðalangar að morgni eftir 20 tíma ferðalag. Frá vinstri Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Rósa Steinþórsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Auður Skúladóttir fyrirliði fyrir miðju, Sigríður F. Pálsdóttir, Ásthildur Helgadóttir og systir hennar, varamarkvörðurinn Þóra. Myndir: Líney Rut Halldórsdóttir Byrjunariiðið gegn Spánverjum. Neðri röð frá vinstri: Rósa Steinþórsdóttir, Auður Skúladóttir, Guð- laug Jónsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Olga Færseth. Efri röð frá vinstri: Katrfn Jónsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Margrét Ákadóttir, Sigríður F. Pálsdóttir. það gekk eftir, þó reynt hefði verið að ná öllum þremur. Með stiginu settist íslenska landsliðið í annað sætið í riðlinum - hefur fengið 4 stig úr þremur leikjum. Svíar era efstir með 12 stig í fjóram leikjum en fyrir neðan Island er Úkraína með með 3 stig úr þremur leikjum og neðst Spánverjar með 1 stig eft- ir fjóra leiki. „Stefnan var sett á annað sætið, sem gefur aukaleik um sæti í úrslitakeppninni í Banda- ríkjunum að ári,“ sagði Vanda. „Svíar era búnir að stinga af, ekk- ert fæst fyrir þriðja sætið í riðlin- um en neðsta liðið þarf að spila aukaleik um að halda sig áfram í efri styrkleikaflokknum, þar sem öll liðin era núna. Eg hef líka sagt stelpunum að ef við náum sama ár- angri í þeim þremur leikjum sem eftir era í riðlinum, eigum við ágæta möguleika á að komast í úr- slitakeppni heimsmeistaramóts. Og þrátt fyrir erfitt ferðalag, sem snerist eingöngu um að æfa, borða og sofa, er ég ánægð.“ i BÚNINGSHERBERGI fyrir leik. Helga Ósk Hannesdóttir og Sigrún Óttarsdóttir glaðhlakkanlegar en Katrín Jónsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Hjördís Símonardóttir f þyngri þönkum. Bjami var gjallar- homið Lætin í 2.500 spænskum áhorfendum á landsleikn- um voru gríðarleg og þar á bæ liggur fólk ekki á skoðunum sfnum á leik- mönnum, dómara, línu- vörðum og yfirleitt neinu, sem viðkemur knattspyrnu. Hávaðinn var slíkur að Vanda landsliðsþjálfari náði ekki að koma skilaboðum til leikmanna - þó að um nokkra metra væri að fara. Bjarni Sigurðsson, markvörðurinn knái, er markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins og hefur séð um að koma þeim í mjög góða æfingu auk þess að vera Vöndu til aðstoðar. Bjarna, sem liggur nokkuð hærri rómur en Vöndu gerðist því gjallarhorn hennar - en hann átti líka i vand- ræðum með að láta í sér heyra inn á völlinn og þótti þá mörgum nóg um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.