Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 5 MÁNI Snær með kúluhatt Nat- hanels Mósessonar, kaup- manns á Þingeyri. Erla, fóstur- dóttir hans, gaf safninu hattinn. ELÍSABET og Aðalgeir í eldhús- inu í Þórshamri. Fyrir ofan sést hluti af súkkulaðikönnusafninu. gegnum safnið. Stundum kemur fólk aftur og aftur og hefur gjarnan vini sína með sér. Safnið auglýsir sig því að mestu sjálft þó að við sé- um merkt inn á ýmis kort og bæk- linga fyrir ferðamenn," segir Elísa- bet. Hóflegur aðgangseyrir er í sáfn- ið. „Við höfum haft aðgangseyrinn 200 kr. fyrir 12 ára og eldri,“ segir Aðalgeir og er spurður að þvi hvort að féð dugi til rekstrar og viðhalds. „Eigum við ekki bara að segja að svo sé,“ segir hann og viðurkennir að þau hafí nokkrum sinnum fengið minniháttar styrki til safnsins. Eng- ir reglulegir styrkir hafí runnið til safnsins og því hafí einfaldlega ver- ið sniðinn stakkkur eftir vexti. Safn- ið sé enginn „bisness" aðeins einka- framtak og tómstundagaman. Nú er yngsta kynslóðin farin að ókyrrast og Sunna Mjöll þjarkar við afa sinn um að mjólkandi kýr í fjósi séu 21 en ekki 23 eins og hann held- ur fram eftir að kvígan bar á dögun- um. Máni Snær varpar fram mála- miðlun. „Segjum bara 22,“ segir hann og lítur vongóður á systur sína. Hjónin eru ekki aðeins bundin yf- ir kúnum því taka þarf veðrið fyrir Veðurstofuna í Reykjavík á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn ef frá er talið þrjú eftir miðnætti og 12 á hádegi. „Eg hef sinnt veðurathug- unum í rúm 40 ár og þekki því varla annað. Auðvitað er ákveðin binding falin í því að vera alltaf á vakt. Bjami, sonur minn, hefur stundum leyst mig af þegar hann hefur get- að. Annars er hann bílstjóri og því lítið heima við. Hann býr með fjöl- skyldunni héma í nýja húsinu,“ seg- ir Aðalgeir og bendir út um glugg- ann á nýlegt einbýlishús. japanskir heimilisvinir Þéttur loftnetsskógur, 64 loftnet, og 4 stök fara ekki framhjá neinum þegar komið er að Mánárbakka. Loftnetin era hluti af tækjabúnaði Japana vegna norðurljósarann- sókna á Mánárbakka. „Með tækjun- um er safnað saman upplýsingum á segulband og geisladiska," útskýrir Aðalgeir. „Við þurfum því lítið fýrir tækjunum að hafa og svo koma Jap- anirnir á haustin og veturna til að mynda norðurljósin. Einn besti vin- ur okkar heitir Sato enda kemur hann oftast og er yfirleitt með einn til tvo með sér. Smám saman hefur þróast sú hefð að bjóða upp á brennivín og hákarl þegar hann kemur. Sato sér um brennivínið og við um hákarlinn. Hann er afar sólginn í hákarl og gerir honum alltaf góð skil. Nú eru Japanirnir eins og hverjir aðrir heimilismenn BOLLI og undirskál, málað í Japan eftir mynd af Þingvöllum fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum. hér. Fyrst ætluðu þeir að elda sjálf- ir og vora að malla hér þara og alls kyns núðlur. Fljótlega áttuðu þeir sig á því að íslenski maturinn var miklu betri og fóru að borða með okkur. Japönunum fínnst íslenski maturinn mjög góður og alveg sér- staklega íslenski fískurinn. Annars era þeir alls ekki matvandir og borða til dæmis sviðakjamma með bestu lyst,“ segir Aðalgeir og bætir því við að þrátt fyrir vissa tungu- málaörðugleika gangi samskiptin ágætlega. Elísabet segir frá því að einu sinni hafí einn Japananna verið á Mánárbakka yfír jól. „íslensku jólin vora mikil upplifun fyrir hann. Hann hafði alltaf trúað á sinn Búdda og var alveg steinhissa á öllu pakkastússinu." Gagnast við geimveðurspár Rannsóknir Japananna hafa verið unnar í samvinnu við Raunvisinda- stofnun Islands frá árinu 1984. Rannsóknirnar eru liður í viðamik- illi rannsókn Japana á norður- og suðurljósum. „Fyrsta skrefíð var að koma upp rannsóknarstöðinni Syowa á suðurskautinu. Hið næsta fólst í því að setja upp aðra rann- sóknarstöð á samsvarandi stað á norðurhvelinu. Öðravísi er ekki með sannfærandi hætti hægt að bera saman suður- og norðurljósin. Jap- animir völdu Mánárbakka og komu þar fyrir utan upp tækjabúnaði bæði í Húsafelli og Æðey. Annars eru aðal rannsóknarstöðvamar hér og í Húsafelli. Mun sjaldnar er farið út í Æðey. Eins og ég sagði áðan koma Japanirnir oftast hingað á haustin. Aðalástæðan fyrir því er að aðeins er hægt að ljósmynda og skoða segulljósin í sjónauka á báð- um hvelum samtímis á jafndægram, í mars og september. Þá er dimmt á nóttunni á báðum hvelum.“ Aðalgeir útskýiir að norðurljósin séu í rauninni svokallaðir geimgeisl- ar. Geimgeislarnar séu samsettir úr örlitlum eindum úr geimnum. Eind- irnar komi úr öfugri átt en sólar- geislamir. „Mér skilst að rannsókn- ir Japananna hafi sýnt að hreyfing- ar norður- og suðurljósanna séu í grófum dráttum eins. Annars ýta nýjar niðurstöður sífellt úr vör nýj- um rannsóknum. Ekki sér því fyrir endann á rannsóknum Japananna í bráð. Almennt eru Japanir afar áhugasamir um norðurljósin og kom hópur hingað til lands í sér- staka skoðunarferð í fyrra. Fleiri ferðir eru á döfínni og koma ferða- mennirnir væntanlega við hér og á hinni rannsóknarstöðinni á Auga- stöðum í Húsafelli." Krakkamir nenna ekki lengur að hlusta á fullorðna fólkið og era farn- ir að leita að peysunum sínum til að fara út í Þórshamar. Áður verður ekki hjá því komist að spyrja hjónin að því hvort að þau viti til að rann- sóknirnar hafi hagnýtt gildi. „Japönsku vísindamennimir hafa talað um þrenns konar hagnýtan til- gang í tengslum við rannsóknirnar. Sá fyrsti er að niðurstöðurnar geti hjálpað til við gerð geimveðurspáa og verði gildi veðurspánna meira með vaxandi starfsemi manna úti í geimnum. Hið næsta er að ef hægt verði að spá fyrir um norðurljósin gæti skapast möguleiki á því að koma í veg fyrir að segulljósin hafi áhrif á spennustöðvar. Að síðustu hefur verið talað um að með nýtil- komnum tækjabúnaði verði hægt að rannsaka tengsl geimgeislanna og ósonlagsins. Rannsóknimar gætu því reynst gagnlegar í baráttu okk- ar gegn eyðingu ósonlagsins." íslenskt landslag handmálað í Japan Nú er Sunna Mjöll búin að fínna peysuna sína og við röltum út í Þórshamar. Máni Snær bendir í átt að hjallinum við húsið. „Þarna eru í GESTAHERBERGINU er rúm föður Elísabetar. SUNNA Mjöll lætur ekkert framhjá sér fara. þorskhausar," segir hann manna- lega og snýr sér að blaðamanninum úr borginni. Elísabet bætir því við að oft hefjist heimsókn útlending- anna í hjallinum. Eftir að hjallurinn með allar sínar krásir hafí verið skoðaður og myndaður í krók og kring sé haldið út í sjálft safnið. í Þórshamri blasir við gestunum snyrtilegt andyri á heimili frá því í byrjun aldarinnar. Furðu sætir að síminn skuli ekki hringja, stutt, stutt, langt eða hvað var aftur núm- erið? Okkur er að sjálfsögðu boðið inn í stássstofu og þar ber ýmislegt fyrir augu. Stór glerskápur með sýnishorni af mismunandi tegund- um af postulínsbollastellum vekur athygli ljósmyndarans. Aðalgeir tekur upp bolla með fallega ámál- aðri mjmd af Þingvöllum. „Ég hef alltaf haft gaman af þessu bollastelli. Sjáið hvað myndin er vel máluð. Postulínið er málað eftir mynd af Þingvöllum í Japan fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930. Til era tvær aðrar seríur gerðar á sama hátt. Önnur er með mynd af Kötlugosinu og hin af Gull- fossi,“ segir hann og við röltum inn í innri stofuna. Islendingar hafa greinilega verið meiri heimsborgarar fyrr á öldinni en gestina granaði. Þarna er blek- bytta pöntuð eftir vöralista frá París og skemmtilegar danskar teikningar sýna aldur konunnar og karlsins á 10 ára fresti. Þjóðlegir munir era fallega útskorin rúmfjöl eftir Hjálmar Lárasson, dótturson Bólu Hjálmars, og víðfrægar stytt- ur Guðmundar frá Miðdal. „Við eig- um hafmeyna og rjúpuna en vantar tilfínnanlega hrafninn," segir Aðal- geir og býður okkur fram í eldhús. Önnur hiið fortíðarinnar Á hillu efst á veggnum blasa við okkur allar súkkulaðikönnurnar. Hver annarri fallegri. Eldhústækin vekja ekki síður athygli. Sérstak- lega vöfflujárnið, eins konar velti- vöfflujárn, svo hægt sé að baka vöfflumar jafnt báðum megin. Und- ir vöfflujáminu stendur kolaeldavél traustum fótum á viðargólfinu. Þar rekum við svo augun í gömul straujám af ýmsum stærðum og gerðum. Elísabet segir að oft hafí verið notuð mörg í einu því að hent- ugt hafi þótt að hafa jám yfír eldin- um á meðan annað var í notkun. Ekld er af færri athyglisverðum hlutum að taka á efri hæðinni. Gull- bronsað líkkistuskraut í papparæm- um höfum við aldrei séð áður og Að- algeir viðurkennir að vita lítið um þennan sið. Skrautið sé tæplega sýnt annars staðar nema ef vera skyldi í Verslunarminjasafninu á Hvammstanga. Aðrir hlutir vekja kátínu. Póst- kortasafn, gamlir öskupokar, gúmmískór úr bílaslöngu og opinn sælgætispakld áritaður af Clinton forseta Bandaríkjanna. Clinton dreifði sælgætinu til kjósenda þeg- ar hann sóttist eftir forsetakjöri í fyrra sinn. Á safninu er gott úrval sumarkorta. „Að halda upp á sum- ardaginn fyrsta er auðvitað alveg séríslenskt. Ég held að við ættum fremur að ýta undir að gera okkur glaðan dag þann dag heldur en að taka upp ameríska siði eins og að halda upp á Valentínusardaginn. Einn liður í því gæti verið að fara aftur að senda sumarkort eins og gert var í byrjun aldarinnar - ætli kortin á safninu séu ekki frá því svona á bilinu 1912 fram yfir 1930.“ Á safninu er talsvart af hlutum af æskuheimilum hjónanna. Inni í svefnherberginu er t.a.m. rúm fóstru Elísabetar og er hægt að breikka rúmið til að tveir geti sofíð þar hlið við hlið. í sama herbergi er örsmátt barnarúm. I gestaherberginu er stærra rúm og var rúmið í eigu föður Elísabet- ar. Á borði í einu horninu vekur kassalaga útvarp athygli. Hjónin segja að útvarpið heiti Vestri og sé búið til á Viðgerðarstofu útvarpsins árið 1939. Undir yfirskriftinni „spenna“ segir í meðfylgjandi leið- beiningum að aldrei megi tengja rafgeymi með hærri spennu en 2 voltum við tækið. „Ef t.d. 4 volta rafgeymir er tengdur við tækið eyðileggjast lampamir og bakar það eiganda tækisins, a.m.k. 30-40 kr. skaða eða meira.“ Nú er okkur ekki lengur til set- unnar boðið enda er farið að halla af degi. Við kveðjum því hjónin fyrir utan Þórshamar og höldum til baka þó nokkuð ríkari en við komum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.