Morgunblaðið - 05.07.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.07.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 11 SÖNGFLOKURINN kom fyrst fram á milli atriða í revíunni Casanova 1928 og kom þannig undir sig fótunum. að fagna, heldur æfðu af sama kappi og fyrr. Þegar sýningum á revíunni Casa- nova lauk í lok febrúar 1929, tók við stuttur gestaleikur í Hamborg, en síðan lá starfsemi Comedian Har- monists niðri í tvo mánuði. Astæðan var sú, að Walter NuBbaum hætti í söngflokknum vegna ósamkomulags við hina félagana. Nokkurn tíma tók að fá mann í staðinn fyrh’ hann og æfa efnisskrána með honum. Sam- kvæmt ábendingu frá Ei’win Bootz varð Erich Abraham-Collin fyrh- val- inu, en þeh- höfðu báðir stundað nám við Tónlistarháskólann í Berlín. Hverjir voru þeir? Ekki urðu fleiri breytingar á skip- an söngflokksins, og er því ekki úr vegi að kynna þá félaga nánar. Fyrstan ber að nefna stofnanda Comedian Harmonists, Harry Frommermann, sem var lífíð og sál- in í söngflokknum. Hann var fæddur 12. október 1906 í Berlín, þar sem faðir hans, sem var gyðingur af rússneskum uppruna, var kantor í sýnagógu. Hann var vinur hins þekkta hljómsveitarstjóra Arthur Nikish og tók son sinn Harry með sér á æfingar hjá Fílharmóníusveit Berlínar, þegar Nikish stjórnaði henni. Harry, sem þá var fjögurra ára, sat innan um hljóðfæraleikar- ana og hlustaði á leik þeirra sér til mikillar ánægju. Þegar heim kom, söng hann og raulaði heilu kaflana úr þeim verkum, sem hljómsveitin hafði leikið. Ekki fór á milli mála, að Harry Frommermann var gæddur mikilli tónlistargáfu. Faðir hans kenndi honum undirstöðuatriði í tónlist, og Harry hóf nám í píanó- leik. Minna varð úr því en efni stóðu til, því að hendur hans reyndust of litlar til að hann gæti orðið góður pí- anóleikari. Frommermann var því að mestu leyti sjálfmenntaður í tón- list. A unglingsárunum hneigðist hugur Harry Frommermanns að leiklist. Hann kom fram í skólaleikritum og sótti Ieiksýningar af miklum áhuga. Það olli föður Harrys miklum von- brigðum, þegar sonurinn vildi að loknu skólanámi gerast leikari, því að faðh- hans hafði vonast til, að Harry yrði rabbíni. Foreldi'ar hans komu því til leiðar, að hann gerðist lærling- m- í fataverslun, en hann undi hag sínum illa þar. Þegar faðh' hans lést árið 1925, hóf Harry leiklistarnám, en það varð endasleppt. Hann var ráðinn sem byrjandi við leikhús í Berlín og kom fram í aukahlutverk- um og hópatriðum. Árið 1927 lést móðir Harrys, og stóð hann þá einn uppi. Um svipað leyti rann út samn- ingur hans við leikhúsið. Hairy Frommermann gerði sér ljóst, að hann myndi ekki ná langt á leiklistar- brautinni, en hins vegar átti hann ekki margra kosta völ á öðrum svið- um. Hann átti um það að velja að reyna að fá samning sem aukaleikari við eitthvert af leikhúsunum í Berlín eða fítja upp á einhverju nýju. Smám saman kviknaði hjá honum sú hug- mynd að stofna söngflokk í líkingu við The Revelers. Harry spurði um- boðsmann skemmtiki-afta, sem hann þekkti, hvernig stæði á því, að The Revelers héldu ekki tónleika í Þýska- landi. Svarið var á þá leið, að þeir viidu fá 1.000 dollara fyrir kvöldið og slíka upphæð gætu tónleikahaldarai' ekki greitt. Að fengnu þessu svari hvarflaði það að Frommermann, að það hlyti að vera hægt að stofna áþekkan söngflokk í Þýskalandi. Robert Biberti var fæddur 5. júní 1902 í Berlín. Faðir hans, sem var franskur að uppruna, var um skeið söngvari við Lindenóperuna í Berlín, en síðar söng hann í kvartettum og leikhúsum. Móðh' Bibertis, sem var þýsk, var píanókennari. Þannig lifði og hrærðist fjölskylda Bibertis í tón- list, og hann fékk sjálfur að erfðum fallega bassarödd frá föður sínum. Að loknu skólanámi vildi faðir Bi- bertis, að hann legði stund á iðnnám, en móðir hans var andvíg því. Það varð þvi úr, að faðir hans, sem hafði lært útskurð, áður en hann gerðist söngvari, kenndi syni sínum að skera út í tré. Þeir feðgar störfuðu við þetta um nokkurra ára skeið, eftir að styrjöldinni lauk, og tókst þannig að framfleyta sér á erfiðleikatímunum, sem fóru þá í hönd. En hugur Bi- bertis hneigðist til tónlistar, og þó að hann hefði enga formlega tónlistar- menntun fengið og ekki stundað söngnám, hóf hann árið 1921 að syngja í kórum í óperum og óperett- um í ýmsum leikhúsum í Berlín og sá þannig fyrir sér næstu árin. Söng- röddin, sem hann hafði fengið í vöggugjöf, dugði honum vel til þeirra verka. Ari Leschnikoff var Búlgari, fæddui' 16. júlí 1897 í smábæ í grennd við Sofíu, höfuðborg Búlgar- íu. Þar var faðii' hans póstmeistari og móðh hans kennari. Hún hafði undurfagra söngi'ödd, og strax á barnsaldri kom í ljós, að Ari Lesehnikoff hafði erft þessa söng- rödd frá móður sinni, og fór hann að syngja í kirkjukór í heimabæ sínum sex ára að aldri. Að loknu hefð- bundnu skólanámi gerðist Lesch- nikoff nemandi í herskóla í Sofíu og varð lautinant í búlgarska hernum árið 1918. Skömmu síðar lauk styrj- öldinni, og þá hóf hann söngnám í Sofíu. Árið 1922 hélt Leschnikoff til Þýskalands til framhaldsnáms. Um þetta leyti geisaði þar óðaverðbólga, og dró Leschnikoff fram lífíð sem þjónn á búlgörsku veitingahúsi, þar sem hann tók stundum lagið fýrir gestina. í árslok 1923 stóðst hann inntökupróf í tónlistarskóla í Berlín og fékk um leið námsstyrk. Lesch- nikoff lauk náminu árið 1926, en þar sem hann var smár vexti, gat hann ekki gert sér vonir um frama sem óperusöngvari. Hann söng því í kór Stóra leikhússins, þar til hann gekk til liðs við Comedian Harmonists. Erwin Bootz, píanóleikari Come- dian Harmonists, var fæddur 30. júní 1907 í Stettin, þar sem foreldrar hans ráku hljómplötuverslun. Reyndar var það móðir hans, sem sá um reksturinn, þvi hún var mikil kaupsýslukona. Bootz ólst því upp við tónlist frá blautu barnsbeini, og snemma kom í ljós, að hann var gæddur ótvíræðum hæfileikum á því sviði. Reyndar vildi móðh hans, að hann tæki við rekstri verslunarinn- ar, en Bootz hafði engan áhuga á því. Hugur hans hneigðist að píanóleik, og strax um 13 ára aldur var hann orðinn svo góður píanóleikari, að hann gat stælt frægustu píanóleik- ai’a þeirra tíma svo vel, að áheyrend- ur heyrðu vart mun á. Bootz lauk námi í píanóleik í heimaborg sinni, og að því loknu hóf hann framhalds- nám við Tónlistarháskólann í Berlín og lauk því vorið 1928, um svipað leyti og hann gekk til lið við Comedi- an Harmonists. Roman Cycowski var fæddur 24. janúar 1901 í Lodz í Póllandi. Faðir hans, sem rak vefnaðarverksmiðju í Lodz og var rétttrúaður gyðingur, vildi, að sonurinn yi-ði annaðhvort rabbíni eða kantor, og gekk Cyc- owski því í talmúdskóla á bams- og unglingsaldri. Þegar hann óx úr grasi, gerðist hann fráhverfur trúnni. Hann hóf tónlistarnám hjá einkakennara, því hann vildi verða hljómsveitarstjóri, en kennai'inn ráð- Iagði honum að leggja heldur fyrir sig söng. Gyðingaandúð og væntan- Ieg herkvaðning urðu til þess, að Cycowski hélt til Þýskalands árið 1921, og fékk hann vinnu í járnvöra- verslun í Beuthen í Slesíu. Hann söng gjarnan við vinnu sína, og stúlka, sem vann í versluninni, ráð- lagði honum að freista gæfunnar í borgarleikhúsinu. Cycowski söng fyrir leikhússtjórann og hljómsveit- arstjórann og var ráðinn á stundinni. Næstu árin söng hann við ýmis lítil óperahús víðs vegar í Þýskalandi og stundaði jafnframt söng- og tónlist- arnám. Cycowski hugði á frama við stóru óperuhúsin, og þess vegna stundaði hann söngnám í Berlín og á Italíu um skeið. Framinn lét á sér standa, og Cycowski varð að gera sér að góðu að syngja í kór Stóra leikhússins. Þegar hann gekk til liðs við Comedian Harmonists vorið 1928, leit hann á það sem tímabundið vei'kefni, því hann var með allan hugann við að gerast óperusöngvari. Það fór hins vegar á annan veg. Erich Abraham-Collin var fæddur 26. ágúst 1899 í Berlín, þar sem faðir hans, sem var gyðingur, vai' þekktur barnalæknii'. Foreldrar Collins skildu, þegar hann var á barnsaldri, og ólst hann upp hjá móður sinni og tveimur systram. Snemma kom í Ijós, að Collin var gæddur miklum tónhst- ai'hæfileikum, og þegar hann hafði lokið stúdentsprófí, vildi hann leggja stund á tónlistarnám, en foreldrar hans voru andvígir því. Collin hóf því nám í læknisfræði að áeggjan þeirra, en hann hætti því, þegar hann hafði lokið sjö önnum. Hann starfaði um hríð í banka, en þegar faðir hans lést árið 1924, hóf Collin tónlistai'nám í Tónlistarháskólanum í Berlín, þar sem hann lagði stund á söng og fíðlu- leik og lauk því námi árið 1927. Þar kynntist hann Erwin Bootz, sem réð hann til Comedian Harmonists. Söngflokkurinn Comedian Har- monists var því þannig skipaður, að þrír félaganna, Robert Biberti, Ari Leschnikoff og Erwin Bootz voru ar- íar en Harry Frommermann, Roman Cycowski og Erich Abraham-Collin gyðingar. Blómaskeið Comedian Harmonists Comedian Harmonists hófu starf- semi á ný um miðjan maí 1929, eftir að Collin hafði gengið til liðs við þá. Næstu mánuðina komu þeir fram í ýmsum borgum í Þýskalandi, aðal- lega þó í skemmtihúsum í Berlín, m.a. í Scala, sem var minnst á hér að framan. í september 1929 vai' frum- sýnd í Berlín revían „Zwei Krawatt- en“ (Tvö bindi), og komu þeir félagar í Comedian Harmonists fram í henni ásamt ýmsum þekktum leikuram. Meðal þeirra var Marlene Dietrich, en það var einmitt í þessari revíu að leikstjórinn Josef von Sternberg uppgötvaði hana og bauð henni aðal- hlutverkið í hinni frægu kvikmynd „Bláa englinum“, sem var gerð árið eftir og fór sigurför um heiminn og var upphafið að heimsfrægð Marlene Dietrich. Um frammistöðu Comedi- an Harmonists í sýningunni sagði gagnrýnandi í Berlín á þessa leið: „Mest var klappað fyrir Comedian Harmonists. Vegna fagnaðarláta áhorfenda urðu þeir að flytja mörg aukalög.“ Haustið 1929 rifti Odeon-hljóm- plötufyi’irtækið samningi sínum við Comedian Harmonists, því að for- stöðumenn þess voru óánægðh' með söng þeirra félaga. Þá gerðu þeir mjög hagstæðan samning við hljóm- plötufyrirtækið Electrola. Þeir skuldbundu sig til að syngja inn á 20 plötur á ári og fengu í fyrstu 5% og síðar 7,5% af söluverði þehTa. Um svipað leyti komu þeh' í fyrsta sinn fram í útvarpi. Það var í Berlín, og vora viðtökur áheyrenda svo góðar, að upp frá þessu kom söngflokkur- inn fram í útvarpi víðs vegar um Þýskaland. Comedian Harmonists höfðu fram að þessu komið fram í revíum og sungið þrjú eða fjögur lög í skemmti- húsum og næturklúbbum, þar sem aðrir skemmtikraftar komu fram um leið og þeir, en eftir að þeir höfðu fengið frábærar viðtökur, þegar revían „Tvö bindi“ var sýnd í Leipzig í desember 1929, ákváðu þeir að láta slag standa og fara í hljómleikaferð á eigin vegum um Þýskaland þvert og endilangt í lok janúar 1930. Það var nokkurt hættuspil að leggja upp í slíka ferð til borga, þai' sem Comedi- an Harmonists voru óþekktir, því að þeir báru sjálfír fjárhagslega ábyrgð á ferðinni. Þeir ákváðu því að hefja tónleikaferðina í Leipzig, og viðtökur tónleikagesta þar tóku öllu fram, sem þeir félagar höfðu átt að venjast í þeim efnum. Áheyrendur trylltust af fógnuði og stöppuðu og hrópuðu og klöppuðu, svo að við lá, að húsið hryndi. Þeir félagai- höfðu ekki átt von á þessum ósköpum og vissu ekki í fyrstu, hvemig þeir áttu að bregð- ast við. Upp frá þessu héldu Comedi- an Harmonists oft tónleika í Leipzig, og þá nægði, að dagblöðin í borginni skýrðu frá því, að þeirra væri von. Þá seldist upp á tónleikana á tveimur tímum. Um þessa fyrstu tónleikaferð Comedian Harmonists er það að segja, að í sumum borgum blöstu auðh' hljómleikasalir við þeim félög- um, þegar þeir gengu inn á sviðið, en þegar frá leið jókst hróðui’ þeirra og aðsóknin um leið. Viðtökurnar, sem Comedian Har- monists fengu í Leipzig, voru upp- hafið að blómaskeiði söngflokksins, sem stóð frá 1930-32. Brátt vissi hvert mannsbarn í Þýskalandi, hverjir þeir voru, og sóst var eftir að fá þá til að koma fram. Sumarið 1930 komu þeir í fyrsta sinn fram í kvik- mynd. Það var myndin „Die drei von der Tankstelle" (Þremenningarnir á bensínstöðinni), en í henni léku frægustu kvikmyndaleikarar Þýska- lands um þessar mundir, Lilian Har- vey, Willy Fritsch og Heinz Rúh- mann. Comedian Harmonists léku í alls 10 kvikmyndum frá 1930-33. Nú þurftu Comedian Harmonists ekki að fara í tónleikaferðir á eigin vegum, heldur fóra þeir í þær á veg- um tónleikahaldara. Brátt varð svo mikil efth’spurn eftir söngflokknum, að þeir félagar urðu að hafna mörg- um tilboðum um tónleikahald, svo að þeir endurtækju ekki söngskrána í sömu borginni. Þess vegna tóku þeir þá ákvörðun að verja í mesta lagi hálfum mánuði til tónleikahalds og fimm dögum til að syngja inn á hljómplötur, koma fram í útvarpi og Ieika í kvikmyndum. Þá 10 daga, sem eftir vora, notuðu Comedian Har- monists til æfinga, sér í lagi til að fjölga lögum á efnisskrá sinni, og urðu þau rúmlega 200, áður en yfir lauk. Á æfíngunum ríkti járnagi. Þær stóðu í margar klukkustundir dag hvern, og þeir, sem komu of seint, urðu að borga sekt, sem var lögð í sameiginlegan sjóð. Með auknum vinsældum Comedi- an Harmonists jókst sala á hljóm- plötum með söng þeirra. Þær voru einnig seldar í öðrum löndum, og brátt bárast þeim boð um að syngja erlendis. Þeir fóru í fjölmargar söng- ferðir til útlanda. Má þar nefna Dan- mörku, Noreg, Svíþjóð, Holland, Belgíu, Frakkland, Sviss, Tékkó- slóvakíu, Ungverjaland og Ítalíu. Comedian Harmonists urðu jafnvin- sælh' erlendis óg í Þýskalandi. Eitt sinn þegar þeir komu til Kaup- mannahafnar, furðuðu þeh' sig á því að sjá þar hvergi auglýsingar um söng sinn. Þeir héldu jafnvel, að þeir hefðu ruglast í dagsetningum, en þegar þeir spurðust fyrir um það hjá umboðsmanni sínum, hverju þetta sætti, fengu þeir þau svör, að uppselt væri á tónleikana fyrir löngu og þvi ástæðulaust að auglýsa þá. Það vai’ til marks um vinsældh' Comedian Harmonists, að í ársbyrj- un 1932 orðaði útgáfufyrirtæki þeirra, Electrola, þá hugmynd við þá, hvort þeir hefðu ekki áhuga á að halda tónleika í Fílharmóníunni í Berlín. Þetta kom mjög flatt upp á þá félaga, því að síst hafði þeim dott- ið í hug, að þeir þættu þess verðugfr að koma fram í þessu musteri sí- gildrar tónlistar. Electrola benti þeim hins vegar á, að það væri al- gengt í Bandaríkjunum, að dægur- lagahljómsveitir og söngflokkar á borð við The Revelers kæmu fram í tónleikasölum, þar sem sígild tónlist var flutt. Félagarnir í Comedian Harmonists létu sannfærast eftfr nokkrar fortölur, og tónleikarnir voru haldnir 21. janúar 1932. Hátt í 3.000 áheyrendur troðfylltu Fíl- harmoníuna og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Gagnrýnendur dagblaðanna hlóðu Comedian Hai’- monists lofi og ekki síður þeir, sem fjölluðu um sígilda tónlist. Hin mikla velgengni Comedian Harmonists vai'ð til þess, að upp spruttu í Þýskalandi allmargir söng- flokkar í líkingu við þá, en enginn þeirra komst með tæmar, þar sem Comedian Harmonists höfðu hælana, hvorki hvað sönglist né vinsældfr snerti. Það var ekki einungis 1 Þýska- landi, að söngflokkar, sem drógu dám af Comedian Harmonists, voru stofnaðir. Haustið 1932 hlustuðu fjór- ir nemendur í Menntaskólanum á Akureyri á nokkrar plötm' með Comedian Harmonists, og varð það til þess, að þeir stofnuðu MA-kvar- tettinn, sem starfaði í 10 ár við mikl- ar vinsældir. MA-kvartettinn og aðr- ir kvartettar, sem síðar vora stofnað- ir hér á landi, eiga því rætur sínar að rekja til Comedian Hannonists. Höfundur er sagnfræðingur og mun ( næstu grein segja frá velgengnis- árum og flokkadráttum innan söng- flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.