Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 B 15 Islendingurinn Leifur heppni NÚ ERU ekki nema tvö ár þar til við íslendingar höldum upp á 1000 ára afmæli Vínlandsfundar Leifs Eiríkssonar og félaga hans. Gert verður mikið átak til þess að minn- ast þessara merku atburða héma í henni Ameríku og líka Kanada. Forsætisráðherra hefir lýst því yf- ir, að ríkisstjómin líti á þessi há- tíðahöld sem mjög þýðingarmikil fyrir þjóðarheill og bezta tækifæri, sem Island hefír haft til þess að vekja athygli á þjóðinni, menningu hennar og útflutningsafurðum, svo og landinu sem áfanga ferðafólks. Stofnuð hefír verið Landafunda- nefnd, sem skipuð er úrvalsfólki og er Einar Benediktsson, sendi- herra, framkvæmdastjóri hennar, en hann er einn reyndasti maður- inn í utanríkisþjónustu landsins og er hugmyndaríkur dugnaðarfork- ur. Kom hann hér vestur um dag- inn og var m.a. viðstaddur fund ræðismanna í N-Ameríku, sem sendiherrann í Washington hafði kallað saman. Kynnti hann hug- myndir þær, sem fram hafa komið um það, hvemig íslendingar geti á sem áhrifamestan máta minnst þessa þúsund ára afmælis, svo vel verði eftir tekið. Af máli hans mátti marka, að nú þegar hefir verið unnið hér mikið undirbún- ingsstarf. Nokkrir ræðismenn vöktu at- hygli á því, að Norðmenn og af- komendur þeirra hér í álfu, halda árlega upp á Leifs Eiríkssonar- daginn, 9. október og hafa eignað sér þennan son íslands, eins og margir vita. Framsögumenn töldu ekki, að taka ætti neitt mið af því, sem frændur okkar hafást að, heldur ættum við ótrauðir að halda okkar striki því sannleikurinn og rétturinn væri okkar megin. Bandaríska þjóðin hefði viður- kennt, að Leifur væri sonur ís- lands með gjöf styttunnar 1930, og svo hefði núverandi forseti, Bill Clinton, minnst á 1000 ára afmæli landafunda Islendingsins Leifs Ei- ríkssonar í ræðu 15. ágúst 1997. Væri nú þegar vísir að samstarfi milli erindreka Hvíta hússins og Landafundanefndar um hátíða- höldin. Prátt fyrir þetta finnst mér, að við ættum að nota nálægð 1000 ára afmælisins til þess að semja við Norðmenn um eignarréttinn á Leifi í eitt skipti fyrir öll. Við erum sífellt að semja við þá um þetta og hitt eins og loðnu og smugur, sem eru ekld eins áríðandi mál og Leifsmálið. I þessu tilfelli dettur mér í hug samanburður við hið heittelskaða norska tónskáld Ed- vard Grieg. Samkvæmt öllum heimildum, sem ég hefi séð, var faðir hans skozkur maður, Alex- ander Greig, sem seinna breyttist í Grieg. Á norskum tónleikum, sem haldnir voru hér fyrir nokkrum mánuðum, rakti bandarísk tónlist- arkona æviatriði tónsnillingsins og sagði þá m.a., að faðir hans hefði verið Skoti og móðirin til helminga norsk og dönsk. Norski ræðismað- urinn var þama viðstaddur og gerði enga athugasemd. Hvemig myndi norska þjóðin bregðast við, ef Skot- ar eignuðu sér Edvard Grieg? Þórir S. Gröndal Við getum notað þennan saman- burð til þess að krefjast af frænd- um okkur, að þeir gefi út yfirlýs- ingu um það, að Leifur Eiriksson hafi verið jafn íslenzkur og Edvard Grieg var norskur. Þegar þeir em búnir að gangast við þessu, sem þeir hljóta að gera, þarf að koma játningunni á framfæri á sem allra flestum stöðum. Ræðismönnum ís- lands í Vesturheimi verður upp- álagt, að sjá um, að öll norsk fé- lagasamtök, sem hér em mörg, fái þessar upplýsingar í hendur hið fyrsta. Vitanlega verður þeim einnig komið í alla fjölmiðla. Svo- leiðis frétt er einmitt af þeirri teg- und, sem fólk hefir gaman að heyra. Þið hafið eflaust séð eða heyrt um áætlanirnar um hin víðtæku hátíðahöld hér vestra sumarið 2000. Alls kyns listafólk og sveitir þeirra, kenndar við leiklist, sinfóní- ur og kórsöng, munu koma fram víða um álfuna. Á menntasviðinu munu fara fram sýningar, upp- lestrar og annað háleitt efni. Vík- ingaskip mun sigla í kjölfar Leifs heppna og veglegar samkomur verða á öllum viðkomustöðum þess. Margt annað merkilegt verð- ur gert til þess að ota fram nafni lands og þjóðar. Ræðismenn Islands í Vestur- heimi, í samvinnu við Islendingafé- lögin, munu aðstoða við undirbún- ing eftir beztu getu hver á sínu svæði. Þeir þekkja fjölmiðlana í sínum borgum og geta séð um að koma inn í þá efni um landafundina og skyld atriði. Um mildð verkefni er að ræða, því fáfræði Ameríku- manna á landafræði- og sögusvið- inu er næsta sorgleg. Ég efast um, að einn af hverjum þúsund hafi heyrt um Leif Eiríksson. Þeir vita flestir, að Kólumbus fann Ameríku og ítalskir Ameríkanar halda upp á Kólumbusardaginn, 12. október. Svo gáfulega tókst til, að 9. októ- ber var tilnefndur dagur Leifs Ei- ríkssonar, viðurkenndur af yfir- völdum og merktur á örfá dagatöl. Það hefði ekki verið hægt að velja verri dag og var þetta líklega ákveðið af einhverjum af ítölsku bergi brotnum. Upplýsingaþjónusta ræðismann- anna er vitanlega í gangi allan árs- ins hring en kemur til með að aukast á næstu árum, þegar landið okkar kemst í brennidepilinn. Það er nóg til af alls kyns myndarlegum ferðabæklingum af öllum möguleg- um tegundum og einnig upplýsing- ar um viðskipti o.þ.h. En tilfinnan- lega vantar sögulegar upplýsingar, eins og um gullöld víkinganna og svo auðvitað landafundina sjálfa. Sendiráðið í Washington útbjó fyrir nokkrum árum fimm blaðsíðna söguágrip, sem er mjög gott og hef- ir verið mikið notað, sér í lagi til að senda þeim fjölda skólafólks, sem árlega biður um upplýsingar. Vitan- lega er þessum íyrirspyrjendum einnig bent á bókasöfn og heima- síðu sendiráðsins á intemetinu. En það er ekki einhlítt að benda á bókasöftiin, því í Ijós hefir komið, að margar af þeim alfræðibókum, sem krakkar hér nota, innihalda oft villandi og rangar upplýsingar um íslenzk málefni. Kollegi minn, Jón Sig. Guðmundsson, ræðismaður í Kentucky, hefir kynnt sér þessi mál ítarlega og vakið á þeim athygli. Hefir hann lagt til, að í sambandi við 1000 ára afmælið verði gefið út handhægt minningarrit um söguöld íslands, sem ræðismenn og allir þeir aðrir, sem útbreiða þekkingu um sögu landsins, geti notað. Rit þetta verður að vera lipur- lega skrifað og myndskreytt svo að þeir, sem það fá í hendur, hafi bæði gagn og gaman af lestrinum. Af nógu er að taka og vissulega eigum við gnótt fræðimanna og lista- manna, sem gert gætu þessa bók vel úr garði. Vitanlega kostar þetta allt peninga, en enginn vafi er á því, að slík útgáfa myndi borga sig vel, enda kemur ritið til með að verða notað löngu eftir að síðasta ræðan um Leif heppna verður flutt árið 2000. Fiskræktarátak og stórhugur á Breiðdal HELGA og Vilhjálmur við nýbygginguna. Mikið hefur gengið á að undanförnu til að ljúka smíðinni á tilsettum tíma. Ummerki má sjá á myndinni. VEIÐIFÉLAG Breiðdalsár, leigu- taki hennar, og aðilar í ferðaþjón- ustu á Breiðdalsvík eru með stórá- form á prjónunum. Næstu átta árin verður að minnsta kosti 35.000 gönguseiðum sleppt í ána á hverju ári og til að mæta vaxandi eftir- spum eftir veiðileyfum sem menn telja að verði rökrétt framhald, hafa eigendur Hótels Bláfells á Breiðdalsvík byggt mikla viðbygg- ingu við húsnæðið. Hún er í bjálka- kofastíl og þó að hún sé hluti af hótelinu og ekki beinlínis veiðihús, er það ætlunin að laxveiðimenn dvelji í þeim hluta hótelsins. Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að umræddur gönguseiðafjöldi kæmi allur undan klakfiski veidd- um í Breiðdalsá. Þröstur hefur staðið fyrir sleppingum af þessu tagi í Ytri Rangá frá árinu 1988 með þeim árangri að áin er ásamt Eystri Rangá með bestu lax- veiðiám landsins. „Þetta verkefni í Breiðdalsá er af allt annarri og smærri stærðargráðu. Við gerum okkur engar stórkostlegar vonir og heimtur verða tæplega í líkingu við það sem við getum best vonast eft- ir í Rangánum. Menn mega ekki gleyma því að sjávarskilyrði fyrir Austurlandi em miklu erfiðari heldur en fyrir Suðurlandi og því ömggt að afföll af seiðum em miklu meiri,“ sagði Þröstui'. En hvaða árangri vonast menn eftir? „Menn em alltaf að velta fyrir sér heimtuprósentum og við renn- um blint í sjóinn í þeim efnum. En ef við leyfum okkur mjög hóflega bjartsýni þá get ég vel séð fyrh" mér að meðalveiði í ánni, sem til þessa hefur legið á bilinu 100 til 200 laxar, gæti hlaupið á bilinu 300 til 600 laxar, hænn talan þá í góðu árferði og sú lægri þá miðað við kalt árferði. Takist þetta, þá er Breiðdalsá orðin vemlega spenn- andi valkostur iyrir stangaveiði- menn, því verð veiðileyfa er mjög hagstætt.“ Byrjar þetta ísumar? „Fyrsta stóra sleppingin var nú í vor og sleppitjarnimar era þrjár. Við slepptum hins vegar 3.000 gönguseiðum til reynslu í fyrra og það gæti skilað einhverri veiði- aukningu í sumar. Tilraunin hefst þó ekki fyrir alvöm fyrr en næsta sumar, er fyrstu heimtur eiga að koma úr stórri sleppingu.“ Þriðja viðbyggingin á Bláfelli Hjónin Helga E. Jónsdóttir og Vilhjálmur Heiðdal Waltersson em hótelhölduðir á Bláfelli á Breið- dalsvík. Þau eru af höfuðborgar- svæðinu, keyptu hótelið í fyrravor og fluttu búferlum austur með þrjú af fjómm börnum sínum. „Þetta var mikið sjokk, bæði að breyta til og ekki síður að lenda í þeim erli sem fylgir hótelrekstri. Við sáum fljótt að við voram alls ekki í stakk búin að taka á móti öllum þeim stóra hópum sem hingað vildu koma og því var fljótlega farið að ræða um að stækka húsnæðið. Þetta er í þriðja skipti í fnnmtán ára sögu Hótels Bláfells sem stækkað er við,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Viðbyggingin er í bjálkahússtíl og kveikjan að henni var fiskrækt- arátakið við Breiðdalsá. En að sögn þeirra Vilhjálms og Helgu er mun fleira á prjónum Breiðdæl- inga, til standi að efla ferðaþjón- EIN af sleppitjörnunum við Breiðdalsá. ustu vemlega, t.d. með því að merkja gönguleiðir í fjöllunum, bjóða upp á bátsferðir og sjóstangaveiði og einnig eitt og annað að vetrarlagi, eins og rjúpnaskytterí og vélsleðaferðir. „Það hefur verið stígandi hjá okkur og nauðsynlegt að bregðast við. Nýja húsið er með 15 her- bergjum sem taka alls 28 manns og alls tekur hótelið því nú 47 manns í 24 herbergjum. Auk þess er í nýja húsinu arinstofa, matsalur og gufa. Það er verið að opna nýja húsið þessa dagana,“ segja Helga og Vil- Iijálmur. Lokað mánudag ÚtsalciKi hefst á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.