Morgunblaðið - 21.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ___________________________________________^_______________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1998 C 17
HORFT yfir Giljahverfi. Uppbygging þessa hverfis er langt komin.
ÖRN Jóhannsson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Hyrnu.
Mynd þessi er tekin fyrir framan fjórbýlishiís, sem Hyrna hefur byggt
í Giljahverfi. í þessum húsum er sérinngangur inn í hveija íbúð.
„Það getur vel verið, að þeir fjár-
munir, sem lagðir eru í þessi hús,
skili sér ekki fullkomlega til baka, ef
selja þarf þau aftur,“ segir Bjöm.
„En fólk kaupir þau til þess að búa í
þeim og er einfaldlega reiðbúið til
þess að fóma nokkm til í því skyni.
Það hugsar ekki eins mikið um,
hvort fjárfestingin skili sér til baka
síðar. Sum þessara húsa era afar
falleg og tiginmannleg. Yfirleitt
vora þau byggð af góðum efnum og
mjög vel til þeirra vandað í upphafi."
Björn kveðst telja, að minni íbúð-
ir á Akureyri séu gjarnan 10-15%
ódýrari en sams konar íbúðir á höf-
uðborgarsvæðinu. Hins vegar sé
munurinn minni á stærri íbúðunum.
Eins og ávallt verði þó að taka tillit
til þess, að ástand eigna er afar mis-
munandi og mjög misjafnt, hvað í
þær er borið og hve vel þeim hefur
verið haldið við.
Eftirsóttasta svæðið
á Brekkunni
Eftirsóttasta svæðið er eins og
áður á Brekkunni svonefndu, það er
svæðið í kringum kirkjunna og þar í
nágrenni. „Ibúðir í Hrísalundi,
Tjarnarlundi og Víðilundi halda sér
alltaf í verði enda mikil ásókn í
þær,“ segir Björn. ,jknnars má með
sanni segja, að góðar íbúðir, hvar
sem er í bænum, seljist nú vel.
íbúðaverð hefur heldur verið að
hækka, án þess að neinar stökk-
breytingar hafi átt sér stað og því
veldur sennilega einkum það, að
seljendur fá nú betra raunverð út
úr eignum sínum en var vegna
minni affalla á húsbréfunum."
Vaxandi eftirspurn er eftir at-
vinnuhúsnæði á Akureyri og sér-
staklega vantar minni einingar fyrir
alls konar smáiðnað, á bilinu 60-100
ferm. „Þegar SÍS hætti starfsemi,
losnaði mjög mikið af atvinnuhús-
næði, aðallega fyrir iðnað og skrif-
stofur," segir Björn. „Nú er búið að
ráðstafa þessu húsnæði með sölu að
mestu leyti."
Ekki er samt mikið byggt af at-
vinnuhúsnæði á Akureyri nú og tel-
ur Björn sennilegustu skýringuna
vera þá, að verð á atvinnuhúsnæði
sé enn ekki það hátt á Akureyri, að
slíkt borgi sig. Sveiflur í byggingu á
nýju atvinnuhúsnæði hafi ávallt ver-
ið minni og jafnari þar í bæ en fyrir
sunnan.
Hjá Byggð er nú til sölu mjög
skemmtilegt einbýlishús á tveimur
hæðum á mjög góðum stað í innbæ
Akureyrar. Þetta er húsið Aðal-
stræti 82. Það er að mestu leyti á
einni hæð en undir austurhluta þess
er neðri hæð.
Komið er inn í forstofu á efri
hæð, sem er flísalögð. Strax til
vinstri er forstofuherbergi og inn-
réttingar i sama stíl og í forstofunni
og þrefalt gler í gluggum. Stofurnar
era þrjár, allar parketlagðar og með
frönskum gluggum, sem snúa í suð-
ur. Úr einni stofunni er útganga út
á pall. Ein af stofunum er að kalla
ný, en hún var byggð 1990 og er 42
ferm. með arni úr svörtum og hvít-
um marmara. í þessari stofu er út-
ganga út á steyptan pall til suðurs.
Eldhúsið er dökkt með gegnheilum
eikarhurðum.
Gengið er upp í svefnherberg-
isálmuna um 4-5 þrep, en þar era
þrjú herbergi og baðherbergi, lagt
ljósum marmara. A neðri hæðinni
em tvö herbergi, bæði frekar lítil og
snyrting.
Ásett verð á þetta hús er 21 millj.
kr. „Þetta er stórglæsilegt einbýlis-
hús á mjög góðum stað,“ sagði Björn
Guðmundsson. „Eg tel ásett verð
mjög raunhæft verð og geri mér því
vonir um, að húsið seljist fljótlega.“
„Mér lízt mjög vel á markaðinn
hér á Akureyri," sagði Björn Guð-
mundsson að lokum. „Mér sýnist
sem eftirpspurnin verði lífleg
áfram.“
Ásókn í sérbýli
Við Snægil í Giljahverfi er bygg-
ingafyrirtækið Hyma að reisa 4ra
íbúða blokkir. „I þessum húsum er
engin sameign og sérinngangur inn
í hverja íbúð,“ segir Örn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins. „Þetta er það, sem fólk vill í
dag. Það leggur meira upp úr sér-
býli en áður.“
Ibúðirnar eru af þremur stærð-
um. Þær minnstu eru 2ja herb. og
75 ferm.. síðan koma 3ia herb. íbúð-
ir, sem era 90 ferm. Þær stærstu
era 4ra herb. og 102 ferm. að stærð.
íbúðirnar era seldar fullbúnar og er
verð á tveggja íbúðunum 6,5 millj.
kr., 3ja herb. íbúðirnar kosta 7,8
millj. kr. og 4ra herb. íbúðimar 9,8
millj. kr.
„Það hefur gengið mjög vel að
selja þessar íbúðir og þær íbúðir,
sem byrjað var á í vor, era allar
seldar nema tvær,“ sagði Örn Jó-
hannsson. „Við eram búnir að selja
20 íbúðir á þessu ári á frjálsum
markaði og það er mun meira en
allt árið í fyrra, en það ár seldum
við tólf íbúðir alls.“
Hyrna hefur líka byggt mikið af
íbúðum fyrir félagslega kerfið, en
þær íbúðir, sem nú era í smíðum,
verða væntanlega þær síðustu,
vegna þeirra breytinga, sem fyrir
standa á húsnæðiskerfinu.
Að mati Arnar er markaðurinn
miklu líflegri nú en áður. „Það er
bæði ungt og gamalt fólk, sem
kaupir," segir hann. „Yfir höfuð
sýnist mér fólk hafa góð fjárráð og
það stendur í skilum. Peningar era
ekki vandamál. Fjárráð fólks hafa
aukizt frá því sem var og bjartsýnin
er meiri, enda betra atvinnuástand
og efnahagshorfur en var.
Hjá Hymu vinna að jafnaði um
40 manns og fyrirtækið rekur eigin
trésmiðju við Dalsbraut. „Við smíð-
um allt í okkar hús sjálfir, bæði
glugga, hurðir og allar innrétting-
ar,“ segir Örn. „Það gefur okkur
vissan styrk að vera í hvora
tveggja. Við leggjum mikið kapp á
að vanda til innréttinga okkar og ég
tel, að þess vegna gangi okkur jafn
vel að selja og raun ber vitni.“
Örn segir verkefnastöðu fyrir-
tækisins vera mjög góða. „Við erum
að byrja að byggja 16 íbúðir fyrir
félagslega kerfið og einn áfanga við
Verkmenntaskólann," sagði hann.
„Til viðbótar eram við að endur-
byggja sláturhús KEA auk margi-a
smærri verkefna, en við eram tals-
vert í tilboðsverkefnum.“
Örn kvað næsta byggingasvæði
Akureyrar verða sunnan Verk-
menntaskólans. „Þar verður fram-
tíðarbyggð Akureyrar, því að
uppbygging Giljahverfis er langt
kornin," sagði hann að lokum.
Einbýlis- og raðhús
Urriðakvísl - einbýli
stórglæsilegt Stórglæsilegt tvílyft
einbhús ásamt góðum bílskúr og stóru
gróðurhúsi. Húsið er sérlega vandað og
vel skipulagt og allar innr. og gólfefni
valdar af kostgæfni. Wljög snyrtilegur
garður, heitur pottur, sturta, verönd og
falleg tjöm. Húsið er einstaklega vel
staðsett með frábæru útsýni yfir borgina.
Sjón er sögu ríkari.
Fífusel - raðhús Mjög gott 200 fm
raðhús á þremur hæðum ásamt stæði í
bílsk. Mjög vandaðar og góðar innr. Ný-
legt parket og flísar. 4 góð svefnh.
Möguleiki á aukaíb. Tvennar suðursv.
Frábært útsýni.
Jórusel - einbýli Sérlega gott 327
fm einb. á tveimur hæðum, kj. og bflsk.
Mjög vandaðar innr. og gólfefni. 4 mjög
góð svefnh. Stórar og bjartar stofur auk
sólstofu. Góð staðsetn.
Sæbólsbraut - raðhús Giæsi-
legt 200 fm raðhús, ásamt innb. bílsk.
Mjög vandaðar innr. og gólfefni, bjartar
og rúmg. vistarverur, skipti möguleg á
minni eign.
5 herb. og sérhæðir
Laugateigur Vorum að fá í einka-
sölu sérl. góða miðhæð í þrib. 3 góð
svefnherb., fallegt nýstandsett eldh., 2
saml. stofur, suðursv. Fallegur skjólsæll
suðurgarður. Fráb. staðsetn.
Nesvegur - glæsieign
Stórglæsileg neðri hæð í nýlegu húsi
ásamt stæði í bílgeymslu. Vandaðar og
fallegar innréttingar. Parket. Björt stofa.
Stór laufskáli. Mjög rúmg. Suðursvalir.
Þvottah. í ib. Innangengt í bflskýli. Eign í
sérflokki.
Kjartansgata - bílsk. Björt og
góð neðri hæð í þríbhúsi með sérinng.
ásamt góðum bílskúr með rafm. og hita.
3 svefnherb., samliggjandi sólrikar stof-
ur, suðursv., gróinn garður. Nýl. þak.
4ra herb.
Ljósheimar - nýtt í sölu Mjög
góð 96 fm íb. á 6. hæð í lyftuhúsi. 2-3
góð svefnherb. Stór og björt stofa.
Suðvestursvalir. Rúmgott eldhús. Nýlegt
parket. þvottahús I ib. Inng. af svölum.
Frábært útsýni.
Hrísmóar - bílskúr - Garða-
bær Stórglæsileg 110 fm íb. á 2. hæð í
litlu fjölb. ásamt innb. bílskúr. ib. er sem
ný, mjög vel skipul. með sérlega vönd-
uðum innr. og gólfefnum. 2-3 svefnherb.
Þvottahús og búr í ib. Tvennar svalir.
Mjög góð staðs.
Gullengi - nýtt í sölu sért. bjort
og falleg sem ný 4ra herb. íb. á 3. hæð í
litlu fjölb. Vandaðar innr., Parket, flísar,
góð svefnh., suðursv., þvhús. í ib. Fal-
legt útsýni. Bílskúrsréttur. Verð 8,7 millj.
Alfheimar Sérlega björt og rúmgóð
107 fm íb. á 3. hæð. ( ib. eru 3 svefn-
herb., 2 stórar stofur, baðherb. m.
glugga, rúmgott eldhús með borðkrók.
Suðursvalir. Sameign í góðu ástandi.
Stutt í alla þjónustu.
FJARFESTING
FASTEIGNASALA ehf
Sími 5624250 Borgartúni 31
Opið mánud. - föstud. frá kl. 9-18.
Hilmar Óskarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Sigurjónsson.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
Maríubakki Mjög góð 100 fm íbúð á
fyrstu hæð i fjölbýli. Sérlega rúmgóð íb.
með stórum svefnh. og bjartri stofu.
Suðursv. Þvhús og búr inn af eldh.
Baðherb. með glugga. Nýlegar flísar.
Sameign i góðu ástandi.
Álftamýri Vorum að fá í einkasölu
góða ca. 90 fm 3-4 herbergja íbúð á
þriðju hæð. Þrjú svefnherbergi, hægt að
stækka stofu. Parket. Dúkur. Suðursval-
ir. Mikið útsýni. Verð 6,8 millj. Áhvílandi
3,5 millj.
Kleppsvegur - inni við Sund
Mjög góð 4ra herb. ib. á 8. hæð i lyftu-
húsi. 3 svefnh., rúmgott eidhús, björt
stofa, suðursv. Frábært útsýni til allra
átta. Sameign nýstandsett. Verð 6,5 m.
3ja herb.
Drápuhlíð Mjög góð 3ja herb. ca 85
fm íb. á jarðhæð. Rúmgóð herb. Nýl.
parket og baðherb. Hús i góðu ástandi.
Spítalastígur - laust strax
Vorum að fá í einkasölu góða 73 fm íbúð
á 1. hæð í fjórbýli. Tvö góð svefnherb.,
hátt til lofts, gifslistar, panell á veggjum.
Góð staðsetning.
Funalind 9-11 Kópavogi
Sérlega vel skipulagðar og
glæsilegar 2ja-6 herb. íbúðir í
litlu fjölb. á þessum
eftirsótta stað.
Byggingaraðili: Bygging-
arfélag Gylfa og Gunnars.
Glæsilegur upplýsinga-
bæklingur fyrirliggjandi.
Lautasmári 1 - Kópavogi
Einstaklega glæsilegar 2ja-6
herbergja íbúðir í þessu fal-
lega lyftuhúsi í hjarta Kópa-
vogs. Mjög gott skipulag.
Vandaðar innréttingar. Suður-
og vestursvalir.
Byggingaraðili: Byggingarfélag
Gytfa og Gunnars. Glæsilegur
upplýsingabæklingur fýrirliggjandi.
Austurbrún - nýtt í sölu góö
ca 90 fm 3ja herb. íb. á jarðhæð í tvíbýl-
ishúsi. 2 góð svefnherb. Stór stofa. Flís-
ar. Gegnheilt Merbau-parket. Góð sam-
eign. Fallegur garður. Nýtt jám á þaki.
Óðinsgata - sérinng. Sérlega
notaleg og góð 3ja herb. íb. á 2. hæð
(efstu) í þríbhúsi. 2 svefnh. m. parketi,
stofa og borðstofa með teppi (panill
undir). Rúmg. eldhús, ágæt innr. Yfir allri
íb. er stórt ris með góðri lofthæð, miklir
möguleikar. Nýtt þak, nýtt gler. Hús nýl.
stands. að utan. Mjög góð staðsetn.
Leirubakki Sérlega vel skipulögö,
góð ca 90 fm horníb. á 3. hæð í litlu
fjölb. ásamt góðu aukaherb. í kj. Björt
stofa, 2 góð svefnherb., rúmg. eldhús,
þvottahús og búr innaf. Sameign nýl.
stands. að utan. Stutt í alla þjónustu og
skóla. Bamvænt umhverfi.
VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU SERHÆÐIR,
RAÐ- OG EINBÝLISHÚS í AUSTUR- OG VESTUR-
BÆ. ATH. EKKERT SKOÐUNARGJALD
Bræðraborgarstígur - nýlegt
Sérlega góð 3ja herbergja Ibúð í litlu
fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað. 2 svefn-
herbergi, góð stofa. Tvennar svalir. Sér-
hití. Sameign í mjög góðu standi.
2ja herb.
Rauðás - Glæsieign stórgiæsi-
leg 82 fm ibúð á fyrstu hæð í litlu fjöl-
býlishúsi. Vandaðar og fallegar innrétt-
ingar, flísar, parket, stór og björt stofa.
Sólstofa. Þvottahús og búr inn af eld-
húsi. Einstaklega glæsileg ibúð á góð-
um stað.
Ljósheimar nýtt í sölu vorum
að fá 2ja herb. íb. á annarri hæð í nýlega
standsettu fjölbhúsi. Sériega vel um
gengin og góð íb., á mjög rólegum og
eftirsóttum stað.
Laugateigur - sérinng. Mjög
góð ca 50 fm kjíb. með sérinng. í fjórb.
Stórt svefnherb. Góðar innr. Parket.
Sameign nýstandsett að utan. Góður
garður.
Boðagrandi - laus strax vor-
um að fá í sölu góða 2ja herbergja íbúð
á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Aðgengileg
og góð íbúð á eftirsóttum stað.
Sporðagrunn - einstaklíb.
Vorum að fá í sölu litla einstakllbúð á
jarðhæð í fjórbýlishúsi. Góður kostur fyr-
ir fólk á leigumarkaðnum. Góð stað-
setning. Hagstætt verð. Lyklar á skrif-
stofu.
Eldri borgarar
Vesturgata - 2ja herb. Mjog
falleg og björt ib. á annarri hæð. Sérlega
vönduð eign með góðum innréttingum
og gólfefnum. Notaleg setustofa fyrir
framan íb. Áhv. byggsj. 2,7. Verð 7,5
millj.
Skúlagata - 2ja herb. +
bílskýli Mjög vel umgengin og góð
2ja herbergja íbúð ásamt góðu stæði [
bílgeymslu. Vandaðar og góðar innrétt-
ingar. Þvhús og geymsla í íb. Mikið
útsýni.
Nýjar íbúðir
Galtalind - 4ra herb. mjög góö
ný 101 fm jarðhæð með sérgarði. Þrjú
góð svefnherbergi, stór stofa, sérþv-
ottahús. íbúðin afhendist fullbúin án gól-
fefna.
Vættaborgir - nýjar íb. - sér-
inng. Vel skipulagðar 3ja og 4ra
herbergja (búðir með sérinngangi sem
verða afhentar fullbúnar án gólfefna.
Verð frá kr. 7.520 þús. fyrir 3ja herbergja
og frá kr. 8.430 þús. fyrir 4ra herbergja
íb. Suðursvalir. Möguleiki á bllskúr. Ein-
staklega hagstæð kjör.
Sumarbústaðir
Sumarbúst. - Grímsnesi vor-
um að fá í sölu mjög vandaðan sum-
arbústað á þessum vinsæla stað.
Bústaðurinn er 60 fm með svefnlofti.
Rafmagn, vatn og gas. Golfvöllur í nágr.
Stutt í versl.