Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
169. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Lewinsky semur við Starr um vitnisburð og nýtur friðhelgi
Oljóst hver áhrifin
verða fyrir Clinton
Washington. Reuters.
LÖGFRÆÐINGAR Monicu Lew-
insky greindu frá því í gær að náðst
hefði samkomulag við Kenneth
Starr, sérstakan saksóknara er
rannsakar meint misferli Banda-
ríkjaforseta, um að Lewinsky beri
vitni fyrir rannsóknarkviðdómi en
njóti sjálf í staðinn friðhelgi og verði
því ekki sótt til saka.
Vitnisburður Lewinsky gæti
hlaðið upp miklum þrýstingi á Bill
Clinton, sem hefur eiðsvarinn neit-
að því að hafa átt í ástarsambandi
við stúlkuna, sem vann um tíma í
Hvíta húsinu, en forsetanum hefur
sjálfum verið stefnt fyrir rannsókn-
arkviðdóminn.
Lewinsky hefur einnig neitað
hinu meinta ástarsambandi í eið-
svarinni yfirlýsingu sem hún gaf í
tengslum við málshöfðun Paulu Jo-
nes gegn forsetanum. Sá vitnisburð-
ur stangast á við það sem hún mun
að sögn ónafngreindra heimildar-
manna hafa sagt á fundi með full-
trúum Starrs í New York á mánu-
dag. A þessum fundi sagðist Lew-
insky hafa átt í ástarsambandi við
forsetann, að sögn heimildarmanna,
en forsetinn hefði ekki reynt að fá
sig til að segja ósatt.
Frétta- og lögskýrendur sögðu að
illmögulegt væri að segja til um
hvaða áhrif þetta samkomulag
myndi hafa fyrir forsetann. Frétta-
fulltrúi Clintons sagði í gær að for-
setinn væri „feginn fyrir hönd
Lewinsky“, en vildi ekki ræða við-
brögð forsetans nánar.
Vitnisburður Lewinsky, sem
Starr hefur leitað eftir síðan hann
hóf rannsókn sína á meintu misferli
forsetans, yrði lykilatriðið í rann-
sókn á því hvort forsetinn hafí átt í
ástarsambandi við Lewinsky og síð-
an reynt að fá hana til að ljúga um
það í eiðsvömum vitnisburði.
Vaf! á lögfræðilegn
gildi fyrri vitnisburðar
Lögskýrandi CWN-sjónvarpsins,
Greta Van Susteren, benti á að jafn-
vel þótt Lewinsky breytti framburði
sínum nú og bæri fyrir rannsóknar-
kviðdómi að hún hefði átt í ástar-
sambandi við Clinton væri ekki þar
með óvefengjanlegt að forsetinn
hefði orðið ber að meinsæri.
Yfirlýsingin sem hann gaf eið-
svarinn var í tengslum við mál Jon-
es, sem vísað hefur verið frá dómi,
og sagði Van Susteren að því væri
umdeilanlegt hvort sá vitnisburður
Reuters
MONICA Lewinsky (t.v.) keni-
ur til skrifstofu lögmanna sinna
í fylgd fréttafulltrúa síns í gær.
gæti talist hafa vægi. Og einungis
vitnisburður er hefði vægi gæti
leitt til meinsæris. Auk þess væri
Lewinsky ekki mjög trúverðugt
vitni og óvíst hvort orð hennar
dygðu gegn orðum forseta Banda-
ríkjanna.
Khatami
mælir fyrir
prent- og
trúfrelsi
Teheran. Reuters.
MOHAMMAD Khatami, forseti
írans, gaf í gær frá sér eindregið
ákall um að prent- og trúfrelsi verði
virt sem kjarnagildi hins íslamska
lýðveldis.
„Þetta eru mikilvæg gildi þjóðar
okkar og þau ber að verja,“ var haft
eftir Khatami í íranska ríkissjón-
varpinu. Lét hann þessi orð falla við
athöfn sem haldin var í höfuðstöðv-
um opinberu írönsku fréttastofunn-
ar IRNA.
„Við verðum að sjá almenningi
fyrir réttum og áreiðanlegum upp-
lýsingum," sagði forsetinn. Þetta
myndi afvopna „Gróu á Leiti“ og
halda áhrifum erlendra fjölmiðla í
lágmarki. Khatami mælti ennfrem-
ur fyrir umburðarlyndi gagnvart
öðmm trúarbrögðum. Hann bauð
sig fram í nafni þjóðfélagsumbóta
og aukinna lýðréttinda er hann
hlaut yfirburðakosningu í forseta-
embættið í fyrra.
Eldur í
Barcelona
TUTTLIGU hektarar barrskógar í
hlíðum bæjaríjalls Barcelona, Ti-
bidabo, brunnu í gær, en með því
að kasta vatni á eldinn úr flugvél-
um tókst slökkviliðinu að ráða
niðurlögum hans á um þremur
klukkustundum. Lögregla telur
að um íkveikju hafi verið að ræða,
en eldurinn breiddist hratt út í
heitri golunni. Hér losar ein af
flugvéium slökkviliðsins vatns-
farm yfir skógareldinn. f bak-
grunni trónir Jesús á toppi kirkju
hins heilaga hjarta.
Mjög heitt og þurrt hefur verið í
Katalómu undanfarna mánuði og á
síðustu vikum geisuðu í héraðinu
verstu skógareldar siðustu ára.
Milli 20 og 30 þúsund hektarar
skóglendis urðu eldinum að bráð.
Herlið frá
A-Tímor
INDÓNESÍUSTJÓRN hóf í gær
brottflutning hermanna frá A-Tímor,
í samræmi við yfirlýsingar forseta
landsins, Yusufs Habibies, um að
svæðið fái takmarkaða sjálfstjóm.
Nærri 400 hermenn létu úr höfn í
Dili, höfuðstað A-Tímor, í gær, en
áætlað er að um þúsund hermenn
verði farnir fyrir lok vikunnar.
Stjórnvöld í Indónesíu segja að um
5.000 hermenn séu á svæðinu, en
erlendir sendimenn í Djakarta telja
nær lagi að þeir séu tvöfalt fleiri.
Indónesar réðust inn í A-Tímor
árið 1975, eftir að nýlendan hafði
fengið sjálfstæði frá Portúgal. Sam-
einuðu þjóðirnar viðurkenna ekki
yfírráð Indónesa á A-Tímor. Við-
ræður milli utanríkisráðherra
Indónesíu og Portúgals um framtíð
svæðisins munu hefjast 4. ágúst
næstkomandi í New York.
Reuters
Gagnárás KLA hrundið í Kosovo-héraði
Sókn Serba
heldur áfram
Pristina, Lundúnum, Washington. Reuters.
SERBNESKAR hersveitir og ör-
yggislögreglan í Kosovo-héraði
brutu í gær á bak aftur gagnárás
Frelsishers Kosovo (KLA) og náðu
bænum Malisevo aftur á sitt vald.
Skæmliðar KLA voru á flótta und-
an hersveitum Serba í gærkvöldi.
Fall Malisevo styrkir enn stöðu
stjómvalda gegn Frelsisher Kosovo
en serbneskar hersveitir hafa,
ásamt öryggislögreglunni, sótt hart
gegn KLA síðan á fóstudag.
Upplýsingamiðstöð Kosovo-Alb-
ana sagði tvö þorp í nágrenni
Malisevo vera umkringd serbnesk-
um hersveitum og hélt því fram að
líf tugþúsunda manna væri í bráðri
hættu. Tíu dagar eru síðan 20 þús-
und manns flúðu til Malisevo frá
bænum Orahovac þegar Frelsisher-
inn reyndi að ná bænum á sitt vald.
Tanjug-fréttastofan í Belgrad
sagði skæruliðum KLA hafa tekist
að loka þjóðveginum milli borganna
Pristina og Pec aftur í gær þegar
þeir gerðu árásir á serbneskar
sveitii' við bæinn Kijevo.
Það vekur eftirtekt að Vesturlönd
hafa látið sókn hersveita Sambands-
lýðveldis Júgóslavíu afskiptalausa,
en það er talið benda til þess að þau
vilji þvinga fulltrúa KLA að samn-
ingaborðinu.
Samninganefnd á laggirnar?
Sendinefnd Evrópusambandsins
er nú stödd í Kosovo í tilraun til þess
að koma á friðarviðræðum. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Belgrad
stendur einnig í samningaviðræðum
við leiðtoga Kosovo-Albana um sam-
setningu samninganefndar sem hefði
það hlutverk að semja við Belgrad-
stjórnina um framtíð Kosovo.
■ Fólk flýr/17
Mótmæli Suu Kyi á fímmta degi
New York, Bangkok. Reuters.
MARY Robinson, framkvæmdastjóri Manm-étt-
indastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvatti stjórn-
völd í Burma í gær til að hleypa stjórnarandstæð-
ingnum Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa
Nóbels, leiðar sinnar, en Suu Kyi hefur setið í bif-
reið sinni síðan á föstudag í mótmælaskyni eftir
að hermenn stöðvuðu fór hennar er hún hugðist
halda á fund stuðningsmanna sinna. Fór Robin-
son einnig fram á það við herforingjastjórnina í
Burma að hún virti mannréttindi þegna sinna.
Suu Kyi situr enn í Sedan-bifreið sinni, sem
stödd er á brú sextíu og fjóra kílómetra frá höfuð-
borginni Yangon (Rangún), ásamt nokkrum að-
stoðarmanna sinna og sögðu talsmenn stjórn-
valda í gær að hún hefði enn nægar birgðir af
súkkulaði, brauði og öðru matarkyns. Sögðu sömu
aðilar að mótmæli Suu Kyi væru gerð til þess eins
að afla henni umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum
en að henni væri fullkomlega frjálst að hverfa aft-
ur til Yangon og því væri ekki hægt að saka
stjórnvöld um að beita hana harðræði.
Fréttaskýrendur og diplómatar kváðust hins
vegar í gær hafa miklar áhyggjur af heilsufari Suu
Kyi ef deila þessi um ferðafrelsi hennai- breyttist í
eins konar hungurverkfall.
Spenna hefur magnast á milli lýðræðishreyf-
ingar Suu Kyi og herforingjastjórnarinnar eftir
að Suu Kyi krafðist þess að þing landsins yrði
kallað saman fyrir 21. ágúst og að þar myndu
sitja þeir sem kjörnir voru á þing í kosningum
1990, en úrslit þeirra voru ógilt af herforingja-
stjórninni.
Reuters.
BIFREIÐ Aung San Suu Kyi á miðri brú
ekki fjarri höfuðborg Burma,Yangon.