Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sportleigan við Umferðarmiðstöðina
Sölutjöldin nýtt
sem næturskjól
Nýskráningar bifreiða hafa ekki verið fleiri í 10 ár
NOKKUÐ hefur borið á því að
örþreyttir ferðalangar sem að
kvöldlagi koma á Umferðarmið-
stöðina í Reykjavík sjái sér kær-
kominn næturstað í tjaldborginni
sem stendur þar fyrir utan.
Tjöldin eru hins vegar ekki ætluð
til næturgistinga heldur sem sýn-
ingareintök hjá versluninni
Sportleigunni.
„Það er mjög algengt að út-
lendingar stingi sér inn í tjöldin
seint á kvöldin, og leggist til
svefns," segir Alexander Magn-
ússon, verslunarstjóri hjá Sport-
leigunni. „Oftast eru þeir farnir
út snemma um morguninn en það
kemur alltaf fyrir annað slagið
að við þurfum að pikka í sofandi
útlendinga. Það kemur einnig
fyrir að ferðamennirnir telji
Ijaldborgina vera tjaldstæði og
tjaidi sínum tjöldum inn á milli,
og svo erum við alltaf að fá fólk
inn til okkar sem spyr hvað það
kosti að tjalda hjá okkur,“ segir
Alexander.
Svæðið er bæði vaktað með
myndavélum og einnig býr eig-
andi verslunarinnar í nágrenninu
og hefur auga með svæðinu.
Aiexander segir að eigendur og
starfsfólk verslunarinnar taki
þessum óvæntu næturgestum
fremur létt. „Við höfum nú bara
gaman af þessu og tökum þessu
létt, svo lengi sem gengið er
svona vel um og næturgestirnir
eru farnir snemma um morgun-
inn,“ segir Alexander.
Hann segir að útlendingarnir
gangi mjög vel um, en Islending-
ar eigi heiðurinn af skemmdar-
verkum og þjófnaði. „íslending-
arnir sofa ekki hérna en slá upp
partíum einu sinni til tvisvar yfir
sumarmánuðina. Fyrir verslun-
armannahelgina kemur svo alltaf
fyrir að tjöldum er hreinlega
stolið og eigum við til dæmis
myndir af einum þjófi sem stal
hér tjöldum í siðustu viku og við
eigum eftir að fínna,“ segir Alex-
ander.
Morgunblaðið/Golli
GEYMSLUR skipafélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru yfirfullar af nýjum bifreiðum.
Fjórðungi fleiri en í fyrra
NYSKRANINGAR bifreiða voru
7.670 á fyrstu sex mánuðum árs-
ins og og er það fjórðungi meira
en í fyrra. Horfur eru á að bif-
reiðainnflutningur í ár verði sá
mesti síðan árið 1987. Þetta kem-
ur fram í Hagvísum Þjóðhags-
stofnunar.
Stöðug aukning hefur verið í bif-
reiðainnflutningi frá árinu 1994. Þá
voru nýskráningar bifreiða alls
6.291. I fyrra urðu þær samtals
13.098, en metárið í þessu sam-
bandi var 1987, en þá voru 23.459
nýskráningar bifreiða.
Álagningar-
seðlar í póst á
morgun og
föstudag
ÁL AGNIN GARSKRÁR vegna opin-
berra gjalda einstaklinga verða lagð-
ar fram næstkomandi föstudag, 31.
júlí, í öllum skattumdæmum lands-
ins. Þá verða álagningarseðlar póst-
lagðir fyrir helgina til framteljenda
þar sem fram kemur álagning ársins
og upplýsingar um endurgreiðslur ef
um þær er að ræða.
Skv. upplýsingum sem fengust hjá
ríkisskattstjóraembættinu verðui’
byrjað að senda álagningarseðla út á
morgun fimmtudag, þannig að
tryggt verði að sem flestir fái þá í
hendur á fóstudag.
Ávísanir til gjaldenda sem eiga
inneign hjá skattinum vegna oftek-
ins tekjuskatts, barnabóta og vaxta-
bóta verða póstlagðar á fimmtudag
og fóstudag eða lagðar inn á banka-
reikninga viðkomandi fyrir helgi,
skv. upplýsingum sem fengust hjá
ríkisfjárhirslu.
-----------------
Heimili í
landinu 89.900
I VINNUMARKAÐSKÖNNUN
Hagstofu Islands kom í ljós að
fjöldi heimila hér á landi var
89.900 á síðasta ári og hafði
fjölgað um 3.000 frá árinu 1993.
Átvinnuþátttaka var mest á
heimilum einstæðra foreldra en
minnst á eins manns heimilum,
samkvæmt könnuninni.
Tæplega fjórðungur íslenskra
heimila eru eins manns heimili
eða 22,1% og álíka stórt hlutfall
eru heimili tveggja fullorðinna
og eins eða fleiri bama undir 16
ára aldri, eða 23,8%. Á 36,8% ís-
lenskra heimila búa tveh’ eða
fleiri fullorðnir en engin böm og
á 5,4% heimila búa einstæð for-
eldri með eitt eða fleiri böm.
I könnuninni var safnað ýms-
um upplýsingum um samsetn-
ingu íslenskra heimila, atvinnu-
þáttttöku og atvinnuleysi eftir
heimilisgerð, sem ekki hafa legið
fyrir áður. Ekki kom í ljós mark-
tækur munur á atvinnuleysi eftir
mismunandi heimilisgerð á síð-
asta ári samkvæmt könnuninni.
Morgunblaðið/Ásdís
ALEXANDER Magnússon, verslunarstjóri í Sportleigunni við Um-
ferðarmiðstöðina, segir starfsfólkið orðið vant því að vekja útlend-
inga upp af værum blundi eftir næturgistingu í tjöldunum sem
standa við verslunina.
Mikil umferð um Hvalfjarðargöng
Ríflega 3.800 bflar á dag
RÍFLEGA 3.800 bílar hafa ekið
daglega um Hvalfjarðargöng að
meðaltali frá því vegtollur var tek-
inn upp.
Samkvæmt umferðartalningu
Vegagerðarinnar í Hvalfirði óku
5.055 bílar að meðaltali um Hval-
fjörðinn dagana 20.-26. júlí. Þar af
fóru að meðaltali 3.865 eða rúmlega
76% um göngin en 1.935 fyrir fjörð-
inn eða rúmlega 23%. Mesta umferð
um göngin á tímabilinu var föstu-
daginn 24. júlí en þá fóru 5.290 bílar
um göngin. Mesta umferð fyrir
Hvalfjörð var sunnudaginn 26. júlí
en þá óku 1.935 bílar fyrir fjörðinn.
Afgreiðslutími
veitingahúsa
Beðið stað-
festingar
ráðuneytis
BORGARRÁÐ hefur samþykkt eftir
síðari umræðu að heimila veitinga-
húsum í Reykjavík að hafa opið allan
sólarhringinn.
Tillagan gerir ráð fyrir að veit-
ingastöðum verði heimilt að hafa op-
ið eftir klukkan þrjú að nóttu en án
þess að selja áfengi. Um er að ræða
breytingu á lögreglusamþykkt
Reykjavíkur og þarfnast því stað-
festingar dómsmálaráðuneytisins.
Fðlk skipuleggur ferðir um verslunarmannahelgina tímanlega
FÓLK virðist fremur tímanlega í
því að bóka og kaupa sér ferðir
íyrir verslunarmannahelgina í ár
og víða eru ferðir til Vestmanna-
eyja að verða fullbókaðar, bæði
með flugi og Herjólfi. Töluvert er
líka bókað í ferðir til Akureyrar,
Siglufjarðar og Egilsstaða og á
Umferðarmiðstöðinni er mikið
spurt um ferðir til Akureyrar og í
Galtalæk.
Á Umferðarmiðstöðinni eru
seldar ferðir víða um land, m.a. til
Eyja með Herjólfi og rútu til Þor;
lákshafnar. Ferðaskrifstofa BSÍ
hafði 400 pláss með Herjólfi á
föstudag og voru þeir miðar upp-
seldir í gær. Mikið er um fyrir-
spumir um ferðir til Akureyrar og
í Galtalæk en fólk ekki farið að
kaupa ferðir þangað í miklum
mæli, að sögn starfsmanns BSI.
Aukaferð hjá Heijólfi
Herjólfur flytur að hámarki 500
manns í hverri ferð og í gær feng-
ust þær upplýsingar þar að nánast
Mest bókað
til Eyja
væri uppsslt í báðar ferðimar sem
famar eru á föstudag og að
fimmtudagsferð væri að fyllast.
Uppselt var með Herjólfi í báðar
ferðir frá Eyjum á mánudag en bú-
ið er að bæta við ferð aðfaranótt
þriðjudags.
Flugfélag íslands flýgur með
farþega til Vestmannaeyja og á
Akureyri. I gær fengust þær upp-
lýsingar þar að á fimmtudaginn
fljúgi um 300 manns með þeim út
til Eyja og um 550 manns eru bún;
ir að bóka far á föstudeginum. í
gær vom um 360 manns búnir að
bóka ferð til Akureyrar á föstudag.
Hjá íslandsflugi em tæplega 800
búnir að bóka far til Eyja á fóstu-
dag og tæp 200 á fímmtudag og
rúmlega 100 manns til Akureyrar.
íslandsflug flýgur einnig á Siglu-
fjörð og til Egilsstaða og í gær var
orðið fullbókað í flugið austur en
enn laust til Siglufjarðar, að sögn
starfsmanns í afgreiðslu Islands-
flugs.
Flugfélag Vestmannaeyja flýgur
frá Selfossi og Bakka til Eyja og
með þeim eiga um 300 manns bók-
að far á fimmtudag og 900 á föstu-
dag en ef veður leyfir er hægt að
fljúga fleiri ferðir samkvæmt upp-
lýsingum frá skrifstofu þeirra í
Vestmannaeyjum.
Margir bíða eftir veðurspá
Starfsfólk flugfélaganna segir
fólk snemma í því að panta ferðir,
einkum til Eyja. Minni leiguflug og
sérleyfishafar víða um land flytja
ferðamenn svo milli staða um helg-
ina auk þess sem stór hluti lands-
manna fer svo að venju á eigin far-
artækjum.
Margir vilja ef til vill bíða með
að skipulegga helgina þangað til
veðurhorfur skýrast endanlega.
Veðurstofa íslands gefur út ítar-
lega veðurspá fyrir helgina í dag
en samkvæmt upplýsingum frá
veðurstofunni í gær er útlit fyrir
bjartviðri vestanlands fímmtudag
og föstudag og að hlýjast verði
sunnanlands. Á laugardag er gert
ráð fyrir hægri suðlægri eða
breytilegri átt og víða bjartviðri en
gert er ráð fyrir að síðdegis þykkni
upp sunnanlands.