Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ami Sæberg INGVAR Helgason afhendir Ingibjörgu Pálmadóttur fyrstu bifreiðina. Samningur heilbrigðisráðuneytisins og Ingvars Helgasonar Samið við starfsmannafélög spítalanna Þýðir 24% hækkun launa á samningstímanum STARFSMANNAFÉLAG ríkis- stofnana ásamt starfsmannafélög- um Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur gekk í gær frá aðlög- unarnefndarsamningi við ríkið og forsvarsmenn Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samningurinn, sem gildir fyrir um 650 starfsmenn, felur í sér rúm- lega 5% launahækkun að meðaltali fyrir félagsmenn og gildir frá 1. apríl síðastliðnum. Að sögn Jens, Andréssonar for- manns SFR, þýðir samningurinn alls um 24% hækkun launa á samn- ingstímanum miðað við undirskrift samninga 1. apríl árið 1997 og til október árið 2000. Félagsmenn geta þó ekki átt von á að hækkunin skili sér í laúna- umslagið fyrr en 1. september næStkomandi þar sem nokkurn tíma tekur, að sögn Jens, að aðlaga nýtt launafyi’irkomulag að launa- kerfinu. Búið að semja við flesta Samningarnir era samskonar og Félag íslenskra hjúkranarfræðinga gerði við ríkið og sjúkrahúsin fyrr í sumar. Gert er ráð fyrir framgangs- kerfi í samningnum þar sem ein- staklingar geta sótt um 6-9% launa- hækkun, til dæmis ef sótt eru end- urmenntunar-, símenntunar- og starfstengd námskeið innan spítal- anna. Starfsmenn sem fá þessa launa- hækkun eru að mestu ófaglært starfsfólk innan spítalanna, fólk sem starfar við símavörslu og vakt- menn, meðal annarra, auk fagstétta eins og læknaritara, lyfjatækna og matarfræðinga meðal annarra. Innan SFR era 4.700 félagsmenn en starfsmenn innan sjúkrahúsanna er stærsti hópurinn sem samið er við í einu lagi. „Við höfum verið að gera í kringum 120-140 aðlögunarsamninga frá síðustu áramótum og langstærstu vinnustaðimir era búnir. Einungis Pjóðleikhúsið, Fríhöfnin og fangelsin era eftir,“ sagði Jens Andrésson. 34 bilar fara til heilsugæslunnar HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ og Ingvar Helgason hf. hafa gert samning um að fyrirtækið útvegi fólks- og jeppabifreiðir fyrir heilsu- gæslustöðvar á landsbyggðinni. Alls er um 34 bifreiðir að ræða sem fara til 34 heilsugæslustöðva hringinn kringum landið. Samningurinn, sem er til þriggja ára, er um rekstrarleigu á þessum bílum. Kostnaður ríkissjóðs við samninginn er 12,1 milljón á ári. Búfé smalað frá þjóð- veg’i 1 ÁTAK verður gert til að smala búfé frá þjóðvegi 1 á Suður- landi íyrir verslunarmanna- helgina. Pað eru lögreglustjór- arnir í Ames-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu sem standa fyrir því en að auki hafa þeir leitað eftir samstarfi við Vegagerðina. Það er að framkvæði ríkis- lögreglustjóra að þetta er gert og verður byrjað á föstudag. I tilkynningu frá sýslumann- inum í Rangárvallasýslu era bændur minntir á að sam- kvæmt vegalögum er lausa- ganga búfjár við þjóðvegi landsins óheimil ef girt er báð- um megin vegar. Jafnframt er bent á að Vegagerðinni sé heimilt að fjarlægja búfé á lok- uðum vegsvæðum á kostnað eigenda. Þá eru vegfarendur hvattir til þess að hafa sam- band við lögreglu verði þeir varir við lausagöngu búfjár á þessum slóðum. Margar tilkynningar um lausagöngu hrossa Að sögn Tómasar Jónsson- ar, aðstoðaryfirlögregluþjóns Selfosslögreglu, er ekki búið að útfæra samstarfið nákvæm- lega. „Það hefur ekki verið rætt í smáatriðum hvemig að þessu verði staðið en þó mun- um við reyna' að smala fénu frá vegköntum og inn í næstu girðingar. Það er erfitt fyrir okkur að leggja hald á kindur og ég veit ekki hvort það sé hægt. Þetta er hins vegar búið að vera mikið vandamál á okk- ar svæði en í síðustu viku feng- um við 13 tilkynningar um lausagöngu, flestar vegna hrossa. Við ætlum okkur að taka á þessu vandamáli því bú- fé á ekki heima við þjóðveg 1,“ sagði Tómas. Rekstrarleiga er nýjung á bíla- markaði og felur í sér að leigutaki greiðir fyrir afnot af bifreiðunum á leigutímanum og í leigusamningn- um er innifalið allt venjubundið við- hald á bifreiðinni. Kostimir við þetta leiguform era að áhætta við endursölu er úr sögunni og ekkert fjármagn er bundið í bifreiðinni. Þetta er í fyrsta skiptið sem ríkis- sjóður gerir rekstrarleigusamning en nokkur fyrirtæki hafa áður gert svona samninga. Þetta er stærsti rekstrarleigusamningur sem Ingvar Helgason hf. hefur gert. Samningurinn við Ingvar Helga- son hf. var gerður að undangengnu útboði. Bílarnir era af tveimur gerð- um, 25 bílar eru af gerðinni Subaru Forester og 9 af gerðinni Nissan Terrano. Eykur öryggi í þjónustunni Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði að með þessum bif- reiðakaupum væri stefnt að því að auka öryggi í heilsugæsluþjónustu á landsbyggðinni. Einnig væri þetta liður í að bæta aðstöðu starfsfólks. Starfsfólk í heilsugæslu á lands- byggðinni hefði verið mjög óánægt með að hafa ekki aðgang að bifreið- um. Ingibjörg sagði að þessi samn- ingur um rekstrarleigu fæli í sér nýjung sem ráðuneytið byndi mikl- ar vonir við. Miðbær Kópavogs Tillaga að nýju deiliskipulagi Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Kópavogs í kynningu 10-11 sækir um lóð fyrir verslun yfír Kópavogsgjá VERSLUNARKEÐJAN 10-11 hefur sótt um lóð við og yfir Kópa- vogsgjá vestan við Hamraborg í miðbæ Kópavogs. Að sögn Gunnars Birgissonar, oddvita Sjálfstæðis- flokksins, var nýtt deiliskipulag af svæðinu samþykkt í bæjarstjórn í síðustu viku og næsta skref er að auglýsa tillöguna. Svæðið er í framhaldi af Hamra- borg og var í eldra skipulagi meðal annars gert ráð fyrir hóteli á lóðinni sem nær frá Hamraborg yfir gjána að bakkanum vestan megin. 10—11 sækir um lóð fyrir 600 fermetra hús á tveimur hæðum eða samtals 1.200 fermetra hús en ekki hefur enn ver- ið gengið frá bílastæðum. Gert er ráð fyrir að kynningu á skipulagstillögunni verði lokið í lok ágúst. „Það er ljóst að hugur allra flokka hefur staðið til þess að rejma að loka þessari gjá,“ sagði Gunnar. „Þetta er fyrsta skrefið, ef byggt verður yfir hana ásamt bílastæðum lokast talsverður hluti en gjáin hef- ur skipt bænum í tvo hluta, austur- og vesturbæ. Þetta verður því hið besta mál ef þama verður byggt og gamli miðbærinn styrktur." Sérstakri fjárveitingu lofað í samningi fjármálaráðuneytis og yfírskattanefndar Málum verði komið í lög- mælt horf fyrir mars 1999 KAiRUFRESTUR til yfirskatta- néfndar hefur verið íengdur úr 30 dögum í þrjá mánuði, samkvæmt breytingum sem Alþingi gerði á lög; um um yfirskattanefnd í vor. í framhaldi af því var svo í seinasta mánuði gengið frá samningi á milli fjámálaráðuneytisins og yfirskatta- nefndar um starfsemi nefndai’innar. Þar kemur m.a. fram að tryggð verði sérstök fjárveiting vegna tímabundinnar ráðningar tveggja sérfræðinga til nefndarinnar. Vegna fjölda óafgreiddra mála sem liggja fyrir hjá nefndinni og fyrirséð er að verða ekki afgreidd innan lögboðinna tímamarka ber yf- irskattanefnd að gera áætlun um að koma málum í lögmælt horf eigi síð- ar en í febrúar 1999. Með lengingu kærafrests er þess vænst að kærur til nefndarinnar dreifist á lengra tímabil en áður og að vinnuálag á nefndinni verði jafn- ara. Með lagabreytingunni hefur frestur yfirskattanefndar til að kveða upp úrskurði einnig verið lengdur úr þremur mánuðum í sex. Skv. lögunum er nú heimilt að úr- skurða skattaðila málskostnað í þeim tilvikum sem úrskurður fellur skatt- aðija í vil, að hluta eða öllu leyti. í samningi ráðuneytisins og yfir- skattanefndar er áhersla lögð á að nefndin úrskurði í öllum kærumál- um sem henni berast innan lög- bundinna tímamarka en óafgreidd mál hjá nefndinni voru rámlega 900 í lok síðasta árs. „Ráðuneytið mun beita sér fyrir því að árleg fjárveiting til starfsemi nefndarinnar á samningstímanum verði í samræmi við fjölda kæru- mála sem berast nefndinni og um- fangi þeirra,“ segir í samningnum. Flutt í stærra húsnæði í samningnum kemur einnig fram að aðilar samningsins eru sammála um að núverandi húsnæði yfir- skattanefndar sé of lítið og óhent- ugt fyrir starfsemi nefndarinnar. Ætlar fjármálaráðuneytið að beita sér fyrir því að fjárveiting fáist til að flytja nefndina í stærra húsnæði á árinu 1999.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.