Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 10

Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kanó- og kajaknámskeið fyrir fatlaða á Hreðavatni JÓHANNES Vilhjálmsson, fyrir framan, var að fara í sína fyrstu ferð og ekki var annað að sjá en vel gengi. HANDTÖKIN rifjuð upp með aðstoð Tord, en Guðmundur hefur áður róið þó langt sé um liðið að hans sögn. Kj örin leið til endur- hæfingar og útivistar NÁMSKEIÐ fyrir fatlaða í með- ferð og róðri kanóa og kajaka hófst við Hafravatn í vikunni og stendur til fóstudags. Þátt- takendur á námskeiðinu eru frá Reykjalundi, MS-félaginu, SEM-hópnum og úr sumarbúð- um Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Leiðbein- andi á námskeiðinu er Tord Sa- hlén, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari Svía í kajakróðri. Reykjalundur hefur aðstöðu fyrir siglingar á Hafravatni og segir Ludvig Guðmundsson, yf- irlæknir á Reykjalundi, að hún sé töluvert nýtt en fólki hafí ekki verið boðið upp á mark- vissa leiðsögn áður. I gær var hópur fólks mættur til að fylgj- ast með leiðbeinandanum og um 6 manns spreyttu sig ýmist á kajak eða kanó. Ludvig segir kajak- og kanóróður mjög góða leið til endurhæfingar fyrir þá sem erfítt eiga með að hreyfa sig af ýmsum ástæðum, t.d. fyrir mænuskaðaða og fleiri sem ekki hafa mátt í fótum. Fötlun þeirra sé lítil þegar komið sé út á vatn, þetta sé því góð leið fyr- ir það fólk til að njóta útivistar og þjálfunar án hjálpartækja. Leiðbeinandinn byrjaði á því að sýna nokkur grundvallarat- riði og var greinilega á heima- velli í vatninu, enda var hann Svíþjóðarmeistari í kajakíþrótt- Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Magnússon gerir sig kláran. um í áraraðir, landsliðsþjálfari og silfur- og bronsverðlauna- hafi bæði í heimsmeistara- keppnum og á ólympíuleikum. Tord Sahlén hefur kennt víða en aldrei haldið námskeið fyrir fatlaða áður. Tord er sjálfur fatlaður á fæti, með lömun eftir mænusótt, en það hefur ekki hindrað hann í að ná árangri á heimsmælikvarða. Þátttakendur prófuðu sig svo áfram einn af öðrum, sumir reyndust þrautþjálfaðir iþrótta- menn og færir í flestan sjó en aðrir fóru hægar í sakirnar. Allir voru sammála um að róð- ur á kajak eða kanó væri góð leið til að njóta útivistar og eins góð íþrótt fyrir fatlaða til að þjálfa og keppa í. Það fer þó eftir því hve mikil lömunin er liversu gott fólk á með að halda jafnvægi og róa. Sumir sögðust komnir upp á von og óvon, það yrði að koma í ljós hvort þeir TORD Sahlén sýnir réttu handtökin. gætu róið. Jóhannes Vilhjálms- son var meðal þeirra sem voru að prufa í fyrsta skipti og sagð- ist ekki laus við að vera dálítið smeykur, hann yrði hins vegar mjög glaður ef hann gæti róið. Viðar Árnason og Svanur Ingvarsson hafa báðir prófað kajak- og kanóróður áður og sögðu mikla ögrun í því, róður- inn væri líka kjörin leið fyrir þá til að skoða náttúruna lausir við bfla og aðrar vélar. SÍÐAN 1972 ÍSLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI 1 i/IÚRVIÐGERÐAREFN ALLAR GERÐIR i: ■1 stei STANGARHYL 7, nprýð SÍMI 567 2777 i Tveir prófessor- ar láta af störfum við HÍ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Bjarna Guðnasyni pró- fessor lausn frá störfum frá og með fyrsta október næstkomandi og Hreini Benediktssyni prófessor frá og með 1. nóvember. Bjarni Guðnason hefur gegnt stöðu prófessors í íslenskum bók- menntum fyrri alda við Háskóla Is- lands frá 1963. Hann varð dr. phil. í íslenskum fræðum frá HÍ 1956. Bjarni var' m.a. lektor í íslenskri tungu og bókmenntum við Uppsala- háskóla í Svíþjóð frá 1956 til 1962, hann kenndi víða og hefur flutt fyrir- lestra um fræðigrein sína við erlenda háskóla og fræðistofnanir og skrifað rit um íslenskar bókmenntir og fjölda greina um íslensk fræði í er- lendum og innlendum ritum. Hreinn Benediktsson hefur gegnt stöðu prófessors í íslenskri málfræði við Háskóla íslands frá 1958. Hann lauk doktorsprófí í málvísindum frá Harvard-háskóla 1958. Hreinn var m.a. lektor í íslensku við Björgvinj- ar- og Óslóarháskóla einn vetur, gistiprófessor við erlenda háskóla, við Wisconsin-háskóla í Madison, Kielarháskóla í Þýskalandi og Texas-háskóla í Austin. Einnig hefur hann haldið fjölda fyrirlestra við fleiri erlenda háskóla og skrifað fjölda rita og ritgerða um íslenska málsögu. Kári Stefánsson um færeyskar erfðarannsóknir Kannast ekki við einokun- artilburði KÁRI Stefánsson, forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar, kannast ekki við að hafa reynt að ná neins konar einkaleyfis- eða einokunar- samningum við færeyska lækna eða færeyska heilbrigðiskerfið. Eins og greint var frá Morgun- blaðinu í gær sagði danska dagblað- ið Politiken frá því um helgina að læknar í Færeyjum hefðu áhyggjur af því að Islensk erfðagreining væri að seilast til áhrifa þar í Iandi. „Þessi frétt kom mér svolítið á óvart,“ segir Kári Stefánsson. „Við settumst niður með tveimur aðilum í Færeyjum og ræddum möguleika á samvinnu milli okkar, lækna í Færeyjum og færeyska heilbrigðis- kerfisins. Hvergi í þeirri umræðu sem átti sér stað né í bréfaskriftum okkar var nokkuð sem benti til þess að það væri nein tilraun af okkar hálfii til þess að koma á neins konar einokun eða yfiiTáðum á rannsókn- um á- sjúkdómum í Færeyjum. Þetta var miklu frekar hugsað sem aðferð til að aðstoða menn sem við þekktum í Færeyjum við að vinna að góðum rannsóknum.“ Leiðinlegur misskilningur Kári segir að sér sé ekki kunnugt um hvernig fréttin varð til. Þetta sé misskilningur sem honum finnist heldur leiður. „Það eina sem við stungum upp á var að við færum í samvinnu um einstaka sjúkdóma, þar sem Færeyingar hefðu eitthvað fram að færa og við hefðum ákveðn- ar þarfir þegar kæmi að rannsókn- um okkar.“ Kári segir að Færeying- ar séu það fámenn þjóð að erfitt sé að vinna þar að þeim rannsóknum sem ÍE fáist við. „íslendingar eru líklega alveg í neðri mörkum hvað þetta varðar. Það hefði hugsanlega verið hægt að leggja saman í púkk varðandi suma sjúkdóma." ------♦-♦-♦--- Kærir ekki líkamsárás við Asparfell RÁÐIST var á mann fyrir utan fjöl- býlishús í Asparfelli í fyrrinótt. Ibúi í húsinu kallaði á lögreglu þegar hann varð var við árásina. Þegar lögregla kom á staðinn voru árásar- menn á braut. Maðurinn sem ráðist var á var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en hann hlaut áverka í andliti. Maðurinn var til yfír- heyrslu hjá lögreglu í gærmorgun en hann hyggst ekki leggja fram kæru vegna árásarinnar. ------♦ ♦♦---- Brotist inn á verkstæði í Kópavogi BROTIST var inn á bílaverkstæði á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi í fyrr- inótt. Eigandinn uppgötvaði inn- brotið þegar hann mætti til vinnu í gærmorgun og tilkynnti það til Kópavogslögreglu. Áð sögn lög- reglu var miklu stolið af handverk- færum. Unnið er að rannsókn máls- ins. ) i i i ) ) ) > I > > I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.