Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Aibert Kemp
ÞAÐ var mikið um dýrðir í miðbæ FáskrúðsQarðar á frönsku dögunum.
Franskir dagar
á Fáskrúðsfirði
DORGVEIÐIKEPPNI var haldin og var þátttaka góð.
Fáskrúðsfirði - Franskir dagar
hófust föstduaginn 24. júlí sl. með
siglingu á lóninu innan við bæinn.
Síðan var varðeldur og ýmsar
uppákomur á hafnarsvæðinu. Um
kvöldið var síðan unglingadans-
Ieikur í Skrúð.
Á laugardeginum var m.a. golf-
kennsla, ýmsar sýningar opnar,
s.s. Á slóðum saltsins á vegum
franska sendiráðsins, ljósmynda-
sýning, málað á rekavið eftir
listakonuna Ingibjörgu Einars-
dóttur (Immu), glerlistasýning,
listaverk eftir Eygló Sörensen.
Tvær síðasttöldu sýningarnar
voru jafnframt sölusýningar. Um
miðjan daginn voru ýmsar uppá-
komur í miðbænum, s.s. götuleik-
hús, franskt kaffileikhús,
frönskukennsla og lifandi tónlist.
Tekið á móti frönskum
hjólreiðamönnum
Þegar líða tók á daginn fóru
margir bæjarbúar með hjól út í
Hafnarnes til móts við frönsku
hjólreiðamennina sem nú eru að
hjóla hring um landið og hjóiuðu
með þeim í bæinn. I þessum hópi
voru sveitarstjóri Búðahrepps,
Steinþór Pálsson og bæjarstjóri
Gravelines Lou Daniel. Við kom-
una í bæinn var lagður blóm-
sveigur að merki við Steinstaði
og um kvöldið var síðan dansleik-
ur með hljómsveit Geirmundar.
Sunnudagsmorgunninn byijaði
með dorgveiðikeppni á vegum
Lionsklúbbs Fáskrúðsfjarðar.
Ævintýraleikur var með Eddu
Péursdóttur og yngstu krökkun-
um og hjólreiðakeppni Tour de
Fáskrúðsíjörður. Seinni part
dags var verðlaunaafhending fyr-
ir keppnirnar þar sem m.a. voru
afhentir farandbikarar sem gefn-
ir voru frá Gravelines.
Umhverfisverðlaun Búða-
hrepps voru veitt í annað sinn
fyrir fegursta garð við heimhús
og hlutu Halla Júlíusdóttir og
Garðar Svavarsson þau. Auk þess
voru verðlaun veitt KFFB fyrir
umhverfí verslunar- og skrif-
stofuhúsnæðis. I Fáskrúðsljarðar-
kirkju lék Mosaic-gítarkvartett-
inn frá Barcelona.
Hátíðarhöldunum Iauk með
minningarathöfn við franska
grafreitinn þar sem sr. Gunn-
laugur Stefánsson fór með bæn
og fulltrúi franska sendiráðsins
lagði blómsveig að minnisvarðan-
um.
í
I-
I
I
f
f
B
f
i
B
Ef þú drekkur og kcyril" ertu algjör
láttu ekki augnabliks kæruleysi eyðileggja líf þitt
ISLANDSBANKI
® TOYOTA
Tákn um gceði
IUMFERÐAR \
Iráð