Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 17
MORGUNB LAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 17 ) ) ) ) V ) ) ) ) KOSOVO ,® Pristina /r Prizren ATÖKIN í KOSOVO OG DREIFING FLÓTTAMANNA Albanskir skæruliðar hófu gagnsókn í gær gegn serbnesk- um hersveitum sem höfðu þjóðveginn frá Pristina til Pec á sínu valdi, að sögn serbneskra ríkisfjölmiðla. Sunnudagur Að loknum hörðum átökum í fjóra daga ná serbneskar hersveitir að endurheimta stórt svæði í miðju Kosovo- héraði og opna samgöngur austur og vestur um héraðið. Mánudagur Skæruliðar Frelsishers Kosovo (KLA) gera árás á serbneskar hersveitir við Kijevo og ná þannig að ioka þjóðveginum á ný. Flóttamenn Flóttamenn utanKosovo innanlands stækkað svæði Tölurnar sýna fjölda flóttamanna á sunnudag SVART-'' FJALLA LANO 21.600 13.000 a.m.k. 300 ALBANIA MAKEDONIA :ld: Flóttamannahjátp SP * til annarra hluta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu Flóttamannastraumur eykst í Kosovo Folk flýr brenn- andi þorpin Pristina. Reuters. ■ NEYÐ fólks í sveitum Kosovo-hér- aðs fer vaxandi. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (SÞ) telur að um 100 þúsund manns hafl þurft að flýja heimili sín frá því að átök brut- ust út í febrúar. „Atökin eru að breiðast út og fólk flýr unnvörpum þorpin sem brenna, en við höfum lítinn sem engan að- gang að svæðinu," sagði Kris Ja- nowski, talsmaður Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, í gær. * „Atburðir síðustu daga minna á upphaf stríðsins í Bosníu og fátt bendir til annars en að hjálpar- starfsmenn muni hafa vetursetu í Kosovo," sagði Janowski. Ibúar Kosovo-héraðs eru 1,8 milljónir en um 90% þeirra eru af albönsku bergi brotnir. Hafa að- skilnaðarsinnar þar farið fram á sjálfstæði en hvorki serbnesk stjórnvöld né erlend ríki vilja ljá máls á þvi. Hafa Bandaríkjamenn t.d. beitt sér gegn ýtrustu kröfum Kosovo-Albana og telja vænlegra að héraðinu verði veitt aukin sjálf- stjórn en verði áfram innan júgóslavneska ríkjasambandsins. ESB-nefnd hittir Milosevic Sendinefnd Evrópusambandsins (ESB) mun hitta Slobodan Milos- evic, forseta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu, á morgun til að ræða ástandið í Kosovo, en óvíst var hvort nefndin fengi áheyrn hjá for- setanum. I dag kynnir nefndin sér aðstæður í héraðinu og fundar með leiðtogum Kosovo-Albana í Pristina, m.a. Ibrahim Rugova sem er einn helsti stjómmálaleiðtogi Kosovo-Al- bana, og talinn manna líklegastur til þess að geta samið um frið við ríkis- stjórnina í Belgrad. Stjórnarandstaðan í Kambódíu fer fram á nýjar kosningar Asökunum um kosn- ingasvindl neitað Phnom Penh. Reuters. HUN Sen, forsætisráðherra í Kam- bódíu, fór í gær fram á að menn sýndu stillingu uns niðurstöður þingkosninga, sem haldnar voru í landinu á sunnudag, væru ljósar. Sögðu leiðtogar stjórnarflokksins CPP að ásakanir um kosningasvindl væru „fáránlegar“ en á móti hótuðu stjórnarandstæðingar að hunsa nýtt þing uns efnt hafí verið til nýrra kosninga á þeim stöðum sem þeir telja að um kosningasvik hafi verið að ræða. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem stödd var í Manila á Filippseyjum, sagðist í gær telja of snemmt fyrir nokkurn aðila að lýsa yfir sigri í kosningun- um en ekki er gert ráð fyrir að bráðabirgðaniðurstaðna sé að vænta fyrr en á laugardag. Norodom Ranariddh prins, leið- togi FUNCINPEC-flokksins, sem deildi forsætisráðherraembættinu með Hun Sen, leiðtoga CPP, þar til sá síðamefndi steypti honum af stóli í júlí í íyrra, sagði grunsamlegt að snemma á mánudag hefðu tölur sýnt flokk sinn í forystu en seinna um daginn hefði staðan verið orðin allt önnur. Sam Rainsy, annar af helstu stjórnarandstæðingum, sagði að stjórnarandstaðan myndi nú mót- mæla „þessum ósanngjörnu kosn- ingum“ með öllum tiltækum ráðum. Sagði hann væntanlegan sigur CPP- flokksins „svik við almenning." Fulltrúar alþjóðasamtaka sem eftirlit höfðu með kosningunum og komu frá um 20 löndum, þ.m.t. Bandaríkjunum og Evrópusam- bandinu, segjast telja að kosning- arnar hafi farið nokkuð vel fram og að stjórnarandstaðan verði að færa haldgóð rök íyrir ásökunum sínum um kosningasvik. Fréttaskýrendur gagnrýndu hins vegar eftirlits- manna í gær fyrir að lýsa ánægju sinni með kosningarnar áður en þær voru í reynd yfirstaðnar. Töldu sumir þeirra sem yfirlýsingar eftir- litsmanna hefðu getað haft áhrif á stjómarandstöðuna og ákvörðun hennar að hafna niðurstöðum kosn- inganna. Ef marka má kosningaspár CPP- flokksins hlýtur hann 65-67 sæti á 122 manna þjóðþinginu. FUNCIN- PEC, flokkur prinsins Norodom Ranariddh, hlýtur 42-45 sæti og stjómmálaflokkur Sam Rainsy 13 sæti. Samkvæmt stjórnarskrá Kam- bódíu verður ný ríkisstjórn hins vegar að njóta stuðnings tveggja þriðju hluta þingmanna og því marki myndi CPP ekki ná ef Rana- riddh og Rainsy gera alvöru úr hót- un sinni að hunsa þingið nýja og efna til mótmæla. Reuters Mannskætt rútuslys SJO fórust og 38 slösuðust, þar af átta alvarlega, í miklu umferðarslysi á hraðbrautinni nærri Montelimar í suðaustur- hluta Frakklands í gær. Hinir látnu, tveir þeirra börn, voru frá Þýzkalandi og Hollandi. Slysið varð eftir að vöru- bifreið Valt og lokaði þremur akreinum þjóðvegarins. Hollensk langferðabifreið ók þá á tvær aðrar rútur, sem höfðu stöðvast á veginum, með fyrrgreindum afleiðingum. Lið 140 björgunarmanna naut liðsinnis sex þyrlna við björg- unaraðgerðirnar. 9,85%* * Óverðtryggt með aðeins 2% lántökugjaldi Vörðufélagar Landsbankans og þeir sem gerast Vörðufélagar fyrir 30. september 1998 fá Bflalán f miklum snarheitum. Lánið getur numið allt að 75% af kaupverði nýrrar bifreiðar en allt að 60% af kaupverði notaðrar bifreiðar. Lánstíminn er allt að 6 ár með mánaðarlegum afborgunum. •sértiiboð tyrir vörðutéiaga sem giidir tn 30.09.98. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HAFÐU SAMBAND VIÐ ÞJONUSTUFULLTRUANN ÞINN SEMVEITIR ÞERALLAR NANARI UPPLYSINGAR OGAÐSTOÐ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.