Morgunblaðið - 29.07.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sótt að Netanyahu á ísraelska þinginu
Auknar líkur
á kosningum
Jerúsalcm. Reuters.
ÍSRAELSKA þingið tekur í dag af-
stöðu til tillögu stjómarandstæðinga
um hvort boðað verði til kosninga,
rúmum tveimur árum á undan áætl-
un. Virðist sem stuðningur við tillög-
una sé umtalsverður því að minnsta
kosti 56 þingmenn af þeim 120 sem
sitja á ísraelska þinginu höfðu í gær
lýst sig fylgjandi henni en einungis
þarf stuðning meirihluta viðstaddra
þingmanna til að hún teljist sam-
þykkt.
Þrátt fyrir að tillagan þurfi að fara
fyrir þingnefnd verði hún samþykkt,
og síðan þrivegis fyrir ísraelska
þingið á nýjan leik til að verða að
lögum sögðu fréttaskýrendur í gær
að atkvæðagreiðslan gæti reynst af-
Reuters
Hitií
Búlgaríu
UNGT par kælir sig í fossi árinn-
ar Iskar, nærri Kokaliane sem er
úthverfi Sófíu. Undanfarnar tvær
vikur hefur hitabylgja verið í
Búlgaríu og hefur hitinn orðið
allt að 38 gráðum á Celsíum.
ar afdrifarík fyrir Benjamin Net-
anyahu sem nú hefur gegnt embætti
forsætisráðherra í rúm tvö ár, eða
tæplega helming kjörtímabilsins.
Reynslan sýni nefnilega að í hvert
sinn sem slík tillaga hefur hlotið
samþykki þingsins við fyrstu umferð
voru kosningar sannarlega verið
haldnar fyrr en áætlað hafði verið.
Benjamin Netanyahu kvaðst hins
vegar í gær staðráðinn í að hafa sigur
í dag og sagði að stjómarandstöðunni
myndi ekki takast ætlunarverk sitt,
rétt eins og þeim hefði ekki tekist að
fá samþykktar fimm vantrauststillög-
ur á stjóm sína í gær. Var stjóm Net-
anyahus þar sökuð um að hafa klúðr-
að samningunum við Palestínumenn
með því að neita að fallast á að af-
henda 13% Vesturbakkans.
Weizman rýfur vopnahlé
Ezer Weizman, forseti Israels,
hefur rofið það vopnahlé, sem verið
hefur með honum og Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra landsins, í
tæpan mánuð. Sl. sunnudag sagði
hann, að næðust ekki samningar við
Palestínumenn fljótlega myndi það
enda með ósköpum.
Weizman, sem er fyrrverandi yfir-
maður ísraelska flughersins og átti
mikinn þátt í friðarsamningunum við
Egypta, tók upp þráðinn þar sem frá
var horfíð í deilunum við Netanyahu
með því að hvetja til nýrra kosninga.
Sagði hann, að nú væri komið að því,
að Israelar og Palestínumenn yrðu að
hrökkva eða stökkva, að öðrum kosti
yrði „sprenging" með afleiðingum,
sem hann kærði sig ekki um að nefna
á nafn.
Shmaryahu Ben-Zur, frammá-
maður í einum bókstafstrúarflokk-
anna, sem styðja ríkisstjórn Net-
anyahus, sagði vegna þessara um-
mæla, að Weizman væri óþreytandi
við að róa undir og skipta þjóðinni í
fylkingar með yfirlýsingum sínum.
Sagði hann það ólíðandi, að forset-
inn, sem væri sameiningartákn þjóð-
arinnar, snerist gegn löglega kjör-
inni ríldsstjórn.
Reuters
KÍNVERSKIR hermenn flytja sandpoka til að styrkja stíflur
nálægt borginni Wuhan við Jangtse-fljót.
Verstu flóðin í Jangtse í áratugi
Milljónir manna
reisa varnargarða
Peking. Reuters. The Daily Telegraph.
NEYÐARÁSTANDI hefur verið
lýst yfir í tveimur héruðum við
Jangtse-fljót í Kína vegna verstu
flóða sem gengið hafa yfir síðan árið
1954. Kínversk stjómvöld skýrðu
frá því í gær að um 1.300 manns
hefðu látið lífíð af völdum flóðanna í
sumar.
Yfir fjórar milljónir hermanna og
óbreyttra borgara hafa undanfarna
daga unnið við að reisa varnargarða
við fljótsbakkana. Ráðgert er að
hleypa vatni úr fljótinu yfir strjál-
býl svæði til að koma í veg fyrir að
stíflur bresti og borgir og iðnaðar-
svæði fari undir vatn.
Veðurfræðingar spá nú frekara
regni í miðhluta Kína og ekki er því
útlit fyrir að flóðin réni í bráð. Tæp-
lega níu milljónir Kínverja hafa
þurft að yfirgefa heimili sín vegna
flóðanna og tjón á mannvirkjum og
uppskeru hefur verið gífurlegt.
Jangtse er þriðja lengsta fljót í
heimi, á eftir Níl og Amazon. Mörg-
hundruð milljónir manna búa við
fljótið, sem greinir norðurhluta
Kína frá suðurhlutanum. Flóð í
Jangtse hafa oft valdið miklum
skaða, og sem dæmi má nefna að á
þriðja áratugnum fór svæði á stærð
við Austurríki undir vatn.
Deilan um
Jack Ryan
JACK Ryan, söguhetjan í flestum
bókum Toms Clancys, er nú orð-
inn helsta bitbeinið í hjónaskiln-
aði sem er enginn skáldskapur,
heldur heiftarlega raunveruleg-
ur. Clancy og Wanda, eiginkona
hans til 28 ára, eru skilin að
borði og sæng en ekki hefur ver-
ið endanlega gengið frá lögform-
legpi hliðinni - vegna deilunnar
um hver skuli njóta væntanlegra
tekna af bókum sem Clancy á eft-
ir að skrifa um Jack Ryan.
Að sögn Sunday Times hafa
þau komist að samkomulagi um
flest annað, til dæmis umráðarétt
yfir börnunum og Sherman-
skriðdrekann sem skreytir garð-
inn við húsið þeirra í Maryland.
AIIs er verðmæti Clancy-veldisins
talið vera.ríflega 190 milljónir
Bandarfkjadollara (tæpir 14
milljarðar króna), en hluti af því
er íjórðungseign í hafnaboltalið-
inu Baltimore Orioles.
Tvær bækur væntanlegar
Tom og Wanda skildu að skipt-
um 1996 og samskipti þeirra í
millum er nú einungis á formi
tölvuskeyta. I fyrra skrifaði
Clancy undir samning um að
skrifa tvær bækur fyrir 38 millj-
óna dollara greiðslu. Nýjasta
sagan hans, Rainbow Six, kemur
út í Bandaríkjunum á næstu dög-
um. Segir hún af hópi umhverfis-
hryðjuverkamanna.
Það sem lögspekingum þykir
merkilegt við þennan skilnað er
að Wanda Clancy fer ekki aðeins
fram á að fá sinn hlut þeirra
eigna sem söfnuðust í búið á
meðan hjónabandið hélt, heldur
gerir hún líka kröfu til hluta
þeirra tekna er fást munu af
hugverkinu sem búið var til á
meðan hjónabandið varði. Og þar
eð Jack Ryan er hluti af þessu
hugverki gætu tekjurnar numið
hundruðum milljóna dollara.
„Þetta yrði meiri háttar for-
dæmi,“ sagði Max Oppenheimer,
prófessor í hugverkum við laga-
deild Háskólans í Maryiand.
„Þetta myndi koma af stað miklu
róti allt frá skattalögum til starfs-
samninga og skilnaðarmála.“
Lögmenn Clancys andmæla
kröfunni staðfastlega. Clancy
neiti því að Wanda hafi átt
nokkurn þátt í sköpun umræddra
hugverka. Það sem meira er,
segja lögmennirnir, hún var and-
víg því að Clancy tæki upp rit-
störf. „Verðmæti hjúskapareign-
anna er því sprottið af framlagi
hans og án allrar aðstoðar og oft
þrátt fyrir andstöðu frú Clancy.
Verðmæti væntanlegra bóka
sprettur af framlagi hans og ann-
arra,“ segja lögmennimir.
Tom Clancy
Clancy leggur að lögmönnum
sínum að hætta flóknu samninga-
þrefi um fjármál, sem gæti tekið á
þriðja ár að fá botn í, og ganga
frá skilnaðinum hið snarasta.
Clancy vill nefnilega ganga að
eiga unnustu sína, Alexöndru
Llewellyn, sem Colin Powell,
fyrrverandi yfirmaður herafla
Bandaríkjanna, kynnti hann fyrir.
Óvæntur ótrúnaður
Þegar Clancy og Llewellyn hitt-
ust fyrst var hann þegar skilinn
að skiptum við Wöndu, sem hafði
komist að því að Clancy var far-
inn að halda við lögfræðing í
New York, sem hann hafði
kynnst gegnum netið. Ótrúnaður
hans kom öllum á óvart, ekki að-
eins Wöndu og börnunum. Ekki
síst urðu aðdáendur rithöfundar-
ins undrandi, því Clancy hafði oft
lagt áherslu á hve strangt sið-
ferðismat sitt væri.
Einu sinni sagðist hann í við-
tali ekki geta borið virðingu fyrir
þeim sem færi á bak við konuna
sína. Og hann sagði að það væri
ekki stafur um kynlíf í bókum
sínum vegna þess að hann væri
giftur og kaþólskur.
Clancy eða Ryan?
Clancy var tryggingasölumað-
ur áður en hann hóf skriftir.
Fyrsta bókin hans, Leitin að
Rauða október, kom út 1984 í
takmörkuðu upplagi. Eftir að
einhver gaf Nancy Reagan ein-
tak og hún gaf það manni sínum
forsetanum og hann varð hrifinn
tók bókin að seljast verulega og
nú hafa selst ríflega fjórar millj-
ónir eintaka.
Clancy hefur skrifað tíu bækur
til viðbótar og hafa nokkrar ver-
ið kvikmyndaðar. Þeir Alec Bald-
win og Harrison Ford hafa séð
um að (já hinum skyndilega um-
deilda Jack Ryan hold og blóð.
Þá hafa verk Clancys orðið
kveikjan að sjónvarpsþáttaröð og
tölvuleikjum.
Sumir telja að velgengnin hafi
orðið til þess að Clancy hafí
gleymt að gera greinarmun á
sjálfum sér og söguhetjunni sinni.
Deborah Grosvenor, ritstjórinn
sem samdi fyrst um útgáfuréttinn
að Rauða október fyrir aðeins
fimm þúsund dollara fyrirfram-
greiðslu, segir að skyndleg vel-
gengni hafi komið niður á hjóna-
bandi Clancys. „Frægðin og pen-
ingamir lögðu það í rúst.“
Hreinsað
tilí
Georgíu
FORSETI Georgíu, Edvard
Sjevardnadze, hefur stokkað
upp í ríkisstjórninni og þvingað
flesta ráðherra til þess að segja
af sér, til þess að flýta efnahags-
umbótum í landinu. Hann hefur
tilnefnt Vazha Lordldpanidze,
sendiherra Georgíu í Rússlandi,
í embætti forsætisráðherra.
Sjevardnadze er kappsmál að
spilling í landinu hindri ekki er-
lendar fjárfestingai- eða lánveit-
ingar frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum.
Björgun
reynd
TILRAUNIR til þess að bjarga
tíu námamönnum, sem hafa ver-
ið fastir í námu í Lassing í Aust-
urríki í ellefu daga, héldu áfram
í gær í kapphlaupi við tímann.
Björgunarmenn héldu leit sinni
áfram í þeirri von að mennirnir
væru í hvelfingu á 130 metra
dýpi í námunni.
Konungur
berst við
krabbamein
HUSSEIN Jórdaníukonungur
segist munu ná sér að fullu af
krabbameini í eitlum. Þetta kom
fram í viðtali
við hann í
jórdanska rík-
issjónvarpinu í
gær. Konungur
sagði þegnum
sínum að
geislameðferð-
in sem hann
gengst undir á
Mayo sjúkra-
húsinu í Roehester í Minnesota
yrði í sex umferðum, sem tæki
um 3 vikur hver. Jórdaníukon-
ungur stappaði stálinu í þjóð
sína og fullvissaði hana um að
hann myndi sér fljótt og vel.
Marklaus
ummæli
TALSMAÐUR grísku ríkis-
stjórnarinnar sagði í gær að um-
mæli utanríkisráðherrans, Theo-
doros Pangolos, þess efnis að
forseti Bandaríkjanna meinti
ekkert með tilboði sínu um að-
stoð við að sameina Kýpur,
hefðu aðeins endurspeglað
stundarpirring ráðherrans. En
ráðherrann hafði einnig hvatt
Bandaríkjamenn af grískum
uppruna til þess að hætta stuðn-
ingi sínum við forsetann. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Grikk-
landi mótmælti ummælum ráð-
herrans fonnlega og ferð erind-
reka Bandaríkjastjórnar til Kýp-
ur var aflýst.
Fleiri fórust
í flóðum
FLEIRI fórust í flóðunum í
Slóvakíu í síðustu viku en áður
var talið. Lík fjörutíu og þriggja
manna hafa fundist en fimmtán
er enn saknað.
Björgunarmenn eru enn að
störfum en flóðin, sem urðu
vegna mikilla rigninga, gerðu
óskunda í tuttugu þorpum og í
tjaldbúðum sígauna. Flestir
hinna látnu eru börn. Talið er að
skemmdir vegna flóðanna séu
jafnvirði 43 milljóna dala.
Hussein.