Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 23
AÐSENDAR GREINAR
Verslun með fólk til
kynlífsþrælkunar
DAGANA 29. og
30. júní sl. stóð jafn-
réttisnefnd Evrópu-
ráðsins fyrir ráð-
stefnu sem bar yfir-
skriftina „Aðgerðir
gegn verslun með
fólk til kynlífsþrælk-
unar: hlutverk
frjálsra félagasam-
taka.“ Megintilgang-
ur ráðstefnunnar
var að skilgreina
hlutverk þeirra fé-
lagasamtaka sem að
þessu vandamáli
koma, einkum þeirra
sem vinna með kon-
ur, með það að
markmiði að skapa og styrkja
tengslin. A ráðstefnunni var
áhersla lögð á að kynna starf fé-
lagasamtaka í þeim löndum sem
konurnar koma frá og þeim lönd-
um sem þær eru fluttar til. Ráð-
stefnan var ein af mörgum aðgerð-
um jafnréttisnefndarinnar gegn of-
beldi gagnvart konum og liður í
aukinni áherslu hennar á samstarf
við frjáls félagasamtök í aðildar-
ríkjum ráðsins. Nefna má að sér-
fræðingahópur á vegum jafnréttis-
nefndarinnar vinnur að samningu
yfirlýsingar fyrir aðildarríkin um
verslun með fólk. Hvort sú yfirlýs-
ing verður að alþjóðasáttmála laga-
lega bindandi fyrir þau ríki sem
hann staðfesta, á eftir að koma í
ljós.
Verslun með fólk, einkum konur
og börn, hefur tíðkast lengi. Lönd
þriðja heimsins, s.s. í Asíu og Suð-
ur-Ameríku hafa einkum orðið fyrir
barðinu á þessari glæpastarfsemi.
Enginn veit fjöldann en þær skipta
hundruðum þúsunda þær stúlkur
sem hafa verið tældar til Vestur-
Evrópu, Israels og Japans og horf-
ið sporlaust.
Nýr markaður hefur opnast í
ríkjum Austur- og Mið-Evrópu eft-
ir fall kommúnismanns. Alþjóða-
stofnunin um Búferlaflutninga
(IOM: International Organisation
of Migration) telur að fjöldi þeirra
stúlkna sem smyglað er frá Aust-
ur- og Mið-Evrópu hafi þrefaldast
síðan járntjaldið féll. Flestar koma
frá Rússlandi, Hvíta-Rússlandi,
Ukraínu, Albaníu, Rúmeníu,
Búlgaríu og Póllandi. Stofnunin
telur að á árinu 1995 eingöngu hafi
um 500 þúsund konur verið fluttar
ólöglega til ríkja Evrópusambands-
ins. Verslun með konur til kynlífs-
þrælkunar er oftast tengd annarri
glæpastarfsemi s.s. eiturlyfja-
smygli, peningaþvætti og ólöglegri
vopnasölu.
En hvað er verslun með konur til
kynlífsþrælkunar? I skýrslu sem
var unnin fyrir þing Evrópuráðsins
er lögð til eftirfarandi skilgreining:
„Verslun með konur þýðir sérhver
löglegur eða ólöglegur flutningur
kvenna og/eða verslun með þær
með eða án upphaflegs samþykkis
þeirra, í gróðaskyni, í þeim tilgangi
að neyða þær síðar í vændi, hjú-
skap eða til annars konar kynlífs-
þrælkunar. Ofbeldið getur verið
líkamlegt, kynferðislegt og/eða
andlegt, og falið í sér þvingun og
misnotkun valds eða það að vera
öðrum háður.“
A ráðstefnunni kom fram að
flestar sem í þessu lenda eru börn á
aldrinum 15 til 18 ára, sjaldnast
eldri en 25 ára. Þessar stúlkar búa
við mikla fátækt, menntunar- og at-
vinnuleysi í heimalöndum sínum.
Þær eru tældar til Vesturlanda
undir því yfirskini að þar verði
þeim tryggð atvinna sem sýningar-
stúlkum, hárgreiðslu- eða
snyrtidömum eða á skemmtistöð-
um. Þegar þær koma yfir landa-
mæri þess lands sem förinni er
heitið til, er algengt að vegabréf
þeirra séu af þeim tekin og þær
lokaðar inni á vændishúsum. Þar
eru þær sviptar öllum mannréttind-
um. Þær eru þrælar, eign þeirra
glæpamanna sem kom þeim inn í
landið. Þær njóta engrar heilbrigð-
isþjónustu, ekki ferðafrelsis enda
oftast ólöglegar í viðkomandi landi
og þær ráða ekki lífi sínu. Þeim er
gert að afgreiða allt að 10 kúnnum
á dag, þær njóta ekki þess réttar að
geta neitað tilteknum kúnnum,
þeim er meinað að verja sig gegn
eyðni og þær þurfa oft að þola af-
brigðilega kynhegðun og ofbeldi
samhliða kynmökum. Leiti þær
ásjár lögreglu eða félagasamtaka,
eiga þær ekki aðeins á hættu að
missa eigið líf heldur er líf aðstand-
enda þeirra einnig í hættu. Sem
ólöglegir innflytjendur í landinu
mega þær oftar en ekki búast við
að verða sendar heim eftir að vitna-
hlutverki þeirra lýkur. Þar bíður
þeiira ekkert.
Verslun með fólk er
staðreynd sem kemur
okkur við, segja Ásta J.
Arnardóttir og Elsa S.
Þorkelsdóttir. Hún er
glæpur og því ólíðandi.
Á ráðstefnunni var sjónarhorn-
inu beint að starfi félagasamtaka
bæði í upprunalöndum kvennanna
og í þeim löndum sem þær eru
tældar til. Áhersla var lögð á upp-
lýsingamiðlun til kvenna í áhættu-
hópi og til fólks almennt. Almenn-
ingur getur lagt sitt af mörkum
með því að tilkynna til lögreglu,
leiki grunur á um slíka starfsemi.
Skilaboð fjölmiða þurfa að vera
skýr: Verslun með fólk er glæpur
og því ólíðandi. Fulltrúar frá Inter-
pole og Europole sögðu vanda al-
þjóðalögreglunnar ekki síst vera
þögnina sem umlykur þessa glæpa-
starfsemi. Þrátt fyrir mismunandi
áherslur hjá fulltrúum hinna ýmsu
félagasamtaka, ríkti eining um
nauðsyn þess að ná til þolenda,
tryggja þeim nauðsynlega vemd,
heilbrigðisþjónustu, lögfræðiaðstoð
bæru þær vitni og að þær væru
ekki skilyrðislaust sendar til síns
heimalands þó svo þær væru ólög-
lega í landinu.
I niðurstöðum ráðstefnunnar
kemur m.a. fram að ríki heims
standi frammi fyrir alþjóðlegri
glæpastarfsemi sem eigi sér engin
landamæri, engin takmörk. Erfitt
sé að bregðast við vegna þess hve
dulin hún sé en þörf sé samræmdra
aðgerða. Evrópuráðið sé kjörinn
vettvangur samráðs og samhæfing-
ar. Aðild að Evrópuráðinu eigi bæði
upprunaríki kvennanna og þau ríki
sem þær eru fluttar til. Hundruð
þúsunda kvenna séu þrælar og á
þeim brotin ákvæði alþjóðlegra
mannréttindasamninga s.s. mann-
réttindasáttmála Evrópu, alþjóða-
samnings um borgaraleg og stjórn-
málaleg réttindi, kvennasáttmála
og bamasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna auk sérstakra alþjóðasamn-
inga um bann við þrælahaldi og
verslun með fólk.
Miklar breytingar hafa orðið á ís-
lensku samfélagi á síðustu árum.
Kynlífsiðnaður, þ.m.t. vændi, er
staðreynd í okkar samfélagi. Þekk-
ing okkar á umfangi ofbeldis gagn-
vart konum og börnum er mun
meiri en áður. Lítil umræða hefur
hins vegar verið um hvert við stefn-
um og hvert við viljum stefna varð-
andi kynlífsiðnað. Erfitt er að full-
yrða hvort verslun með konur í
gróðaskyni, hvort sem er til vændis
eða til hjúskapar, er staðreynd á Is-
landi. Víst er að þessi glæpastarf-
semi mun ekki fara hjá garði hér
fremur en önnur skipulögð glæpa-
starfsemi. Það er von okkar að
þessi grein verði til að skapa um-
ræðu um þessi mál. Við munum
þurfa að bregðast við og því þurfum
við halda vöku okkar.
Ásta J. Arnardóttir er fræðslufull-
trúi Samtaka um kvennaathvarf.
Elsa S. Þorkelsdóttir er fulltrúi (s-
lands istjórnarnefnd Evrópuráðsins
• um jafnrétti kynja.
óíW* - iisl';-/
- til frumtíðnr ■ .
Ármúla 13 • Simi 575 1220 - 575 1200
verð frá aðeins 1.445.000
Hyundai Coupe er kraftmikill sportbitl, með 116 ha. eða 138 ha. vél
Á Hyundai Coupe er eftir þér tekið i umferðinni. Rennilegar og ávalar línur
ásamt aflinu undir vélarhlífinni gefa þér réttu tilfinninguna.
Komdu og skoðaðu mest selda sportbíl á íslandi.
PORTBILL
sem horft er á eftir!