Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTHILDUR KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR + Ásthildur Krist- ín Björnsdóttir fæddist á Bergs- stöðum í Svartárdal 4. júní 1917. Hún lést í Reykjavík 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Stefáns- son, f. 13.3. 1881, d. 10.11. 1958, prestur á Bergsstöðum og Auðkúlu í Svína- vatnshreppi, og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, f. 27.11. 1890, d. 25.6. 1918. Fyrstu átta árin eftir móður- missinn ólst Ásthildur upp í Hjarðarholti í Dölum og í Reykjavík hjá móðurforeldrum sínum, séra Ólafi Ólafssyni og Ingibjörgu Pálsdóttur, en fór síðan til föður síns og systkina að Auðkúlu, en þar bjuggu einnig föðurafi hennar, séra Stefán M. Jónsson og síðari kona hans, Þóra Jónsdóttir. Systkini Ásthildar eru: Ólafur, fyrrverandi prófessor og al- þingismaður, f. 2.2. 1912, kvæntur Guðrúnu Aradóttur; Stefán Magnús, f. 27.5. 1913, d. 2.7. 1913; Ingibjörg, bóndi, f. 20.9. 1914, d. 13.5. 1977, gift Þórarni Sigmundssyni, mjólk- urfræðingi; Þor- björg, f. 18.11. 1915, fyrrverandi bankastarfsmaður. Hálfsystur Ásthild- ar, dætur Björns og Valgerðar Jóhanns- dóttur, eru: Guðrún Sigríður, f. 30.7. 1930, gift Jóni R. Magnússyni, verk- fræðingi, og Ólöf Birna, f. 2.4. 1934, gift Jóni Ólafssyni, lögfræðingi. Ásthildur varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1937 og fluttist þá til Reykjavíkur. Hún hóf störf á Hagstofu íslands ár- ið 1941 og vann þar allan sinn starfsaldur. Um miðjan fimmta áratuginn hóf hún sambúð með Aðalsteini Kristmundssyni eða Steini Steinarr skáídi og rithöfundi, f. 13.10. 1908, d. 25.5. 1958. Þau gengu í hjónaband 1948. Árið 1966 flutti til hennar gamall æskufélagi, Þormóður Guðlaugsson, f. 15.3 1916, d. 5.5. 1989, og bjuggu þau saman þar til Þormóður lést. Útför Ásthildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Yngsta bam séra Bjöms Stef- ánssonar, prófasts frá Áuðkúlu, og Guðrúnar Ólafsdóttur frá Hjarðar- holti er látið. Ásthildi Kristínu Bjömsdóttur var gefið mikið í vöggugjöf. Hún var fógur, kvenleg, fíngerð, skarp- greind, víðsýn, stálminnug og hafði gott skopskyn. En sorgin barði snemma á dyr hennar. Yndislega móður sína missir hún aðeins eins og hálfs árs. Guðrún deyr frá fjóram kornung- um börnum, Ólafi elstum, þá aðeins sex ára, Ingibjörgu, Þorbjörgu og Ásthildi. Eg hygg að móðurmissir- inn hafi haft djúpstæð áhrif á allt líf Ásthildar. Eg mat þessa elsku frænku mína mikils. Okkur kom alltaf vel sam- an. Við voram systkinabörn í báðar ættir. Foreldrar mínir hittust fyrst þegar foreldrar Ásthildar voru gef- in saman í Hjarðarholtskirkju. Þá kom þangað séra Stefán M. Jóns- Sérfræöingar í blómaskreytingum við (ill tækifæri I Vlblómaverkstæði 1 I JJlNNA 1 Skólavöröustíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 9090 son frá Auðkúlu ásamt dóttur sinni, Hildi, og gaf saman son sinn, séra Bjöm og Guðrúnu Ólafsdótt- ur. Þremur áram síðar gaf séra Ólafur Ólafsson í Hjarðarholti son sinn Pál og Hildi Stefánsdóttur saman í Auðkúlukirkju. Þannig voram við Adda eiginlega jafn skyldar og væram við systur. Ásthildur var eiginkona Steins Steinars. Að mínu mati á íslenska þjóðin henni þökk að gjalda fyrir það hve óeigingjamt starf hún lagði af mörkum til þess að hann fengi notið sín sem listamaður. Hann mat hana líka mikils, þó því væri ekki flíkað hátt. Hún syrgði hann alla tíð. Góður vinur þeirra beggja, Þor- móður Guðlaugsson, varð seinna sambýlismaður Ásthildar til margra ára. Þormóður sagði mér að hann hefði alltaf dáð Ásthildi frá því hann var ungur kaupamaður á Auðkúlu. Frænku minni auðnaðist ekki að verða móðir, en hún átti svo mikinn kærleika innra með sér að um- hyggja hennar, til dæmis fyrir dýr- um, varð svo einlæg að undram sætti. Eg mun heldur aldrei gleyma hlýju brosi hennar í þau skipti sem hún hitti lítinn dóttur- son minn. I stuttum fríum hér heima á námsárum mínum heimsótti ég ekki marga úr ættinni, en alltaf Ásthildi og Stein. Við skemmtum okkur líka vel þegar þau heimsóttu mig í Kaupmannahöfn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning(o>mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ^arasKom v/ 1“ossvogsl<i»*l<ju0c»r3 j W^Sfmii 554 0500 irjiírytíýur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 IHÓTEL LOFTLEIÐIR O lCELANOAIR HOTELS mg : I Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR ; OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Við Ásthildur unnum saman um árabil á Hagstofu Islands. Þar vor- um við samtímis þrjár frænkur, Ásthildur, Ólöf Vilmundardóttir og ég. Einnig Jirjár nöfnur, því einnig vann þar Olöf Bjarnadóttir, dóttir séra Bjarna Jónssonar vígslubisk- ups. Einnig unnu þær þarna, Bryn- dís Þorsteinsdóttir, hagstofustjóra, „Dassa“ Halldórsdóttir, læknis, Sigrún Einarsdóttir og Rannveig Tómasdóttir, rithöfundur, allt önd- vegiskonur. Ennfremur unnu þar þeir Áki Pétursson, frændi okkar Ásthildar, og Gunnar Viðar, að ógleymdum Tómasi Guðmunds- syni, skáldi, sem naut starfsins sem eins konar listastyrks. Vinnu- andinn meðal þessa fólks var ein- stakur. Stjómandi hópsins var Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofu- stjóri, öndvegismaður. Að öllum þessum ólöstuðum var Ásthildur ekki sjaldan þrautalend- ing ef eitthvað kom upp á, þar sem gott var að leita í hennar óskeikula minni og greind. En það var fjarri henni að miklast af yfirburðum sín- um. Hún vann einnig mikils metið starf fyrir Mannfræðistofnun Há- skóla Islands, undir forystu dr. Jens Ó.P. Pálssonar, prófessors, bróður míns. Ásthildur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og nam síðan heimspeki við Háskóla Islands. Eg sat ein hjá Öddu minni þegar hún skildi við og hélt í þessa grönnu, fíngerðu hönd, sem var eins og úr postulíni. Það minnti mig ennþá einu sinni á það hve margt var líkt með móður minni og Ásthildi. Þær mátu hvor aðra mik- ils alla tíð. Þar sem ég sat hjá frænku minni látinni læddist að mér sú bæn, að hún fengi nú loks að hitta móður sína. Eg kveð Ásthildi með djúpum söknuði. Hún var mér betri og kærari en nokkur systir. Ólöf Pálsdóttir. Fyrir rúmum áttatíu áram stóð ungur faðir, Björn Stefánsson, með fjögur móðurlaus börn norður á Bergsstöðum i Svartárdal eftir að móðir þeirra, Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, lést eftir fæðingu and- vana stúlkubams. Systkinahópur- inn var leystur upp, tvö þeirra, Ingibjörg og Þorbjörg, fóra að Auðkúlu í Svínavatnshreppi til fóð- urafa síns, séra Stefáns M. Jóns- sonar, og síðari konu hans, Þóra Jónsdóttur. Þá var föðursystir þeirra, Sigríður Stefánsdóttir, enn í föðurhúsum og var þeim nánast sem móðir. Hin tvö, Ólafur og Ást- hildur Kristín, fóra vestur að Hjarðarholti í Dölum til móðurfor- eldra sinna, séra Ólafs Ólafssonar og Ingibjargar Pálsdóttur. Ólafur, elsta barnið, fór að ári liðnu til systra sinna á Auðkúlu en Ásthild- ur, sú yngsta, var áfram í Hjarðar- holti og fluttist síðar til Reykjavík- ur með afa sínum og ömmu og yngstu móðursystur sinni, Ástu, sem gekk henni nánast í móður- stað. Þar naut hún mikillar ástar og umhyggju. Þegar Ásthildur var átta ára var amma hennar orðin heilsulítil svo hún var send norður að Auðkúlu til fóður síns og systk- ina. Mér er ekki grunlaust um að þetta hafi orðið henni þung lífs- reynsla, þar sem hún var í raun að skilja í annað sinn við móður. Hún kom úr umhverfi verndar og vellystinga suður í Reykjavík í ærslafullan hóp eldri systkina, sem alist höfðu upp við minni efni og meira frelsi norður á Auðkúlu. Nú þegar ég raða saman brotum úr ævi móðursystur minnar Ást- hildar Björnsdóttur sé ég í sjón- hending hve líf hennar hefur ein- kennst af stöðugum missi og að- skilnaði við ástvini. Það er nánast eins og örlaganornir hafi ofið henni ævivef aðskilnaðar og einsemdar. Leiðir systranna Ingibjargar, Þorbjargar og Ásthildar eða Iddu, Boddu og Öddu, eins og okkur er tamast að nefna þær, hafa alla tíð legið saman eða samsíða. Frá barnæsku minni vora Adda og Bodda stór hluti af jóla- og páska- haldi og á öllum hátíðar- jafnt sem sorgarstundum hafa þær staðið okkur systurbörnum við hlið. Eftir að þær fóra að norðan, suður til Reykjavíkur, bjuggu þær fyrst saman allar þrjár. Þá vora móður- systur þeirra, Ásta Ólafsdóttir í Brautarholti og Kristín Ólafsdóttir í Ingólfsstæti 14, góðir bakhjarlar. Ingibjörg, móðir mín, giftist svo og fór að eiga böm en Ásthildur kynntist stóru ástinni í lífi sínu, Steini Steinarr. Þegar ég man fyrst eftir mér var Ásthildur gift Steini og allt frá barnæsku vissi ég hve mikla ást hún bar til hans. Best man ég þau þegar þau bjuggu á Sléttuvegi í Fossvogi. Ásthildur vann á Hag- stofunni en heima ráku þau smábú- skap með_ hænsnum, hundum og köttum. Ásthildur vai- einstakur dýravinur og umgekkst dýr af ótrúlegri natni og umhyggju. Þegar farið var til Reykjavíkur var ævinlega litið inn hjá báðum systranum. Mér era í barnsminni tveir ólíkir heimar sem Ásthildm- lifði í. Þegar komið var til hennar í vinnuna var komið að stómi, virðu- legri hurð og innifyrir langir, auðir gangar með mörgum lokuðum dyr- um. Bak við einar dyrnar sat Ást- hildur fín og greidd í pilsi og blússu. Eg var hálffeimin við þessa fínu borgarkonu. Þegar komið var á Sléttuveginn var heldur frjáls- legra fas á öllu. Ásthildur stóð í bættum buxum og upplituðum bol og þurrkaði af eggjum í eldhúsinu eða gætti að dýranum í útihúsun- um. Steinn var skemmtilegur heim að sækja, sagði okkur skemmtileg- ar sögur af kettinum og hundinum. Þangað var alltaf gott að koma. Lífið með Steini var kannski ekki alltaf dans á rósum en ég hef á tilfinningunni að það hafi alltaf ver- ið skemmtilegt. Eitt sinn seldu þau allar bækurnar sínar og fóru til út- landa. Þau enduðu á Spáni og dvöidu þar nokkra mánuði. Þau jól fengum við systkinin íramandlegar jólagjafir sendar frá þeim. Þyngsta áfall Ásthildar frænku minnar var þegar Steinn lést í maí 1958, þá ekki orðinn fimmtugur. Þau höfðu þá keypt sér bíl og ætl- uðu vestur á bemskuslóðir Steins. Sú ferð var aldrei farin. Eg man enn áhyggjur mömmu af systur sinni. En sjaldan er ein báran stök. Að hausti sama ár missti hún föður sinn, sem þá var hættur prestskap og fluttur til Reykjavíkur. Þegar ég gekk með þriðja barn mitt árið 1965 dreymdi mig draum, sem ekki leið mér úr minni. Mér fannst ég vera á ferðalagi fyrir vestan og aka í bíl með nokkram gömlum skólafélögum mínum. Á hnjánum í aftursætinu hélt ég á burðarrúmi með barninu sem ég gekk með. Við komum að einmana- legu húsi við veginn og ég fór þar ein inn með barnið. Þar sat hún frænka mín og ég lagði barnið í fang hennar. Þegar ég ætlaði að fara fann ég að ég gat ekki tekið barnið frá henni. Við þetta vaknaði ég. Eg eignaðist dreng skömmu síðar og fannst slæmt að það skyldi ekki vera stúlka því ég hélt að Ást- hildur hefði verið að vitja nafns. Mér gekk mjög illa að finna nafn á drenginn. Eftir þetta dreymdi mig hana nánast á hverri nóttu. Að lok- um skildi ég hvers kyns var. Eg var eitt sinn á ferð með barnið í Reykjavík og renndi við hjá Ást- hildi og sagði henni að hún sæi mig ekki í friði á nóttunni, hvort verið gæti að hún væri að vitja nafns. Hún stóð upp, gekk að símanum, hringdi í séra Gunnar Amason í Kópavogi sem giftur var Sigríði föðursystur hennar og spurði hvort hann vildi skíra fyrir sig barn. Hann sagði henni bara að koma strax. Föt barnsins vora varla hæf í slíka athöfn svo óundirbúið svo ég maldaði eitthvað í móinn, en Ást- hildi varð ekki haggað. Við athöfn- ina spilaði Sigríður frænka okkar á orgelið. Hún hafði kallað í syni sína til að syngja. Ásthildur hélt drengnum undir skírn í snjáðum hversdagsfótum. Nafn hans var Aðalsteinn. Tveimur áram síðar eignaðist ég stúlku. Þá hringdi Ásthildur í mig og sagði: „Nú var það mig sem dreymdi draum. Mér fannst ég vera búin að eignast litla stelpu og ætlaði að láta hana heita Ásthildi Kristínu Garðarsdóttur. Mömmu þinni fannst það þá svo óviðkunn- anlegt að við ákváðum að hún yrði bara Björnsdóttir." Svo hlógum við lengi saman. Á sjötta degi var hún skírð og ber auðvitað nafn hennar og er Garðarsdóttir. Þessum börnum mínum hefur Ásthildur alltaf sýnt mikla ræktar- semi, enda sagði hún eitt sinn við mig að sér fyndist ég hafa gefið sér þau. Seinna átti hún svo eftir að eignast alnöfnu þegar dótturdóttir Ástu Ólafsdóttur skírði dóttur sina nafni hennar. Ingibjörg dóttir Ástu hefur alla tíð verið Ásthildi sem besta systir. Þegar þessi yngsta dóttir mín fæddist var Þormóður Guðlaugs- son kominn inn í líf Ásthildar. Þau bjuggu saman í átján ár. Þetta voru að mörgu leyti góð ár í ævi hennar. Hann bar hana á höndum sér. Þau ferðuðust mikið um landið og komu sér upp sumarbústað í Glóra hjá foreldram mínum. Þetta var gömul sjoppa sem Þormóður keypti, svolítið hláleg í útliti fyrir sitt nýja hlutverk. Við kölluðum þennan bústað Höll sumarlandsins. Ásthildur var að eðlisfari glað- lynd og félagslynd. Hún var greind og minnug, hafði góðan húmor og sagði skemmtilega frá. Það var alltaf gaman að fá hana og Þormóð í heimsókn. Enn varð Ásthildur fyrir áfalli 1977. Móðir mín dó mjög skyndi- lega og hún undi ekki lengur í bú- staðnum. Hún og Þormóður komu þó mjög oft til föður míns og héldu við hann góðu sambandi. Fyrir níu áram vitjaði sorgin hennar enn. Þormóður dó sama vorið og hún þurfti að hætta vinnu fyrir aldurs sakir og til að bæta gráu ofan á svart dó hundurinn hennar skömmu síðar. Þetta var meira en hún gat borið og skyldi engan undra. Margir komu til hennar og reyndust henni vel, en fátt kom að gagni. Við eram þakk- lát bömum Þormóðs fyrir tryggð- ina. Ólafur bróðir minn reyndi eftir þetta að fá hana til að flytjast til sín að Glóru í litla íbúð á neðri hæð húss hans, en hún undi þar ekki. Þorbjörg systir hennar kom til hennar nánast hvem einasta dag upp frá þessu, keypti inn fyrir hana, sauð fisk í kettina hennar og sá um öll þau veraldlegu mál sem hægt var að sinna. Það er fyrst og fremst henni að þakka að Ásthildi auðnaðist að búa í litla járnklædda timburhúsinu sínu inni í Skerjafirði allt til dauðadags. Ekkert kom þó að gagni til að rjúfa einsemdina sem ríkti í hug hennar. Þessa djúp- stæðu einsemd sem enginn lýsir betur en Steinn í ljóðum sínum og ekkert mannlegt afl nær að bæta. Nú finnst mér sem ævi Ásthildar kristallist í mörgum ljóða hans. Þegar við Guðrún systir mín vöktum hjá Ásthildi síðustu nótt hennar var okkur ljóst að komið var að lokaorðum æviljóðsins. Þá verður á einhvem hátt skýrari sýn á myndmálið. Viðkvæmri og til- finningaríkri manneskju sem ofin era slík örlög era ekki margar leið- ir færar. Við viljum þakka öllum sem sýndu henni ræktarsemi þessi síð- ustu ár. í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn eins og tálbiátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.