Morgunblaðið - 29.07.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998 31
Ég bið henni frænku minni
blessunar á leið til nýrra og bjart-
ari heimkynna.
Kristín Þórarinsdóttir.
4
i
4
4
4
4
í
3
4
4
4
<3
€
I
i
I
4
Að lokum eftir iangan, þungan dag
er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum stað.
(Steinn Steinan-.)
Nú eftir langan og oft þungan
dag er leið Ásthildar öll. í rúmlega
þrjátíu ár áttum við samleið, eða
frá því þau faðir minn hófu sam-
búð. Þau höfðu þekkst á yngri ár-
um en þá voru aðstæður þeirra svo
ólíkar að við nútímafólk getum
tæplega gert okkur það í hugar-
lund. Þau áttu bæði rætur sínar í
fagurri íslenskri sveit og voru mikil
náttúrubörn. Til að nálgast sveitina
komu þau sér upp aðstöðu í Glóru
þar sem Ingibjörg, systir Asthild-
ar, bjó og seinna í bústað við Gunn-
arshólma. Síðan þegar systirin lést
og pabbi var farinn líka festi Ast-
hildur ekki yndi í sveitinni. Þá lét
hún sér nægja að elska og annast
dýrin sín í borginni þar sem hún
hafði búið og starfað frá því hún
var ung stúlka. Hún hafði öll sín
Reykjavíkurár einhver dýr og síð-
ustu árin voru það í raun Frans,
Skassið og Villi hefðarköttur sem
hún lifði fyrir. Málrómur hennar
varð óumræðilega blíður þegar hún
talaði við þau og ást hennar á þeim
var djúp og tær. Þrátt fyrir að hún
gæti í raun ekki búið ein síðustu
árin heilsu sinnar vegna kom aldrei
til greina hjá henni að flytja úr
húsinu sínu. „Yfir mig dauða,“
sagði hún, ef minnst var á hvort
hún vildi ekki flytja þangað sem
hún fengi þá þjónustu sem hún
þurfti. „Hhvað verður þá um dýr-
in?“ Hún var stolt kona og átti
erfitt með að þiggja aðstoð og þrátt
fyrir stóran frændgarð bað hún
sjaldan eða aldrei um neitt. Henni
varð að ósk sinni að fá að dveljast
heima fram til þess síðasta. Það er
ekki hvað síst systur hennar, Þor-
björgu, að þakka, sem á hverjum
degi kom og leit til með henni og
annaðist ýmis mál fyrir hana. Syst-
urdæturnar frá Glóru og þeirra
fólk átti greipilega stórt pláss í
hjarta hennar enda vakin og sofin
yfir velferð hennar.
Asthildur var ekki gefin fyrir að
flíka tilfinningum sínum. I gegn
um árin ræddum við þó ýmislegt
frá hennar ævi þótt vissir kaflai'
þar væru aldrei á dagski'á. Ung
missti hún móður sína og tregaði
það alla ævi að hafa ekki fengið að
kynnast henni. Hún fór ársgömul í
fóstur til móðurforeldranna í
Hjarðarholti. Með þeim fluttist
hún síðan fjögurra ára til Reykja-
víkur. Hjá þeim átti hún yndisleg
ár sem hún minntist með gleði og
þakklæti og kom þá nafn Astu,
móðursystur hennar, mikið við
sögu. Um átta ára aldur fór hún
aftur til fóður síns í sveitina og var
þangað til hún fór í Menntaskólann
á Akureyri. Hún ræddi oft veru
sína þar og fylgdist vel með ævi-
göngu skólasystkina sinna.
Nóttina sem við vöktum yfir fóð-
ur mínum þegar hann lá banaleg-
una sagði hún mér frá bemsku
hans og aðstæðum þeim sem hann
bjó þá við. Frá aðstæðum og atvik-
um sem hann hafði aldrei getað tal-
að um en veittu mér nýja sýn og
skilning á það hvernig persónuleiki
hans mótaðist. Af hverju hann átti
svo erfitt með að láta í ljós við-
kvæmar tilfinningar, sem við sem
þekktum hann vissum samt að
voru til staðar, heldur kaus oftast
fremur að mæta heiminum með
galgopahætti og stórum orðum.
Þessi vomótt er mér dýrmæt perla
í minningunni og fyrir hana og
margt fleira er ég Asthildi eilíflega
þakklát.
Ég kveð Asthildi Bjömsdóttur
með virðingu og þökk.
Þórdís Þormóðsdóttir.
GUÐMUNDUR
LÚÐVÍK DAVÍÐSSON
Guðmundur
Lúðvík Davíðs-
son fæddist í Foma-
hvammi 7. ágúst
1919. Hann lést á
Landspítalanum 18.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Vilborg Jóns-
dóttir, f. 12. jan.
1877, d. 1. júlí 1985,
og Davíð Stefáns-
son, f. 3. okt. 1877,
d. 8. nóv. 1959.
Systkini hans voru
Steingrímur Axel, f.
17. júlí 1912, d. 3.
jan. 1914. Friðrik, f. 28. des.
1917, d. 2. ágúst 1992 og tvíburi
sem dó í fæðingu. Margrét
Helga, f. 8. sept. 1920, d. 20.
nóv. 1921. Helgi Axel, f. 13. okt.
1921. Hafsteinn, f. 13. des. 1922,
d. 18. okt. 1985. Þórir, f. 5. maí
1924. Marinó, f. 24. sept. 1926.
Útför Guðmundar Lúðvíks
fer fram frá Kálfatjarnarkirkju,
Vatnsleysuströnd, í dag og
hefst athöfnin kiukkan 14.
Elsku Lúðvík, eða Lúlli eins og
við nefndum þig alltaf, ert nú farinn
frá okkur, yfirgefur þessa jarðvist á
vit annarra heima sem við viljum
trúa að taki á móti þér með birtu og
yi-
Þú bjóst einn síðustu árin á
Ásláksstöðum á Vatnleysuströnd,
æskustöðvum þínum. En það var
einmitt þar sem við hittumst oftast,
á Ásláksstöðum. Það hefur verið
hefð hjá okkur síðustu ár að fara
þangað á vorin og sjá lömbin þín og
sérstaklega heimalningana sem var
svo gaman að komast í nána snert-
ingu við. Eins löbbuðum við alltaf
niður í fjöru og leituðum forvitni-
legra hluta. Ekki má gleyma kappa-
stríðinu. Það var spennandi að vita
herjum hlotnaðist að finna hörðustu
skelina. Síðan var sest niður og
fengið sér að drekka undir berum
himni áður en lagt var af stað heim.
Ekki hvarflaði að okkur síðastlið-
ið vor að það yrði síðasta heimsókn-
in til þín, Lúlli. Þú hafðir að vísu orð
á því að þú værir orðinn lúinn og
heilsan væri farin að gefa sig. Þú
værir ekki lengur maður til að
standa í þessum búskap, hugurinn
stefndi að Ási í Hveragerði. En
þangað komstu aldrei, heilsan leyfði
það ekki. Líkamlegur kraftur þinn
varð allur á örfáum vikum, það
gerðist svo ótrúlega hratt.
Við viljum með þessum fátæklegu
oi'ðum kveðja þig, kæri Lúlli
frændi, og þakka þér fyrir hversu
vel þú tókst á móti okkur á Strönd-
inni. Þó að það liði oft langur tími
milli þess sem við hittumst, þá furð-
uðum við okkur oft á því hversu vel
þú varst að þér í fjölskyldumálum
okkar. Þú fylgdist vel með í fjar-
lægð. Það var gaman að spjalla við
þig, þú varst vel að þér og fylgdist
vel með þjóðmálum. Þú varst hæg-
látur maður og alltaf stutt í brosið.
Það ríkti alltaf spenna og kátína
þegar til stóð að fara á Ströndina,
það var tilhlökkunarefni allra ald-
urshópa að heilsa og fagna vori þar.
Við þökkum þér fyrir góðar sam-
verustundir, kæri frændi.
Þetta kvað hún móðir mín,
mun eg seint þvi gleyma:
- Um sumarkvöld, þá sólin skín,
sérðu drottins heima.
Fegurst lætur hann Ijósin sín
frá lágri sólu streyma,
og byggir oss, þegar birtan dvín,
brá til fegri heima.
(Theodóra Thoroddsen.)
Ellen, Þórdís, Linda, Páll
Hinrik og Qölskyldur þeirra.
Guðmundur Lúðvík Davíðsson
fæddist árið 1919 í Fomahvammi í
Norðurárdal. Á vordögum 1920
flutti hann ásamt foreldrum sínum
suður að Ásláksstöðum á Vatns-
leysuströnd og hafði
þar búsetu nánast allt
sitt líf. Á Ásláksstöðum
biðu fjölskyldunnar
ærin verkefni, því þótt
íbúðarhúsið væri gott
vora útihús að hruni
komin og þörf fyrir
vinnufúsar hendur.
Lúðvík var ekki hár í
loftinu þegar hann fór
að láta til sín taka enda
einstaklega laginn
hvort sem var við smíð-
ar eða að annast hús-
dýrin á bænum.
En sjómennskan
heillaði hann eins og margan ungan
manninn og um tíma reri Lúlli með
Agli Jónassyni, sem m.a. gerði út
bátana Braga frá 1926 og Fróða frá
árinu 1944. Til marks um dugnað
Lúðvíks má segja frá því að eitt
sinn er „Egill í Njarðvík“ eins og
flestir kölluðu hann var spurður að
því hve margir menn væru á bátn-
um svaraði Egill: „Við erum tveir,
ég og Lúðvík; en í raun voru menn-
irnir 5 á bátnum.“
Lengst af starfaði Lúðvík þó hjá
Rafmagnsveitum ríkisins og hóf
hann störf þar sumarið 1946 og
vann næstu sumur við að reisa raf-
línur á Suðurnesjum. Vinna við raf-
línumar lá niðri yfir hávetrartím-
ann en þá stundaði hann sjóróðra.
Frá 1950-1958 var hann í vinnu-
flokki sem hafði þann starfa að setja
upp spennistöðvar á dreifilínur og
heimalínur þar sem verið var að raf-
væða. Um 1960 var myndaður
vinnuflokkur sem starfaði út frá
rekstrardeild í Reykajvík til að ann-
ast viðhald og rekstur veitusvæða á
Suðurlandi og víðar. Lúlli var valinn
til að stjórna hópnum þótt ekki væri
hann faglærður iðnaðarmaður, enda
þeir ekki margir slíkir á þessum ár-
um. Rafmagnsveiturnar efndu til
námskeiða til að efla þekkingu
sinna starfsmanna sem stunduðu
þessa vinnu og var Lúlli einn þeirra
sem nýtti sér óspart þessa þjálfun,
auk þess sem honum var í blóð bor-
in vinnusemi og áhugi á að skila
góðu verki. Frá árinu 1985 til ársins
1989 vann hann við almennan raf-
veiturekstur en þá lét hann af störf-
um fyrir aldurssakir. Lúðvík hafði
fallega söngrödd, var sannkallaður
„fjallatenór“ og tók hraustlega und-
ir söng á mannamótum. Hann hafði
líka ákveðnar skoðanir á þjóðfélags-
málum og fylgdist grannt með öll-
um sveiflum í pólitíkinni. Lúlli tók
aldrei bílpróf en fór helst allra sinna
ferða á reiðhjóli eða fótgangandi og
var á vissan hátt náttúrubarn. Hin
síðustu ár stundaði hann smá bú-
skap og hafði nokkrar kindur og
hesta sér til ánægju. Hann var alla
tíð heilsuhraustur, grannur og kvik-
ur í hreyfingum, svo að þeir sem
ekki til hans þekktu trúðu vart að
hér væri á ferð tæplega áttræður
maður. Lúlli hafði tekið þá ákvörð-
un að bregða búi í sumar og njóta
ævikvöldsins á elliheimili í góðra
vina hópi og láta allt streð lönd og
leið. En margt fer öðru vísi en ætlað
er; hann veiktist hastarlega í júní og
lést á Landspítalanum 18. júlí.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hþ'óta skalt.
(V. Briem.)
Þórir.
I kvöldsólinni með jökulinn í bak-
grunni voru þeir að slá Höfðann.
Gamli Farmallinn skilaði sínu hlut-
verki sem fyrr og hljóðið í sláttu-
greiðunni minnti á nýja tíma. En
þessi nýi tími var löngu liðinn. Á
Ásláksstöðum var eins og tíminn
hefði staðið í stað. Þannig upplifði
ég Ásláksstaði í fyrsta sinn. Ég
þurfti að hafa mig allan við að verða
ekki fyrir sláttugreiðunni þetta síð-
sumarkvöld er reynt var að festa þá
bræður Friðrik og Lúðvík á filmu.
Þeim var ekkert gefið um þessa
uppákomu. Ef þeir bara vissu að
þetta sama ár voru þeir komnir fyr-
ir dómnefnd í frönskum ljósmynda-
háskóla. Voru þeir þá frægir kynni
einhver að spyrja. í vissum skáln-
ingi var Lúðvík frægur. Frægur á
sinn hátt. Hann var um margt
óvenjulegur maður, göfgaði tilver-
una, segi ég.
Seinna kom ég að Ásláksstöðum í
norðannepju að hausti. Veðurbarinn
í andliti heilsaði Lúðvík á hlaðinu,
nýkominn úr fjárhúsi. Ég drakk
kaffi úr gömlum bolla og settist á
koll inn í litla herbergið innan um
allrahanda hafurtask. Á veggnum
stóð gamla klukkan þögul og í
glugganum var forláta koparkíkir.
Pottur var á prímus á gólfi og kex í
krukku á borði. Húsakynnin voru
hrörleg en kaffið gott. Fátt minnti á
nútímann nema ef vera skyldi lítið
sjónvarpstæki og sími ofan á stafla
af gömlum símaskrám. Hann er
kaldur, sagði hann, og tók af sér
gömlu derhúfuna. Meiri ótíðin, nú
er hann farinn að rigna í norðanátt-
inni líka, bætti hann við. Harkan f
þessum gamla manni, hugsaði ég
með mér. Upp frá þessu kom ég
reglulega að Ásláksstöðum og
drakk kaffi, úr sama bollanum.
Gamall og góður bolli. Lúðvík hafði
ákveðnar skoðanir á flestu og fylgd-
ist vel með.
Hann var ekki allra. Segja má að
hin veraldlegu gæði hafi verið hon-
um fráhverf. Enda eru þau þegar
allt kemur til alls eftirsókn eftir
vindi. Hann lifði fábrotnu lífi á •*'
Ásláksstöðum. Hafði nokkrar kind-
ur og hross. Ferðaðist um á reið-
hjóli og átti stóran rabarbaragarð,
já, sá var stór. Heill frumskógur,
sagði lítill strákur úr vesturbænum
er hann leit garðinn fyrst augum.
Kartöflugarðurinn var líka á sínum
stað og hólarnir voru slegnir með
orfi og ljá, svo var sett í sátur.
Merkilegar þessar sátur. Sáturaar
prýddu vel hirt Ásláksstaðatúnið á
hverju sumri. Góðar sátur. Eitt sinn
gekk ég fram á Ameríkana á reið-
hjóli á veginum. Listaverk, sagði
hann, um leið og hann myndaði sát-
urnar. Álengdar handlék Lúðvík
hrífuna fimlega, léttur á fæti í
strigaskóm og samfestingi. Já, hann
var frægur.
Fastheldinn á sitt, hreinskilinn,
nægjusamur, kannski svolítið sér-
lunda.
Það er eftirsjá að mönnum eins
og Lúðvík á Ásláksstöðum. Ekld er
laust við að tilveran verði hvers-
dagslegri í Knarrameshverfinu nú
þegar hann kveður í miðjum hey-
skap.
Megi Drottinn varðveita Lúðvík
Davíðsson í útgöngu og inngöngu.
Með góðum óskum og blessun Guðs.
Kveðja frá Minna-Knarramesi.
t
Ástkær eiginmaður minn og elskulegur faðir
okkar,
SIGFÚS ÞÓRIR STYRKÁRSSON,
Ægisíðu 50,
er lést miðvikudaginn 22. júlí, verður jarðsung-
inn frá Neskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl.
13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
félög.
Guðríður Þorvaldsdóttir,
Lovísa Sigfúsdóttir, Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir.
t
Útför
ÖLDU HALLDÓRSDÓTTUR,
Holti, Hrísey,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 24. júlí,
ferfram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Aðstandendur.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR KRISTMANNSSON,
Mánavegi 7,
Selfossi,
sem lést fimmtudaginn 16. júlí, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn
30. júlíkl. 16.00.
Ester Hoffritz,
Adam Guðmundsson, Hafdís Björnsdóttir,
Arndís Björg Smáradóttir, Gísli Georgsson
og barnabörn.
•d*
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
bróður,
KARLS HALLDÓRS ÁGÚSTSSONAR
fv. framkvæmdastjóra Baader,
Hrísmóum 10,
Garðabæ,
áður Miðvangi 63,
Hafnarfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
*
Guðrún M. Guðmundsdóttir.
4