Morgunblaðið - 29.07.1998, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HANNESÞÓRÐUR
HAFSTEIN
+ Hannes Þórður
Hafstein fædd-
ist á Húsavík 29.
nóvember 1925.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
12. júlí síðastliðinn
og fór útfijr hans
fram frá Langholts-
kirkju 21. júlí.
Á kveðjustund vilj-
um við systkinin minn-
ast Hannesar Þ. Haf-
stein opinberlega með
nokkrum orðum.
Við Stefán eigum góðar
æskuminningar úr Skeiðarvoginum
þar sem vel fór á með okkur
frændsystkinum og hvort tveggja
stutt í vináttuna og stutt á milli
bæja. Áramót voru sér kapítuli út af
fyrir sig, því það var ekki bara okk-
ar fjölskylda sem mætti þar gjarn-
an nýju ári, heldur fléstallir ná-
grannarnir þvi Hannes var alltaf
með langflottustu raketturnar.
Bamshugurinn tengdi eðlilega
minningu starfvettvangs Hannesar
, og afa Stefáns þar sem stýri-
mennskan voru annars vegar og
skipsstjómin hins vegar. Auk þeirr-
ar fullvissu að þeir tveir væru
burðarásinn og aðalmenn Eim-
skipafélags íslands.
Hannes átti mikið til að gefa af
sér og gerði það óspart. Myndug-
leiki, einlægni, kímnigáfa og hlýleiki
fóro þar saman og kölluðu á virð-
ingu og væntumþykju á móti.
Meðal margra ógleymanlegra
stunda, skal hér aðeins minnst á
tvær. Stefáni bróður fannst Hannes
alltaf hafa ómældan tíma fyrir sig og
kristallast slík stund eitt gamlárs-
kvöldið þegar við vomm stödd í
frændgarði og sátu ein-
hverjir við að spila
brids. Þá kom Stefán,
lítill drengur, og horfði
á. Hannes sneri sér að
honum og spurði:
„Kannt þú að spila
brids, Stefán minn?“
Nei, það kunni snáðinn
vitanlega ekki og með
það sama var Hannes
kominn með hann af-
síðis til að kenna hon-
um leikreglumar.
Onnm- minning
tengd sterkri tilfinn-
ingu er þegar ég var að
sniglast kringum Hannes og hann
var að vinna heima hjá sér við að
hanna merki vegna vár á vegum.
Þetta fannst mér skemmtilegt og
fylgdist spennt með hugmyndavinn-
unni. Loks teiknaði hann upp merk-
ið og sýndi mér hróðugur á svip.
Enn þann dag i dag man ég þá
andakt sem ég upplifði. Mér fannst
merkið ekki geta verið betra og
ekki neitt öðruvísi.
I það skiptið var hann að vinna við
að minna meðbræður sína á að fara
með gát í umferðinni, en Hannesi
virtist það í blóð borið að gæta bróð-
ur síns og hans ævistarf að gæta ná-
ungans. Oryggi annarra skipti hann
máli og þá sérstaklega slysavamir á
sjó. Slíkt starf sem hann vann verð-
ur seint þakkað með orðum.
Við Islendingar erom fámennir
og búum í ótrúlegu landi. Við mynd-
um smáa þjóð og stoppum stutt við.
Ef lífsviðhorf Hannesar og um-
hyggja fyrir náunganum næði til
hvers og eins okkar yrðu íslending-
ar í raun hamingjusöm þjóð. Ekki í
yfirborðslegum skoðanakönnunum
heldur í hjarta sínu.
Sirra, frændsystkinin og fjöl-
MINNINGAR
skyldur þeirra vita hug okkar,
Irisar og foreldra okkar. Öllum
þeim sem þótti vænt um Hannes og
Hannesi vora kærir vottum við ein-
læga samúð.
Inga og Stefán.
Hefir þú veitt því athygli, hve
skóhljóð okkar manna eru ólík?
Sumir tipla á tá, - aðrir hæl. Sumir
þramma um sviðið, svo HÉR KEM
EG bylur á hlust, - aðrir hreinlega
svífa, og þú heyrir nakið hjarta
kærleikans siá. Svífa, skráði eg,
undarlegt, því augu mín staðhæfa,
að spor þeirra greipist í bergið
dýpra en okkar allra hinna. Hvað
veldur? Jú, þau, hún eða hann, eru
svar við bænarkvaki, sem tárvott
kraup við hásæti skaparans, - svar
hans til jarðar í amstur okkar og
önn, - svar um hlýrri, bjartari dag.
Einnar slíkrar vera, Hannesar
Þórðar Hafstein, var minnst með
glæsibrag, 21. júlí s.l., í Langholts-
kh-kju. Hann var bænasvar til þjóð-
ar er horft hefir á ölduhramminn
leika sér að bátskeljum við grýtta
strönd; heyrt „hnefahöggin" dynja
á standberginu, svo það titraði og
skalf, - bænasvar til kórs allra er
hrópuðu, og hrópa, á líflínu milli
kambs og „skeljar". Aldrei, aldrei
verðum við jafn hjálparvana og áður
en Hannes sté út á starfsvöllinn, því
hann helgaði líf sitt og starf öflun
þekkingar á því, hvemig krumla
eyðingarafla hafsins verður bezt
svipt mætti. Slík svör fann hann, og
slíka þekking bar hann í mal, að
ekki aðeins íslenzkir, heldur og er-
lendir sjómenn vildu leiðsagnar
hans njóta, mærðu hann og
krossuðu fyrir. Já, hún er fjölmenn
fylkingin er drúpur höfði í þökk fyr-
ir taktstig hans við lífgeislann, - eg
þakka fyrir afa og mína frændur, er
faðmur öldunnar hefir aldrei skilað,
- þú fyrir þína, þvi alla okkar áa
dreymdi um örlög betri, mildari en
sín okkur til handa. Að því vann
Hannes og hreif aðra með sér til
starfans, svo markar spor í sólarstíg
þjóðar.
En eg hefi meir að þakka: Vin-
áttu við mig og mína, nábýli til
margra ára, og sem fyrrverandi
sóknarprestur er þökk mín djúp
vegna starfa hans fyrir kirkju sína
og söfnuð. Hannes var það stór, að
hann hikaði ekki við að segja þér til
synda, teldi hann þess þurfa, - held-
ur ekki að skipta um skoðun hefði
hann ekki skilið rétt. Rómsterkt
heljarmennið með barnshjartað
stóð ætíð fyrir framan þig, horfðist í
augu við þig, beit ekki í hæl, - bar
fram skoðanir renndar rökum,
hlýddi á þitt mál og reyndi að skilja.
Hann gekk að hlið mér við að fræða
fermingarbörn um slysavarnir;
hann steig í stól og leyfði söfnuði að
heyra nakið hjarta mannvinar slá;
hann studdi Bræðrafélagið, lék á als
oddi, þá undirbúnar voru hátíðir fé-
lags og safnaðar. Hann stjómaði
samkomum; hrærði í pottum;
skrúbbaði gólf; gekk í sali með ham-
ar og sög, í fám orðum: Var tónn í
lofgjörðaróðnum er barst frá störf-
um þeirra er musteri voru að reisa
skaparanum til dýrðar, - framtíð
þjóðar til heilla. Því var hann valinn
til fulltrúastarfa fyrir söfnuð sinn, -
og við voram sannlega stolt af.
Þökk fyrir vináttu hans alla við
okkur hjón, faðm hans hlýjan er
hann vafði okkur síðast, kátur og
hress, nokkram dögum fyrir fæð-
inguna á himinslendur. Ung nutum
við vináttu og hollráða sýslumanns
okkar, - eldri að árum sonar þess
hins sama. Slíkt lán ber að þakka
um leið og drottningu lífs Hannesar
og húss, já, öllum þeim er hjarta
hans sló fyrir er beðið framtíðar-
heilla. Verið guði falin.
Sig. Haukur.
Mér var tregt tungu að hræra er
ég heyrði lát vinar míns og fyrram
skipsfélaga Hannesar Hafstein. Mér
fannst ég þafa misst eitthvað af sjálf-
um mér. Ég gat ekki sætt mig við að
Hannes væri farinn. Ég hef átt því
láni að fagna að hafa eignast góða
vini um ævina sem hverfa nú óðum
yfir móðuna miklu. Hannes Hafstein
var eitt mesta ljúfmenni sem ég hef
kynnst. Þegar ég kom ungur um
borð í Tungufoss fyrsta, þekkti eng-
an og var sjálfsagt hálfuppburðarlítill
kemur til mín ungur stýrimaður,
heilsar mér, býður mig velkominn og
segist heita Hannes Þ. Hafstein, mér
muni líða vel um borð með góðum
dengjum. Þannig var Hannes. Við
Hannes áttum sameiginlegt á Tungu-
fossi að báðir voram við nýlega heit-
bundnir okkar einkamökum. Þess
vegna sátum við oftar að spilum eða
við bréfaskriftir um borð erlendis er
aðrir vora að skemmta sér.
Það skildu leiðir um tíma. Eftir
að Hannes kom í land lágu leiðir
okkar oftar saman. Við Hannes vor-
um eins og sagt er ákaflega miklir
sjálfstæðismenn. Við höfum unnið
saman í kosningum í áratugi, samt
stöðvuðu kosningar hann ekki við
að selja merki Slysavarnafélagsins.
Ekki þarf ég að tíunda störf
Hannesar að björgunar- og slysa-
varnamálum. Þau þekkja flestir. Ég
var stoltur af Hannesi er hann
stakk sér eftir manni í ólgandi Hud-
sonfljótið við East River i New
York 24. nóvember 1954. Sama vet-
ur skriðum við Hannes niður kaðal-
stiga á Siglufirði hinn 24. febrúar
1955 eftir tveimur félögum okkar á
Tungufossi sem féllu í höfnina í
frosti og byl. Er við Hannes vorum
einu sinni að tala um bókina hans, Á
vaktinni, sem kom út 1996 sagði ég:
Hannes, þú segir ekki frá því þegar
við björguðum Ingimari og Pétri á
Siglufirði forðum. Nei, ég gleymdi
því sagði Hannes, enda blotnaði
maður ekki einu sinni við það.
Það er ljúft að geta yljað sér við
minningar um góðan dreng. Fyrir
það vil ég þakka af alhug.
Ég bið góðan Guð sem öllu ræður
að hugga og styrkja Sigrúnu, böm
og aðra ástvini Hannesar Hafstein.
Karl Ormsson.
HALLDOR
PÁLSSON
+ Halldór Pálsson fæddist í
Reykjavík 25. júní 1916.
Hann lést á Sólvangi í Hafnar-
fírði 12. júlí siðastliðinn og fór
útför hans frain í kyrrþey.
^ Mig langar til að minnast starfs-
' félaga míns Halldórs Pálssonar með
nokkram orðum. Þegar ég hóf störf
í Malbikunarstöð Reykjavíkurborg-
ar árið 1959 þá vora þar aðalvél-
stjómendur faðir minn Þorvaldur
og vinur hans Halldór. Þótt Halldór
hefði það orð á sér að hann væri
seintekinn þá tók hann mér strax
vel og má vera að þar hafi ég notið
fóður míns.
Við Halldór unnum saman síðan,
utan nokkurra ára sem ég var við
nám og önnur störf, þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Oft var
vinnudagurinn langur, byrjað
snemma og hætt seint. Halldór
stjómaði malbikunarstöðinni lengi
^ vel en fluttist yfir á bílavogina þegar
hún var opnuð og þótti hann með af-
brigðum nákvæmur og reglusamur
varðandi allt sem laut að bókhaldi.
Halldór var sérvitur nokkuð og
sterkur persónuleiki. Þeir sem urðu
uppvísir að smásvindli áttu ekki upp
á pallborðið hjá Halldóri og gátu átt
það á hættu að lenda í ónáð, var eng-
inn öfundsverður af því hlutskipti.
Þetta voru miklir uppgangstímar,
má þar nefna „svörtu byltinguna"
þegar stór hluti borgarinnar var
malbikaður á örfáum árum. Einnig
þegar skipt var yfir í hægri umferð,
þá var unnið eins og menn höfðu út-
hald til, og jafnvel lengur. Alltaf var
hægt að treysta því að Halldór opn-
aði bílavogina á réttum tíma og lok-
aði ekki fyrr en bókhaldið stemmdi
hundrað prósent.
Þessir menn unnu þrekvirki, oft
við erfiðar aðstæður, og var lær-
dómsríkt fyrir okkur sem yngri vor-
um að kynnast viðhorfum þeirra.
Það þýddi lítið fyrir okkur að vera
að kvarta yfir smámunum í þeirra
áheym. Það unnu margir náms-
menn hjá fyrirtækinu í sumarvinnu
og var oft kómískt að verða vitni að
meðferðinni sem þeir fengu ef þeir
voguðu sér að kvarta yfir lélegum
námslánum og illri meðferð á skóla-
fólki.
Halldór kom oft á æskuheimili
mitt að heimsækja föður minn og
tóku þeir þá gjarnan glas saman, fé-
lagamir. Halldór var slíkt prúð-
menni að móðir mín tók honum
alltaf opnum örmum.
Ég kveð Halldór vin minn með
söknuði og votta ættingjum hans
samúð mína.
Sigurður Þorvaldsson.
Skilafrestur minningargreina
V EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I
miðvikudags-, fímmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útfór
hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
jr þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests.
+ Ólöf Bjarna-
dóttir fæddist í
Litla-Garði í Dýra-
firði 25. nóvember
1911. Hún lést í
Reykjavík 8. júní
1998. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Gunnjóna Vig-
fúsdóttir, f. á AI-
viðru í Dýrafirði 16.
sept. 1881, og
Bjarni Sigurðsson,
f. í Botni í Dýrafirði
27. maí 1868.
Ólöf átti 14 al-
systkini og eina
hálfsystur. Elst var hálfsystirin
Rannveig, f. 1901, sem missti
móður sína ung. Rannveig var
lengi húsmóðir í Stóru-Sandvík
í Flóa. I alsystkinahópnum var
elst Sigríður, f. 1907, Jónasína,
f. 1908, Sigurður, f. 1909, Guð-
mundur, f. 1910. Fimmta var
Ólöf eins og áður segir, f. 1911,
siðan Sæmundur, f. 1913, Vig-
dís, f. 1914, Jóhannes, f. 1915,
Sigurlaugur, f. 1916, Jón, f.
1917, Vigfússína, f. 1918, Ingi-
bjartur, f. 1921, Árný, f. 1923,
og Ingibjörg, f. 1926. Þessi hóp-
Björt eins og sólin - hlý eins og
vorvindurinn - fógur eins og gyðja.
Lóa, eins og hún var kölluð, var
þetta allt og miklu meira. Hún var
trygg eins og tröll, raunsæ, góð
kona. Systir hennar, Jónasína, gift-
ist föðurbróður mínum og kom hún
ung að heimsækja hana í Borgar-
fjörðinn. Henni, eins og þeim
systkinum öllum, fylgdi glens og
gleði er þau komu í heimsókn auk
þess að þau sungu saman alltaf
þegar tvö eða fleiri vora mætt.
Hún vann um tíma á bæjum í
Borgarfirði. Hún var t.d. kaupa-
kona í Vatnshomi í Skorradal og
ur komst allur til
fullorðinsára. Þau
sem lifa enn eru
Jónasína, Jón, Vig-
dís, Vigfússína og
Ingibjörg.
Ólöf giftist Guð-
mundi Jóni Guð-
mundssyni, f. 13.9.
1905, d. 14.5. 1953.
Þau bjuggu í Dýra-
firði, fyrst í
Lambadal en seinna
á Næfranesi, þar til
Guðmundur lést um
aldur fram. _ Eftir
það fluttist Ólöf til
Reykjavíkur og bjó þar æ síðan.
Börn þeirra Ólafar og Guð-
mundar eru fjögur. Þau eru 1)
Jón Kristján, f. 31.5. 1933,
kvæntur Hólmfríði Jóhannes-
dóttur. Eiga þau fimm börn. 2)
Ólafur, f. 23.5. 1934, kvæntur
Sigrúnu Stefánsdóttur og eiga
þau fjögur börn. 3) Fjóla, f. 1.6.
1935, gift Guðmundi Vigfússyni
og eiga þau sjö börn. 4) Sæunn,
f. 26.5. 1945, gift Helga Krist-
jánssyni og eiga þau þijú börn.
Útför Ólafar fór fram frá
Fossvogskapellu 16. júní.
rakaði hey á mýrarflóum heiðar-
innar, en slegið var þar á engjum
eins og kallað var er útjörð var
slegin. Fór á hestum á morgnana
og kom heim á hestum á kvöldin.
Þá var æskunnar stund.
Eftir að Lóa fór að búa fyrir vest-
an voru alltaf mikil tengsl milli
þeirra systra, Jónasínu og hennar.
Er mér mjög minnisstætt þegar
henni var send ung hryssa vestur.
Hestaflutningar vora sjaldgæfir
vestur og þurfti sérstakar tilfæring-
ar til að koma skepnunni um borð í
skip. Heil á húfi komst Stjama vest-
ur og var þar í miklu uppáhaldi.
Eftir að Guðmundur lést og Lóa
kom suður var ég heimagangur á
heimili hennar. Svo snerist dæmið
við og hún varð tíður gestur á
heimili mínu. Lóa var einn af
bestu vinum okkar gegnum mörg
ár.
Hún skilur hér eftir mikið þakk-
læti, margar bjartar minningar
sem ekki verða frá okkur teknar,
þótt hún sé farin. Líf hennar var
löng ótrúleg saga sem ekki verður
öll rakin hér. Hún eins og aðrir
jafnaldrar hennar hafa lifað mikl-
ar umbreytingar í þessu landi.
Hún var úr hópi þess fólks sem
lagði grunninn að öllu sem er í dag
með endalausri vinnu og þraut-
seigju.
Söngröddin lifir í niðjum hennar
og ég er svo lánsöm að eiga sonar-
son hennar fyrir heimilisvin. Hann
sagði hér hlæjandi fyrir skömmu
síðan: „Það er kallað í mig þegar
vantar tenórinn."
Nú er hásumar tíð. Selflóinn
angandi og nóg slægja. Þögn og
friður ræður þar ríkjum - senn fer
fífan að fjúka og berst stefnulaust
með vindinum. I brosi Lóu var
dulúð heiðanna, eitthvað sem verð-
ur ekki sagt, bara fundið. Oft var
eins og hún væri langt í burtu. Svo
leit hún við og brosti þessu ljúfa
brosi sem var eins og sátt við lífið,
bæði það blíða og það stríða. Hún
var þeytt fallega konan að vestan
og það var gott að hún þurfti ekki
að liggja lengi og þjást. Hvíldar-
stundin er kærkomin þeim
þreytta.
Friður sé í fógrum lund,
frjálsa drottning vors og blóma
þegar sólin gyllir grund
og glóir dögg um morgunstund,
vaknar þú af værum blund
vafin geisladýrðarljóma.
Friður sé í fógrum lund
frjálsa drottning vors og blóma.
(Einar Beinteinsson.)
Blessuð sé minning hennar Lóu
og Guð blessi og varðveiti alla þá
sem henni þótti vænt um.
Þuríður Jónsdóttir.
ÓLÖF
BJARNADÓTTIR