Morgunblaðið - 29.07.1998, Qupperneq 42
#2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
Carrey
skiptir um
hlutverk
Bandaríski gamanleikarinn Jim Carrey
hefur komið mjög á óvart í nýjustu mynd
sinni, Trumanþættinum, að sögn Arnaldar
Indriðasonar, því hann sleppir hinum af-
káralega gamanleik sem hann er frægur
fyrir og leikur háalvarlegt hlutverk.
JIM Carrey sera Truman Burbank í Trumanþættinum.
Sú sumarmynd sem kannski
hefur vakið hvað mesta at-
hygli í Bandaríkjunum enn
sem komið er heitir Tru-
manþátturinn og er í leikstjóm
ástralska leikstjórans Peter Weirs
með gamanleikaranum Jim Carrey
í aðalhlutverki. Tvennt er það sem
virðist koma fólki á óvart og hljóta
mikið lof auk þess sem myndin nýt-
ur góðrar aðsóknar; innihaldið sem
er ádeila á sjónvarpsveröldina, og
leikur Carreys er þykir með mest-
um ágætum og mjög ólíkur því sem
fólk á að venjast frá hans hendi.
Hann þykir vinna leiksigur í alvar-
legu hlutverki og hefur þegai- verið
orðaður við Oskarinn.
Óvænt skref
Menn héldu hreinlega að hann
ætti þetta ekki til; að fara með al-
varlegt hlutverk eftir alla vitleys-
una sem undan er gengin þar sem
prumpu- og ropbrandarar voru
nokkumveginn það vandaðasta
sem frá honum kom í ieikrænni
túlkun. Með Trumanþættinum hef-
ur Carrey tekið óvænt skref í þá
átt að kveðja prumpið og hreiðra
um sig á svæði þar sem leikari eins
og Tom Hanks hefur verið allsráð-
andi.
„Ég veit ekkert sorglegra í
heiminum en skemmtikraft sem er
sífellt að gera það sama og er orð-
inn sextugur" er haft eftir Carrey,
sem er 36 ára gamall. I Truman-
-þættinum leikur hann Truman
Burbank sem kemst að því þrítug-
ur að aldri að lífi hans frá fæðingu
hefur verið sjónvarpað um
gjörvallan heim og hann býr í risa-
stóra kvikmyndaveri þar sem
íylgst er með hverri hans hreyf-
ingu. „Þetta er saga um mann sem
lætur ekki brjóta sig niður,“ segir
Carrey í viðtali við bandaríska
vikuritið Time, sem hér er að
nokkra byggt á. „Þegar hann lend-
ir í krísu verður hann þessi mikli
könnuður sem hann vildi alltaf
verða. Ég vildi gjaman vera maður
eins og Traman Burbank. Ég vildi
vera þessi maður sem lætur ekki
^loka sig inni í búri, hefur ennþá trú
'á fólki og missir ekki trúna á lífið.“
Carrey sjálfur telur að einhverj-
ir eigi eftir að verða fyrir miklum
vonbrigðum með að í náinni fram-
tíð að minnsta kosti muni hann
ekki geifla sig framan í myndavélin
með fettum og brettum líkt og
hann gerði í „Ace Ventura" mynd-
unum og Grímunni svo nefnd séu
dæmi. „Mamma sagði alltaf, þú ert
aldrei ánægður. Og það er satt.
Valkostimir era þeir að annað
hvort þroskastu eða það frýs fram-
an í þér glottið.“
Aðrir gamanleikarar en Carrey
hafa skipt yfir í alvarlegri hlutverk
með góðum árangri. Steve Martin
er einn af þeim, Robin Williams og
Tom Hanks. Carrey þénar jafn-
mikið og Hanks, þeir fá um 20
milljónir dollara á mynd (Carrey
kvartar undan því að stjóramir hjá
Jcvikmyndaveranum tali ekki við
hann um annað en fjárfestingar í
SEM gæludýraspæjarinn Ace Ventura. MEÐ Jeff Daniels í Heimskum heimskari.
í „THE Cable Guy“.
partíum), en Carrey sló reyndar
mjög af launakröfum sínum þegar
hann tók að sér hlutverkið í
Tramanþættinum.
Carrey hefur áður reynt við al-
varleg hlutverk m.a. í sjónvarps-
myndinni „Doing Time on Maple
Drive“ þar sem hann lék drykkju-
sjúkling. Einnig vora alvarlegar
stundir í „The Cable Guy“, sem
sennilega urðu þess valdandi
reyndar að myndin varð ekki eins
vinsæl og aðrar myndir leikarans
og jafnvel í Heimskum heimskari
glitti í hinn alvarlega Carrey innan
um vitleysuna.
Fleiri alvarleg
hlutverk
Hutverkið í Tramanþættinum er
svona hlutverk sem Tom Hanks er
vanur að leika; það höfðar til hins
breiða hóps áhorfenda, möguleik-
arnir á útnefningu til Óskarsins
era þónokkrir og því gætu fylgt
hlutverk í framtíðinni þar sem Car-
rey leikur dauðvona menn eða ein-
feldninga; hann gæti jafnvel farið
út í geiminn. Næst fer Carrey með
aðalhlutverkið í ævisögulegri mynd
um grínistann Andy Kaufman sem
lést úr lungnakrabbameini árið
1984, 35 ára gamall. „Þessar hlut-
verkabreytingar era útpældar,"
segir annar af umboðsmönnum
leikarans. Þeir hafa nú í nokkurn
tíma leitað að kvikmyndum fyrir
Carrey sem gerðu honum fært að
leika alvarlegri hlutverk en hann
er vanur og Tramanþátturinn og
myndin um Andy Kaufman vora
taldar heppilegar til að byrja með.
„Það hefði ekki dugað að setja
hann fyrirvaralaust í stríðsmynd
eða sakamálamynd. Hann varð að
byrja á mynd eins og Tramanþætt-
inum þar sem blandað er saman
fantasíu og gamanmálum og
dramatík."
Myndin þurfti reyndar jafnmikið
á Carrey að halda og hann þurfti á
myndinni að halda. „Mér fannst að
við yrðum að hafa kvikmynda-
stjörnu í aðalhlutverkinu," er haft
eftir leikstjóranum Peter Weir,
sem hælt hefur Carrey á hvert
reipi. „Við urðum að notast við
stjömu til þess að svara spuming-
unni: Hvers vegna ætti fólk að
nenna að horfa á þáttinn?" Carrey
lýsti áhuga sínum á að leika í
myndinni en annars hafði leikstjór-
inn menn eins og Tom Craise, Tom
Hanks eða Brad Pitt í huga fyrir
hlutverkið.
Carrey er fæddur árið 1962 í
Ontario í Kanada. Hann ólst upp í
nágrenni Toronto við fremur
óvenjulegar aðstæður. Hann hætti
í skóla þegar hann var táningur.
Faðir hans missti vinnuna sem
endurskoðandi og öll fjölskyldan
varð að vinna fyrir sér í hjólbarða-
verksmiðju; á tímabili bjó hún í
volkswagen „rúgbrauði“. Það var
þó ekki alltaf þannig. Þegar hann
var drengur, segir hann, „vildi ég
hvergi vera nema í herberginu
mínu að teikna myndir. Ég týndist
svo gersamlega í mínum eigin
hugarheimi að þegar móðir mín
bað mig um einföldustu og eðlileg-
ustu hluti eins og að fara út með
ruslið eða eitthvað slíkt, missti ég
gersamlega stjórn á skapinu."
Þannig er því varið á vissan hátt
enn þann dag í dag. „Ég verð að
hafa tækifæri til að fá útrás.
Alltaf. Annars fer mig að dreyma
illa.“
Carrey starfaði árum saman
sem skemmtikraftur og sagði
brandara á sviði. Hann lék lítil
hlutverk í jafnólíkum bíómyndum
og „Peggy Sue Got Married", „The
Dead Pool“ og „Earth Girls Are
Easy“ áður en hann hóf að leika í
sjónvarpi í gamanþáttunum „In
Living Color“. Fjóram áram síðar
lék hann í furðuverkinu „Aee
Ventura: Pet Detective“ og náði
óskaplegum og ófyrirséðum vin-
sældum sem eins konar Jerry
Lewis klón. Fetturnar og brett-
umar vora með ólíkindum og
brandaramir á einstaklega lágu
plani svo ekki sé meira sagt en
myndin sló í gegn á meðal yngri
áhorfenda og Carrey varð stjarna.
Tæknibrellugrínið Gríman og
Heimskur heimskari fylgdu á eftir
og tryggðu Carrey í sessi sem einn
vinsælasta gamanleikara samtím-
ans; vora þessar myndir sérstak-
lega vinsælar hér á landi og vora í
hópi tíu best sóttu myndanna þau
ár sem þær vora sýndar. „The Ca-
ble Guy“ olli nokkrum vonbrigðum
en með Trumanþættinum virðist
leikarinn hafa fundið nýjan farveg
fyrir hæfileika sína.
Forman stýrir
Carrey
Tékkneski leikstjórinn Milos
Forman (Gaukshreiðrið, „The
People vs. Larry Flynt“) stýrir
honum í myndinni sem væntanleg
er um Andy Kaufman. Kaufman
þessi var ólíkindatól svo vinir og
kunningjar vissu ekki alltaf hvað
var grín og hvað alvara sem hann
tók sér fyrir hendur og margt af
því var talsvert dularfullt. „Þess
vegna var hann svo mikill grínisti.
Hann lét aldrei vita af því ef hann
var að grínast. Það er sá baggi sem
við verðum að bera. Áhorfendurnir
verða að vita að við eram að grín-
ast annars líkar þeim ekki við okk-
ur. Andy tók þá áhættu að hunsa
það.“
Sagt er að Carrey hafi sjálfur
tekið slíkar áhættur og hann getur
vel hugsað sér að hætta alfarið í
kvikmyndunum. „Kannski gerist
það þegar ég verð 45 ára að ég þarf
ekki að heyra lengur hversu frá-
bær ég er og ég tek mér eitthvað
allt annað fyrir hendur."