Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Cér Talsvert um sýkingar í öndunar- færum ÖNDUNARFÆRASÝKING raeð sáiiim hálsi og iðrakveisa hefur verið að ganga síðustu vikur, að sögn Páls Þorgeirssonar, yfirlæknis á Heilsu- gæslustöð Seltjarnarness. Einnig hefur eitthvað borið á sýkingu af völdum mycoplasraa sem veldur langvinnu berkjukvefi og leiðii- stöku sinnum til lungnabólgu. Páll segir sýkingai- þessar barn síns árstíraa og að þær hrjái bæði stóra sem smáa. Borið hefur á kvefi, sárum hálsi og magaverkjum síðustu vikur og segir Páll ekki einfalt mál að skýi'a hvers vegna þessar sýking- ar komi upp nú. „Þetta örverulíf gengur nú þannig fyrir sig að þær virðast koma upp á sama tíma ár eftir ár,“ segir hann. HEIMFERÐ Keikós frá Newport i Bandaríkjunum til Vestmannaeyja hófst í gærkvöldi þegar háhym- ingnum var lyft upp úr lauginni og komið fýrir á flutningabíl. Bílinn ók að flugvellinum í Newport skrýddur fána Bandaríkjanna og fána íslands. C- 17 flutningaflugvél bandaríska hersins átti síðan að fara í loftið með háhyrninginn um kl. 1 í nótt að íslenskum tíma. Áætlað er að vélin lendi með Keikó í Vestmannaeyjum um kl. 10 í dag. Nolan Harvey, þjálfari Keikós, segir að vel hafi gengið að venja Keikó við að éta lifandi fisk. Hann sé núna farinn að éta lifandi fisk án þess að athygli hans sé vakin sér- staklega á fisknum eins og gert hafi verið í upphafi. Þjálfararnir hafi * gert sér ljóst að treysta yrði Keikó til að læra upp á eigin spýtur í stað þess að þjálfa hann til að veiða fisk. „Við létum hann þróa í sér veiði- eðlið á sínum eigin hraða,“ sagði Harvey. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að treysta Keikó til að gera þetta sjálf- ur og honum tókst það. Það sem var i erfiðast fyrir okkur var að gera ur af veðri og vindum í Vestmanna- eyjum. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjall- að mikið um flutning á háhyrn- ingnum til íslands. I blaðinu The Oregonian segir í gær að erfitt muni reynast að fylla það tómarúm sem myndast við brottför Keikós, slíkar hafi vinsældir hans verið. Fjöldi fréttamanna í Eyjum Fjöldi fjölmiðlamanna er kominn til Vestmannaeyja til að fylgjast með komu Keikós. Bandaríkjamenn eru áberandi, en fulltrúar frá nokkrum stærstu fjölmiðlum heims eru komnir til Eyja. Þar má nefna ABC og CBS og von er á fólki frá Fox Television og NBC. Þar eru einnig fulltrúar frá Free Willy- Keikó Foundation, bandaríska flug- hernum og sendiráði Bandai'íkjanna á íslandi. f gærkvöldi höfðu 165 erlendir fréttamenn skráð sig í blaðamanna- miðstöðina í Vestmannaeyjum. Fréttamenn voru komnir frá Bret- landi, Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi og Japan, auk Bandaríkjanna. Einnig hafði frésþ að von væri á fréttamönnum frá Ástralíu og Bras- ilíu. ■ Keikó til Eyja/6, 14, 15 Morgunblaðið/Kristínn BÖRNIN í Hamarsskóla fengu Keikóboli að gjöf í gær og voru hvött til að vera í þeim í dag utan yfir úlpurnar sínar. okkur grein fyrir að við erum ekki lengur að þjálfa hann, við erum að afþjálfa hann. Hann þarf að læra að gera hlutina sjálfur því að þannig verður það verði honum sleppt laus- um í hafið.“ Áhyggjur af veðri Harvey kvaðst ekki hafa áhyggj- ur af því að sjórinn við Vestmanna- eyjar yrði of kaldur fyrir Keikó. Hitastigið í lauginni í Newport væri um 10 gráður eða svipað og sjávarhiti er nú við Eyjar. Sjávar- hiti við Vestmannaeyjar gæti farið niður í 4 gráður en það myndi ekki hafa áhrif á hann því hann hefði kynnst slíkum aðstæðum í New- port. Harvey sagðist helst hafa áhyggj- Alþjóðleg rannsókn á Suðurlandi Skemmdir unnar á speglum SKEMMDIR hafa verið unnar á nokkrum speglum sem eru hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem vísindamenn frá fimm löndum standa að um landbreytingar á Suðurlandi. Speglarnir, sem staðsettii' eru með mikilli nákvæmni, hafa allir verið skemmdh- með sama hætti. Skrúfur hafa verið fjai'lægðai' sem halda speglunum í réttri stöðu, en það gerir það að verkum að mælingar vísinda- mannanna eru gerðar út frá röngum forsendum og verða því rangar. Dr. Ulrich Munzer, sem stýrir rannsókn- arhópnum, segist ekki skilja hvað þeim sem staðið hefur fyrir skemmd- ai'verkunum gangi til. ■ Skemmdarverk unnin/4 Hlýjasta sumar í Reykjavík í 30 ár NÝLIÐINN ágústmánuður var sá hlýjasti sem sögur fara af í Reykjavík síðan árið 1969 og júnímánuður hefur ekki verið eins hlýr í borginni frá því 1966. Júlí var líka rétt yfir meðallagi, svo segja má að sumarið sé það hlýjasta í Reykjavík í um þrjá áratugi, að mati Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra. Auk hlýindanna bendir Magnús á að vindhraðinn hafi verið töluvert minni í sumar en oft áður. „Raunar er ég nú þeirrar skoðunar að það sé nán- ast alltaf gott veður þegar er hægviðri og þá skipti ekki öllu máli hvort er sólskin eða skýj- að,“ segir hánn og bætir við að sólskinsstundirnar hafi ekki verið sérstaklega margar í sum- ar, enda sé sólskin ekki sá þátt- ur í veðrinu sem hafi mest að segja, heldur vindurinn og hit- inn. „Hér sunnanlands hefur auk þess verið mátulega mikil úrkoma í sumar, hvorki of rakt né of þurrt," segir Magnús. Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF HEWLETT PACKARD SÝNT var í beinni útsendingu um heim allan þegar Keikó var hífður upp úr lauginni í Oregon í gærkvöldi. Reuters Heimferð Keikós til Vestmannaeyja hófst f Oregon 1 nótt Keikó er byrjaður að veiða sér til matar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.