Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
kM
\J www.mbl.is/fasteignir
ÚR VERINU
Styður umhverfísstefnuna vísindalegum gögnum
Upplýsingarit SH fyrir
erlenda fískkaupendur
Fjallað er um veiði- og gæðastjórnun og heilnæmi afurð-
anna í nýju sérriti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús-
anna hf. hefur gefíð út ýtarlegt rit
til stuðnings umhverfísstefnu sinni
sem fyrst leit dagsins ljós í ársbyrj-
un 1998, en Sameinuðu þjóðirnar
tileinkuðu árið 1998 hafinu. Það
þykir tilhlýðilegt að viðbótin, sem
nú birtist í 40 síðna riti, sé að koma
út þessa dagana þar sem ríkis-
stjómin ákvað í ársbyrjun, að til-
lögu sjávarútvegsráðuneytisins, að
12. september yrði dagur hafsins
hér á landi. SH hefur notið faglegra
ráðlegginga sjávarútvegsráðuneyt-
isins og stofnana, sem undir ráðu-
neytið heyra, við útgáfuna svo og
samtaka í sjávarútvegi.
Aida Möller, þróunarstjóri SH,
hefur haft veg og vanda af upplýs-
ingasöfnun og útgáfu ritsins.
„Fyrst og fremst er ritið hugsað
sem upplýsingapakki fyrir okkar
erlendu kaupendur og jafnframt
þykir okkur ekki vanþörf á að
dreifa því víðar því viða um heim er
talað um veiðistjórnun á mjög svo
neikvæðum forsendum og margir
telja að fiskistofnar séu alls staðar
ofveiddir," sagði Alda í samtali við
Morgunblaðið.
Nauðsynlegur
grunnur
„Það má segja að þetta rit sé eig-
inlegur grunnur að umhverfisstefn-
unni og nauðsynlegt til þess að
gera hana trúverðuga á alþjóðleg-
um vettvangi. I umhverfísstefnunni
koma til dæmis fram ýmsar yfirlýs-
ingar um að við munum byggja
starfsemi okkar á sölu afurða
þeiiTa fiskistofna, sem nýttir eru á
sjálfbæran og ábyrgan hátt með
veiðistjórnun. Við segjumst líka
fylgjast vel með heilnæmi afurða.
Ritið stendur í reynd við þær yfir-
lýsingar enda er það stutt vísinda-
legum gögnum stofnana á borð við
Hafrannsóknastofnun, Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, Hollustu-
vemd ríkisins og gögnum alþjóð-
legra samtaka, sem um þessi mál
fjalla,“ segir Alda.
Fjórir meginkaflar
Ritinu er skipt í fjóra megin-
kafla. Fremst er umhverfisstefnan
sjálf. Síðan er kafli um veiðistjórn-
un fyrir hverja fisktegund fyrir sig.
Þá er fjallað um vinnsluna og gæða-
stjórnun og í fjórða lagi er fjallað
um heilnæmi afurðanna.
„Markmiðið með útgáfunni er
fyrst og fremst það að upplýsa við-
skiptavini okkar um hvernig þess-
um málum er háttað á Islandi og
gera okkur traustari framleiðendur
um leið. Við ætlumst jafnframt til
þess að kaupendur okkar noti sér
þetta rit gagnvart ýmsum samtök-
um, sem leita til þeirra, oft á mjög
neikvæðum forsendum og gera því
jafnan skóna að menn séu í við-
skiptum, sem byggjast á rányrkju,"
segir Alda.
Höfiim góða sögu að segja
„Við skynjum það að mikilvægi
umhverfismála muni frekar fara
vaxandi heldur en hitt að mikilvægi
í viðskiptum," segir Alda og bætti
við að sú staðreynd væri að heita
mætti kveikjan að útgáfunni. „Við
finnum þetta ekki beinlínis sem
þrýsting ennþá, en við vitum hins-
vegar að kaupendur okkar verða
fyrir þrýstingi ýmissa aðila, sem
telja sig hafa eitthvað um þetta að
segja og þá aðallega um veiði-
stjórnun. Hvað varðar heilnæmis-
þáttinn, þá teljum við okkur einnig
hafa góða sögu að segja og teljum
að það eigi að ræða þetta tvennt í
samhengi, það er sjálfbærni veiða
og heilnæmi afurða, sem jafn mikil-
væg umhverfísmál. Umræðan á
mörkuðunum snýst hinsvegar enn-
þá fyrst og fremst um veiðistjórn-
un, en við erum sannfærð um að
heilnæmið verði ekki síður mikil-
vægt innan tíðar. Þegar við höfðum
sett okkur umhverfisstefnuna, sem
á í raun rætur sínar í frumtexta
fyrir fjórum árum, var ekki hægt
annað en að rökstyðja hana með
tölulegum gögnum og því var farið
út í þetta verkefni nú,“ segir Alda
Möller, þróunarstjóri SH.
Sigurbjörg Þrastardóttir kynnir sér línuskautamenningu.
Daglegt líf í blaðinu á föstudaginn.
(l g « í
i v| 1 $ I
Ií m Lí ■ /
wr IrS
/ 1 i
wliyuc vtmmutsmeéii' ui-
estui*l32=yiúufEac geiz á
muskaui:uiimkL