Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með tón- listina í kollinum Bandaríkjamaðurinn Rico Saccani er tek- inn við starfí aðalhljómsveitarstjóra og list- ---------—----------------------------7-- ræns ráðunautar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Stjórnar hann sínum fyrstu tónleik- um í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson ræddi við Saccani af því tilefni. S aðalhlutverki en þeim Saccani er einmitt vel til vina. En var hann strax ákveðinn í að þiggja boð SI um að taka að sér starf aðalhljómsveit- arstjóra? „Já, svo sannarlega. Sinfóníu- hljómsveit Islands hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi - um það verður ekki deilt. Tónleikaferðir hljómsveitarinnar til útlanda hafa verið afar vel heppnaðar og geisla- plötur hennar fengið frábærar viðj tökur. Þá hefur sú staðreynd að SÍ er að hljóðrita öll hljómsveitarverk Sibeliusar fyrir Naxos, sem er risi á sviði útgáfumála, vakið mikla athygli á hljómsveitinni erlendis. Ég er þvi að taka við hljómsveit á heimsmæli- kvarða.“ Að mati Saccanis liggur styrkur SÍ ekki síst í því hvað hljómsveitin er vön upptökum. „Hljómsveitin ver umtalsverðum tíma í upptökur fyrir útvarp og geislaplötur. I þessu felst mikill styrkur, því upptökur halda öllum hljómsveitum við efnið, þær gæta ekki annað en gert sitt besta á hverjum einasta degi. Hljómsveitir sem sjaldan eða aldrei hljóðrita efni eiga aftur á móti á hættu að verða kærulausar, latar, og þá hrakar þeim fljótt.“ Farsælt samstarf Saccani segir það aukinheldur hafa auðveldað sér ákvörðunina að samstarf hans við SÍ hafi alla tíð ver- IÁRATUG hefur Sinfóníu- hljómsveit íslands verið í finnskum höndum. Fyrst gegndi Petri Sakari starfi að- alhljómsveitarstjóra, þá Osmo Vanská og síðan Sakari aftur. Verður framlag þeirra seint full- þakkað! Allt er þó breytingum háð og 1. september síðastliðinn var tón- sprotinn lagður í hendur Rico Saccani, Bandaríkjamanni af ítölsk- um og rússneskum ættum. Fær hann það hlutverk að leiða þennan máttarstólpa íslenskrar menningar inn í nýja öld, hlúa að honum og hvetja hann til frekari afreka. Nú er markhópurinn ekki lengur örfáar hræður á afskekktri eyju í Norður- Atlantshafi, heldur heimurinn allur! Rieo Saccani er viðmótsþýður maður, brosmildur, glaðlegur. Það leynir sér ekki að hann er af ítölsku bergi brotinn, bæði er svipurinn suð- rænn, og svo talar hann af innlifun - ástríðan hreinlega kraumar í honum. Og ekki verður annað sagt en áhug- inn skíni úr andlitinu þegar hann fjallar vítt og breitt um umræðuefni dagsins - Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Saccani veit að hverju hann geng- ur - hefur komið reglulega til Is- lands sem gestastjórnandi undanfar- in níu ár. Síðast var hann hér á ferð vorið 1996 og stjórnaði þá konsert- uppfærslu á Otello Verdis. Kristján Jóhannsson tenórsöngvari var þar í Morgunblaðið/Ámi Sæberg RICO Saccani, nýr aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, sveiflar tónsprotanum á æfingu í Háskólabíói. ið ákaflega farsælt - ekkert hafi kastað skugga þar á. „Samvinna mín og SI hefur verið til eftirbreytni, bæði frá listrænu og félagslegu sjón- arhorni, sem er ekki síður mikil- vægt. Hljómsveit og stjórnandi verða að geta umgengist hvort annað af hlýju og virðingu og það hefur okkur svo sannarlega tekist. Hljóð- færaleikararnir í SI vita að mínar dyr standa alltaf opnar - hvar sem er, hvenær sem er, í blíðu og stríðu. Þannig á það líka að vera. Því betur sem fólki kemur saman, þeim mun betri tónlist leikur það. Það gengur ekki að hafa stjórnandann hér, hljómsveitina þar og Kínamúrinn á miiii!“ Þrátt fyrir þetta viðurkennir Saccani að tilboð SI hafi komið sér á óvart. „Ég neita því ekki að ég varð hissa þegar Runólfur Birgir Leifs- son, fráfarandi framkvæmdastjóri, hringdi í mig út til Ítalíu og gerði mér þetta freistandi tilboð. Eg hafði satt best að segja aldrei hugsað út í þetta. Á hitt ber þó að líta að fagið, sem ég starfa í, er fullt af óvæntum uppákomum! Maður sem býr á hót- elum í níu til tíu mánuði á ári tekur engu sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki til neins. Hlutirnir bara gerast - yfirleitt hratt.“ Níu tii tíu mánuði á hótelum! Skyldi maðurinn eiga heimili, í eigin- legri merkingu þess orðs? „Jú, jú,“ segir Saccani og hlær. „Heimili mitt er í Verona á Ítalíu, þai- sem ég á tvo syni. Þar reyni ég að vera eins oft og ég get. Þá ver ég alltaf nokkrum vikum á ári í Búda- pest en ég gegni starfi aðalhljóm- sveitarstjóra fílharmóníuhljómsveit- arinnar þar í borg. Þar fyrir utan er ég á ferð og flugi, austan hafs og vestan." Saccani segir það mikinn heiður að fá að leiða Sinfóníuhljómsveit Is- lands inn í nýja öld, en samningur hans er til tveggja ára. „Mér er mikil virðing sýnd með þessu enda eru margþætt tímamót á næstu grösum, landafundaafmælið, ki-istnitökuaf- mælið og fimmtíu ára afmæli hljóm- sveitarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta gerir verkefnið jafnvel enn meira aðlaðandi!" Ljóst má vera að með ráðningu Saccanis í starf aðalhljómsveitar- stjóra er SÍ að halda inn á nýjar brautir, því tveir síðustu mennirnh- sem gegnt hafa starfinu, Sakari og Vánská, koma úr gjörólíkri átt. Þetta eru ekki aðeins ólíkir listamenn, heldur jafnframt ólíkar persónur, hver með sitt geðslag. Á hverju eiga tónleikagestir von? „Þeh- eiga ekki endilega von á miklum breytingum, miklu frekar öðrum áherslum. Eigum við ekki að segja að tóniistin verði skoðuð frá öðru sjónarhorni - frá sjónarhorni hinnar suðrænu hefðar. Þá kemur bakgrunnur minn í óperu og sem pí- anóleikara óhjákvæmilega til með að hafa áhrif. Allir hijómsveitarstjórar mæta til leiks með sína menningu, sinn stíl, sitt fingrafai- að leiðar- ijósi.“ Eins og að keyra Ferrari Að vel athuguðu máli segir stjórn- andinn reyndar tómt mál að tala um breytingar. Síst af öllu vildi hann breyta Sinfóníuhljómsveit Islands! „Að stjóma SI er eins og að keyra Ferrari - yndislegt! Hljómsveitin er einstaklega samvinnufús, að ekki sé talað um færni listamannanna. Sin- fóníuhljómsveit íslands þekkir engin takmörk - henni eru allir vegir fær- ir! Þegar hún leikur þýska efnisskrá hljómar hún eins og þýsk hljómsveit, þegai- hún leikur bandaríska efnis- skrá hljómar hún eins og bandarísk hljómsveit og þar fram eftir götun- um. Þar fyrir utan hefur hún frá- bært vald á þessum dimma norræna tóni, sem hljómsveitir á Spáni, í Frakklandi og á Italíu eiga svo erfitt með að ná fram. Það leikur hreinlega allt í höndunum á þessu fólki. Þess vegna verður einmitt gaman að heyra hana fást við efni frá suðlæg- ari slóðum. Þannig lít ég einmitt á hlutverk mitt - að bæta við litrófið!" Og það ætlar Saccani svo sannar- lega að gera. Lagði til að mynda strax kapp á að brydda upp á nýj- ungum í verkefnavali, gera hluti sem hafa aldrei, eða að minnsta kosti JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR í Kvöld: Cristián Cuturrufo Agnar Már Magnússon Þórður Högnason Matthías Hemstock KAFFILEIKHÚSIÐ kl. 21:00 Egill B. Hreinsson Útgáfutónleikar SÓLON ÍSLANDUS kl. 20:30 Tómas R. Einarsson SÓLON ÍSLANDUS kl. 22:00 www.mbl.is Bjarni Bjarna- son les í kaffístofu Gerðarsafns BJARNI Bjarnason verður gestur Ritlistarhóps Kópavogs í kvöld, fimmtudag. Bjarni hefur sent frá sér sjö bæk- ur. Þar á meðal verðlaunabókina Næturvörður kyrrðai-innar og á undan henni Endurkoma Maríu, sem tilnefnd var til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Upplesturinn fer fram í kaffistofu Gerðarsafns kl. 17 og stendur í kiukkutíma. Aðgangur er ókeypis Sýning’um lýkur Gallerí Geysir Ingólfstorgi SÝNINGU Listasmiðju Hins húss- ins lýkur sunnudaginn 13. septem- ber. Á sýningunni eru ýmsir munir sem eru gerðir með endurnýtingu efnis í huga, s.s. töskur úr gúmmíbátum, dagbiöðum og plastborðdúkum, tafl- borð, speglar o.fl. Að sýningunni standa fjögur ung- menni sem hafa verið í starfsnámi hjá Hinu húsinu. Hafnarborg Nú stendur yfir sýning á verkum þriggja listamanna, þeirra Jóns Oskars, Guðjóns Bjarnasonar og Bjarna Sigurbjörnssonar. Verkin leitast við að reyna á mörk mál- verksins, að afmarka og opna í senn þær hugmyndir sem hafa verið ráð- andi í málaralist, en þessh- þrír listamenn eru þegar þekktii- fyrir tilraunir af þessu tagi, segir í frétta- tilkyningu. Ennfremur stendur yfir ljós- myndasýningin Stefanía sem er lokaverkefni Hönnu Kristínar Gunnarsdóttur úr framhaidsnámi í heimildaljósmyndun í Stockport Collage í Bretlandi. Þessum sýningum lýkur mánu- daginn 14. september. Hafnarborg er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Ljósmynda sýning í Mokkakaffí ORRI Jónsson opnar ijósmynda- sýningu á kaffihúsinu Mokka við Skólavörðustíg í dag, fimmtudag. Orri stundaði ljósmyndanám við School of Visual Árts í New York og útskrifaðist þaðan árið 1996. Hann tók þátt í samsýningu í New York árið 1994 og er sýningin á Mokka hans fyrsta einkasýning. LJÓSMYND Orra Jónssonar sem sýnir á Mokka. Ljósmyndirnar á þessari sýningu eru allar svarthvítar portretmyndir og stendur sýningin til 10. október. Trio Romance Tónleikaferð um Austfirði TRIO ROMANCE heldur í tón- leikaferð til Austfjarða dagana 13. og 14. september. Tríóið er skipað flautuleikurunum Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdóttur og Peter Máté píanóleikara. Á efnisskrá þeirra eru verk efth- Kummer, Hindemith, Copland og Doppler. I ferðinni frumflytja þau einnig nýjar útsetningar á íslensk- um lögum fyrir tvær flautur og pí- anó eftir Átla Heimi Sveinsson. Fyrstu tónleikarnir verða sunnu- daginn 13. september í Seyðisfjarð- arkirkju kl. 16 og sama dag í Safn- aðarheimili Norðfjarðarkirkju kl. 21. Síðustu tónleikar í þessari ferð verða mánudagskvöldið 14. septem- ber kl. 20.30 í Hafnarkirkju í Hornafirði. Að tónleikunum standa Menning- arnefndir sveitarfélaganna og eru þeir styi’ktir af Félagi íslenskra tónlistarmanna. TRIO Romance
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.