Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Með tón-
listina í
kollinum
Bandaríkjamaðurinn Rico Saccani er tek-
inn við starfí aðalhljómsveitarstjóra og list-
---------—----------------------------7--
ræns ráðunautar Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands. Stjórnar hann sínum fyrstu tónleik-
um í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll
Ormarsson ræddi við Saccani af því tilefni.
S
aðalhlutverki en þeim Saccani er
einmitt vel til vina. En var hann
strax ákveðinn í að þiggja boð SI um
að taka að sér starf aðalhljómsveit-
arstjóra?
„Já, svo sannarlega. Sinfóníu-
hljómsveit Islands hefur getið sér
gott orð á alþjóðavettvangi - um það
verður ekki deilt. Tónleikaferðir
hljómsveitarinnar til útlanda hafa
verið afar vel heppnaðar og geisla-
plötur hennar fengið frábærar viðj
tökur. Þá hefur sú staðreynd að SÍ
er að hljóðrita öll hljómsveitarverk
Sibeliusar fyrir Naxos, sem er risi á
sviði útgáfumála, vakið mikla athygli
á hljómsveitinni erlendis. Ég er þvi
að taka við hljómsveit á heimsmæli-
kvarða.“
Að mati Saccanis liggur styrkur
SÍ ekki síst í því hvað hljómsveitin er
vön upptökum. „Hljómsveitin ver
umtalsverðum tíma í upptökur fyrir
útvarp og geislaplötur. I þessu felst
mikill styrkur, því upptökur halda
öllum hljómsveitum við efnið, þær
gæta ekki annað en gert sitt besta á
hverjum einasta degi. Hljómsveitir
sem sjaldan eða aldrei hljóðrita efni
eiga aftur á móti á hættu að verða
kærulausar, latar, og þá hrakar þeim
fljótt.“
Farsælt samstarf
Saccani segir það aukinheldur
hafa auðveldað sér ákvörðunina að
samstarf hans við SÍ hafi alla tíð ver-
IÁRATUG hefur Sinfóníu-
hljómsveit íslands verið í
finnskum höndum. Fyrst
gegndi Petri Sakari starfi að-
alhljómsveitarstjóra, þá
Osmo Vanská og síðan Sakari aftur.
Verður framlag þeirra seint full-
þakkað! Allt er þó breytingum háð
og 1. september síðastliðinn var tón-
sprotinn lagður í hendur Rico
Saccani, Bandaríkjamanni af ítölsk-
um og rússneskum ættum. Fær
hann það hlutverk að leiða þennan
máttarstólpa íslenskrar menningar
inn í nýja öld, hlúa að honum og
hvetja hann til frekari afreka. Nú er
markhópurinn ekki lengur örfáar
hræður á afskekktri eyju í Norður-
Atlantshafi, heldur heimurinn allur!
Rieo Saccani er viðmótsþýður
maður, brosmildur, glaðlegur. Það
leynir sér ekki að hann er af ítölsku
bergi brotinn, bæði er svipurinn suð-
rænn, og svo talar hann af innlifun -
ástríðan hreinlega kraumar í honum.
Og ekki verður annað sagt en áhug-
inn skíni úr andlitinu þegar hann
fjallar vítt og breitt um umræðuefni
dagsins - Sinfóníuhljómsveit Is-
lands.
Saccani veit að hverju hann geng-
ur - hefur komið reglulega til Is-
lands sem gestastjórnandi undanfar-
in níu ár. Síðast var hann hér á ferð
vorið 1996 og stjórnaði þá konsert-
uppfærslu á Otello Verdis. Kristján
Jóhannsson tenórsöngvari var þar í
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
RICO Saccani, nýr aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, sveiflar tónsprotanum á æfingu í Háskólabíói.
ið ákaflega farsælt - ekkert hafi
kastað skugga þar á. „Samvinna mín
og SI hefur verið til eftirbreytni,
bæði frá listrænu og félagslegu sjón-
arhorni, sem er ekki síður mikil-
vægt. Hljómsveit og stjórnandi
verða að geta umgengist hvort annað
af hlýju og virðingu og það hefur
okkur svo sannarlega tekist. Hljóð-
færaleikararnir í SI vita að mínar
dyr standa alltaf opnar - hvar sem
er, hvenær sem er, í blíðu og stríðu.
Þannig á það líka að vera. Því betur
sem fólki kemur saman, þeim mun
betri tónlist leikur það. Það gengur
ekki að hafa stjórnandann hér,
hljómsveitina þar og Kínamúrinn á
miiii!“
Þrátt fyrir þetta viðurkennir
Saccani að tilboð SI hafi komið sér á
óvart. „Ég neita því ekki að ég varð
hissa þegar Runólfur Birgir Leifs-
son, fráfarandi framkvæmdastjóri,
hringdi í mig út til Ítalíu og gerði
mér þetta freistandi tilboð. Eg hafði
satt best að segja aldrei hugsað út í
þetta. Á hitt ber þó að líta að fagið,
sem ég starfa í, er fullt af óvæntum
uppákomum! Maður sem býr á hót-
elum í níu til tíu mánuði á ári tekur
engu sem sjálfsögðum hlut. Það er
ekki til neins. Hlutirnir bara gerast -
yfirleitt hratt.“
Níu tii tíu mánuði á hótelum!
Skyldi maðurinn eiga heimili, í eigin-
legri merkingu þess orðs?
„Jú, jú,“ segir Saccani og hlær.
„Heimili mitt er í Verona á Ítalíu,
þai- sem ég á tvo syni. Þar reyni ég
að vera eins oft og ég get. Þá ver ég
alltaf nokkrum vikum á ári í Búda-
pest en ég gegni starfi aðalhljóm-
sveitarstjóra fílharmóníuhljómsveit-
arinnar þar í borg. Þar fyrir utan er
ég á ferð og flugi, austan hafs og
vestan."
Saccani segir það mikinn heiður
að fá að leiða Sinfóníuhljómsveit Is-
lands inn í nýja öld, en samningur
hans er til tveggja ára. „Mér er mikil
virðing sýnd með þessu enda eru
margþætt tímamót á næstu grösum,
landafundaafmælið, ki-istnitökuaf-
mælið og fimmtíu ára afmæli hljóm-
sveitarinnar, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta gerir verkefnið jafnvel enn
meira aðlaðandi!"
Ljóst má vera að með ráðningu
Saccanis í starf aðalhljómsveitar-
stjóra er SÍ að halda inn á nýjar
brautir, því tveir síðustu mennirnh-
sem gegnt hafa starfinu, Sakari og
Vánská, koma úr gjörólíkri átt. Þetta
eru ekki aðeins ólíkir listamenn,
heldur jafnframt ólíkar persónur,
hver með sitt geðslag. Á hverju eiga
tónleikagestir von?
„Þeh- eiga ekki endilega von á
miklum breytingum, miklu frekar
öðrum áherslum. Eigum við ekki að
segja að tóniistin verði skoðuð frá
öðru sjónarhorni - frá sjónarhorni
hinnar suðrænu hefðar. Þá kemur
bakgrunnur minn í óperu og sem pí-
anóleikara óhjákvæmilega til með að
hafa áhrif. Allir hijómsveitarstjórar
mæta til leiks með sína menningu,
sinn stíl, sitt fingrafai- að leiðar-
ijósi.“
Eins og að keyra Ferrari
Að vel athuguðu máli segir stjórn-
andinn reyndar tómt mál að tala um
breytingar. Síst af öllu vildi hann
breyta Sinfóníuhljómsveit Islands!
„Að stjóma SI er eins og að keyra
Ferrari - yndislegt! Hljómsveitin er
einstaklega samvinnufús, að ekki sé
talað um færni listamannanna. Sin-
fóníuhljómsveit íslands þekkir engin
takmörk - henni eru allir vegir fær-
ir! Þegar hún leikur þýska efnisskrá
hljómar hún eins og þýsk hljómsveit,
þegai- hún leikur bandaríska efnis-
skrá hljómar hún eins og bandarísk
hljómsveit og þar fram eftir götun-
um. Þar fyrir utan hefur hún frá-
bært vald á þessum dimma norræna
tóni, sem hljómsveitir á Spáni, í
Frakklandi og á Italíu eiga svo erfitt
með að ná fram. Það leikur hreinlega
allt í höndunum á þessu fólki. Þess
vegna verður einmitt gaman að
heyra hana fást við efni frá suðlæg-
ari slóðum. Þannig lít ég einmitt á
hlutverk mitt - að bæta við litrófið!"
Og það ætlar Saccani svo sannar-
lega að gera. Lagði til að mynda
strax kapp á að brydda upp á nýj-
ungum í verkefnavali, gera hluti sem
hafa aldrei, eða að minnsta kosti
JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR
í Kvöld:
Cristián
Cuturrufo
Agnar Már Magnússon
Þórður Högnason
Matthías Hemstock
KAFFILEIKHÚSIÐ
kl. 21:00
Egill B.
Hreinsson
Útgáfutónleikar
SÓLON ÍSLANDUS
kl. 20:30
Tómas R.
Einarsson
SÓLON ÍSLANDUS
kl. 22:00
www.mbl.is
Bjarni Bjarna-
son les í
kaffístofu
Gerðarsafns
BJARNI Bjarnason verður gestur
Ritlistarhóps Kópavogs í kvöld,
fimmtudag.
Bjarni hefur sent frá sér sjö bæk-
ur. Þar á meðal verðlaunabókina
Næturvörður kyrrðai-innar og á
undan henni Endurkoma Maríu,
sem tilnefnd var til íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Upplesturinn fer fram í kaffistofu
Gerðarsafns kl. 17 og stendur í
kiukkutíma. Aðgangur er ókeypis
Sýning’um
lýkur
Gallerí Geysir Ingólfstorgi
SÝNINGU Listasmiðju Hins húss-
ins lýkur sunnudaginn 13. septem-
ber.
Á sýningunni eru ýmsir munir sem
eru gerðir með endurnýtingu efnis í
huga, s.s. töskur úr gúmmíbátum,
dagbiöðum og plastborðdúkum, tafl-
borð, speglar o.fl.
Að sýningunni standa fjögur ung-
menni sem hafa verið í starfsnámi
hjá Hinu húsinu.
Hafnarborg
Nú stendur yfir sýning á verkum
þriggja listamanna, þeirra Jóns
Oskars, Guðjóns Bjarnasonar og
Bjarna Sigurbjörnssonar. Verkin
leitast við að reyna á mörk mál-
verksins, að afmarka og opna í senn
þær hugmyndir sem hafa verið ráð-
andi í málaralist, en þessh- þrír
listamenn eru þegar þekktii- fyrir
tilraunir af þessu tagi, segir í frétta-
tilkyningu.
Ennfremur stendur yfir ljós-
myndasýningin Stefanía sem er
lokaverkefni Hönnu Kristínar
Gunnarsdóttur úr framhaidsnámi í
heimildaljósmyndun í Stockport
Collage í Bretlandi.
Þessum sýningum lýkur mánu-
daginn 14. september.
Hafnarborg er opin frá kl. 12-18
alla daga nema þriðjudaga.
Ljósmynda
sýning í
Mokkakaffí
ORRI Jónsson opnar ijósmynda-
sýningu á kaffihúsinu Mokka við
Skólavörðustíg í dag, fimmtudag.
Orri stundaði ljósmyndanám við
School of Visual Árts í New York og
útskrifaðist þaðan árið 1996. Hann
tók þátt í samsýningu í New York
árið 1994 og er sýningin á Mokka
hans fyrsta einkasýning.
LJÓSMYND Orra Jónssonar
sem sýnir á Mokka.
Ljósmyndirnar á þessari sýningu
eru allar svarthvítar portretmyndir
og stendur sýningin til 10. október.
Trio Romance
Tónleikaferð
um Austfirði
TRIO ROMANCE heldur í tón-
leikaferð til Austfjarða dagana 13.
og 14. september. Tríóið er skipað
flautuleikurunum Martial Nardeau
og Guðrúnu Birgisdóttur og Peter
Máté píanóleikara.
Á efnisskrá þeirra eru verk efth-
Kummer, Hindemith, Copland og
Doppler. I ferðinni frumflytja þau
einnig nýjar útsetningar á íslensk-
um lögum fyrir tvær flautur og pí-
anó eftir Átla Heimi Sveinsson.
Fyrstu tónleikarnir verða sunnu-
daginn 13. september í Seyðisfjarð-
arkirkju kl. 16 og sama dag í Safn-
aðarheimili Norðfjarðarkirkju kl.
21. Síðustu tónleikar í þessari ferð
verða mánudagskvöldið 14. septem-
ber kl. 20.30 í Hafnarkirkju í
Hornafirði.
Að tónleikunum standa Menning-
arnefndir sveitarfélaganna og eru
þeir styi’ktir af Félagi íslenskra
tónlistarmanna.
TRIO Romance