Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.09.1998, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit kM \J www.mbl.is/fasteignir ÚR VERINU Styður umhverfísstefnuna vísindalegum gögnum Upplýsingarit SH fyrir erlenda fískkaupendur Fjallað er um veiði- og gæðastjórnun og heilnæmi afurð- anna í nýju sérriti Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna hf. hefur gefíð út ýtarlegt rit til stuðnings umhverfísstefnu sinni sem fyrst leit dagsins ljós í ársbyrj- un 1998, en Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 1998 hafinu. Það þykir tilhlýðilegt að viðbótin, sem nú birtist í 40 síðna riti, sé að koma út þessa dagana þar sem ríkis- stjómin ákvað í ársbyrjun, að til- lögu sjávarútvegsráðuneytisins, að 12. september yrði dagur hafsins hér á landi. SH hefur notið faglegra ráðlegginga sjávarútvegsráðuneyt- isins og stofnana, sem undir ráðu- neytið heyra, við útgáfuna svo og samtaka í sjávarútvegi. Aida Möller, þróunarstjóri SH, hefur haft veg og vanda af upplýs- ingasöfnun og útgáfu ritsins. „Fyrst og fremst er ritið hugsað sem upplýsingapakki fyrir okkar erlendu kaupendur og jafnframt þykir okkur ekki vanþörf á að dreifa því víðar því viða um heim er talað um veiðistjórnun á mjög svo neikvæðum forsendum og margir telja að fiskistofnar séu alls staðar ofveiddir," sagði Alda í samtali við Morgunblaðið. Nauðsynlegur grunnur „Það má segja að þetta rit sé eig- inlegur grunnur að umhverfisstefn- unni og nauðsynlegt til þess að gera hana trúverðuga á alþjóðleg- um vettvangi. I umhverfísstefnunni koma til dæmis fram ýmsar yfirlýs- ingar um að við munum byggja starfsemi okkar á sölu afurða þeiiTa fiskistofna, sem nýttir eru á sjálfbæran og ábyrgan hátt með veiðistjórnun. Við segjumst líka fylgjast vel með heilnæmi afurða. Ritið stendur í reynd við þær yfir- lýsingar enda er það stutt vísinda- legum gögnum stofnana á borð við Hafrannsóknastofnun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, Hollustu- vemd ríkisins og gögnum alþjóð- legra samtaka, sem um þessi mál fjalla,“ segir Alda. Fjórir meginkaflar Ritinu er skipt í fjóra megin- kafla. Fremst er umhverfisstefnan sjálf. Síðan er kafli um veiðistjórn- un fyrir hverja fisktegund fyrir sig. Þá er fjallað um vinnsluna og gæða- stjórnun og í fjórða lagi er fjallað um heilnæmi afurðanna. „Markmiðið með útgáfunni er fyrst og fremst það að upplýsa við- skiptavini okkar um hvernig þess- um málum er háttað á Islandi og gera okkur traustari framleiðendur um leið. Við ætlumst jafnframt til þess að kaupendur okkar noti sér þetta rit gagnvart ýmsum samtök- um, sem leita til þeirra, oft á mjög neikvæðum forsendum og gera því jafnan skóna að menn séu í við- skiptum, sem byggjast á rányrkju," segir Alda. Höfiim góða sögu að segja „Við skynjum það að mikilvægi umhverfismála muni frekar fara vaxandi heldur en hitt að mikilvægi í viðskiptum," segir Alda og bætti við að sú staðreynd væri að heita mætti kveikjan að útgáfunni. „Við finnum þetta ekki beinlínis sem þrýsting ennþá, en við vitum hins- vegar að kaupendur okkar verða fyrir þrýstingi ýmissa aðila, sem telja sig hafa eitthvað um þetta að segja og þá aðallega um veiði- stjórnun. Hvað varðar heilnæmis- þáttinn, þá teljum við okkur einnig hafa góða sögu að segja og teljum að það eigi að ræða þetta tvennt í samhengi, það er sjálfbærni veiða og heilnæmi afurða, sem jafn mikil- væg umhverfísmál. Umræðan á mörkuðunum snýst hinsvegar enn- þá fyrst og fremst um veiðistjórn- un, en við erum sannfærð um að heilnæmið verði ekki síður mikil- vægt innan tíðar. Þegar við höfðum sett okkur umhverfisstefnuna, sem á í raun rætur sínar í frumtexta fyrir fjórum árum, var ekki hægt annað en að rökstyðja hana með tölulegum gögnum og því var farið út í þetta verkefni nú,“ segir Alda Möller, þróunarstjóri SH. Sigurbjörg Þrastardóttir kynnir sér línuskautamenningu. Daglegt líf í blaðinu á föstudaginn. (l g « í i v| 1 $ I Ií m Lí ■ / wr IrS / 1 i wliyuc vtmmutsmeéii' ui- estui*l32=yiúufEac geiz á muskaui:uiimkL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.