Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913
205. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Clinton biður þingmenn Demókrataflokksins og ríkisstjórn sína enn afsökunar
Þingið ákveður að gera
skýrslu Starrs opinbera
Washington. Reuters.
SÉRLEG nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins átti fund seint í
gærkvöld þar sem ákveðið var að leggja til við fulltrúadeildina að gera
opinberan meginhluta skýrslu Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara, um
Bill Clinton, Bandaríkjaforseta, sem hann afhenti þinginu í fyrradag.
Eru forystumenn í Repúblikana-
flokknum staðráðnir í að sjá til þess
að meginhluti skýrslu Starrs verði
kominn á Netið í kvöld, á milli sex og
átta að íslenskum tíma, en demó-
kratar höfðu farið fram á að Hvíta
húsið fengi að kynna sér skýrsluna
áður en hún yrði gerð opinber.
David Kendall, lögmaður forset-
ans, sagði skýrslu Starrs í gær „að-
eins samansafn fullyrðinga og að-
dróttana" og að forsetinn og lið hans
biði með óþreyju tækifæris til að
svara þeim. Heimildir hermdu þó í
gærkvöld að þingnefnd hefði hafnað
beiðni Kendalls um að forsetinn
fengi að sjá og svara skýrslunni áður
en hún yrði gerð opinber.
Clinton hitti ríkisstjórn sína í gær-
kvöld og baðst þar enn á ný afsökun-
ar á framferði sínu. Að loknum fund-
inum sögðu ráðherrar viðstaddir
fundinn að rætt hefði verið hrein-
skilnislega um mál forsetans og að
fundurinn hefði verið „þrunginn til-
fínningum".
Gingrich hvetur til varúðar
Fréttastofan Associated Press
hafði eftir ónefndum heimildarmönn-
um í gær að skýrsla Starrs færði rök
fyrir því að fjórar forsendur væru
fyrir málshöfðun til embættismissis
á hendur forsetanum. Hann hefði
framið meinsæri, misnotað vald sitt,
staðið í vegi réttvísinnar og beitt
vitnum í málinu þrýstingi. Er því
haldið fram að Clinton hafí logið eið-
svarinn bæði er hann flutti vitnis-
burð í máli Paulu Jones í janúar og á
nýjan leik í vitnisburði sínum 17.
ágúst síðastliðinn.
Leiðtogar bæði repúblikana og
demókrata lögðu í gær áherslu á að
samstaða þyrfti að vera um næstu
skref og hvatti repúblikaninn Newt
Gingrich, forseti fulltrúadeildarinn-
ar, þingmenn til að vera varkárir í
yfirlýsingum sínum á næstu dögum.
Gingrich var spurður að því á
CNN í gær hvort hann teldi að for-
setinn ætti að segja af sér en sagði
Clinton einan geta svarað þeirri
spurningu. „Hann veit sjálfur hverj-
ar staðreyndir málsins eru og ég
held að hann ætti að hafa gert sér
ljóst nú að allar munu þær verða lýð-
urn ljósar áð lokum.“
A fundi sem Clinton átti í gærdag
með leiðtogum demókrata í öldunga-
deild Bandaríkjaþings baðst forset-
inn enn á ný afsökunar og reyndi
þannig að styrkja stöðu sína meðal
demókrata. Tom Daschle, leiðtogi
flokksins í öldungadeildinni, sagði
eftir fundinn að þingmenn hefðu
hvatt Clinton til að vera samvinnu-
þýður við þingið.
Gert er ráð fyrir öngþveiti á Net-
inu í dag þegar skýrsla Starrs verð-
ur gerð opinber. Hægt er að nálgast
hana á slóðinni www.thomas.loc.gov
eða www.house.gov/icreport.
■ Bandaríkjaþing/26
■ Evrópskir fjölmiðIar/26
Reuters
CLINTON og kona hans, Hillary, í gærkvöld. Talsmaður forsetafrúar-
innar segir að hún hafí fyrirgefíð manni sínum framhjáhald hans.
Trimble og
Adams
ræddust við
Belfast. Reuters.
DAVID Trimble, forsætisráðherra
Norður-írlands, og Gen-y Adams,
leiðtogi Sinn Fein, áttu fund í gær,
þann fyrsta milli leiðtoga lýðveldis-
sinna og sambandssinna á Norður-
írlandi síðan árið 1922.
Trimble, sem hafði lýst því yfir
fyrir fundinn að hann myndi ekki
taka í höndina á Adams þar sem
hann treysti honum enn ekki fylli-
lega, sagði að fundurinn hefði verið
„siðmenntaður“. Hann lagði hins
vegar áherslu á að enn bæri ýmis-
legt í milli þeirra Adams, sem lengi
hefur verið grunaður um að hafa
verið einn af höfuðpauram írska
lýðveldishersins (IRA). „Pað er
óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að
taka þátt í stjórnmálum að maður
þarf að vinna með ýmiss konar fólki,
og það era ekki allt englar," sagði
Trimble. Adams lýsti einnig yfir
ánægju sinni með fundinn í samtali
við fréttamenn og sagði hann hafa
verið uppbyggilegan.
---------------
Óróleiki á fjár-
málamörkuðum
AHYGGJUR vegna mögulegrar
ákæra á hendur Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta fyrir embættisafglöp
ollu því að mikill óróleiki einkenndi
markaði bæði í Bandaríkjunum og í
Evrópu í gær. Dow Jones-vísitalan
féll um 249,48 punkta, sem er lækk-
un um 3,2% frá deginum áður, en
tók reyndar góðan kipp síðasta hálf-
tímann fyi-ir lokun og var þá 7.615
punktar.
FTSE 100-vísitalan breska féll
einnig, var 174,7 punktum og 3,3%
lægri en í upphafí dags, CAC-vísi-
talan franska féll um 4,7% og DAX-
vísitalan í Þýskalandi hafði fallið um
293 punkta við lokun, eða 5,8%.
Jeltsín tilnefnir Primakov utanríkisráðherra sem næsta forsætisráðherra
Prímakov heitir að halda
umbótastefnunni áfram
Moskvu, London. Reuters.
Kommúnistar fágria en varkárni ein
kennir viðbrögð á Vesturlöndum
Nyrup fær
hlýlegar
móttökur í
Færeyjum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
POUL Nyrup Rasmussen, for-
sætisráðherra Dana, hlaut í
gær mun hlýlegri móttökur við
komuna til Færeyja en þegar
hann kom þangað í janúar sl.
Þá neitaði fjöldi færeyskra
stjórnmálamanna ■ að hitta
hann, enda lá þá ekki fyrir sam-
komulag um milljarðagreiðslur
til Færeyinga vegna banka-
málsins. Nú er annað uppi á
teningnum, Nyrup er boðinn
velkominn í leiðara Sosialurin
og á næstu dögum mun hann
eiga þrjá fundi með Anfinn
Kallsberg, lögmanni land-
stjórnarinnar, en Kallsberg var
einn þeirra sem neituðu að
hitta danska forsætisráðherr-
ann í ársbyrjun.
I síðustu heimsókn Nyups
mætti honum ískuldi en viðmót
Færeyinga hefur hlýnað mjög
vegna hagstæðrar niðurstöðu
samkomulags danskra og fær-
eyskra stjórnvalda um banka-
málið.
VARKÁRNI einkennh- viðbrögð leið-
toga á Vesturlöndum við tilnefningu
Jevgenís Prímakovs, starfandi utan-
ríkisráðheraa Rússlands, sem næsta
forsætisráðherra landsins. Kváðust
leiðtogarnir vonast til þess að með
skipan Prímakovs lægði öldurnar í
rússneskum stjómmálum og að tek-
ist yrði á við gríðarlegan efnahags-
vanda Rússlands. Prímakov vildi í
gær lítið tjá sig um stefnu sína, sagði
aðeins að hann myndi halda áfram
pólitískum og efnahagslegum umbót-
um. Andstæðingar Borísar Jeltsíns
Rússlandsforseta, sem eru í meiri-
hluta á þingi, fógnuðu ákvörðun for-
setans um tilnefninguna en dúman,
neðri deild rússneska þingsins, mun
greiða atkvæði um skipan Prímakovs
í dag. „Skynsemin hafði yfirhöndina
að þessu sinni,“ sagði Gennadí Zjúg-
anov, leiðtogi kommúnista.
Jeltsín tilkynnti í gærmorgun að
Prímakov yrði forsætisráðherraefni
hans í stað Viktors Tsjernomyrdíns,
sem dúman hafði hafnað i tvígang.
Lét hann með þessu undan þrýstingi
kommúnista, sem höfðu sagt Príma-
kov á meðal þeirra sem þeir myndu
sætta sig við.
Enn er of snemmt að segja til um
getu Prímakovs til að takast á við
efnahagsvandann en ráðherrann hef-
ur lítil afskipti haft af efnahagsmál-
um hingað til. Stjórnmálaleiðtogar á
Vesturlöndum lögðu í gær áherslu á
að Rússar uppfylltu þau skilyrði um
umbætur sem Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hefur sett fyrir lánum til
landsins. Talsmaður Bandaríkja-
stjórnar sagði hana búast við því að
eiga gott og náið samstarf við Príma-
kov. Þá sagði talsmaður þýsku
stjórnarinnar Jeltsín hafa heitið
Helmut Kohl Þýskalandskanslara
því að komandi stjórn myndi halda
áfram umbótum.
Masljúkov líklega í stjórn
Lítið er vitað um skipan væntan-
legrar stjórnar Prímakovs en frétta-
þjónusta Kremlar sagði frá því í gær
að Júrí Masljúkov, einn þeirra sem
talinn var koma til greina í forsætis-
ráðherraembættið, myndi líklega
taka sæti í stjórninni. Masljúkov
gegndi embætti viðskipta- og iðnað-
arráðherra í síðustu ríkisstjórn. Hef-
ur hann verið sagður líklegur til að
hreppa embætti fyrsta aðstoðarfor-
sætisráðherra. Þá er búist við að
Viktor Gerashjenkó, fyi-rverandi
yfirmaður rússneska seðlabankans,
snúi aftur til þess starfa, og að Igor
Ivanov, fráfarandi aðstoðarutanrík-
isráðherra, og Andrei Kokosjín, rit-
ari öryggisráðs forsetans, muni lík-
lega fá sæti í væntanlegri ríkis-
stjórn.
Það hefur vakið athygli að Príma-
kov sinnti embættisskyldum sínum
sem utanríkisráðherra í gær, þrátt
fyrir tilnefninguna, ólíkt Tsjernó-
myrdín, sem flutti inn í forsætisráð-
herrabústaðinn nokkrum klukku-
stundum eftir að Jeltsín tilnefndi
hann fyrir hálfum mánuði.
■ Fastur fyrir og nýtur/24
■ Hver mun í raun stjórna/24