Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Jevgení Prímakov, væntanlegur forsætisráðherra Rússlands Fastur fyrir og nýtur almennrar virðingar JEVGENÍ Prímakov, sem Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur til- nefnt sem næsta forsætisráðherra landsins, hefur þá sérstöðu meðal rússneskra stjómmálamanna, að hann nýtur almennrar virðingar, ráðamannanna í Kreml, stjómar- andstöðunnar og ríkisstjórna á Vesturlöndum. Hann er 68 ára gam- all, fyrrverandi yfirmaður leyni- þjónustunnar KGB og átti sæti í stjómmálaráði kommúnistafiokks- ins á sínum tíma. Að sögn Reuters- fréttastofunnar þótti hann atkvæða- mikill í kalda stríðinu og hefur getið sér orð fyrir að verja hagsmuni Rússlands af mikilli hörku síðan hann varð utanríkisráðherra 1996. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefur átt nokkra fundi með Prímakov og lætur vel af kynnum sínum við hann. Segir hann vera fastan fyrir en áreiðanlegan. Prímakov hefur aldrei haidið sig mikið í sviðsljósinu og hann tók því í fyrstu fjarrí að verða forsætisráð- herra þegar kommúnistar stungu upp á því í síðustu viku. Andstæð- ingar hans fínna honum það til for- áttu, að hann hafí litla reynslu af efnahagsmálum en Jeltsín féllst á hann sem málamiðlun í þeirri kreppu, sem stjórnmálin í Rúss- landi era komin í. Prímakov er mik- ill aðdáandi góðra leynilögreglu- sagna og víst er, að hann mun þurfa á öllu sínu innsæi að halda eigi hon- um að takast að toga þjóð sína burt frá bjargbrúninni. „Þessi maður er til“ Viktor Tsjemomyrdín, starfandi forsætisráðherra, segist hafa lagt til við Jeltsín, að Prímakov yrði næsti forsætisráðherra vegna þess, að hann væri „lýðræðissinni og reynd- ur maður, sem nyti virðingai' á al- þjóðavettvangi" og Grígorí Javlín- skí, einn helsti oddviti frjálslyndra manna á þingi, sagði sl. mánudag, JEVGENÍ Prímakov, fyrrver- andi yfirmaður rússnesku leyni- þjónustunnar, hlaut stuðning annarra stjórnmálaleiðtoga Rússlands til þess að gegna embætti forsætisráðherra að líkindum vegna þess að hvorir tveggja vonast til að ná yfirráð- um yfir efnahagsmálum lands- ins. Prímakov, fram að þessu starfandi utanríkisráðherra, hefur að mati vestrænna stjórn- málaskýrenda nægt pólitískt vægi til að vera fær um að leysa þann hnút sem kominn var á stjórnarkreppuna í landinu, þar sem hvorki Borís Jeltsín forseti né stjórnarandstaðan í dúmunni, neðri deild þingsins, voru tilbúnir til að víkja fet frá afstöðu sinni í deilunni, sem gert hefur landið sljórnlaust frá því forsetinn vék Sergej Kíríjenkó frá fyrir tæpum mán- uði og tilnefndi Viktor Tsjernomyrdín í hans stað. En ástæðan fyrir því að flest- ir hafa getað sameinazt um Prímakov sem málamiðlun í forsætisráðherrastólinn þykir liggja í því að lítið er vitað um þær hugmyndir sem hann að- hyllist um hvernig taka skuli á hinum gífurlega vanda sem við blasir í efnahagsmálum og hvað gera skuli til að slá á vaxandi þjóðfélagslega ólgu í landinu. að fínna yrði mann, sem ekki yrði rekinn úr starfí eftir þrjá mánuði. „Hann ætti ekki að tilheyra nein- um stjórnmálaflokki, njóta al- mennrar virðingar og hafa engan áhuga á forsetaembættinu. Þessi maður er til. Hann heitir Jevgení Maxímovítsj Prímakov," sagði Ja- vlínskí. Þessi ummæli sýna vel sérstöðu Prímakovs. Kommún- istar stungu upp á hon- um, frjálslyndir menn fógnuðu því og nú hefur Jeltsín lagt blessun sína yfír það. Söng dúett með Albright Prímakov er einnig vel metinn á Vestur- löndum. Raunar var honum vantreyst í fyrstu en síðan hefur myndast mjög gott samband með honum og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sem dæmi um það má nefna, að nýlega voru þau í veislu og sungu þá saman dúett gestunum til óblandinnar ánægju. Rússar eru mjög andvígir stækk- un Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Prímakov hefur haldið á þvi máli af mikilli festu. Fyrir það hefur hann áunnið sér virðingu landa sinna og einnig ráðamanna á Vest- urlöndum. Þá er honum þakkað það fyrst og fremst að álit og áhrif Rússlands á alþjóðavettvangi hafa heldur verið að aukast miðað við þá öskustó, sem þau vora komin í eftir hrun Sovétríkjanna. Honum hefur einnig tekist að bæta samskiptin við Kína og Japan og ýmis ríki, sem áð- ur höfðu góð tengsl við Sovétríkin, og líklegt er, að hann hafí sérstakan áhuga á Miðausturlöndum. Þar var Stjórnmálaskýrendur segja að í versta falli muni Prímakov verða óskilvirkur leiðtogi, sem skorti einurð eða stuðning til að hrinda í framkvæmd stefnu sem vænleg væri til árangurs. „Sér- svið Prímakovs eru ekki efna- hagsmál, svo að allt veltur á því hveijir veljast í lið með hon- um,“ sagði Thierry Malleret, yf- irhagfræðingur fjárfestinga- bankans Alfa Capital í Moskvu. Og Heinz Timmermann, sér- fræðingur í rússneskum stjórn- málum við eina fremstu utan- ríkismálarannsóknastofnun Þýzkalands, sagði að andstæðar fylkingar rússneskra stjórn- mála gætu sameinazt um Prímakov en staða hans væri ekki nógu sterk til að hann gæti veitt landinu fullnægjandi for- ystu til lengri tíma. Rússneski verðbréfamarkað- urinn, sem hefur gengið í gegn um gífurlegar hremmingar síð- hann fréttaritari fyrir Prövdu í nokkur ár seint á sjöunda áratugn- um. Prímakov hefur reynt að miðla málum milli íraksstjómar og Sa- meinuðu þjóðanna og í nóvember 1997 féllst stjómin í Bagdad á að leyfa vopnaeftirlitsnefndinni að starfa áfram eftir viðræður Tareqs Aziz, utanríkisráðhema íraks, við Prímakov og Jeltsín. Það var sú umbun, sem Prímakov fékk fyrir tilraunir sínar, að vísu árangurslausar, til að koma í veg fyrir Persaflóastríðið 1991 með málamiðlunar- samningi við Iraka. Ihaldssamur að eigin sögn Prímakov tók við sem utanríkisráðherra af Andrei Kozyrev, sem var mjög vinsam- legur vestrænum ríkj- um, eftir sigur kómm- únista í þingkosning- unum 1995. Hafði hann þá verið yfirmaður erlendu leyni- þjónustustarfseminnar í fimm ár og lýsti sjálfum sér sem íhaldsmanni. Styður hann meðal annars hið um- deilda samband Rússlands og Hvíta-Rússlands en harðlinumaður- inn Alexander Lúkashenko, forseti þess síðarnefnda, er hreinasta and- styggð í augum frjálslyndra manna í Rússlandi. Vel fór á með þeim Prímakov og Míkhaíl Gorbatsjev og á áttunda áratugnum, á valdatíma Leoníds Brezhnevs, var hann talinn einn mesti sérfræðingur Sovétríkjanna í málefnum Austurlanda. Hann var félagi í kommúnistaflokknum frá 1959 þar til Jeltsín lagði hann niður, átti sæti í miðstjórninni og sat í stjórnmálaráðinu í skamman tíma astliðnar vikur, tók dágóðan kipp upp á við eftir að tilnefn- ing Prímakovs fregnaðist. Vísi- tala hlutabréfa hækkaði um 7,5%. Dúman mun greiða atkvæði um skipan Prímakovs í dag. All- ir þingflokkar lýstu strax í gær stuðningi við hann að þjóðern- issinnanum Vladimír Zjírínov- skí undanskildum. Ná kommúnistar að láta kné fylgja kviði? Spurningin er, livort komm- únistum, sem hafa tögl og hagldir í dúmunni, takist að láta kné fylgja kviði, nú þegar Jeltsín lét undan ítrekuðum og háværum kröfum þeirra um að hann félli frá stuðningi sinum við Tsjernomyrdín, og nái að hafa slík áhrif á val manna í rík- issljórnina, að sú efnahagsstefna sem kommúnistar aðhyllast verði ofaná í sljórnarstefnunni. án atkvæðisréttar. Ekki þykir hann mikill ræðumaður og hann hefur ekki haft nein afskipti af innanland- spólitíkinni síðan hann varð ráð- herra. Hann var kjörinn á sovéska þingið 1988 og 1990 varð hann einn af ráðgjöfum Gorbatsjevs. Jevgení Prímakov fæddist í Kiev í Úkraínu en ólst upp í Tbilisi, höfuð- borg Georgíu. Að námi loknu 1953 hóf hann störf sem fréttaritari fyrir ríkissjónvarpið og útvarpið. Hann er ekkjumaður, á eina dóttur og eina dótturdóttur. Segist hann hafa yndi af leynilögreglusögum, horfir nokkuð á sjónvarp og iðkar sund en segir, að starf sitt í leyniþjónust- unni og utanríkisþjónustunni hafi löngum gert sér erfitt fyrir með að sækja mikið leikhús og veitingahús. Prímakov hefur fengið sinn skammt af andstreyminu í lífi sínu, missti son sinn ungan úr hjartaáfalli og konu sína á síðasta áratug. A Vesturlöndum hefur sumum fundist hann vera dálítið þungur og laus við gamansemi en Anatolí Dobi-ynín, fyrrverandi sendiherra Sovétríkj- anna í Bandaríkjunum, segir ekkert vera fjær lagi. Vissulega taki hann starf sitt alvarlega en þeir, sem einu sinni hafí starfað með honum, vilji gera það aftur. Gæti aukið stöðugleikann „Eg hef mjög góða reynslu af samstarfi og samskiptum mínum við Prímakov. Hann er vel inni í málum, fljótur að setja sig inn í hlutina og hefur reynst mjög áreið- anlegur í þeim samskiptum, sem ég hef átt við hann, Fastur fyrir en hreinn og beinn og vafalaust góður samningamaður," sagði Halldór As- grímsson utanríkisráðherra í sam- tali við Morgunblaðið. Kvað hann erfítt að segja nokkuð fyrir um þró- unina í Rússlandi en hann hefði þó trú á, að Prímakov gæti komið á auknum stöðugleika í landinu. „Enginn þeirra sem hafa set- ið að kjötkötlunum og bera ábyrgð á arðráni landsins mun fá sæti í stjórn Prímakovs,“ lýsti Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, yfir í dúmunni. Zjúganov hefur ítrekað hafnað fijálslyndum umbótaáformum og hvatt til lausna sem byggjast á peningaprentunarstefnu. Þá stefnu hafa mótað menn á borð við Júrí Masljúkov, sem var efnahagsmálaráðherra á loka- skeiði Sovétríkjanna. En Richard Gray, hagfræð- ingur með hagkerfi fyrrver- andi austanljaldsríkja að sér- sviði hjá Ameríkubanka í Lundúnum, leiddi að því likum að Tsjernomyrdín, sem hefur lagt fram hófsamlega frjáls- lyndar efnahagsaðgerðir en „á þessum síðustu og verstu tím- um“ mælt með peningaprent- un, yrði í raun með hendur á stjórnartaumunum að tjalda- baki. En þegar svo margir reyna að hafa hönd í bagga með stjórninni og Jeltsín heldur sig að miklu leyti til hlés, er óljóst hvort Ieyniþjónustumeistarinn fyrrverandi geti með árangurs- ríkum hætti sfjórnað efnahags- málunum, tekið umdeildar en nauðsynlegar ákvarðanir og hrint þeim í framkvæmd. Fossett og Branson slá saman BANDARÍSKI ævintýramað- urinn Steve Fossett, sem var næstum því búinn að týna líf- inu er loft- belgur hans hrapaði í Suður- Kyrrahaf í síðasta mánuði, hefur ákveðið að slást í för með breska viðskiptajöfrinum Richard Branson í tilraun til að fljúga í fyrsta sinn í kring- um jörðina á loftbelg. Kapp- arnir, sem hafa hingað til ver- ið keppinautar, munu leggja upp í leiðangur sinn frá Marokkó í nóvember. Níu látast eftir árekstur FIMM manns hafa fundist látnir og fjórir í viðbót eru taldir af eftir að tvær pakist- anskar herflutningaflugvélar rákust saman með þeim afleið- ingum að kviknaði í þeim. Areksturinn átti sér stað á herflugvelli í höfuðborginni Islamabad og var önnur flug- vélin að lenda og hin að hefja sig til flugs. Ekki var skýrt frá orsök slyssins. Frakkar hlynntir hjónaböndum HELMINGUR frönsku þjóð- arinnar er hlynntur því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband, samkvæmt skoð- anakönnun sem birt var í gær. Þá telur fjórðungur Frakka að samkynhneigð pör ættu að hafa rétt til að ættleiða böm. Skoðanakönnunin var gerð í tengslum við tillögur frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita öllum pömm í sambúð sömu réttindi og hjónum af gagn- stæðu kyni. Anwar verður ákærður FORSETI Malasíu, Mahathir Mohamad, sagði í gær að lög- regla myndi leggja fram ákæm á hendur Anwar Ibra- him, sem vikið var úr ríkis- stjórninni í síðustu viku, um leið og nægar sannanir gegn honum lægju fyrir. Hann er meðal annars sakaður um kynferðisglæpi, landráð og að- ild að morði. Innanríkis- ráðherra til meðvitundar JEAN-PIERRE Chevenem- ent, innanríkisráðherra Frakk- lands, komst til meðvitundar í gær, en hann hafði verið í dái í átta daga eftir að hafa gengist undii' gallsteinaaðgerð. Læknir ráðhen-ans sagði að hann þyrfti að vera í öndunarvél um tíma, en ekki væri enn hægt að meta hvort hann hefði oi'ðið fyrir varanlegu heilsutjóni. Vangaveltur stjórnmálaskýrenda um val Prímakovs sem forsætisráðherraefni Moskvu. Reuters. Hver mun í raun stjórna efnahags- málum Rússlands? Jevgení Prímakov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.