Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 23
Atökin í Kosovo-héraði
Ekkert vitað um
afdrif 40 þús-
und flóttamanna
Krusevac. Reuters.
EKKERT hefur spurst til um fjöru-
tíu þúsund flóttamanna í Kosovo-
héraði síðan á miðvikudag. Starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna segja
fólkið hafa haldið til á milli þorp-
anna Krusevac og Istinic á flótta
sínum undan stórsókn serbneskra
her- og lögreglusveita.
I gær stóðu yfírgefín hús í þorp-
inu Krusevac, og öðrum þorpum í
nágrenni borgarinnar Pec, í ljósum
logum. Ekkert fólk var á ferð í ná-
grenni Krusevac en sjá mátti fatnað
og aðrar eigur fólks liggja eins og
hráviði á vegum úti, sem ótvírætt
merki þess að fólkinu hefði verið
stökkt á flótta fótgangandi og alls-
lausu. Dráttarvélar stóðu yfirgefnar
í vegarkantinum og búfénaður reik-
aði um svæðið.
Eriendir stjómarerindrekar í Pec
greindu frá því í gær að starfsmenn
Alþjóða Rauða krossins og Samein-
uðu þjóðanna reyndu nú að hafa
uppi á flóttafólkinu og koma því til
hjálpar.
Lýðveldið Kongó
Tekist á um
erlenda íhlutun
Addis Ababa. Reuters.
VARNARMÁLARÁÐHERRAR í
sunnanverðri Afríku era ekki sam-
mála um það hverjir eigi fyrstir að
kalia hersveitir sínar til baka frá
Lýðveldinu Kongó. Stjórn
Zimbabve krefst þess að hersveitir
frá Rúanda og Úganda yfirgefi
landið strax: „Þeir sem komu fyrst-
ir verða að fara fyrstir," sagði
Moven Mahachi, varnarmálaráð-
herra Zimbabve, á fundi í höfuð-
stöðvum Einingarsamtaka Afríku í
gær. Stjórnir Rúanda og Úganda
hafa hingað tii neitað því að leggja
uppreisnarmönnum í Kongó lið.
Fólk flýr til Tansaníu
Samkvæmt upplýsingum Flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna
hafa um 4.600 manns flúið frá Aust-
ur-Kongó yfir Tanganyika-vatn til
Tansaníu síðan uppreisnin braust
út í Kongó í byrjun ágúst. Um þess-
ar mundir eru 150-200 flóttamenn
frá Kongó ski'áðir daglega í
Kigoma í Tansaníu.
Deila frans og Afganistans
Lík níu írana fund-
in í Afganistan
Islamabad. Teheran. Reuters.
TALEBANAR greindu frá því í
gær að lík Irananna níu, sem saknað
hefur verið í Afganistan, væru fund-
in. Skýrt var frá því að liðsmenn
talebanahreyfingarinnar hefðu
handsamað og di'cpið Iranana er
borgin Mazar-i-Sharif féli í hendur
þeirra. Því var einnig heitið að hafa
uppi á sökudólgunum og að þeim
yrði refsað fyrir verknaðinn.
Mikil spenna hefur verið í sam-
skiptum írans og Afganistans vegna
málsins. I gær tilkynntu stjórnvöld í
Iran að heræfingar yrðu aftur hafn-
ar við austurlandamærin, sem liggja
að Afganistan. Iranska sjónvarpið
hafði eftú yfirmanni hersins að her-
æfingarnar væru óhjákvæmilegar í
ljósi „óvenjulegra hernaðaraðgei’ða“
í Afganistan. Um 70 þúsund íranskir
hermenn eru nú þegar í viðbragðs-
stöðu við iandamæri Afganistans.
5K
Sumarbústaður í hættu
Kakóbar unga fólksins
Rómantísk kertaljós
Glæsilegt bjálkahús
Árna Johnsen
J
5 M690691"19000
NR.117 6. TBL.1998
www.mbl.is
Helgar
tilboð frá
föstudegi til
sunnudags
í Nýkaupi
Nýkaup
Grillaðii
kiúkling
Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjörgarði, Seltjarnarnesi, Grafarvogi, Hólagarði og Kringlunni.
Þar sem ferskleikinn býr
www.nykaup.is