Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 45

Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 45 málabaráttunni vestur á fjörðum og I raunar ávallt síðan. Kristín Ólafsdóttir var ljósmóðir og sinnti því starfí einstaklega vel. Hún var hjartahlý og góðviljuð og mikils metin bæði af samstarfsfólki og sjúklingum. Kristín var þar að auki mesta myndarkona í sjón og reynd og fyrirmyndar húsmóðir. Því var það, að Isfirðingar söknuðu ] hennar og þeiira hjónanna beggja þegar þau ákváðu að fylgja í fót- spor svo margra annarra og flytjast 1 búferlum til Akraness. Á Aki-anesi kunnu menn að meta Rristínu og störf hennar ekki síður en vestur á Isafirði. Þar hélt hún áfram að vinna jafnaðarstefnunni eins og mest hún mátti og lagði eins og ávallt áður jafnan gott til allra mála. Eftir að hún flutti búferlum bar fundum okkar oft saman á sam- komum og flokksþingum Alþýðu- flokksins og ávallt voru þeir jafn ánægjulegir og hlýlegir. Nú er Kristín Ólafsdóttir látin. Góð kona gengin. Fyrir hönd Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks Islands færi ég henni kveðj- ur og þakkir. Sjálfur minnist ég hennar með hlýhug og virðingu og þakka henni samíylgd og stuðning. Kristmundi, eiginmanni Kristínar, og fjölskyldu hennar allri sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Siglivatur Björgvinsson alþm. I Þegar ég var í Iþrótta- miðstöðinni á Aki-anesi miðviku- daginn 2. september síðastliðinn, sagði Hallgrímur Ólafsson mér að mín kæra vinkona og skoðanasyst- ir, Kristín, systir hans, hefði látist þá um morguninn. Mér varð hverft við og varð hugsað til þeirra hjóna, Ki'istínar og Kristmundar, sem I hafa verið sem eitt í öllum gerðum 1 á sameiginlegri lífeleið. Hvarvetna um landið hef ég hitt fólk sem á ein- hvem hátt hefur átt samleið og samskipti við Kristínu ljósmóður og Kristmund og ávallt verið beðinn fyrir hlýjar kveðjur til þeirra. Þetta ásamt mörgu öðru hvarflaði um hugann í einveru og þögn í kjölfar orða Halla sem svaraði þegar ég j spurði um Kristínu: Hún dó í morg- un, vinur, klukkan 11. Svo tókumst | við í hendur - orð voru óþörf. Kynni okkar Kristínar hófust fyrir alvöru þegar ég fór að hafa af- skipti af stjómmálum 1984-86. Ég hafði kannast við Kristínu ljósmóð- ur gegnum bræður hennar Samma og Halla og af góðu orðspori við ljósmóðurstörf til langs tíma. Ágætur látinn vinur okkar beggja sem var samstarfsmaður minn og : félagi í Sementsverksmiðjunni, Hannibal Einarsson, fyllti síðan út í með lýsingu á gæðamanneskju sem V Kristín reyndist mér og öðram sem áttu með henni samleið. Starf og félagsskapur Kristínar við okkur í kjördæmisráði Alþýðu- flokksins á Vesturlandi og íyrir okkar hönd á flokksþingum og í flokkstjórn Aiþýðuflokksins var leyst af einlægni og réttsýni sem við félagarnir þökkum að leiðarlok- J um. Þátttaka í félagsstarfi Alþýðu- flokksfélags Akraness var á sama hátt, allt jákvætt með hvatningu og * einlægni. Undirritaður og fjölskylda hafa notið ógleymanlegrar ástúðar og hlýju Kristínar og Kristmundar á liðnum árum. Lífshlaup Kristínar verður ekki rakið í þessari grein, en aðeins get- ið um það sem lýtur að persónuleg- um kynnum og félagsskap. Kristín Ú vildi enga deyfð heldur kátínu og hresst fólk í kringum sig, þannig ! munum við hana allir vinir og félag- Vs ar. Hún vildi ekki ræða um sjúk- dóm sinn, heldur hvatti til baráttu fyrir því sem lýtur að almannaheill. Við kveðjum með söknuði og vottum þér kæri vinur, Kristmund- ur, og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúð. Við vitum að í minn- ingu Rristínar mun jafnrétti og bræðralagshugsjónin verða okkur ð leiðarljós á komandi tímum sem I væri hún í okkar hópi. Fyrir hönd kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Edda og Gísli S. Einarsson. + Einar K. Gíslason fæddist í Reykjavík 27. apríl 1917. Hann lést á heimili sínu mánu- daginn 31. ágúst. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðs- son, fæddur á Króki í Ölfusi 29.11. 1889, dáinn 28.7. 1980, og Anna Einarsdóttir, fædd á Reykjum í Ölfusi 23.11. 1883, dáin 3.11. 1958. Systkini Einars voru: 1) Halldóra Sigríður, f. 13.1. 1914, d. 8.6. 1914. 2) Sigurður Óskar, f. 21.1. 1915, fórst með Jarlinum GK 272 í september 1941. 3) Hall- dóra, f. 10.4. 1920. 4) Guðlaug, f. 6.1. 1922. 5) Hjörtur Harald- ur, f. 24.10. 1923. 6) Páll Hauk- ur, f. 14.3. 1925. 7) Gunnar Björgvin, f. 16.9. 1926. 8) Magnús Helgi, f. 7.8. 1928, d. 22.10. 1929. Hinn 28.5. 1938 kvæntist Ein- ar Helgu Jónsdóttur, f. 6.4. 1919. Þau eignuðust fjögur börn: ljSigurður Jón, f. 9.10. Elsku pabbi minn. Það koma svo margar minningar upp í hugann, að erfitt er að koma öllu á blað. Alltaf varstu til staðar og varst reiðubúinn að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Alltaf var gott að koma í Grandó til ykkar mömmu hvenær sem var, alltaf sama gestrisnin og góðmennskan. Það var yndislegt að fá að vera með þér til hinstu stund- ar. Ég veit að þér líður vel núna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku mamma, megi Guð styrkja þig á þessum erfíðu tímamótum. Þín dóttir Anna. Elsku afí minn. Mikið var ég heppin að eiga þig sem afa. Mér þótti svo ofsalega vænt um þig. Þú varst alltaf svo blíður og góður við alla. Ef eitthvað bjátaði á gat ég alltaf leitað ráða hjá þér. Og ekki vantaði hvatninguna frá þér. Fyrir mér varstu meira en afi, þú varst mín föðurímynd. Mínar fyrstu minningar eru tengdar ykkur ömmu í Grandó. Ég man hvað það var alltaf gaman á jólunum hjá ykkur. Ég var alltaf jafn heilluð af stóra jólatrénu með fallega ski-aut- inu. Ég man líka hvað ég var ánægð þegar við Sigrún fengum í jólagjöf frá ykkur ömmu eskimóaúlpurnar sem þú hafðir hannað og saumað. Ég mun alltaf geyma í hjarta mér þann dag er þú gerðir mér þann mikla heiður að leiða mig upp að altari þegar við Biggi giftum okkur. Og í veislunni sveifst þú með mig um dansgólfið og við brostum hvort til annars. Alltaf tókuð þið amma svo vel á móti okkur Bigga og Björk þegar við komum til ykkar. Þá ræddum við oft um daginn og veginn og þú sagðir okkur frá uppvaxtarárum þínum. Mikið á ég eftir að sakna þeirra stunda, afi minn. Ég mun aldrei gleyma þeim degi sem við hittumst síðast. Þú brostir svo fallega og blítt til Bjarkar litlu, eins og þú brostir alltaf til allra. Við tókum hvort utan um annað og ég sagði við þig: láttu þér líða vel elsku afi minn. Ég veit að þér líður vel núna hjá englum Guðs og stjarna þín skín skært á himnum. Ég veit að við munum hittast í framtíðinni, en þangað til, hafðu það gott, elsku afi minn. 1938. Fyrri kona hans var Borghild- ur Emilsdóttir og eiga þau þrjú börn, Eniil, Helgu og Sigrúnu. Seinni kona Sigurðar er Þorbjörg Þórarins- dóttir og á hún eina dóttur, Þórunni. 2) Stúlkubarn sem fætt var andvana. 3) Anna, f. 26.4. 1947. Fyrri maki hennar var Jón Guðmunds- son og eiga þau tvö börn, Helgu og Ein- ar. Seinni maki Önnu er Guð- mundur Jakobsson og eiga þau tvær dætur, Dagnýju og Díönu. 4) Einar, f. 17.7.‘ 1952. Kona hans er Margrét Skúladóttir. Þeirra sonur er Einar Örn. Margrét á tvö börn af fyrra sambandi, þau Skúla Magnús og Guðrúnu Erlu. Einar starfaði mestan hluta ævinnar sem verkstjóri hjá Belgjagerðinni. Utför Einars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Elsku amma mín, við biðjum Guð að gefa þér styrk á þessum erfiðu stundum. Helga Jónsdóttir. Mig langar til þess að minnast með nokkram orðum frænda míns og móðurbróður Einars Gíslason- ar. Fyrstu minningar mínar um Einar tengjast jólaboðum hjá afa og ömmu á Óðinsgötu og svo af- mælisveislum barna Einars á heimili fjölskyldunnar í Grundar- gerði 2. Mér er í huga frá þeim ár- um hve Einar var viljugur að taka þátt í leikjum okkar barnanna. Hann var sérstaklega hlýr, barn- góður og talaði við okkur sem jafn- ingja. Sonur Einars, Einar yngri, og ég erum jafnaldrar og þegar við vor- um nágrannar á unglingsáram var ég tíður gestur í Grundargerðinu. Oft var setið í eldhúsinu og hin ýmsu mál rædd fram og aftur. Ein- ar var afdráttarlaus í skoðunum, talaði alltaf tæpitungulaust, en var jafnframt glaðbeittur. Ég tók þátt í skátastarfi á þessum áram og einnig var tískan farin að móta klæðnað þann sem maður gekk í. Belgjagerðin, þar sem Einar starfaði lengst af ævi sinnar, var þá einn helsti framleiðandi útivistar- búnaðár og jafnvel tískuvöra á landinu. Þá kom sér oft vel að þekkja Einar. Heimsóknimar end- uðu gjarnan á því að Einar var spurður hvort Belgjagerðin fram- leiddi ekki þetta eða hitt tjaldið, svefnpokann, úlpuna, leðurjakkann eða eitthvað annað sem nýtt var á markaðnum. Með þessu var ég, blankur skólastrákurinn, auðvitað að falast eftir því að fá hlutina ódýrt og Einar vissi öragglega hvað klukkan sló. Yfirleitt svaraði hann með því að segjast skyldu at- huga málið og nokkra síðar fékk ég þau skilaboð að umbeðinn búnaður eða fatnaður biði þess að verða sóttur. Ég bauð auðvitað greiðslu en sjaldnast var það tekið í mál. Ég veit að margir fleiri, bæði úr frændgarði Einars svo og kunn- ingjar, hafa svipaða sögu að segja af greiðasemi hans. Hin seinustu ár hitti ég Einai' aðallega er hann og Helga vora í heimsókn hjá foreldram mínum, en milli þeima hafa alla tíð verið sterk bönd og þar hefur aldrei borið skugga á. Síðast hitti ég Einar þar snemma á þessu ári og þá var hann hress eins og vanalega og bar ald- urinn vel. Seinni hluta sumars frétti ég síðan að hann hefði verið lagður inn á spítala og að þar hefði komið í ljós að hann væri haldinn illkynja sjúkdómi. Er hann sneri aftur heim hafði ég á orði að nú þyrfti ég endi- lega að heimsækja hann. Af því varð því miður ekki því hann andaðist fáeinum dögum síðar. Ég minnist Einars frænda með hlýhug og þakka góðvild í minn garð. Fyrir hönd foreldra minna, systra og maka okkar votta ég Helgu og fjölskyldu einlæga samúð. Ölafur S. Ástþórsson. Hann Einar er dáinn. Ekki svo að skilja að það eigi ekki fyrir okk- ur öllum að liggja, heldur hitt að mér fannst tími hans ekki kominn. En það er Guð sem ræður. Það var fyrir um 20 áram að ég var svo lánsöm að kynnast þeim heiðurs- hjónum Einari Gíslasyni og Helgu Jónsdóttur. Þau ár hefur aldrei fallið skuggi á þá vináttu og fyrir það vil ég þakka núna. Einar var einstakur vinur, heiðarlegur, tryggur og umhyggjusamur. Hann hryggðist með mér í sorgum og gladdist í gleði, jafnframt sem hann miðlaði mér af reynslu sinni og lífsspeki. Minningarnar eru margar og er gott á þessum sorg- arstundum að ylja sér við þær. Elsku Einar minn, þú varst umvaf- inn ást og umhyggju konu þinnar og dóttur þar til yfír lauk og var þín hinsta för bæði falleg og friðsæl. Það er gott til þess að vita á slíkri kveðjustundu að minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður, afa, langafa og vin mun lifa í hjörtum okkar. Um leið og ég bið konu hans, börnum og ástvinum öllum Guðs blessunar, vil ég ljúka máli mínu með ljóði Margrétar Jónsdóttur: Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Pað yrði margt, ef telja skyldi það. í lífsins bók það lifii' samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafiivel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir. Elskulegur afi minn er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við það að sjá afa aldrei aftur, hann var hluti af lífi manns, maður er svo eigin- gjarn á þá sem maður elskar. Það var alltaf hægt að reiða sig á afa. Hann vissi svör við öllu, benti manni alltaf á björtu hliðaraar, og það jákvæða í öllu og öllum. Ef maður kom eitthvað þungur til ömmu og afa fór maður alltaf léttur og hlæjandi út, því að afi var stríðinn líka fram í fingurgóma. Hann var alltaf hjálplegur og góður, það era ekki ófá faðmlög sem mað- ur fékk og hann var alltaf að segja hvað hann væri heppinn að eiga öll þessi góðu bama- og bamaböm. Ég vona að við höfum sýnt hon- um sömu góðvild og ástúð er hann sýndi okkur. Ég gæti skrifað heila bók um hann afa minn. Við ræddum það nokkram dög- um fyrir andlát hans hvað byði okkar eftir jarðvistarlífið, hann sagðist vera sáttur, búinn að eiga góða og yndislega ævi. Við vitum að öll hittumst við aftur, hann sagði: eftir allt sem ég er búinn að eiga, lít ég á þetta sem gleði, þeir sem hafa þjáðst hætta að finna til. Svona var okkar seinasta samtal. Einar afi var höfðingi í mínum huga og okkar allra. Elsku afi, takk fyi'ir allt og allt. Hvíl þú friði, friður guðs þig blessi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur; 1-4.) EINAR K. GÍSLASON Elsku amma mín, við vottum þér innilega samúð okkar. Guð blessi þig. Helga Sigurðardóttir og fjölskylda. Mig langar að minnast föðurbróð- ur míns Einars Gíslasonar með nokkram orðum. Einar var sann- kallaður heiðursmaður og hafði þann einstaka hæfileika að láta þá sem hann umgekkst líða vel og finna hve sérstakir þeir vora og skiptu máli. Þegar ég var ungur patti og á leið í sveit komum við mamma við hjá honum í vinnunni til að kveðja og man ég hvað mér þótti mikið tíl hans koma, og þaðan fór maður ekld r _ tómhentur, í hvert skipti með eitt- hvað nýtt í farteskinu. Einar og Helga kona hans bjuggu á Hverfisgötu þegar ég man fyrst efth' heimili þeima og man ég hve sérstakt það var að vera boðinn til þeirra í mat, allt svo fínt og glæsilegt og umfram allt var maður svo velkominn. Reyndar hefur alltaf verið yndislegt að sækja þau heim sama hvar, hvenær eða í hvaða tilefni. Ég man nú ekki hvað ég var gamall en einhverju sinni vorum við mamma á gangi í miðbænum og mættum þeim hjónum og man ég hvað mér þótti mikið til koma hvemig hann tók ofan hattinn og #• heilsaði með virktum, þá leið manni vel. Þegar ég fermdist gáfu þau mér svefnpoka sem hafði verið sér- saumaður, vel vatteraður og hlýr, og þegar ég eltist var Einar alltaf tilbúinn til að lána okkm’ Sigga syni hans bílinn til ballferða eða bílskúrinn til einhverra viðgerða. I gegnum tíðina höfum við átt með þeim hjónum yndislegar stundir, t.d. fóram við saman ásamt tengdafólki mínu og börnum í yfir 10 ár í Þjóðleikhúsið og einnig í mörg ár á nýársdag á Sögu. Ogleymanlegar era einnig árlegar heimsóknir þeirra ásamt Sigga og Laugu í sumarbústað okkar hjóna sem hafa verið okkur hjónum dýrmætar. Einar frændi minn var alveg ein- stakur öðlingur sem aldrei sagði styggðai-yrði um nokkum mann, hann kunni að hlæja og njóta líðandi stundar. Alla ævi mína hef ég fengið notið umhyggju og þátt- töku hans í lífi mínu og fjölskyldu minnar, það sem hann var mér og konu minni og börnum er erfítt að koma í orð. Elsku Helga, Siggi, Anna, Einar, tengdabörn, bamabörn, barna- • barnabörn og aðrir ástvinir, megi Drottinn styrkja ykkur í sorginni og blessa minningu ykkar um stór- kostlegan mann sem svo sannar- lega gaf sanna vináttu. Vinátta Góð vinátta minnirmigoftávorið fer hægt af stað hlýnar svo ogbirtiryfir ástundum er hún köld og leiðinleg en samt kanntu alltaf betur og betur að meta hana því þegar á heildina er litið er með vináttuna eins og vorið þér líður vel innan um það. (Þór Sandholt.) Tómas H. Sigurðsson. Blómabúðin öaFðskom v/ Possvogskifkjwqa*^ ‘ s.mi: 554 0500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.