Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 30

Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Ferðir Guðríðar rétt að hefjast „GUÐRÍÐUR Þorbjarnardótt- ir er í hópi þeirra fáu kvenna sem þekktar eru úr fornsög- unum en þó hefur mest dulúð hvflt yfír Guðríði, hver var hún, hvað gerði hún og hvert fór hún?“ segir leikkonan Ragnhildur Rúriksdóttir, en hún fer einmitt með hlutverk Guðríðar í einleiknum Ferðir Guðríðar, sem frumsýndur var um síðustu helgi í Skemmtihúsinu við Laufás- veg. Höfundurinn og leik- stjórinn, Brynja Benedikts- dóttir, hefur æft verkið í sam- vinnu við þrjár Ieikkonur svo flytja megi leikritið á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og ensku. Ragnhildur Rúriksdóttir leikur sýninguna á fslensku, en áður var búið að frumsýna ensku gerðina þar sem írska leikkonan Tristan Gribbin leikur. Þriðja leikkonan, Bára Lyngdal Magnús- dóttir, mun frumsýna verkið á sænsku í Stokkhólmi í lok september. Ragnhildur segir að þrátt fyrir þennan hátt á undirbúningi verksins sé túlk- un hverrar og einnar þeirra al- gjörlega sjálf- stæð. „Brynja vann með hverri og einni okkar sér á æfíngatím- anum svo Guð- ríður fær með þessum hætti ólíkar áherslur, allt eftir því hvað við getum lagt henni til frá okk- ur sjálfum. Brynja skrifar auðvitað leikritið og á leikstjórnar- hugmyndirnar, en svigrúmið sem hún gaf mér til að skapa persónu Guð- ríðar var umtalsvert. Eg á því von á að innbyrðis séu þær mjög ólíkar, hin íslenska, enska og sænska Guðríður, á sama hátt og við leikkonurn- ar erum mjög ólíkar hver annarri." En hver er hún þessi marg- umtalaða Guðríður? „Hún er skörungur. AHtaf á faraldsfæti og hefur svolítið fallið í skuggann fyrir þriðja manni sínum, Þorfínni Karls- efni. Hún hefur gríðarlegan viljastyrk og bítur það í sig að komast til Vínlands, og kemst það í annarri tilraun og á þar barn, Snorra, sem var fyrsta evrópska barnið sem fæddist í Ameríku. Fimm hundruð árum áður en Kól- umbus komst til Ameríku." Ragnhildur segir það af- skaplega gaman að leika svona einleik upp á eina og hálfa klukkustund, þótt það sé mjög krefjandi. „En ein- leikur getur verið með ýmsu formi. I þessu verki leik ég ekki bara Guðríði heldur ýmsar aðrar persónur svo að því leyti hef ég orðið vör við að sýningin kemur fólki nokk- uð á óvart. Atriðin eru mjög lifandi, margar persónur koma við sögu, það er tnikið látbragð, mikill söngur og hreyfíng og þannig verður sýningin mjög íjölbreytt. AHt skapar þetta heilsteypta sýn- ingu og er tækifæri fyrir áhorfendur til að sjá hversu einn leikari með rödd, líkama og sál sinni getur gætt marg- ar persónur lífí og stokkið á augabragði frá einni til ann- arrar. Það sem mér hefur einmitt fundist skemmtilegast er hvað sýningin kemur áhorfendum innilega á óvart.“ Ragnhildur stundaði leik- listarnám við American Academy of Dramatic Arts í Kaliforníu og lauk þaðan námi 1991. Hún starfaði síðan sem leikari í Bandaríkjunum og hér heima til ársins 1996 er hún fluttist alfarið heim og hefur starfað að leiklist hér síðan. „Svo varð ég ófrísk og eignaðist frumburðinn okkar, hann Rúrik Rafnar, í fyrra og fór því ekki af stað fyrir al- vöru aftur fyrr en á þessu ári,“ segir hún. Hún lék þó eftirminnilegt hlutverk í spennuleikritinu Herbergi Veróniku ásamt m.a. föður sínum, Rúrik Haraldssyni, sem sýnt var í Kaffíleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Einnig í kvikmyndinni Draumadísir, leikritinu Engillinn og lióran og öðrum verkefnum. „En Ferðir Guðríðar er án vafa veigamesta hlutverkið fram að þessu," segir hún. Ragnhildur segist vona að samleið þeirra Guðríðar verði sem lengst. „Við stefnum á árið 2000 með sýninguna og einnig er þetta kjörin sýning fyrir skólana til notkunar við sögukennslu. Við höfum þeg- ar fengið fyrirspurnir í þá veru sem lofa góðu því ekki er búið að sýna nema tvær sýningar. Svo eru möguleik- arnir óþrjótandi að ferðast með sýninguna jafnt hérlend- is sem erlendis, nú þegar hafa t.d. íslendingafélög erlendis sýnt sýningunni áhuga. Þá má nú ekki gleyma öllum íslend- ingabyggðunum bæði í Kanada og Ameríku sem enn leggja rækt við upprunann og íslenska tungu. Eg hef á til- fínningunni að ferð okkar Guðríðar sé rétt að hefjast. Við frumsýndum mina Guð- ríði í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 30. ágúst sl., en Brynja, Tristan og Ingibjörg Þórisdóttir, aðstoðarmaður leikstjóra, eru á förum til Kanada um miðjan mánuðinn svo síðasta sýningin mín í þessum mánuði verður núna á sunnudagskvöldið," segir Ragnhildur Rúriksdóttir leik- kona. Morgunblaðið/Arni Sæberg „HEF á tilfinningunni að ferð okkar Guð- ríðar sé rétt að hefjast," segir Ragnhildur Rúriksdóttir leikkona. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTA litla og látlausa innlegg í reykvískt sýningahald er því vissulega þörf ábending til okkar hinna fullorðnu, segir m.a. í dónmum. Börnin og borgin MYNÐLIST Tjarnarsalnr Rádlinss Iteykjavfkur LJÓSMYNDIR Til 15. september. LJÓSMYNDAFÉLAG sem kallar sig Ljósálfa datt niður á þá hugmynd að fá 28 börnum af leikskólunum Vesturborg og Ægisborg í hendur einnota Fuji-vélar svo þau gætu tek- ið sínar eigin Reykjavíkurmyndii’. Bömin em flest fimm til sex ára og hlutu einungis málamyndatilsögn áð- ur en þau fóru að festa borgina sína á filmu. Að sýningunni lokinni verða allar ljósmyndirnar færðai- Ljós- myndasafni Reykjavíkur til varð- veislu. Ljósmyndir sem listræn afurð eru töluverð nýmæli fyrir okkur þótt tæknin sé búin að vera með okkur í heila öld. Þótt þær séu ómissandi hluti af iífi okkar og menningu höf- KVIKMYNPIR S a m b í ó i n TÖFRASVERÐIÐ „THE MAGIC SWORD“ ★★ Leikstjóri: Frederik Du Chau. Tón- list: David Foster og Carol Bayer Sa- ger ásamt Patrick Doyle. Leikraddir m.a.: Ragnheiður Edda Viðarsdóttir, Selma Björnsdóttir, Valur Arnar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason og Egill Ólafsson. Warner Bros. 1998. KVIKMYNDAVERIN í Holly- wood hafa horft uppá næstum al- gjöra einokun Disneyveldisins á teiknimyndum í fullri lengd í marga áratugi og hafa nú á undanförnum árum reynt að eignast hlutdeild í þeim markaði, en með misjöfnum árangri. Fox frumsýndi nýlega teiknimyndina Anastasíu með mikl- um lúðrablæstri og Warner Bros. sendi frá sér þetta ævintýri, Töfrasverðið, sem byggt er mjög lauslega á goðsögninni um Arthúr konung og sverðið Excalibur. Af Wamermyndinni að dæma virðist sem Disneyveldið eitt ráði yfir mannskap og þekkingu til þess að gera virkilega góðar og spennandi teiknimyndir. Töfrasverðið er gerð í hinni al- kunnu Disneyhefð. Mjög er í tísku í teiknimyndunum að hafa sterka kvenpersónu í aðalhlutverki og Warnermyndin víkur ekki frá þeirri formúlu. Þegar dóttir eins af riddur- um hringborðsins vex úr grasi gerist hún sólgin í riddaraævintýri ætluð um við ekki alls kostar tekið þær í sátt. Ef til vill væri réttara að orða það svo að hingað til hefðum við ekki lært að nýta okkur nema brot af möguleikum miðilsins, sennilega vegna þess að vaninn bindur hendur okkur. Við erum alltaf að taka sömu tegundir af Ijósmyndum - svo sem uppstilltar tækifærismyndir af bros- andi fólki - sem hafa afar takmarkað gildi og segja engum neitt nema þeim þrönga hópi sem varð í það sinn fyrir barðinu á ljósopinu. Setjum sem svo að okkur væru fengnar í hendur einnota ljósmynda- vélar og sagt að mynda það sem væri huga okkar nær. Mundum við ekki óðar fara að skrökva til um áhuga okkar? Fæst okkar hafa vanist því að opinbera blákalt hvert hugur okk- ar stefnir. Það sem Ljósálfarnir bjóða bömunum er að opinbera áhuga sinn gagnvart umhverfmu, eða „...bentu á það sem að þér þykir mest um vert.“ Þetta er skemmtileg og vissulega karlmönnum eingöngu og neitar að sinna venjulegum heimilisstörfum. Brátt fær hún tækifæri til þess að sanna hæfileika sína sem riddari. Ódámur mikill, sem varð föður hennar að bana, lætur ræna töfrasverðinu Excalibur úr höndum Arthúrs en það týnist í skóglendi miklu og hefst mikið kapphlaup á milli stúlkunnar og óþokkans um hvort nær sverðinu. Mun stúlkan ná sverðinu með hjálp blindingja og fálka? Verður hún fyrsti kvenriddar- inn við hringborðið? Töframaðurinn Merlin er ekki í þessu ævintýri nema í mýflugumynd og er sárt saknað (kannski John Boorman hefði átt að skrifa handrit- ið). Hins vegar er allt fullt af undar- legum íigúrum, vondum og góðum, sem þátt taka í kapphlaupinu um sverðið. Það er ævintýrabragur yfir sumu af því dóti eins og eldspúandi drekum, risavöxnu trölli og ákaflega líflegum töfraskógi. Teikningarnar í Warnermyndinni eru síðri en í Disneymyndunum, það verður Ijóst strax í upphafi þegar sýndir eru hestar á ferð. Tónlistin gerir ekki mikið fyrii- myndina, ekk- ert laganna er mjög grípandi, og leikstjórnin er stundum hæpin; hverjum dettur í hug að láta syngja ljúfsárt saknaðarljóð undir hröðum eltingarleik? Töfrasverðið er brokk- geng teiknimynd sem sýnir að Warner Bros. á talsvert ólært ætli það að keppa við Disneyveldið. ís- lenska talsetningin er löngu orðin fastur liður í teiknimyndasýningum hér og óþarfi að fara um hana mörg- um orðum. Hún er ágætlega unnin. Arnaldur Indriðason þarfeg tilraun. Alltof lítið er gert af því að venja börn - verðandi almenn- ing - við að opinbera hug sinn gagn- vart umhverfnu, eða hverju einu sem verður á vegi þeirra. Að kanna vilja sinn, smekkvísi og álit, og gera öðrum grein fyrir þeim hugi’enning- um er einn helsti vaxtarbroddur og þroskamerki menningarlegs hugar- fars. Sé tjáningu barna ekki sinnt er hætt við að þetta verðandi fullorðna fólk fari á mis við einn mikilvægasta homstein vestræns lýðræðis; frelsið til að mynda sér sjálfstæða skoðun á hverju einu sem varðar lífið og til- veruna. Þetta litla og látlausa innlegg í reykvískt sýningahald er því vissu- lega þörf ábending til okkar hinna fullorðnu. Við þurfum að gæta að áhuga þeirra sem eru nýfarnir að skoða heiminn og hlúa innvirðulega að þeim áhuga. Minna má það ekki vera. Halldór Björn Runólfsson Ferðastyrkir til ungra listamanna NORRÆNA ráðherranefndin hefur auglýst ferðastyi-ki til ungra Iistamanna undir 36 ára aldri. Styrkirnir eru kenndir við Sleipni og eru veittir lista- mönnum sem fást við hinar ýmsu listir, m. a. leiklist, dans, myndlist, hönnun, bygginga- Hst, tónlist, kvikmyndir, mynd- bandalist og bókmenntir. Tilgangurinn með styrkjun- um er að auka samskipti starf- andi norrænna listamanna inn- an Norðurlanda og eru þeir veittir einstaklingum. Sækja skal um á þar til gerðum eyðu- blöðum til Sleipnir, Nordisk Institut för Samtidskonst, NIFCA, Sveaborg B 28, FIN- 00190 Finland sem veitir allar nánari upplýsingar. Einnig er hægt að snúa sér til Nordisk ministerrád, Store strand- stræde 18, DK-1255, Koben- havn K Danmark. Bugsy Malone sýnt áfram SÝNINGAR á leiki’itinu Bugsy Malone hefjast aftur sunnu- daginn 13. september. Bugsy Malone er fjölskyldu- leikur og fjallar um ævintýri „gangstersins" Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930. Það eru 33 börn á aldrin- um 11-16 ára sem skipta með yfir 60 hlutverkum. Fyrsta konan við hringborðið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.