Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 11.09.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MR-ingar tolleraðir Morgunblaðið/Halldór BUSAVIGSLA var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík í gær. Að gömlum sið voru 3. bekkingar, eins og nýnemar eru kallaðir í MR, leiddir fyrir sveit eldri nemenda og toll- eraðir hver á fætur öðrum. Þar með voru busamir teknir inn í skólasamfélagið. Banaslys á Dalvegi í Kópa- vogi TÆPLEGA tvítugur piltur lést í gærmorgun af völdum áverka er hann hlaut á mið- vikudagskvöld er hann varð fyrir bíl á Dalvegi í Kópavogi. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kópavogi varð slysið um klukkan hálftólf á miðvikudagskvöld. Tildrög slyssins að nokkru leyti óljós Pilturinn var á gangi á Dal- vegi er hann varð fyrir bíl en ekki er vitað nánar um tildrög slyssins. Var hann fluttur mik- ið slasaður á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Lést hann á sjúkrahúsinu snemma í gærmorgun. Lögreglan í Kópavogi hefur rætt við vitni í dag og óskar hún eftir því að ökumaður fólksbíls, sem var á leið austur Dalveg um það leyti sem slys- ið varð, hafi samband. Hvolsskóii 10afl8 kennurum segja upp TÍU af átján kennurum við Hvolsskóla á Hvolsvelli hafa sagt upp störfum frá og með 1. októ- ber nk. og taka uppsagnirnar gildi 1. janúar. Kennararnir höfðu fyrr á þessu ári óskað eftir viðræðum við sveitarstjómir um launamál en ekki hefur verið orð- ið við þeim óskum. Fjögur sveitarfélög standa að skólanum; Hvolhreppur, Fljóts- hlíðarhreppur og Austur- og Vestur-Landeyjahreppar. Jón Gunnar Jónsson, formaður skólanefndar, segir í samtali við Morgunblaðið að svör skóla- nefndarinnar hafi byggst á því að sveitarstjómimar sem að skól- anum standi hafi látið launa- nefnd sveitarfélaganna hafa sitt samningsumboð. „Því höfum við litið svo á að við hefðum ekki um- boð til að ræða um launamálin sem slík,“ segir Jón Gunnar. Að- spurður segir hann of snemmt að segja til um hvernig skólanefnd- in bregðist við fjöldauppsögnum kennara. Unnar Þór Böðvarsson skóla- stjóri segir stefna í vandræða- ástand í skólanum ef meira en helmingur kennara fari um ára- mót og segir Ijóst að kennurun- um sé full alvara með uppsögn- unum. „Þetta er afleiðing þess að sveitarfélögin og Kennarasam- bandið í sameiningu klúðraðu gersamlega síðustu kjarasamn- ingum kennara," segir hann. Fjárhagslegur bakhjarl sósíalistahreyfíngarinnar selur eignir sínar Sigfusarsjóður í viðræðum um sölu á Laug'avegi 3 SIGFÚSARSJÓÐUR, sem hefur það hlutverk að styðja fjöldahreyfingu sósíalista á Islandi og leigir Alþýðubandalaginu núverandi húsnæði flokksins í Austurstræti, stendur um þessar mundir í samningaviðræðum um sölu á eign sinni, hluta hússins að Laugavegi 3. Siguijón Pétursson, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, vill ekki tjá sig um hvemig stuðningi Sigfús- arsjóðs við sósíalista verði háttað í framtíðinni, með tilliti til þeirra umræðna sem nú standa yfir um annars vegar sameiginlegt framboð vinstri manna og hins vegar hugmyndir um sérstakt framboð manna sem nú tilheyra vinstri væng Alþýðubandalagsins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hef- ur borgarráð Reykjavíkur samþykkt að veita Samtökunum ‘78 níu milljóna króna styrk til að kaupa 250 fermetra húsnæði á fjórðu hæð Laugavegar 3. Sigurjón Pétursson sagði að kaupin væru ekki frágengin, Samtökin ‘78 hefðu átt í viðræð- um við Sigfúsarsjóð en formlegt kauptilboð hefði ekki borist. Skrifstofur AJþýðubandalagsins vom til húsa á Laugavegi 3 en vom fluttar fyrir rúmu ári í hús sem Sigfúsarsjóður eignaðist í Austurstræti í Reykjavík. Sigurjón sagði að Sigfúsarsjóður hefði um skeið boðið húsnæðið á Laugavegi til sölu eða leigu og segja mætti að það væri selt í stað hússins sem keypt var í Austurstræti. Sigurjón sagði að Sigfúsarsjóður hefði verið stofnaður sem stuðningsafl við Sameiningar- flokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn. Eftir að sá flokkur var lagður niður hefði verið samþykkt að breyta stofnskrá sjóðsins þannig að hann skyldi styðja þá fjöldahreyfingu sem tæki við starfi Sósíalistaflokksins. Síðar hefði verið sam- þykkt að sú fjöldahreyfing skyldi teljast vera Alþýðubandalagið. Kemur samfylkingu ekkert við Sigurjón var spurður hvort hugsanlegt væri að sú stofnsamþykkt yrði endurskoðuð ef svo fer að Alþýðubandalagið klofnar eða til verða úr því tveir flokkar, annar sameinaður flokkur vinstri manna og hinn flokkur manna vinstra megin við sameiginlega framboðið. „Eg get ekkert um það sagt. Málið er að sjóðurinn er sjálfseignarstofn- un. Hann er ekki eign flokkanna. Hann hefur þetta verkefni og hefur reynt að sinna því en hvemig hann sinnir sínum verkefnum í fram- tíðinni þori ég ekki að giska á,“ sagði Sigurjón. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði að flokkurinn hefði 1. maí á síðasta ári flutt úr óhentugu húsnæði við Laugaveginn í mun hentugara húsnæði við Austurstræti. Bæði húsin eru í eigu Sigfúsar- sjóðsins. Aðspurð hvort hún teldi að flokkurinn mundi missa stuðning Sigfúsarsjóðs ef kæmi til sam- einingar á vinstri vængnum sagðist hún telja að svo yrði ekki. „Það kemur því ekkert við. Flokkarnir verða til áfram í þessu samfylking- arferli. Það er ekki verið að leggja þá niður sem formlegar stofnanir. Það er ekki nema að það gerðist einhvern tímann í framtíðinni, en slíkt hefur ekki komið upp. En Sigfúsarsjóður tengist ekki að neinu leyti þessum sameiningar- viðræðum. Sigfúsarsjóður hefur styrkt, ekki að- eins flokkinn á landsvísu, heldur einnig félög og kjördæmisráð til að eignast eigið húsnæði. En það er greidd leiga af því húsnæði sem Sigfúsar- sjóður á alfarið, eins og þetta húsnæði sem við erum í,“ sagði Margrét Frímannsdóttir. Á FÖSTUDÖGUM líf 8SÍDUR Hljóðabingó með íslensk- um fuglum Landsmenn á línuskautum Örn Clausen og Jón Arnar fengu sömu náðargjöf / C2 Hermann Hreiðarsson segir Charlton áhugavert lið / C1 Spáðu í stjörnurnar! www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.