Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 6

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hátt í fímmtíu Islendingar hafa unnið að flugbrautargerð á vesturströnd Grænlands í sumar Komast oft í hann krappan vegna frumstæðra aðstæðna Morgunblaðið/Sveinn L. Sveinsson SÉÐ yfír flugvöllinn í Sisimiut á vesturströnd Grænlands, en hann verður vígður 3. október nk. og er einn af sjö flugvöllum á Grænlandi sem byggja á fyrir árið 2002. íslenskir verktakar koma að þessum framkvæmd- um og hafa aðstæður oft verið erfíðar. Til dæmis þurfti að flytja malbikunarstöð, sem er um eitt þúsund og sjö hundruð tonn, á prömmum frá bænum Sisimiut yfir fjörðinn þar sem flugvöllurinn er nú. Nær 50 íslendingar hafa unnið að flug- brautarframkvæmdum og brúargerð á vestur- strönd Grænlands í sumar en flestir eru ✓ þeir starfsmenn Istaks hf. eða Islenskra aðal- verktaka hf. Fram- kvæmdirnar eru liður í áætlun grænlensku landstjórnarinnar um byggingu sjö flugvalla fyrir árið 2002. FYRSTI flugvöllurinn verður vígð- ur í Sisimiut hinn 3. október nk. Verktakafyrirtækið ístak hf. stend- ur að flugbrautarframkvæmdunum í samvinnu við grænlenskt, norskt og dönsk verktakafyrirtæki, en saman mynda þau verktakafyrirtækið Permagreen Konsortiet. íslenskir aðalverktakar hafa alfarið séð um byggingu brúar við bæinn Sisimiut í tengslum við gerð flugvallarins þar. Auk Sisimiut ei-u framkvæmdir hafnar við flugvallagerð í bæjunum Aasiaat og Qaanaaq, en verið er að byrja á flugvöllunum í Upemavik, Ummannaq og Manitsoq. Þá er ráð- gert að byrja á flugvellinum í Paamiut á næsta ári, en ennþá er óvíst með stækkun flugvallarins í Nuuk. Að sögn Sigurðar Sigurðsson- ar, tæknifræðings hjá Permagreen Konsortiet, hafa samtals um 25 ís- lendingar unnið við framkvæmdir í Sisimiut í sumar, tíu til tólf íslend- ingar hafa unnið við framkvæmdim- ar í Aasiaat, einn Islendingur vinnur við vegaframkvæmdir í Paamiut og loks hafa um sex íslendingar starfað við framkvæmdir í Qaanaaq (Thule). Allir em þessir íslendingar verk- fræðingar, vélamenn eða mælinga- menn, en auk þess vinna við þessar framkvæmdir menn frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Sigurður telur að ís- lendingar séu að jafnaði um einn fjórði af þeim hópi manna sem starfar við flugbrautaframkvæmd- irnar á vesturströnd Grænlands, að minnsta kosti í Sisimiut, Aasiaat, Qaanaaq og Paamiut. Hann segir ennfremur að hópamir vinni vel saman innbyrðis og að samvinnan við heimamenn gangi vel. Yfírþyrmandi náttúra Fyrsti áfangi flugbrautafram- kvæmdanna á vesturströnd Græn- lands hófst sumarið 1996 og hafa ís- lendingar unnið við verkið síðan þá. Að sögn Sigurðar hafa þeir þó aldrei verið fleiri en í sumar. Hann bendir á að á þessum slóðum sé aðeins hægt að vinna að fram- kvæmdum sem þessum yfír sum- artímann, þar sem of kalt sé á vet- uma. Til dæmis í Sisimiut þar sem hann sé við störf sé aðeins hægt að vinna, af einhverju viti, frá aprílmánuði og fram til loka októbermánaðar. Aðspurður hvernig íslendingun- um líki að vinna við framkvæmdirn- ar á Grænlandi segir Sigurður að miðað við það að margir þeirra komi aftur og aftur hljóti þeim að líka vel. „Einhverra hluta vegna koma margir þeirra aftur sumarið á eftir þótt þeir berji sér alltaf og segi að þetta sé hundleiðinlegt," segir Sigurður. Sjálfur hefur hann starfað í Sisimiut frá því snemma í vor og segir að ákveðin spenna fylgi því að vinna á Grænlandi, enda sparar hann ekki stóru orðin þegar hann lýsir náttúrufegurðunni. „Grænland er mikilfenglegt og hríf- andi land. Það er allt svo hrátt og ósnortið. Geðveikislega stórt, yfir- þyrmandi. Hér eru engir bflar og maður er eiginlega bara í beinum tengslum við náttúruna. Til dæmis eru refir að leika sér í snjónum fyrir utan gluggann hjá mér,“ segir hann Qaanaaq ' v5 (Thule) í í KALAALLIT « NUNAAT Upemavik,(GRÆNLAND) Ummannaq* v Aasiaat, n SÍstmiut* - Maniitsoq / Nuuk® (Godtbáb) ! -Æi jilpqqortoormiut • (Scofesbysund) t ( : , WflMSKAUffJð^"" ’ • Tásiilaq W* (Ammassalik) ÍSLÁND Paamiut* Keflavík Narsarsuaq*f Hvarf og bætir því við, greinilega hug- fanginn, að þetta sé „bara svo öðru- vísi“. Erfiðar aðstæður Aðspurður segir Sigurður að það sé ekki erfitt að fá íslendinga til starfa á Grænlandi og að starfsmenn Istaks þar séu upp til hópa mjög reyndir og klárir starfsmenn. „Þetta gengur ekkert öðruvísi en með mjög góðum mannskap," segir hann, enda komast þeir oft í hann krappan vegna frumstæðra aðstæðna. „Ef eitthvað bilar til dæmis er ekki hægt að fara á full- komið vélaverkstæði hinum megin við fjörðinn heldur verðum við að gera við hlutina sjálfir," nefnir hann sem dæmi um erfið vinnuskilyrði. Sigurði er einnig minnisstætt þegar flytja þurfti malbikunar- stöðina fyrr í sumar, en hún er sam- tals um eitt þúsund og sjö hundruð tonn, frá bænum Sisimiut yfii' fjörðinn þar sem flugvöllurinn verð- ur. „Við þurftum að flytja hana á prömmum yfir fjörðinn til þess að setja hana upp. Þetta eru náttúru- lega mjög erfiðar aðstæður," segir hann meðal annars og lýsir því einnig hvernig þeir hafi þurft að sæta færis, þegar flóð var, til að geta dregið vélarnar inn á vík og komið þeim á land. Þrátt fyrir frumstæðar aðstæður lætur Sigurður eins og fyrr segir vel af dvöl sinni á Grænlandi, og segir að þar sem vinnutíminn á Grænlandi sé svo stuttur skipti kannski ekki öllu máli hvort menn séu á Sultartanga eða á Grænlandi, en síðari kostuiinn sé óumdeilan- lega meira spennandi. < Islensk rannsókn um þyngdaraukningu á meðgöngutíma Kjörþyngd næst aft- ur í um 90% tilvika KONUR sem eru í kjörþyngd fyrir meðgöngu ná henni aft- ur í tæplega 90% tilvika innan við 24 mánuðum eftir að þær fæða þrátt fyrir að þyngdaraukn- ing þeirra á meðgöngu sé mun meiri en það sem ráðlagt er. Þetta eru niðurstöð- ur rannsóknar sem Inga Þórsdóttir, pró- fessor í tiæringarfræði við mafyælafræðiskor Háskóla íslands, stýrði. Rannsóknin staðfestir jafnframt fylgni milli þyngdaraukningar móður á meðgöngu og fæðingarþyngdar barns en fyrri rannsóknir höfðu áður leitt þetta í ljós. Grein sem Inga skrifaði um rannsóknina birtist nýlega í vísinda- tímaritinu Obstetrics and Gy- necology og frétt með tilvísun í þá grein er að finna á fréttavef Reuters. Aðstoðarmað- ur Ingu við rannsóknina var Bryndís Eva Birgis- dóttir, að auki unnu nemendur í hjúkrunar- fræði við Háskóla ís- lands að rannsóknum undir stjórn Ingu. Ráðlögð þyngdar- aukning endurskoðuð Inga segir rannsókn- ina byggða upp á tveim- ur verkefnum. „Annað verkefnið var unnið af nemendum í hjúkrunar- fræði. I þeirri rannsókn var athugað hvort þyngdaraukning lcvenna á meðgöngu hefði áhrif á fæðing- arþyngd barnanna og leiddi hún í ljós marktæka fylgni þar á milli, eftir því sem móðir þyngist meira á meðgöngu þeim mun þyngra verður barnið hennar við fæðingu." Hún segir fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að meðalþyngdaraukning íslenskra kvenna á meðgöngu sé meiri en það sem tíðkast hefur að ráðleggja sem æskilega þyngdar- aukningu. Algengt hafi verið að tala um að 10 til 14 kílóa þyngdaraukn- ing sé æskileg en ineðalþyngdar- aukningin samkvæmt rannsókninni sé tæp 15 kíló. Hinn hluti rannsóknarinnar fólst í því að kanna hvort þær konur sem þyngdust verulega mikið á meðgöngu ættu erfiðara með að léttast eftir fæðingu barnanna. Tveir hópar kvenna voru rann- sakaðir, í öðrum voru um 100 konur sem höfðu þyngst um 18-24 kíló á meðgöngu og í hinum um 100 konur sem þyngst höfðu um 9-15 kfló. Haft var samband við konur sem höfðu fætt börn fyrir einu og hálfu til tveimur árum og sýndi niðurstað- an að konunum gekk jafn vel að ná kjörþyngd eftir fæðinguna en 88,6% kvennanna náðu aftur kjörþyngd. Inga bendir á að ekki sé átt við að konurnar nái nákvæmlega sömu þyngd og áður enda liggi kjörþyngd Morgunblaðið/Ámi Sæberg INGA Þórsdóttir, prófessor í næring- arfræði við matvæla- fræðiskor HI. Breytingar á þyngd kvenna frá því fyrir meðgöngu og þar til 18-24 mánuðum eftir fæðingu barns -8 kg -6 kg -4 kg -2 kg 0 kg +2 kg +4 kg +6 kg +8 kg >9 kg Þyngdarbreyting 18-24 mán. eftir lok meðgöngu einstaklings á nokkurra kflóa bili. Konur í hópnum sem þyngdust meira voru að meðaltali tveimur og hálfu kílói þyngri en þær voru fyrir meðgöngu en að meðaltali var þyngd kvenna í hinum hópnum nán- ast óbreytt. Inga segir þessar niðurstöður vera umhugsunarefni með tilliti til þeirrar þyngdaraukningar sem ráðlögð sé á meðgöngu. Astæða sé til að skoða hvort ekki eigi að hækka efri mörk ráðlagðrar þyngd- araukningar upp í 19 kíló fyrir kon- ur sem eru í kjörþyngd fyrir meðgöngu. Mörk hafi eitthvað verið sveigð til eftir tilfinningu manna en rannsóknin staðfesti að gera þurfi ráð fyrir að meiri breytileiki sé eðli- legur í þyngdaraukningu á meðgöngu. Inga segir þetta mikil- vægt í ljósi þess að það geti valdið konum sem þyngjast langt yfir hið ráðlagða meðaltal á meðgöngu óþ- arfa áhyggjum og jafnvel sektar- kennd. Rannsóknin sýni að meðalþyngdaraukning sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir og að þyngd kvenna fyrir meðgöngu hafi mun meira að segja um það hvaða þyngd þær nái eftir fæðinguna en þyngdaraukningin á meðgöngunni. „Rannsóknin fór fram á nokkrum árum og var ekki hægt að vinna að henni samfellt vegna fjárskorts og þess að hún byggir mikið á vinnu nemenda við HI en tveir styrkir voru veittir til verkefnisins, annar frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og hinn frá Markaðsnefnd mjólkur- iðnaðarins," sagði Inga í samtali við Morgunblaðið. mmmmm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.