Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lendingarbúnaður C-17-vélar bandaríska flughersins, sem flutti Keikó, laskaðist í harðri lendingu Risavélin teppir alla flug- umferð SPENNAN í Vestmannaeyjum var í algleymingi þegar hundruð manna, sem safnast höfðu saman við Vestmannaeyjaflugvöll, sáu til C-17- vélar bandaríska flughersins í fjarska á leið til lendingar í gær með háhyrninginn Keikó innan- borðs. Strekkingsvindur stóð af norðnorðaustri, en veður bjart og nokkuð napurt. Vélin kom úr vest- urátt og flaug yfír völlinn og bjóst til lendingar úr austri. Sást þá hvernig vélin hallaðist til norðurs og kom hún harkalega niður á lending- arhjólin hægra megin með þeim af- leiðingum að hjólabúnaður hennar laskaðist að því er virtist. Heyrðu viðstaddir hvell við lendinguna, en ekki sprakk þó hjólbarði. Vélin er þó það löskuð að kyrrsetja þarf hana á flugvellinum uns viðgerðar- lið kemur á vettvang. Ekki er til nægilega öflugur búnaðar í Eyjum til að færa vélina úr stað. Sögðu flugmennirnir á blaða- mannafundi síðar um daginn að slík óhöpp væru ekki óalgeng og að við- gerðarlið í Bandaríkjunum væri ávallt í viðbragðsstöðu ef slík tilvik kæmu upp. Aðspurðir, hvort ekki hefði verið eðlilegra að lenda á hinni flugbrautinni, miðað við ríkjandi vindstefnu, sögðu þeir að það hefði ekki skipt máli. Þeir sögðu jafn- framt að þeir hefðu oft lent við að- stæður eins og voru á flugvellinum og sögðust ekki hafa vitað að nokk- uð óeðlilegt hefði gerst fyrr en að- VÉLIN stöðvaðist á óheppilegum stað á mótum beggja flugbrautanna og teppir alveg umferð um flugvöllinn. stoðarmaður á jörðu niðri gerði þeim viðvart. 50 hnúta vindur frá báðum áttum A Vestmannaeyjaflugvelli geta skapast þær aðstæður að vindur kemur frá báðum áttum og mældist sá vindur um 50 hnútar þegar vélin lenti kl. 9.58. Sögðu flugmennirnir að orsakirnar fyrir löskuninni væru þeim ókunnar, en teknar hefðu ver- ið myndir af biluninni og þær send- ar viðgerðarliðinu ytra. Þrátt fyrir lendinguna sullaðist lítið sem ekk- ert upp úr búri Keikós og var hann við hestaheilsu þegar út var komið. Flugvöllurinn verður hins vegar lokaður á meðan C-17- vélin er þar, en þeir sem áttu bókað far með flugi í dag, föstudag, komust með báti upp á land í gær. Gestir í Vest- mannaeyjum verða því að taka sér far með Herjólfi þangað til flugvöll- urinn verður opnaður aftur. Á þess- ari stundu er ekki vitað hversu langan tíma það tekur. Flugvélin fór í loftið hálftíma á eftir áætlun frá Newport eða kl. 1.30, en var lent tveim mínútum á undan áætlun. Að- eins liðu nokkrar sekúndur uns vél- in stöðvaðist og var þá hafist handa við að afferma hana. Búist var við að klukkustund tæki að losa þau 42 tonn sem farmurinn vó samtals, en nokkuð tafðist sú að- gerð og biðu aðdáendur Keikós þol- inmóðir uns gámur hans birtist loksins. DAVE Phillips hjá Earth Island- stofnuninni, sagði í gær að búast mætti við því að aðdráttarafl Keikós yrði mikið og benti á að þrjár milljónir manna hefðu komið til að skoða hann i sæ- dýrasafninu í Newport í Oregon. Hann sagði að það hefði aldrei ríkt vissa um það að hann yrði nógu heilsuhraustur til að hægt yrði að flylja hann til Islands, en þegar á hólminn hefði verið kom- ið hefði háhyrningurinn verið til- búinn áður en hægt var að flytja hann. „í Bandaríkjunum höfum við orðtakið að vera klæddur upp en hafa ekkert að fara,“ sagði PhiIIips, sem fyrst fór að hafa af- skipti af Keikó þegar Warner Brothers kvikmyndaverið leitaði aðstoðar í kjölfar myndarinnar Frelsum Willys, í samtali við Morgunblaðið. „Keikó var í þeirri stöðu. Hann var tilbúinn fyrir nokkru." Pillips sagði Iíkt og Lanny Cornell, dýralæknir Keikós, á blaðamannafundi í gær, að ætti að sleppa Keikó lausum yrði það að gerast á næstu tveimur árum. Hann kvaðst mjög ánægður með þær fréttir gærdagsins að Keikó væri þegar farinn að kallast á við önnur dýr. Að hans sögn verður sýnu meira vitað eftir ár, bæði um Keikó og aðra háhyrninga á svæðinu, hvenær þeir væru þar mikið á ferli. Tækifæri til að fara næsta sumar „Næsta sumar mun Keikó fá tækifæri til að fara,“ sagði PhiIIips. „Honum hefur tekist að ráða fram úr hverri einustu þraut hingað til. Ef nokkur dýrategund getur farið aftur út í náttúruna eftir 18 ár í haldi eru það háhyrningar og af háhyrningum er Keikó best til þess fallinn. Það hefur hann Aðdráttarafl Keikós verður mikið Blaðamenn Morgunblaðsins Helgi Þorsteinsson, Karl Blöndal og Örlygur Sigurjónsson fylgdust með komu Keikós til Eyja í gær og tóku menn tali. Morgunblaðið/Don Ryan JEFF Foster þjálfari Keikós fær hann til að synda úr „hengirúminu“ og út í kvína. Keikó tók kröftug sporðaköst og þá var ljóst að hann yrði fljótur að jafna sig. sýnt hvað eftir annað.“ Phillips kvaðst ekki gera ráð fyrir því að íslendingar myndu veiða fleiri háhyrninga fyrir skemmtigarða og sædýrasöfn eins og gert hefði verið hér fyrir rúmum áratug. Hann sagði að besta leiðin til að stöðva hval- veiðar almennt væri að auka vit- und almennings um sjávarspen- dýr. „Ef fólk lærir um háhyrninga og lætur sér ekki á sama standa mun það hafa áhrif þegar verið er að taka ákvarðanir," sagði hann. Phillips kvaðst eiga von á því að koma Keikós myndi hafa mikil áhrif á almenningsálitið á Is- landi. Ef gerð yrði vísindakönn- un eftir ár myndi koma fram mikil breyting. Keikó hefði unnið fólk á sitt band í Mexíkóborg og Oregon og hann myndi gera það hér. Viss vandi að ekki verður hægt að skoða Keikó Hann játti því þó að það gæti skipt máli að í Mexíkóborg hefði verið hægt að sjá Keikó leika list- ir sínar og í Newpoi-t mátt fylgj- ast með honum í gegnum glugga á laug hans, en í Vestmannaeyj- um myndi almenningur ekki geta fylgst með honum milliliðalaust nema í gegnum kíki gegnt Klettsvíkinni. „Það væri betra að vera nær í stað þess að sjá hann sem litla örðu í fjarska," sagði Phillips. „Það gæti verið vandamál. En það væri til dæmis hægt að bjóða upp á skólaferðir í menntunar- skyni.“ Phillips sagði að ísland hefði verið helsti kosturinn þegar ver- ið var að fínna stað fyrir Keikó, en hér hefði verið nokkur and- staða við að fá hvalinn. Hann sagði að það hefði skapast tæki- færi vegna aukins áhuga á hvala- skoðun og þess að menn hefðu gert sér grein fyrir því að slíkt gæti verið ábatasamt. Myndast. hefði glufa fyrir viðræður og hún hefði verið nýtt, en það hefði ekki verið hægt liefðu sjónarmið hvalveiðisinna verið látin ráða. Hann kvaðst einnig vita að í vísindasamfélaginu á Islandi hefði verið andstaða við að flytja hvalinn hingað til lands. Þar hefði afstaða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra skipt sköpum. „Hann var nógu opinn til að láta verða af þessu," sagði Phillips. „Hann vill láta ögra sér og ögra öðrum. Þegar andstæð- ingar hugmyndarinnar sögðu að hún væri slæm skoraði hann á þá að sýna sér fram á það með rök- um. Það voru engin rök og leyfið var veitt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.