Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Litlar breytingar á vísitölu neysluverðs í mánuðinum Vevðbólgim ukn - ing tímaspursmál NOKKRAR hækkanir hafa orðið á verðtryggðum bréfum síðustu daga í kjölfar lítilla breytinga á vísitölu neysluverðs. I fréttatilkynningu frá Hagstofunni í gær kemur í ljós að vísitalan hækkaði einungis um 0,1% á milli mánaða en menn höfðu gert ráð fyrir að hækkunin yrði á bilinu 0,4-0,8% sem jafngildir um 4-8% verðbólgu á ársgrundvelli. Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá Islandsbanka, segir það koma á óvart hversu lítið verðbólg- an jókst á milli mánaða. Hann segir flesta hafa reiknað með talsverðum kipp upp á við í september en þær spár hafi ekki gengið eftir: „Skýr- ingin á þessum stöðugleika felst fyrst og fremst í því að útsölur á skóm og fötum hafa ekki gengið til baka eins og gert var ráð fyrir. Það leikur hins vegar enginn vafi á því að það er einungis tímaspursmál hvenær að því kemur og þá munum við sjá einhvern verðbólgukipp eiga sér stað“. Tímabundið ástand Heiðar segir að hefðu spárnar gengið eftir, þá hefðu verðtryggð bréf með 4-5% vexti gefið af sér um 9% ávöxtun en í staðinn þá eru menn að horfa upp á minna verð- bólguálag en gert var ráð fyrir sem dregur úr verðmæti slíkra bréfa: „Verðtryggðum bréfum fylgja ákveðnir fastir vextir á mánuði af höfuðstól þeirra auk þess sem verð- breytingar í þjóðfélaginu hafa áhrif á vaxtagreiðslur. Ef verð á neyslu- vörum fer hækkandi þá hækka vextirnir sem því nemur en ef um er að ræða verðhjöðnun eins og átti sér stað í síðasta mánuði, þá rýrnar verðmæti bréfanna. Eg held hins vegar að við séum að horfa upp á tímabundið ástand og á ekki von á öðru en að sú mikla þensla sem ver- ið hefur í þjóðfélaginu muni skila sér í verðbólguaukningu í næsta mánuði og því viðbúið að mánaðar- gildi október verði talsvert yfir meðaltali ársins. Heiðar segir ljóst að menn séu að sjá ótrúleg viðbrigði samanborið við það ástand sem hér ríkti fyrir 20 ár- um þegar verðbólga í landinu mæld- ist í tugum prósenta. Nú sé ástandið stöðugt og verðbólga lág sem geri allan atvinnurekstur mun viðráðan- legi’i en áður. Hann bendir á að aukin framleiðni innanlands og er- lendis geri það að verkum að vöru- verð hefur almennt lækkað þrátt fyrir að launakostnaður sé að aukast. Fari svo að verðbólgan verði viðráðanlegt fyrirbæri í fram- tíðinni eins og margir vilja meina, þá muni það leiða til aukinnar út- gáfu og eftirspurnar eftir óverð- tryggðum bréfum sem eru óháð breytingum í verðlagi. FBA lánar milljarð til E ignarhaldsfélagsins EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Al- þýðubankinn hf. og Fjárfesting- arbanki atvinnulxfsins hf. undir- rituðu í gær samning um lán FBA til Eignarhaldsfélagsins til 3 ára. Lánsupphæð er 1 milljarð- ur króna. Félagið hyggst bæði nýta lánið til endurfjármögnunar á skammtímalánum auk þess sem stækka á efnahagsreikning fé- lagsins með nýjum fjárfestingum í samræmi við íjárfestingai’- stefnu Eignai-haldsfélagsins að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Á myndinni má sjá þá Gylfa Arnbjörnsson, framkvæmda- sljóra Eignarhaldsfélagsins, t.v. og Bjarna Ármannsson, forstjóra FBA, undirrita samninginn. Sala Man.Utd. s Islend- ingar keyptir út FJÖLMARGIR fslendingar sem keyptu hlutabréf í breska knatt- spyrnufélaginu Manchester United í desember sl., eiga á hættu að missa bréfin, fari svo að sjónvarpsstöðin BSkyB sem er að stórum hluta í eigu íjái-mála- mannsins Rupert Murdochs, taki félagið yfir. Eins og kunnugt er hafa stjóniendur félagsins sam- þykkt kauptilboð stöðvarinnar upp á 70 milljarða króna en bresk yfirvöld eiga eftir að taka afstöðu til þess hvort um eðlilega viðskiptahætti sé að ræða. Að sögn Ragnars Þórissonar, tiljoh er S’0tttfM^(n útbúasitteigiðjolam. ‘>á öllum vörum -vmgerðw hefst hja okkur Reykjavík • Hafnarfirði • Keflavík Póstkrafa um allt land • 562 5870 Hlutabréfaútboð Tryggingamiðstöðvar- innar og Landsbankans Fyrirséð að öll bréf TM seljist ÁHANGENDUR Manchester United láta í ljósi óánægju sína með hugsanleg kaup Ruperts Murdochs á liðinu. verðbréfamiðlara hjá Verðbréfa- stofunni, keyptu um eitt hundrað Islendingar, aðallega meðlimir í stuðningsmannaklúbbi United hér á landi, hlutabréf í félaginu undir lok si'ðasta árs. Flestir fjár- festu í lilut fyrir andvirði eitt hundrað þúsund króna á meðal- genginu 158 pens sem samsvarar um 189 krónum. Gengi bréfanna hefur hins vegar farið hækkandi og hljóðar kauptilboð Murdochs upp á 240 pens á bréf sem þýðir um 51% meðalávöxtun fyrir ís- lensku hluthafana. Hafi breska stjórnin ekkert út á samninginn að selja, þá er ljóst að allir núverandi hluthafar verða keyptir út auk þess sem gerá má ráð fyrir að liðið verði tekið af hlutabréfamarkaði í framtíðinni. HLUTABRÉF í Tryggingamið- stöðinni hf. hafa fengið mjög góðar undirtektir hjá almenningi síðan út- boð á þeim hófst sl. miðvikudag. Utlit er fyrir að öll bréfin muni selj- ast og að umfi-ameftirspum verði, sem þýðir að hlutir hvers og eins munu skerðast sem einhverju nem- ur. Almenningur hefur heimild fyrir kaupum á 15.000 króna hlut að nafnvirði, á genginu 25. Utboðinu lýkur klukkan 16 í dag. Mikill áhugi er einnig á hluta- bréfum í Landsbanka Islands hf., bæði meðal starfsmanna og al- mennings, samkvæmt talsmanni bankans, en útboð á bréfum í fyrir- tækinu hófst einnig á miðvikudag. Andi-i Sveinsson hjá Búnaðar- bankanum Verðbréf, sem annast sölu bréíánna í TM, segir að salan gangi mjög vel og fyrirséð er, að hans sögn, að öll bréf muni seljast. Um 95% þeirra sem skrá sig fyrir hlut nýta sér fulla kaupheimild, að sögn Andx-a. „Fjárfestar líta greinilega á hlutabréf í TM sem áhugaverðan fjárfestingarkost og sýna góð við- brögð það skýrt. Ríflega helmingur skráðra hlutabréfa á Verðbréfa- þingi er í sjávarútvegsfyrirtækjum og eru hlutabréf í TM því áhuga- verður kostur fyrir þá sem vilja dreifa áhættu,“ segir Andri en Tryggingamiðstöðin er fyrsta tryggingafélagið sem óskar eftir ski-áningu á Aðallista Verðbréfa- þings íslands. ISlTubor 1 HandklæQaofnar Vandaðir handklæðao£nar. Fáanlegir í ýmsum stærðum. Heildsöludreifing: Lagerstærðir: 700 x 550 mm 1152 x 600 mm 1764 x 600 mm TCnGlehf. Smiðjuveyi 11. Kópavogi Sími 564 1088.fax 564 1089 fæst í bvBoingauömverslunum om land allt. Mirror Group fúst til viðræðna London. Reuters. BREZKA fjölmiðlafyrirtækið Miri’- or Group kveðst ætla að endurskoða stefnu sína og er enn opið fyrir við- ræðum vegna dræmrar afkomu sam- kvæmt milliuppgjöri. Fyi-r á þessu ári reyndi Axel Springer útgáfufyrirtækið í Þýzka- landi að komast yfir Mirror. Þá sagði Mirror að hagnaður fyrirtæk- isins hefði aukizt um 11% í 49 millj- Ránargata - glæsileg Vorum að fá í sölu 3ja herb. íb. á fyrstu hæð í þríbýlishúsi. íbúðin hefur verið standsett á smekklegan hátt. Parket. Listar í loftum. Húsið er nýlega málað. Áhv. 3 millj. Verð 7,3 millj. ónir punda, en sérfræðingar höfðu spáð aukningu í 48-56 milljónir punda. Verð hlutabréfa í Mirror lækkaði um 4,5 pens í 157,5 og hefur ekki verið lægra það sem af er þessu ári. Fyrirtækið varast að treysta um of á auglýsingar vegna núverandi óvissu í efnahagsmálum. Hlutabréf í Mirror hafa lækkað VERSLUNARLÁNASJÓÐUR hefur verið sameinaður Islands- banka hf. Sjóðurinn hefur verið dótturfélag bankans og alfarið í hans eigu síðan Verslunarbankinn, fyrri eigandi sjóðsins, Iðnaðar- bankinn, Utvegsbankinn og AI- þýðubankinn sameinuðust í Is- landsbanka. Allar eignir og skuldir sjóðsins hafa verið færðar til íslandsbanka hf. og miðast það við 1. júlí sl. Þói-arinn Klemensson, deildar- úr 250 pensum í júní þegar Sprin- ger útilokaði möguleika á tilboði. Mii-ror batt enda á könnunarvið- ræður um tengsl við Trinity P1 fyrr á þessu ári. David Montgomery aðalfram- kvæmdastjóri sagði að Mirror væi-i enn fús til viðræðna við fyrirtæki eins og Trinity, en ætti ekki í við- ræðum við önnur fyrirtæki. stjóri fjárfestingarlána hjá fyrir- tækjaþjónustu Islandsbanka, segir að um skipulagsbreytingu hafi ver- ið að ræða. „Hér áður fyrr var ívilnun til lánasjóða að þeir þurftu ekki að binda fé í Seðlabankanum en sú ívilnun var felld úr gildi fyrr á þessu ári. Því þjónaði engum til- gangi að vera með sjóðinn sem sérstaka lögeiningu áfram. Þetta er einnig liður í hagræðingu innan bankans," sagði Þórarinn. Verslunarlánasjóður sam- einast Islandsbanka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.