Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjaþing verður að taka afstöðu til þess hvort höfða eigi mál til embættismissis vegna skýrslu Starrs um Clinton Pólitísk ákvörðun fremur en lagaleg Kenneth Starr afhenti Bandaríkjaþingi á miðvikudag kaleik sem flestir þingmenn vilja eflaust fúlsa við. Steingrfmur Sigurgeirsson segir að þótt þingið verði nú að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að höfða mál til embættismissis á hendur Bill Clinton forseta sé hinn lagalegi grundvöllur slíkrar málshöfðunar langt frá því að vera skýr. Reuters ROBERT J. Bittman, aðstoðarmaður Kenneths Starrs, réttir Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, tilkynningu um að skýrsla saksóknarans hafi verið afhent. ALLIR vissu að skýrslan var væntanleg en eftir sem áður virtist sem enginn væri undir það búinn er tilkynning barst Bandaríkjaþingi á miðvikudag að innan nokkun'a mínútna yrðu 36 kassar er innihéldu tvö eintök af skýrslunni ásamt fylgiskjölum sendir frá skrifstofu hins sérskipaða saksóknara Kenneths StaiTS. Bandaríska blaðið Washington Post líkti þingmönnum við íbúa strand- bæjar sem vissu að fellibylur væri í nánd en hefðu samt ekki gripið til viðeigandi ráðstafana þar sem að veðurspár hefðu ekki verið nægi- lega nákvæmar. Líklegt er að Starr hafi flýtt af- hendingu skýrslunnar til að koma í veg fyrir að lögfræðingar forsetans gætu tafið afhendingu hennar með málaferlum fyrir dómstólum þar sem þeir krefðust þess að fá eintak af henni áður en hún yrði send þing- inu. Þegar skýrslan barst þinginu, eftir fjögurra ára rannsókn Starrs á ásökunum á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta, lá aftur á móti ekki einu sinni ljóst fyrir af hálfu þingsins hver mætti skoða hana og hvenær. Það fyrsta sem þingið verður því að taka afstöðu til, áður en farið verður ofan í skýrsluna og afstaða tekin til þeirra ásakana á hendur forsetanum er þar koma fram, er hvað eigi að gera við skýrsluna. Leiðtogar jafnt demókrata sem repúblikana hafa sagt að skynsamlegast sé að gera skýrsluna sjálfa, sem er 445 síður að lengd, opinbera en ekki fylgi- skjölin til að vemda einkalíf ein- staklinga er koma við sögu. Aður en ákvörðun liggur fyrir um hvernig eigi að meðhöndla skýrsluna geta hvorki þingmenn né forsetinn og lögfræðingar hans kynnt sér niður- stöður Starrs. Þriðja skiptið Þetta er í þriðja skipti í sögu Bandaríkjanna og í annað skipti á þessari öld sem Bandaríkjaþing verður að taka afstöðu til þess hvort höfða eigi mál til embættis; missis á hendur sitjandi forseta. í annarri grein annars kafla banda- rísku stjórnarskrárinnar segir að víkja megi forseta, varaforseta eða öðrum embættismönnum úr emb- ætti verði viðkomandi fundinn sek- ur um landráð, mútuþægni eða aðra „alvarlega glæpi og afbrot“. Alls hefur þingið greitt atkvæði sextán sinnum um mál af þessu tági og hafa þau í flestum tiivikum varðað mál alríkisdómara. Talsmaður Stams hefur lýst því yfir að í skýrslunni sé að fmna ábyggilegar og trúverðugar upplýs- ingar sem kunni að vera grundvöll- ur málshöfðunar til embættismissis. Samkvæmt lögum er sett voru í kjölfar Watergate-málsins um starfssvið sérskipaðra saksóknara er þeim skilt að afhenda þinginu skýrslu ef þeir telja rannsókn sína hafa leitt í Ijós að sá embættismað- ur, sem til rannsóknar er hverju sinni, hafi framið afbrot sem gefi til- efni til málshöfðunar til embættis- missis. StaiT hefur lokið rannsókn sinni og afhent þinginu niðurstöður sínar. Það er nú hlutverk þingsins, nánar tiltekið dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, að taka af- stöðu til þess hvað gert verði við niðurstöður skýrslunnar. Næstu skref Búast má við að fyrsta verkefni nefndarinnar verði að gera það upp við sig hvort hún sé sammála því mati saksóknarans að tilefni sé til að halda málinu áfram. Þingnefndin hefur völd til að framkvæma eigin rannsókn á málinu, halda yfír- heyrslur og stefna vitnum fyrir nefndina. Aður en þingrannsókn hæfist yrði þó að fá samþykki meiri- hluta fulltrúadeildarinnar í at- kvæðagreiðslu. Telji nefndin að því búnu að málið sé nægilega alvarlegt yrði boðað til atkvæðagreiðslu í full- trúadeildinni um málshöfðun. Ein- faldur meirihluti nægir til að málið verði sent áfram til öldungadeildar- innar. Það er síðan öldungadeildar- innar að rétta í málinu og myndi forseti Hæstaréttar væntanlega stjórna þeim málaferlum. Til að víkja forseta úr embætti verða tveir af hverjum þremur öldungadeildar- þingmönnum að greiða því atkvæði. Óljós lagagrundvöllur Það veganesti sem þingmenn hafa er þeir fjalla um málið er ekki mikið. Fyrmefnt ákvæði stjórnar- skrárinnar er óljóst og ekki er skil- greint nánar hvað átt sé við með orðalaginu „alvarlegir glæpir og af- brot“. Söguleg fordæmi eru heldur ekki mörg, líkt og áður var nefnt. Árið 1868 var höfðað mál á hend- ur John Andrews forseta en eitt at- kvæði skorti í öldungadeildinni til að víkja honum úr embætti. Máls- höfðunina mátti rekja til valdabar- áttu sem hann stóð í við þingið. Akveðið var að höfða mál til emb- ættismissis á hendur Richard Nixon vegna Watergate-málsins en hann sagði af sér embætti áður en öld- ungadeildin tók málið fyrir. Erfiðasta málið sem þingmenn verða að taka afstöðu til er hvort einungis sé hægt að höfða mál ef ljóst er að forsetinn hafi beinlínis gerst brotlegur við lög eða hvort einnig geti verið ástæða til máls- höfðunar á grundvelli þess að hegð- un forsetans samrýmist ekki emb- ætti hans. Og jafnvel þótt forsetinn hafi gerst brotlegur við lög verður þingið að meta hvort þau afbrot tengist embættisstörfum hans nægilega mikið til að ástæða sé til að víkja honum úr embætti. I skýrslu Starrs eru færð rök fyr- ir því að forsetinn hafi framið mein- særi, hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar og hann hafi misnotað völd forsetaembættisins. AJlt eru þetta alvarleg afbrot, reyn- ist saksóknarinn hafa jafnábyggi- legar sannanir og talsmenn hans hafa gefið í skyn. Hins vegar má búast við að lög- fræðingar Clintons og þingmenn honum hliðhollir muni færa rök fyr- ir því að hugsanlegar misgjörðir forsetans tengist einkalífi hans en ekki embættisstörfum. Hæpið sé að víkja lýðræðislega kjörnum forseta úr embætti vegna afglapa í einkalífi. Skiptar skoðanir Einn núverandi fulltrúa demó- krata í dómsmálanefndinni, Zoe Lofgren, aðstoðaði á sínum tima einn þeirra nefndarmanna er kann- aði Watergate-málið. Hún hefur lagt áherslu á í fjölmiðlum að það sé ekki tilgangur málshöfðunar að refsa forsetanum heldur vernda þjóðina gagnvart misbeitingu valds. Almenn hegningarlög skipti engu máli í þessu sambandi heldur ein- ungis það hvort hegðun forseta hafi stefnt stjórnkerfinu í voða. Þetta er mjög þröng skilgreining á því hvað þuifi að koma til eigi að höfða mál til embættismissis. Annar nefndarmanna, repúblik- aninn Bill McCollum, hefur lýst þeirri skoðun sinni að vissulega sé það „alvarlegur glæpur“ ef sitjandi forseti gerist brotlegur við hegning- London. Reuters. EVRÓPSKIR fjölmiðlar, sumir þeirra að minnsta kosti, virðast vera vissir um, að Bill Clinton eigi ekki langan tíma eftir á for- setastóli í Bandaríkjunum. Að undanförnu og síðast í fyrradag hefur Clinton verið að biðjast af- sökunar á dómgreindarleysi sínu og siðferðisbresti en margir telja, að það nægi ekki til, ævin- týrið með Monicu Lewinsky verði honum að falli. „Clinton: Síðustu dagarnir" var forsíðuupphrópunin á breska síðdegisblaðinu Sun, sem er nú með sinn eigin mann f Was- hington til að fylgjast með fram- vindunni. „Forsetadómur Clint- ons var í dauðateygjunum í fyrrakvöld er hann kom með aumingjalega afsökun á fram- ferði sínu,“ sagði í blaðinu og þar sagði, að „þijátíu og sex kassar af sprengiefni“ hefðu verið send- ir þinginu, skýrsla óháða sak- sóknarans Ken Starrs. Þarf kraftaverk til Franskir fjölmiðlar, sem eru annars ekki vanir að gera mikið úr ástamálum eigin stjórnmála- manna, hneyksluðust líka á Clint- on. í vikuritinu Paris Match var mynd af Clinton á forsíðu undir fyrirsögninni: „Clinton — hann hefur logið of mikið“ „Nú hefur hann gengið of langt,“ sagði blaðið. f leiðara Rómarblaðsins La Repubblica sagði, að það þyrfti arlög. Segir hann að ef í ljós komi að forsetinn hafi eiðsvarinn borið ljúg- vitni í yfirheyrslu í Paulu Jones-mál- inu sé full ástæða til málshöfðunar. Þegar upp er staðið er það fyrst og fremst pólitísk ákvörðun hvort ástæða sé til málshöfðunar. Gerald Ford, fyrrverandi forseti, tjáði sig um þetta atriði er hann sat á þingi árið 1970 og verið var að ræða hugs- anlega málshöfðun á hendur alríkis- dómara. Sagði Ford að ástæður til að höfða mál til embættismissis væru þær er þingið teldi eiga við á hverjum tíma. Hafa sumir banda- rískir lagaprófessorar jafnvel gagn- rýnt að sérskipaðir saksóknarar komi við sögu í þessu ferli. Það sé ákvörðun þingsins að taka afstöðu til mála af þessu tagi og því óeðli- legt að utanaðkomandi aðili hafi með þessum hætti áhrif á rannsókn mála. I raun sé þar með verið að fela saksóknaranum að ákveða hvað gefi tilefni til málshöfðunar. Það er líka erfitt að átta sig á hvað þingmenn og aðrir sérfræðing- ar eiga við þegar þeir segja að ein- ungis eigi að vera hægt að höfða mál á grundvelli stjórnarskrárinn- kraftaverk til að Clinton slyppi úr þeim skammarkrók, sem hann hefði sjálfur komið sér í. Breska blaðið The Guardian, sem er heldur vinstrisinnað, sagði, að komið væri að örlaga- stund fyrir Clinton og Ambrose Evans-Pritchard, sem lengi hefur gagnrýnt Clinton, sagði í The Daily Telegraph, að verið væri að skrá síðustu blaðsíðurnar í forsetasögu hans. „Hann hefur logið, svikið og leikið á réttvísina í 20 ár. Nú getur ekkert bjargað honum,“ segir Evans-Pritchard og spáir því, að dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar muni kom- ast að þeirri niðurstöðu, að Clint- on sé haldinn „persónuleikatrufl- un og verði að fjarlægja á stund- inni“. Pólitískur stöðugleiki á förum? Svipaður var tónninn í öðrum evrópskum blöðum og til dæmis sagði Torínóblaðið La Stampa, að nú væri sumri tekið að halla og svo væri einnig með forsetatíð Clintons. Með henni myndi líka Ijúka þeim pólitiska stöðugleika, sem gert hefði Bandaríkjunum kleift að blómstra án of mikillar sljórnsemi. „Virðingin fyrir Clinton heyrir sögunni til. Nú er hann eins og hver annar krakki, sem hefur verið staðinn að því að stelast í kökukrukkuna, og verður stöð- ugt að biðjast fyrirgefningar." ar. Líkt og áður var getið eru engir tilteknir glæpir eða afbrot tilgreind- ir í þessu ákvæði ef frá eru taldar mútur og landráð. Höfundar banda- rísku stjórnarskrárinnar höguðu hlutum þannig að forsetaembættið hefði gífurleg völd. Hins vegar töldu þeir rétt að koma fyrir öryggis- ventli til að „vernda samfélagið gegn óstarfhæfni, vanrækslu eða fláræði hins æðsta valdhafa“, líkt og James Madison orðaði það. Upphaf- lega var einungis rætt um mútu- þægni og landráð í því sambandi. Þar sem talið var að sú skilgreining myndi ekki ná til margra alvarlegra afbrota varð niðurstaðan sú að tekið var orðalag úr aldagamalli enskri lagahefð („alvarlegir glæpir og af- brot“ á ensku „high crimes and mis- demeanors") og því bætt við stjórn- arskrárákvæðið. Hvergi er hins vegar skilgreint nánar hvað átt er við og hvaða glæpir falli undir það. Það verða þingmenn að ákveða á hverjum tíma. Er dómsmálanefnd þingsins velti þessu máli fyrir sér árið 1974 komst hún að þeirri niðurstöðu að þessi grein stjómarskrárinnar næði ekki einungis til beinna lagabrota. Voru taldir upp þrír flokkar afbrota er gætu orðið grundvöllur málshöfðun- ar. í fyrsta lagi ef forseti beitti völd- um sínum umfram það sem heimild er fyrir í stjórnarskrá. I öðru lagi ef hegðun forseta væri alfarið ósam- rýmanleg því embætti er hann gegndi og í þriðja lagi ef embættið væri notað í hagnaðarskyni. Hins vegar em nýlegri dómafordæmi í málum alríkisdómara þar sem stuðst hefur verið við aðrar skilgreiningar. Það er því ekki auðvelt verk sem bíður þingmanna er þeir fara að tína upp úr kössum Starrs. Rann- sóknin hófst í janúar 1994 undir for- ystu Robert Fiske en Starr tók við henni í ágúst á sama ári. Herma heimildir að skýrslan skiptist í 25 síðna inngang, 280 síðna lýsingu á málsatvikum og 140 síðna kafla þar sem saksóknarinn færir rök fyrir því hvers vegna höfða eigi mál á hendur forsetanum. Hún er því í eðli sínu frábrugðin þeirri skýrslu er Leon Jaworski, sérskipaður sak- sóknari í Watergate-málinu, afhenti þinginu árið 1974. í skýrslu Jaworsky var einungis að finna þær staðreyndir er hann hafði aflað með rannsókn sinni en ekkert unnið úr þeim eða á þær lagt mat. Enn hvílir leynd yfir skýrslu Jaworskys en fastlega er gert ráð fyrir því að hver sem er geti fengið aðgang að Starr- skýrslunni síðdegis í dag. Margt annað gerir að verkum að erfitt verður að sækja samanburð til Wa- tergate-málsins, þótt ekki væri nema vegna þess hvers eðlis flest hinna meintu „afbrota" Clintons eru. Þótt skýrslan sjálf verði hins vegar að öllum líkindum gerð opin- ber í dag er ekki líklegt að þingið muni greiða atkvæði um framhaldið fyiT en í lok árs að loknum kosning- um. Þingmenn hafa því tíma til að velta fyrir sér hvernig skynsamleg- ast sé að halda á málum. Evrópskir fjölmiðlar afskrifa Clinton W
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.