Morgunblaðið - 11.09.1998, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÓUNARSAMVINNA
Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen
HALLDÓR ÁsgTimsson í hópi barna í fátækrahverfinu Bairro Aer-
oporto í Maputo í Mósambík, þar sem Þróunarstofnun starfar að fé-
lagslegum verkefnum.
Afríku. Hins vegar eru möguleik-
arnir gífurlegir. Mikil uppbygging
á eftir að eiga sér stað í landi eins
og Mósambík, sem á miklar auð-
lindir bæði í landinu sjálfu og í haf-
inu. Þarna eru möguleikar á öllum
sviðum. Við sjáum jafnframt í Na-
mibíu að þangað eru að koma mörg
erlend fyrirtæki og fjárfesta, ekki
bara í sjávarútvegi heldur einnig í
þjónustugi’einum og iðnaði, til
dæmis hugbúnaðariðnaði. Mér
finnst nauðsynlegt að við sinnum
þessum þætti jafnframt, því að ann-
ars er enginn til að taka við þeim
árangri, sem við náum. Þess vegna
verðum við að vinna með íslenzkum
fyrirtækjum, hvetja þau til að fara
inn í þessi lönd og veita þeim þá að-
stoð, sem við getum.“
Stundum hefur verið gagnrýnt
að viðskiptasjónarmið ráði ferðinni
í samskiptum vestrænna ríkja við
þróunarlönd. Finnst utanríkisráð-
hen-a það réttmæt gagnrýni? „Eg
held að hún sé ekki réttmæt að öllu
leyti. Sjálfsagt má finna dæmi um
að þetta hafi verið misnotað. En
viðskipti eru afar mikilvæg í lífi
okkar, þau eru grundvöllur alls. Við
gætum ekki rekið okkar eigin þjóð-
félag án öflugra utanríkisviðskipta
og það er ekkert öðruvísi í Afríku-
ríkjum. Það má líka gagnrýna að of
lítið hafi verið gert til að fá fyrir-
tæki og einstaklinga til að koma inn
í atvinnulíf þessara landa, vinna
með fólkinu á þessum svæðum til
þess að það fái þekkinguna og
reynsluna. Ég held að það hafi ver-
ið mjög mikið vanrækt og ég verð
til dæmis var við það innan Al-
þjóðabankans að vaxandi áherzla er
á að fá einkaaðila og fyrirtæki inn í
þróunarverkef'nin
Aukið samstarf við
Alþjóðabankann
Halldór segir íslenzk stjórnvöld
hafa áhuga á að auka samstarf sitt
við Alþjóðaþankann, til dæmis í
Mósambík. I Malaví starfar Þróun-
arsamvinnustofnun nú þegar með
Alþjóðabankanum að uppbyggingu
fiskirannsókna á Malavívatni. „Það
er sjálfsagt fyrir okkur að koma inn
í verkefni með öðrum. Mörg þess-
ara verkefna eru svo stór að við
ráðum ekki við þau einir, jafnvel
ekki í sjávarútvegi. I Namibíu er til
dæmis rekið hafrannsóknaskip og
við komum að þeim rekstri ásamt
öðrum. Það er þess vegna mjög
freistandi að vinna með bankanum
á ýmsum sviðum og bankinn vill
það gjarnan, sérstaklega á sviði
sjávarútvegs vegna þess að menn
vita að þar höfum við þekkinguna."
í heimsókn sinni til íslands í
sumar lagði James Wolfensohn,
forseti Alþjóðabankans, til að ís-
lendingar tækjust á hendur fjar-
kennslu á sviði sjávarútvegs og nýt-
ingar jarðhita í Afríku. Halldór seg-
ir að þessar hugmyndir hafi lítið
borið á góma í Afríkuferð hans,
enda þurfi að vinna talsverða undir-
búningsvinnu áður en þær geti orð-
ið að veruleika. „Það vakti hins veg-
ar athygli mína að þessi ríki tóku
mjög mikið efth- því að íslendingar
væru í forystu fyrir Norðurlöndin
og Eystrasaltsríkin í Alþjóðabank-
anum og ráðherrar báðu um að fá
að hitta mig aftur þegar fundur
bankans verður í byrjun október til
að fara betur yfir mál, sem minnzt
var á í þessari ferð.“
Höfum öðlazt
aukið sjálfstraust
Þrátt fyrir áfoi-m um að auka
þróunaraðstoð Islands verður hún
áfram umtalsvert lægi-a hlutfall af
landsframleiðslu en í flestum öðr-
um vestrænum ríkjum. Halldór er
spurður hverja hann telji skýring-
una á því að íslendingar hafi ekki
gert betur en þetta. „Ég held að
þetta hafi verið viss vanmáttar-
kennd og öryggisleysi. Islendingar
voru ekki tilbúnir að fara í tvíhliða
aðstoð. Það tók nokkurn tíma að
átta sig á möguleikum okkar og
mér finnst við fyrst núna reiðubúin
að byggja ofan á þann gi-unn, sem
liggur fyrir. Ég er hræddur um að
hefðum við sett miklu meira fé í
þetta, hefði hluti af því farið til
spillis. Ég held að það hafi því á
margan hátt verið skynsamlega
staðið að þessu. En það er líka mik-
ilvægt að núna, þegar flestar aðrar
þjóðir standa frammi fyrir því að
draga úr þessari aðstoð, skulum við
hafa möguleika á að auka hana,
sem kemur að miklum notum hvar
sem við komum. Við höfum öðlazt
nægilegt sjálfstraust til að halda
áfram að auka þessa aðstoð.“
Of lítið gert af því að
fá einkaaðila inn í at-
vinnulíf þróunarlanda
HALLDÓR Ásgi-ímsson,
utanríkisráðherra og
ráðherra þróunarmála,
segir að nauðsynlegt sé
að sinna félagslegum verkefnum í
auknum mæli í þróunarsamvinnu
Islands við ríki Afríku, jafnframt
því sem haldið verði áfram stuðn-
ingi við fiskveiðar og fiskirannsókn-
ir. Ráðherra segir að ekki hafi verið
gert nóg af því að fá fyrirtæki og
einstaklinga til að vinna með íbúum
þróunarlandanna og auka þannig
þekkingu þeirra og reynslu af at-
vinnurekstri. Hann segir Islend-
inga fyrst nú hafa öðlazt nægilegt
sjálfstraust til að auka umfang þró-
unaraðstoðar sinnar.
Halldór kom fyrir skömmu úr tíu
daga ferð til fjögurra ríkja í suður-
hluta Afríku, þar á meðal þriggja
sem fá íslenzka þróunaraðstoð;
Malaví, Mósambík og Namibíu.
„Þessi ferð víkkaði sjóndeildar-
hring minn mikið og mér finnst eft-
ir á að hyggja að ég hafi varia verið
hæfur til að fjalla mikið um málefni
Afríku," segir Halldór. „Ég sé að
við Islendingar höfum getað gert
ótrúlega mikið fyiár litla fjármuni.
Ég er sannfærður um að vel hefur
verið staðið að þróunarsamvinnu
Islands á undanförnum árum og við
erum á réttri braut. Við erum nú
komin í þá aðstöðu að geta farið inn
á ný svið. Því hefur oft verið haldið
fram að við eigum fyrst og fremst
að hjálpa til á sviði sjávarútvegs-
mála. Það er heilmikið til í því og
þar höfum við gert mikið gagn, eins
og kemur sérstaklega fram í Na-
mibíu þar sem þetta samstarf hefur
gengið um nokkurt skeið. Það er
hins vegar afar erfitt að einangra
sig við fiskveiðarnar, því að þau mál
koma inn á aðra málaflokka. Við
getum ekki rekið sjávarútveg á Is-
landi án þess að sinna menntun. Við
getum ekki rekið sjávarútvegsbæ-
ina allt í kringum Island án þess að
sinna félagsmálum og heilbrigðis-
málum. Þess vegna er ekki hægt að
starfa í þessum samfélögum í Af-
ríku nema koma eitthvað að til
dæmis málefnum barna og kvenna
og setja sig inn í aðrar þarfir, sem
þar blasa hvarvetna við. Mér finnst
ég hafa fengið nýjan skilning á
þessu samhengi."
Skiptir mestu að treysta
efnahagsgrundvöllinn
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
fjáríramlög Islands til tvíhliða þró-
unarsamvinnu verði aukin verulega
á næstu árum. Halldór segist þeirr-
ar skoðunar að í samstarfsríkjum
Islands í Afríku eigi að halda áfram
stuðningi við fiskveiðar og rann-
sóknir. „Þrátt fyrir allt skiptir
mestu máli til frambúðar að treysta
efnahagsgrundvöllinn og skapa
fólkinu atvinnu. Það er forsenda
alls. Við sjáum hvað fiskirannsókn-
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra
segir að Islendingar hafi nú fyrst öðlazt
næffllegt s.jálfstraust til að útvíkka tví-
hliða þróunarsamvinnu sína í Afríku.
Hann segir jafnframt að of lítið hafi verið
gert af því að fá einkaaðila til að fjárfesta
í þróunarlöndum og vinna með heima-
mönnum að uppbyggmgu atvinnulífs.
*
Olafur Þ. Stephensen ræðir við utanrík-
isráðherra í fiórðu grein sinni um þróun-
arsamvinnu Islands í Afríku.
UTANRÍKISRÁÐHERRA ræddi við ýmsa æðstu ráðamenn fjögurra
Afríkurfkja í ferð sinni um suðurhluta álfuunar fyrir stuttu. Hér er
hann á fundi með Sam Nujoma, forseta Namibíu, sem áður var leiðtogi
skæruliða sem börðust fyrir sjálfstæði landsins.
irnar skipta miklu máli t.d. í Nam-
ibíu. Þar komum við í fyrirtækið
Seaflower White Fish Corporation,
þar sem starfa sjö til níu hundruð
manns. Það var næstum því búið að
loka fyrirtækinu á síðasta ári, en
vegna þess að fiskistofnarnir hafa
verið nýttir með skynsamlegum
hætti hefur það fengið nýjan
grundvöll. Þetta er ekki eina fyrir-
tækið, sem þar á hlut að máli. Við
verðum líka að halda áfram að
mennta sjómenn og hjálpa þessum
þjóðum til að finna leiðtoga á sviði
sjávarútvegs, því að það vantar
hvarvetna forystu. Það verða ein-
hverjir að taka við af íslendingun-
um, sem nú eru í hlutverki kennara
og ráðgjafa; við getum ekki verið í
þessum löndum um alla framtíð.
Hins vegar geta íslenzk fyrirtæki
starfað t.d. í Namibíu um alla fram-
tíð og komið víðar inn. Stuðningur
við sjávarútveginn er því mikið
grundvallaratriði.
Við verðum hins vegar líka að
sinna félagslega þættinum og eig-
um að auka það að mínu mati og
nota hluta af þessu nýja fjármagni
til þess. Þarfirnar eru miklar og við
sáum vel þegar við fórum um Af-
ríku hvernig þessi mál haldast í
hendur. Það má nefna dæmi af
Chirombo-þorpinu í Malaví, þar
sem bráðvantaði skóla. Vegna þess
að íslendingar voru að vinna þar og
fundu þessar miklu þarfir, var farið
í að leysa það mál. Það sama á við
um málefni barna og einstæðra
mæðra í Namibíu; byrjað var að
starfa með þeim vegna þess að okk-
ar fólk fann þörfina og setti sig inn í
aðstæður þeirra, var í raun að
hugsa um fleira en það hafði verið
ráðið til að vinna við.“
Eigum að hvetja og aðstoða
fslenzk fyrirtæki
Aðspurður hvaða tækifæri hann
sjái til fyrirtækjareksturs og við-
skipta samhliða þróunarsamvinn-
unni, segir Halldór að ekki sé auð-
velt fyrir fyrirtæki að hefja starf-
semi í Afríkuríkjum. „Það getur
tekið alllangan tíma og krefst þolin-
mæði og úthalds að hasla sér völl í
Jakkar frá 5.900
Buxur frá 2.900
Pils frá 2.900
Blússur frá 2.800
Kjólar og vesti
Mikið úrval af fallegum
velúrgöllum frá 4.900.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
Brandtéx
Shop In 8h
fyrir alla
St. 34-52