Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.09.1998, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Pólitískar lygar Hinu gagnstæða var þó kinnroðalaust haldið fram þvert á betri vitund þeirra sem að ráðningunni stóðu. LYGIN hefur verið fyrirferðarmikil í heimsfréttunum frá því að Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, neyddist til að viður- kenna að hann hefði sagt fjöl- skyldu sinni, vinum, samstarfs- mönnum, bandarísku þjóðinni og raunar heimsbyggðinni allri ósatt um samband sitt og Mon- icu Lewinsky. Forsetinn stend- ur eftir illa „skorinn" eins og það mun heita á alþjóðlegu boxmáli og rothöggið kann að ríða af á allra næstu dögum nú þegar fyrir liggur skýrsla Kenneth Starr VIÐHORF ummeintar ----- lygar og sið- Eftir Ásgeir leysi forset- Sverrisson ang Clinton er vitanlega ekki fyrsti stjórn- málamaðurinn sem staðinn er að lygum og óhætt virðist að ætla að starfsbræður forsetans um heim allan muni seint leggja af iðkun þessarar íþrótt- ar sem er manninum svo eigin- leg. Svikin kosningaloforð eru al- gengasta birtingarform lyginn- ar á vettvangi stjórnmálanna. Því má ef til vill halda fram með nokkrum rökum að hér sé verið að rugla saman tveimur hugtökum þar eð gera beri greinarmun á lygum annars vegar og svikum hins vegar. Lygin kunni vissulega jafnan að fela í sér svik en svik þurfi ekki nauðsynlega að koma til vegna yfírvegaðra lyga. Þess- um greinarmun halda stjórn- málamenn oft efnislega á lofti þegar þeir freista þess að skýra út fyrir kjósendum sín- um hvers vegna ekki hafí verið staðið við tiltekin loforð. Ekki sé unnt að ræða um lygar í slíkum tilfellum t.a.m. vegna þess að samstarfsflokkar hafí ekki verið tilbúnir til að styðja baráttumál þeirra sem loforðin gáfu. Þessi málflutningur hefur löngum sett mark sitt á sam- steypustjórnir og hefur því ver- ið fyrirferðarmikill í íslenskum stjórnmálum. Almenningi hefur enda lærst að taka öllum kosningaloforð- um stjórnmálamanna með fyr- irvara. Óumdeilanlegt er að til- tekinn kjósandi á Islandi hefur enga tryggingu fyrir því að flokkur sá sem hann ákveður að styðja í kosningum standi við þau loforð eða hrindi í framkvæmd þeim stefnumálum sem haldið var á lofti fyrir kjördag. Þar með er ekki sagt að leiðtogar viðkomandi flokks hafi gerst sekir um beinar lyg- ar a.m.k. ekki að hætti Clintons forseta. A hinn bóginn virðist það að gefa loforð sem ekki er ætlunin að standa við fela í sér blekkingu, sem jafngildir svik- um í lýðræðisþjóðfélagi. Þá þarf að leiða í ljós greinarmun- inn á meðvituðum svikum og yfírvegaðri lygi. Líkt og starfsbræður þeirra erlendis beita íslenskir stjórn- málamenn á stundum vísvit- andi blekkingum og fyrir kem- ur að þeir sogast inn í sjálft svarthol iyginnar. í þeim tilfell- um er algengast að verið sé að gæta hagsmuna flokkanna, sem enn ráða öllu í íslensku stjórn- málalífí þvert á þá þróun sem tekið er að gæta víða erlendis. Almenningi á Islandi hefur nú tvívegis á skömmum tíma verið boðið upp á slíkar blekk- ingar, sem ef til vill færi betur að nefna „ómerkilegheit“ frem- ur en beinar lygar. Blessunar- lega hafa þessar blekkingar ekki átt beint erindi við heims- byggðina fremur en framganga íslenskra stjómvitringa yfir höfuð en þær snerta grundvall- aratriði í samskiptum almenn- ings og ráðamanna og gefa til- efni til að minna á að umboð sitt hafa þeir þegið frá þjóðinni. Vikum ef ekki mánuðum saman héldu allir þeir sem að málinu komu því fram að engin ákvörðun hefði verið tekin um að ráða Friðrik Sophusson, þá- verandi ráðsmann ríkisfjár- mála, í embætti forstjóra Landsvirkjunar. Alkunna vai’ þó að slík ákvörðun hafði verið tekin enda hefur Friðriki Soph- ussyni nú verið fengið þetta starf. Hinu gagnstæða var þó kinnroðalaust haldið fram þvert á betri vitund þeirra sem að ráðningunni stóðu. A dögunum upplýsti síðan Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, almenn- ing á Islandi um það, að svo stór verkefni væru framundan á sviði umhverfis- og landbún- aðarmála að þjóðarhagsmunir krefðust þess að Guðmundur Bjarnason yrði áfram ráðsmað- ur þessara málaflokka. Þessu hélt formaður Framsóknar- flokksins fram þó svo vitað væri að hann hefði ákveðið að heppilegast væri að Guðmund- ur Bjarnason færi ekki úr rík- isstjórninni nú vegna þeirrar ólgu sem skapast hafði innan flokksins vegna boðaðrar brott- farar hans. Margir þingmanna Framsóknar höfðu hug á að hreppa embætti ráðsmannsins og fóru ekki dult með það. I báðum þessum tilfellum var almenningi ekki sagður sann- leikurinn vegna þess að flokks- hagsmunir voru taldir vega þyngra en að upplýsa fólkið í landinu um hið sanna og rétta í málinu. I lýðræðisþjóðfélögum er slík framganga aðeins ávísun á trúnaðarbrest og ekki fallin til að auka virðingu almennings fyrir störfum stjómmálamanna. Jafnframt er hún enn ein sönn- un þess hversu ógnarsterkt flokksvaldið er enn í landinu og bíður það verkefni sýnilega komandi kynslóða að innleiða nútímaleg viðhorf í því efni. Lygin er samofin stjórnmál- unum rétt eins og hún tengist flestum sviðum mannlegrar til- veru. Traust í garð stjórnmála- manna er ekki sjálfgefið og ein mikilvægasta forsenda þess er að almenningur geti gengið að því sem vísu að hagsmunir flokka og fulltrúa þeirra séu ekki teknir fram fyrir þá sið- ferðislegu skyldu þeirra sem forustustörfum gegna að beita ekki vísvitandi blekkingum. Helga Hjörvar ber að víkja Á SÍÐUSTU árum er eins og almenningur hafi smám saman vaknað af Þyrnirósar- svefni í oftrú sinni á stjórnmálamenn. Lengst af virtist fólk hafa þá trú að blessaðir stjórnmálamennimir væru langt yfir aðra hafnir og nánast óbrigðulir. Fáir trúðu því að stjórnmálamenn gætu gerst sekir um glæp, slíkt gerðist bara í öðrum löndum, þá e.t.v. einu sinni á öld. Eina dæmið sem helst var vísað í var frá síð- ustu aldamótum þegar Alberti, dóms- og Islandsmálaráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar, var sett- ur í tugthúsið. Slíkt þóttu mikil og slæm tíðindi því auðvitað treysti fólk því að hægt væri að treysta stjómmálamönnunum. Síðan er mikið vatn til sjávar rannið. Island hefur öðlast sjálf- stæði og eignast sína eigin synda- seli. Sumir hafa sloppið, aðrir ekki. Fjoár tíu áram sagði Albert Guð- mundsson af sér ráðherraembætti vegna þess að fyrirtæki hans var tekið til skattrannsóknar. Albert kaus að segja af sér þótt engar sannanir lægju íyrir um að skatta- lög hefðu verið brotin og öllum væri ljóst að hann hefði ekki með bein- um hætti komið að rekstri fyrir- tækisins á þeim tíma sem til rann- sóknar var. Hann kaus að bera ábyrgð. Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér ráðherradómi fvTÍr tæpum fjórum árum þegar ýmis verk hans í ráðherrastóli vora gerð opinber. Þótti flestum sýnt að um mikia spillingu væri að ræða og Guðmundur Ái-ni kaus að bera ábyrgð og segja af sér. Fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar kom í ljós að tveir af efstu frambjóðendum R-listans áttu að baki skuggalega for- tíð í fjármálum. Höfðu þeir stofnað fjölda fyr- irtækja en keyrt þau í gjaldþrot og skilið fjölda fólks eftir með sárt ennið vegna van- goldinna launa. Höfðu þeir m.a. margbrotið ákvæði virðisauka- skattslaga með því að draga áram saman að skila ríkissjóði þeim virðisaukaskatti sem honum bar. Á þessu leikur enginn vafi, þar sem þetta hefur verið staðfest af viðkomandi yfirvöldum. Þegar í hámæli komst að mál Hrannars B. Arnarssonar og Helga Hjörvar voru til meðferðar hjá Það hlýtur að vera einsdæmi á Vesturlönd- um, segir Steinþór Jónsson, að maður, sem er til meðferðar hjá yf- irvöldum vegna skatt- svika og undanskota á vörslusköttum, taki sæti 1 borgarstjórn. skattrannsóknarstjóra gaf Hrannar út þá yfírlýsingu að hann myndi ekki taka sæti í borgarstjórn með- an á rannsókninni stæði. Helgi lét hins vegar lítið á sér bera og gaf ekki út neinar yfírlýsingar. Hefur hann þegar tekið sæti í borgar- stjórn og fer því með ráðstöfunar- vald yfir fjármunum Reykvíkinga. Þá hafa borgarstjóri og aðrir borg- arfulltrúar tilkynnt að hann njóti svo mikillar virðingar í þeirra hópi að þeir ætli að kjósa hann forseta borgarstjórnar að ári. Steinþór Jónsson Það hlýtur að vera einsdæmi á Vesturlöndum að maður, sem er til meðferðar hjá yfirvöldum vegna skattsvika og undanskota á vörslu- sköttum, taki sæti í borgarstjórn. I útlöndum kemur öðru hvoru íyrir að skattyfirvöld taki stjóm- málamenn til rannsóknar og er þá reglan undantekningarlaust sú að þeir segja tafarlaust af sér. Slík af- sögn er í langflestum tilfellum af sjálfsdáðum en ef menn skirrast við er þrýst á þá til að segja af sér svo þeir skaði ekki flokkinn. I tilviki Helga Hjörvar bregður hins vegar svo við að þar styðja aðrir borgar- fulltrúar R-listans hann áfram til áframhaldandi setu og keppast við að hlaða á hann trúnaðarembætt- um. Það hlýtur að vera hægt að gera þær lágmarkskröfur til þeirra sem fara með opinbert fé að þeir séu al- menningi fyriiTnynd að þessu leyti. Borgi þeir ekki sína skatta og skyldur og þverbrjóti skattalög er varla hægt að ætlast til að almenn- ingur geri það með bros á vör. Fram hefur komið að Helgi Hjörvar dró áram saman að skila ríkinu vörslusköttum sem honum bar. Lágmarksrefsing við broti Helga er sekt sem nemur tvöfaldri upphæðinni sem svikin var undan. Sektin má vera allt að tíföld upp- hæðin og sé brotið stórfellt getur refsing numið allt að sex ára fang- elsi. Komið hefur fram að Helgi greiddi skuldina ekki fyrr en í maí eða nokkram dögum fyrir borgar- stjórnarkosningar eftir að hafa fundað sérstaklega um málið með borgarstjóra og kosningastjórn R- listans. Ljóst er því að það var ekki virðing fyrh skattalögum eða sam- borgurum sínum sem rak Helga til að greiða skattfé sem hann hafði haldið eftir áram saman. Á undan- fórnum árum hafa æ ríkari kröfur verið gerðar til stjórnmálamanna erlendis og nýlegar afsagnir ís- lenskra kollega þeirra bera með sér að einnig sé að rofa til hér á landi. Þaulseta Helga Hjörvar í stóli borgarfulltrúa og ráðum og nefnd- um borgarinnar sýnir hins vegar að þar fer stjórnmálamaður sem hyggst ekki taka ábyrgð að þessu leyti þrátt fyrir að sannað sé að hann hafi margbrotið skattalög. Höfundur er bakari. Er ritalin lausn á hegðunarvandamálum? HEGÐUN manna sýnir mismunandi ein- kenni á þroskunarferli sínum. Þessar hegðun- arbreytingar eru eðli- legar og breytilegar eftir því umhverfi sem menn lifa í og eðli manna. Ofvh*k börn og með hegðunarvanda- mál sýna á þessu þroskunarstigi ýmsar truflanir sem geta ver- ið eðlilegar og eiginleg einkenni sérhvers ein- staklings en eru túlkuð af sumum sérfræðing- um sem óeðlileg hegð- un. Þessar truflanir era í mörgum tilfellum hluti af eðli mannsins sem er mjög flókið, erfið en mjög heillandi viðfangsefni á sama tíma. Lausnin er ekki fólgin í lyfjum sem draga einungis úr ein- kennum vandans. “Sú lausn er fár- anleg. Vandamálið felst í því að finna frumlega og húmaníska með- ferð sem er í samræmi við hið nátt- úrulega eðli mannslíkamans. Þeir þættir sem hafa áhrif á sál- fræðilega þróun mannsins eru erfðafræðilegir, umhverfis- og menningarlegir þættir. Þannig er hegðun manna háð þessum þáttum sem eru á sama tíma forsenda fyr- ir henni. Meðferðin til hjálpar börnum og unglingum með hegð- unarvandamál ætti því að hefjast með rækilegum og markvissum rann- sóknum á þessum þáttum og taka fyrir fjölskyldur, dagheimili og skóla, meðferðar- heimili, rannsóknir á meðgöngutíma og næringu á þessu skeiði, stöðugleika fjölskyldna, áhrif skóla á smábörn o.s.frv. Fjölskyldur, sér- fræðingar og kennarar verða að vinna saman sem ein fjölskylda. Sérfræðingarnir eru skyldugir til vinna með fjölskyldum og hafa eftirlit með börnum og ung- lingum. Leikurinn sem meðferð Sérfræðingar verða að leika við bömin og unglingana sem verið er að fylgjast með, spjalla sífellt við þau og þannig ná að þekkja þau. Þessu er aðeins náð með því að mynda náið samband við þau því að mjög erfitt er að beita meðferðinni í fjarlægð heldur verður meðferðin að vera með beinum hætti og stöðug. I leikjum sýna börnin hæfileika sína, takmarkanir, drauma og erfið- leika. Þannig er nauðsynleg að vinna með þeim í nokkra klukkutíma sam- fellt til þess að fylgjast með þeim af mikilli athygli, læra að þekkja þau Notkun lyfja, segir Elba Núnez Altuna, getur í mörgum tilfell- um truflað eðlilega sál- fræðilega þróun barna og unglinga. og mjmda vinskap við þau. Aðeins með þessum aðferðum verður gi'ein- ing þessara einstaklinga raunvera- leg og trúverðug og meðferðin þá gerð með þeim og fyrir þá. Náttúran sem meðferð Náttúran hefur mjög sterk áhrif á samsetningu og breytingar í per- sónuleika og verðum við að kenna börnunum að fylgjast með, hugsa um, njóta og læra að meta náttúr- una þannig að þegar þau verði full- orðin séu þau tilbúin að skilja, ef til vill breyta og laga sig að henni. Maðurinn er hluti af náttúrunni þar sem við lifum meðal hennar og á henni. Notkun lyfja getur í mörg- um ’tilfellum truflað hina eðlilega sálfræðilegu þróun barnsins og unglingsins sem þarf að læra að lifa og yfirvinna sjálfur sína eigin erfið- leika. Við skulum fremur nota nátt- úrulegra meðferðir. Höfundur er kennari í sálarfræði, heimspeki og sérkennari. Elba Núnez Altuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.