Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 43

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 43 HESTAR Aukin menntun ger- ir greinina sýnilegri Morgunblaðið/Rax Hrossaútflutningur gengur vel HEILDARÚTFLUTNINGUR á hrossum frá áramótum var í gær kominn upp í 1.142 hross sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi hrossabænda. Á sama tíma á síð- asta ári höfðu verið flutt út 1899 hross eða 757 fleiri en nú. Langflest hross hafa verið flutt út til Svíþjóðar og Þýskalands, eða 371 til Svíþjóðar og 331 til Þýskalands. í þriðja sæti er síðan Danmörk með 141 hross. Á þess- um tíma í fyrra höfðu aftur á móti flest farið til Þýskalands eða 593, 492 til Svíþjóðar og 162 til Kanada. Allt árið í fyrra voiu 2.566 hross flutt úr landi til fimmtán landa. FRAMBOÐ á menntun viðvíkj- andi hrossarækt og hesta- mennsku hefur verið að aukast á undanförnum árum. Framhalds- skólinn í Skógum, sem setti í fyrra á fót hestabraut, og Hesta- skólinn á Ingólfshvoli í Ölfusi, sem tekur til starfa í haust, hafa farið þess á leit við Félag tamn- ingamanna að fá að útskrifa tamningamenn úr þessum skól- um. Að sögn Ólafs Hafsteins Ein- arssonar, formanns FT, er málið flóknara en svo að hægt sé að taka ákvörðun um þetta strax, en stjórn félagsins fjallaði um málið á fundi sínum í vikunni. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að námið sem þessir skólar byðu upp á væri lofsvert framtak og yrði greininni áreiðan- lega til framdráttar. Hins vegar væri menntun tamningamanna nú bundin í lögum félagsins og sam- kvæmt þeim væri aðeins um tvær leiðir að ræða að tamningamanna- prófi FT. í fyrsta lagi þyrftu þeir sem það þreyttu að hafa stundað nám í skóla sem útskrifaði bú- fræðinga og í öðru lagi gætu reyndir tamningamenn fengið undanþágu og tekið prófið utan skóla. Ef breyta ætti þessu þyrfti að gera lagabreytingu, sem aðal- fundur félagsins þyrfti að sam- þykkja. Auk þess er félagið samnings- bundið við Bændaskólann á Hól- um þar sem nám í tamningum og reiðkennslu hefur farið fram á undanförnum árum. Sérstök reið- kennslunefnd, skipuð félögum í FT og fulltrúum skólans, hefur séð um að þróa námið á Hólum. Þróunin hefur verið sú að námið er orðið hluti af menntakerfi landsins og lánshæft hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Ólafur sagði að nú stæðu fyrir dyrum breytingar á náminu. Með- al annars verður fyrsta árið á Hólum almennt undirbúningsnám og ekki boðið upp á að taka tamn- ingaprófið fyrr en að loknu öðru ári, ekki fyrsta ári eins og nú er. Hann segir að hugsanlega verði hægt að stunda þetta undirbún- ingsnám í öðrum skólum í fram- tíðinni og þá kæmu áðurnefndir skólar auðvitað til greina. Allt of snemmt væri þó að fullyrða nokk- uð um það. Nú hefur einnig tekist samstarf með Bændaskólunum á Hólum og Hvanneyri um að þeir nemendur sem stunda búvísindanám á Hvanneyri geti sérhæft sig í hrossarækt og hestamennsku á Hólum á þriðja og síðasta árinu. En leiðin liggur líka í hina áttina. Að sögn Bjöms Þorsteinssonar, rannsóknarstjóra á Hvanneyiá, hef- ur aðsókn að búvísindadeildinni þar aukist mikið og er nú í sögulegu há- marki. Aftur á móti segir hann áhyggjuefni að aðsókn að almennu búfræðinámi sé að minnka. Björn segir að í vetur muni um þrjátiu manns stunda nám við búvísinda- deildina, þar af sautján á fyrsta ári. Hlutfall nemenda sem koma þang- að af hrossaræktarbraut á Hólum hefur aukist mikið og verða þeir a.m.k. sex í vetur. Björn segist sannfærður um að nú sé greinilega að verða fagleg vakning innan hrossaræktarinnar. Með þessu fólki sé að vaxa fram ný kynslóð breiðmenntaðra búfræðikandidata sem hafa hross fyrir meginvið- fangsefni. Námið mun nýtast til dæmis þeim sem hafa áhuga á að gerast ráðunautar og ef heldur fram sem horfir ætti að verða meira úi-val af vel menntuðum ráðunautum í greininni en hingað til hefur þekkst auk kennara. Auk þess mun fólk sem lýkur þessu námi og fer út í einkarekstur á hrossabúum hafa allt annan bak- grunn í fagþekkingu búrekstrarins. Það kom fram í máli bæði Ólafs og Björns að aukin menntun í hrossarækt og hestamennsku eigi eftir að gera greinina sýnilegri, - koma búgi-eininni úr undirdjúp- unum upp á yfirborðið, eins og Björn orðaði það. Laufí og Hans óumdeilan- legir sigurvegarar í tölti Ársþing Landssambands hestamannafélaga Kjörnefnd gerir tillögu um skipan stjórnar STJÓRNARKJÖR á ársþingi Landsambands hestamannafélaga verður með nokkuð öðrum hætti en verið hefur áður eftir samein- ingu LH og Hestaíþróttasam- bands Islands. Skipuð hefur verið kjörnefnd sem mun gera tillögu um skipan stjórnar en síðan ræðst það á sjálfu þinginu hvort um ein- hver mótframboð verður að ræða eða tillaga kjömefndar samþykkt. I kjömefnd hafa verið skipaðir Guðmundur Jónsson fyrrverandi formaður LH sem er formaður nefndarinnar, Sigbjörn Björnsson fyrrverandi stjórnarmaður í LH og Jón Ólafur Sigfússon fram- kvæmdastjóri landsmótsins í sum- ar. Ljóst er að Sigurgeir Bárðarson núverandi gjaldkeri mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu en aðrir stjórnarmenn munu gefa svar á næsta stjómarfundi hvort þeir gefi kost á sér til áhramhaldandi setu í stjórn. Arsþingið er að þessu sinni haldið á Akureyri 30. til 31. október nk. og verða tillögur sem leggja á fyrir þingið að berast skrifstofu LH í síðasta lagi fjómm vikum fyrir þing. Gei-t er ráð fyrir að þingstörf muni mjög einkennast af sameiningarferlinu en almennt tekur um tvö ár að ganga frá öllum endum tengdum því. Aðalfundur Alþjóðasambands eigenda íslenskra hesta (FEIF) verður haldinn í London 26. og 27. september nk. og munu fulltrúar Islands á fundinum verða Birgir Sigurjónsson formaður LH og Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur en auk þeirra munu mæta á fundinn til ráðuneytis Sig- urður Sæmundsson sem situr í íþróttanefnd FEIF og Hallgrímur Jónasson framkvæmdastjóri LH til að kynna sér málefni samtakanna. HESTAR Andvaravellir í G a r ö a b <r OPIÐ MEISTARAMÓT ANDVARA HANS Kjerúlf og Laufi frá Kollu- leiru höfðu erindi sem erfiði að austan frá Reyðarfirði eftir átta tíma ferðalag aðra leiðina. Þeir voru hinir öruggu sigurvegarar, vel yfir átta í bæði forkeppni og úrslitum 8,47 og 8,93 og ljóst að þar fer besti töltari landsins. Sigurbjörn Bárðar- son kom næstur á Oddi frá Blöndu- ósi með 8,29 í úrslitunum en hafði verið í fimmta sæti eftir forkeppn- ina með aðeins 7,13 sem þykir knappt á þeim bænum. Hafa ber í huga að einn dómarinn gaf rúmlega heilum lægri einkunn en hinir tveir. Hugrún Jóhannsdóttir og Blær frá Sigluvík féllu úr öðru sæti í fjórða sætið, fyrst og fremst fyrir yfirferð- ina þar sem þau voru lægst í úrslit- um. Sævar Haraldsson og Glóð frá Hömluholti héldu sínu þriðja sæti og Vignir Siggeirsson og Kjarkur féllu um eitt sæti. Óhætt er að segja að dómarar töltkeppninnar hafi oft á tíðum sungið hver með sínu nefi því af þeim tuttugu og sjö keppendum sem fengu dóm var aðeins í fjórum tilvikum minni munur en 0,5 á milli efsta og lægsta dómara og í tólf til- vikum var munurinn 1,0 eða meira. I úrslitum var útkoman mun betri en þá munaði í fjórum tilvika 1,0 eða meira á hæsta og lægsta dómara. Úrslit Tölt 1. Hans Kjerulf á Laufa frá Kollu leiru, 8,47/8,93. 2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 7,13/99,50. 3. Sævar Haraldsson á Glóð frá Akureyri, 7,40/7,53. 4. Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá Sigluvík, 7,63/7,44. 5. Vignir Siggeirsson á Kjarki frá Egilsstaðabæ, 7,23/7,24. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson LAUFI FRÁ Kolluleiru og Hans Kjerúlf voru öryggið uppmálað í töltkeppninni og var sigur þeirra mjög sannfærandi. Hita- sóttin að ganga yfir HITASÓTTAR hefur nú orðið vart í hrossum uin allt land. Að sögn Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, hefur henni ekki borist vitneskja um ný tilfelli að undan- förnu. Hins vegar væru til- fellin oft svo væg að fólk verður ekki vart við veik- ina. Hún telur að hitasóttin muni brátt ganga yfir, en enn sé hún eitthvað að malla í hrossum. Sigríður segir að svo virðist sem sóttin hafi verið vægari á stöðum þar sem hross eru fá og dreifð svo sem á Vestfjörðum. Nú er verið að byija að smala hrossum af afréttum, en ekki segist hún hafa haft spurnir af því hvort hross hafi veikst eða drepist á fjalli. Þegar banni við útflutn- ingi var aflétt voru settar reglur um að hross sem flutt eru út þurfi að hafa verið í sóttkví. Sigríður segir að vel hafi gengið með sóttkvíarnar. I byrjun hafi nokkrum sinnum komið upp smit og þá hafi þurft að fresta útflutningi. Hún telur þó að af þessu hafi ekki hlotist mikið tjón. Þrátt fyrir að stöðugt sé verið að vinna að því að finna orsakir veikinnar hafa engar nýjar niðurstöð- ur komið fram. Sigríður segir mögulegt að veiran sé af þeirri tegund sem ógern- ingur sé að rækta. Rann- sóknum verður þó haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.