Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 44

Morgunblaðið - 11.09.1998, Page 44
M' 44 FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR + Kristín Bjarney Ólafsdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavíkur- hreppi N-Isafjarð- arsýslu 21. febrúar 1922. Hún andaðist í Landspítalanum 2. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Matthías Samúelsson, fæddur í Skjaldabjarnarvík á Ströndum 21. maí 1890, d. 17.8. 1960 og Guðmundína Einarsdóttir fædd á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, 15.12. 1901, d. 4.8. 1987. Þau bjuggju í Reykjafirði til ársins 1927 en þá fluttust þau til Furufjarðar og voru búsett þar til 1944 og flutt- ust þá til Isafjarðar. Systkini Kristínar eru: 1) Guðný, f. 29.10. 1919, d. 6.6. 1969. 2) Inga Hanna, f. 22.7. 1923 3) Hall- grímur, f. 21.10. 1924. 4) Magna, f. 14.9. 1926, d. 6.12. 1997. 5) Einar Jakob, f. 29.8. 1928, dó hálfu ári síðar. 6) A Samúel, f. 29.8. 1928. 7) Einar Bærings, f. 6.10. 1930, d. 17.6. 1965. 8) Kristján, f. 22.2. 1941. 8. aprfl 1944 giftist Kristín Kristmundi Breiðfjörð Bjarna- syni, bifreiðstjóra á Isafírði og síðar starfsmanni Rafveitu Akraness, f. 24. janúar 1914. For- eldrar _ Kristmunds voru Ólína Salóme Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 9.5. 1880, d. 16.8 1970 og Bjarni Einar Kristjánsson, járnsmiður og land- póstur, f. 8.3. 1873, d. 24.8. 1960. Börn Kristínar og Krist- munds eru: 1) Ólöf Guðmunda, f. 12.8. 1943 á ísafirði, maki Samúel Þór Samúelsson. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Kristín Breiðfjörð, f. 18.9. 1944 á ísafirði, maki Ríkharð Óttar Þórarinsson, d. 23.1. 1996. Þau eiga Jirjú börn og þijú barna- börn. 3) Svavar Cesar, f. 2.8. 1947, maki Guðný Helga Krist- jánsdóttir. Þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Kristín útskrifaðist sem ljósmóðir 1942 og starfaði við það alla sína starfsævi, fyrst í Eyrarhreppi N-ísafjarðarsýslu, síðan á Isafirði, en fluttist á Akranes um 1972 og starfaði á Sjúkrahúsi Akraness til 69 ára aldurs er hún lét af störfum. Utför Kristínar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. í febrúarmánuði fyrir 76 árum fæddist ömmu minni og afa lítil stúlka að Dynjanda í Leirufirði þar sem Drangajökull gnæfír fyrir enda fjarðarins og skríður fram og , hopar eftir eigin lögmálum og um- hverfisins. Þessi litla stúlka hlaut nafnið Kristín Bjarney Ólafsdóttir og var fyrsta barn foreldra sinna sem þá voru búsett í fóðurhúsum ömmu. Þau fluttu með stúlkuna aðeins nokkurra mánaða gamla og settust að hinum megin við Drangajökul, í Reykjarfirði á Ströndum. Þar ólst hún upp fyrstu fimm árin í stækkandi systkinahópi og þegar afi og amma fluttu í Furu- fjörð þar sem þau áttu eftir að búa næsta aldarfjórðunginn voru börn- in orðin fjögur. I Furufirði stækkaði hópurinn enn og þau urðu sjö systkinin sem upp komust. Það sem einkenndi þennan systkinahóp var samheldni og væntumþykja öðru fremur enda voru þau alin upp við guðsorð og góða siði hjá kær- leiksríkum foreldrum og í sam- félagi þar sem samhjálpin var und- irstaða þess að fólk kæmist af við erfiðar aðstæður. Og þó fólkið hafi dreifst og aðstæður breyst þá bú- um við sem yngri erum enn að þessum arfi. Hún Stína móðursyst- ir okkar var glæsilegur fulltrúi þessa góða, trausta og félagslynda fólks úr Jökulfjörðum og af Strönd- um. Starfsval hennar var í beinu framhaldi af þeim bakgrunni sem hún hafði úr foreldrahúsum. Hún bar fallegasta starfsheiti sem til er í íslenskri tungu; Ijósmóðir. Það var hún af lífi og sál í hálfa öld. Börnin sem hún hjálpaði í heiminn eru mörg og konurnar sem nutu þess að hafa hana hjá sér á þessari ein- stæðu stund lífsins minnast hennar með hlýju og þakklæti. Þau þrjátíu ár sem Stína bjó á Isafirði voru þær margar langt að komnar konurnar sem hún tók inn á heimili sitt og sinnti meðan þær voru að bíða eftir fæðingu. Og oft var hún tímunum saman í burtu frá manni og börnum þegar litlir einstaklingar þurftu að komast í heiminn. Þá er ekki spurt hvernig standi á í heiminum fyrir utan. En allt gekk þetta því maður- inn hennar, hann Bubbi, stóð þétt við bakið á konu sinni og ekki má gleyma systur hans, Önnu, sem var á heimilinu meðan börnin þrjú voru lítil. En Stína frænka var ekki alltaf einhvers staðar að taka á móti börnum. Það var mikill samgangur milli heimilanna meðan við bjugg- um á Isafirði enda amma og afí í sambýli við foreldra okkar í Fjarð- arstrætinu. Þegar við fluttum suð- ur minnkaði að vísu samgangurinn en sambandið hélst og í hugum okkar var nærvera Stínu alltaf sterk þó hún væri ekki á staðnum. Enda náði ljósmóðurheitið yfir alla hennar persónu. Frá henni stafaði ljósi manngæsku og kærleika sem allir þeir fundu sem eitthvað höfðu af henni að segja. Það er margs að sakna og skammt stórra högga á milli í þess- LÚCÍA GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR + Lúcía Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Breiðabólsstað í Suðursveit 11. janúar 1899. Hún lést - á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit 3. september. Ég kynntist Lúcíu Guðnýju Þór- arinsdóttur þegar sonur hennar Jörundur kvæntist móður minni. Hún var glaðlynd og hress kona og mjög félagslynd. Bjarta brosið hennar sem geislaði af andliti henn- ar yljar mér nú um hjartaræturnar er ég minnist hennar nú, þegar hún er farin úr þessari jarðvist heim til ættingja og vina sem farnir voru á undan henni. Og nú þegar þau hitt- ast aftur verða fagnaðarfundir. Elsku Lúlla, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þessari elskulegu konu sem ávallt lét sér annt um aðra. Þér fylgir engiil fríður um lífsins bratta veg. Hann gætir þín í dagsins önn, styður þig í stormi og hlær þér á mót á lífsins gleðistundum. Hann þér fylgir allt frá því þú leist dagsins ljós, uns þú aftur ferð. Þá hann þér fylgir heim í drottins himnahöll Sigrún Ármanns Reynisdóttir. um samheldna systkinahóp úr Furufirði. Það er stutt síðan allt var eins og það hafði alltaf verið. En nú eru tvær af systrunum þremur farnar með innan við árs millibili og ein er horfin á vit alzheimersjúkdómsins sem girðir fyrir allt venjulegt líf. Eftir standa bræðurnir þrír og við hin af næstu og þarnæstu kynslóð. Enn ein stoðin í tilveru okkar er fallin og það verður skn'tið að koma í Leiru- fjörðinn næst án Stínu. Þangað fóru þau helst hvert sumar hjónin og sú dvöl gaf þeim óendanlega mikið því ræturnar voru sterkar. Nú sitjum við ekki framar á pallin- um fyrir framan tjaldhýsið þeirra við Dynjandisána og njótum náttúrufegurðarinnar við rætur Drangajökuls. Hún gengur ekki með okkur oftar um jörðina á Dynj- anda og kennir okkur örnefnin. Og ekki verður úr ferðinni sem við ætluðum að fara í Furufjörð. En svona er lífið. Og þó að Stína sé horfin eigum við minningarnar eftir og þær munum við geyma. Við þökkum bara fyrir allt og allt og vottum Bubba, Lóló, Kiddýju, Svavari og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúð. Hulda Björg, Haukur, Anna Margrét og Ólafur Atli. Okkur langar með þessum fátæklegu orðum að kveðja mína elskulegu frænku, Kristínu B. Ólafsdóttur ljósmóður. Það var að morgni 2. september að hún loksins fékk hvíldina eftir erfið veikindi. Ekki kvartaði Stína eins og við kölluðum hana, en við vissum að hún hafði verið lengi veik. Það var Stínu frænku svo líkt að gera lítið úr því sem að henni sneri, hvort sem um var að ræða störf hennar eða annað. Það sýndi sig best þegar maður spurði hana hvað hún hefði tekið á móti mörgum börnum á starfsævinni. Þá svaraði hún manni aldrei en við vissum að hún vissi nokkuð nákvæmlega hvað þau voru mörg (og veit ég nú að þau fylla fjórða þúsundið). Stína yfirgaf æskustöðvarnar aðeins átján ára gömul til þess að fara til náms og varð ljósmóður- starfið fyrir valinu, og þar var hún svo sannarlega á réttri hillu. Minningarnar hrannast upp og er þá fyrst að nefna þegar ég kom, smágutti, í heimsókn til þeirra Stínu og Bubba á Isafjörð. Þau fluttust svo hingað suður á Akranes upp úr 1970, þegar Stína réð sig á Sjúkrahús Akraness. Við hjónin vorum svo lánsöm að fá að hafa hana Stínu þegar börnin okkar fæddust og við vissum að þá voru allir í öruggum höndum. Þær stundir eru okkur hjónum sem dýr- mætir gimsteinar, sem verða vel geymdir í minningasjóðum okkar. Heimsóknirnar í fellihýsið í Leirufirðinum eru ógleymanlegar og eins gönguferðin á æsku- stöðvamar í Furufirði, sem var henni svo kær. Þá löbbuðum við með Stínu úr Hrafnsfirði yfir Skor- arheiði og niður í Furufjörð, með í för voru fjögur af systkinum henn- ar, elsti sonur okkar og fleira fólk. Þar voru þau systkinin á heimaslóðum og fræddu okkur sem yngri vorum um gamla tímann og lífið sem þau áttu þarna. Okkur finnst það lýsa Stínu frænku best að í veislu þegar Bubbi, maðurinn hennar, var sjötugur stóð einn af veislugestun- um upp og talaði um að án þess að vera nokkuð að gera lítið úr Krist- mundi þá hefði sér alltaf þótt hann vera eins og drottingarmaður, svo mikil áhrif hafði Stína á það fólk sem henni kynntist. Ég fékk fyrir örfáum árum þá flugu í höfuðið að Stína ætti skilið að fá fálkaorðuna. Ég fékk frænku mína til liðs við mig en við vorum orðin of sein í það skiptið og einhvem veginn dagaði þetta uppi, enda veit ég ekki hvort hún hefði orðið nokkuð hrifin af þessu því ekki vildi hún trana sér fram. Én það veit ég að fáir hefðu átt þá viðurkenningu frekar skilið. Þessi kona var af þeirri kynslóð að hún mundi tímana tvenna. Hún kynntist því að vitja sængurkvenna sinna á hestum og einnig bátum í alls konar veðrum og við erfið skil- yrði, og endaði síðan starfsævina á nýtísku sjúkrahúsi. Elsku Stína, ég veit að móttök- urnar sem þú færð núna verða miklu betri en nokkur orða. Hafðu þökk íyrir allt og allt. Elsku Bubbi, Lóló, Kiddí, Svavar og aðrir ástvinir. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Ólafur, Sigþóra, Hallgrímur, Gunnar Hafsteinn, Jón Valur og Guðný Birna. Elsku Stína mín. Ég vil þakka þér fyiár allar yndislegu stundirnar sem við jiöfum átt saman í gegnum tíðina. Ég kynntist þér fyrst 1975 er ég kynntist honum Óla mínum. Svo þegar ég átti von á okkar fyrsta barni 1977. Þá baðstu um það svona óbeint að þú yrðir kölluð út þegar að fæðingunni kæmi. Það var gert kl. sjö á sunnudagsmorgni. Enga hefði ég kosið frekar en þig til að vera hjá mér þá, því hann Óli minn var úti á sjó. Sú stund og allar hinar eru sem gimsteinar í minn- ingunni um þig elsku frænka. Þú gast ekki verið hjá mér þegar hann Gunni fæddist en hugsaðir um mig allann tímann á spítalanum. Svo kom að Jóni Val. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af hon- um og hefur alltaf sagt að hann hafi byrjað fyrirferðina sem fóstur í móðurkviði. Dýrmætasta stundin sem ég hef átt með þér er þegar þú tókst á móti Guðnýju Birnu. Stund- in sem við áttum saman eftir fæðinguna, þegar við vorum bara tvær eftir einar og féllumst í faðma og grétum báðar. Þá trúðirðu mér fyrir því að þú hefðir alltaf kviðið svolítið fyrir þessu. Við vitum allt um þetta ég og þú, elsku Stína mín. Ég á svo margar góðar minning- ar um þig í þessi 23 ár og þær ætla ég að geyma. Þakka sér elsku frænka fyrir allt og allt, allan hlýhug og elsku í okkar garð alla tíð. Guð blessi þig. Þín Sigþóra. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans afherðumþínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskum munvita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir.) Heiðurskona og kær vinur hefur lokið lífsgöngu sinni. Vinur, sem deilt hefur með mér gleði og sorg- um og ávallt verið til staðar. Vinur, sem sýndi mér og mínum mikla ræktarsemi og tryggð. Um svipað leyti og fyrstu haust- litirnir sáust á íslenskum gróðri lést Kristín Ólafsdóttir, ljósmóðir. Hún hafði um nokkurn tíma glímt við heilsuleysi en maður hélt í von- ina að hún myndi hafa betur, slíkur dugnaðarforkur var hún. En raunin varð önnur og komið er að kveðju- stund. Kristín og Kristmundur voru miklir vinir okkar Hannibals og þegar þau fluttu að vestan og sett- ust að á Akranesi endurnýjuðust og styrktust vinaböndin. Það liðu ekki margir dagar á milli heimsókna og þá voru glettnir og góðir dagar frá æskuárunum rifjaðir upp. Pólitíkin var oft ofarlega á baugi því jafnað- armennskan var þeim í blóð borin og ekkert verið að skafa utan af hlutunum þegar málin voru rædd. Þegar Hannibal féll frá reyndust þau mér og minni fjölskyldu eins og þeim var einum lagið. Samveru- stundirnar urðu margar og ljúft er að minnast þeirra. Kristín var ljósmóðir og starfaði sem slík allt þar til hún varð að hætta vegna aldurs. Hún hafði mik- ið að gefa í starfi sínu og var gott að treysta henni. Hún tók á móti ömmubörnum mínum og fylgdist með þeim því hún átti í þeim öllum. Hún vildi fá að fylgjast með hvað þau væru að gera og hvernig þeim vegnaði. Elja og dugnaður einkenndu Kristínu, jafnt í starfi sem og dag- legu lífi. Hún var hreinskiptin en sanngjörn í samskiptum og allir vissu nákvæmlega hvar þeir höfðu hana. Þegar hún hætti að vinna um sjötugt eftir langan starfstíma þá höfðu hún og Bubbi ákveðnar hug- myndir um það hvernig þau ætluðu að verja tímanum sem framundan var. En sá sem öllu ræður tók völd- in. Söknuður og eftirsjá fylla hug- ann. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Kristínu að vini. Við kveðjum hana og þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur. Spámaðurinn sagði: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því það sem þér þykir vænst um í fari hans, get- ur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ Elsku Bubbi, þú hefur misst mik- ið. Hugur okkar er hjá þér á þess- ari stundu og biðjum við algóðan Guð að vera með þér og fjölskyldu þinni. Gróa og fjölskylda. Geturðu sofið um sumamætur? - Senn kemur brosandi dagur,- Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? Attu ekki þessar unaúamætur erindi við þig forðum? - Margt gerist fagurt, er moldin og döggin mælast við töfraorðum. Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og bamalegt að hræðast, er ljósmóðurhendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkm í haginn, og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrr daginn? (Sig. Einarsson frá Holti.) Kæra vinkona, með þessum fal- legu ljóðlínum langar okkur, ljósmæður á Akranesi, að kveðja þig með virðingu og þökk eftir 17 ára farsælt samstarf hér við sjúkra- húsið, sem aldrei bar skugga á. Nú þegar þú kveður okkur að sinni, munt þú lifa áfram í huga okkar, og við munum ylja okkur við fjársjóð minninganna. Elsku Kristmundur, börnin ykk- ar þrjú og ástvinir allir. Við biðjum ykkur guðs blessunar, friðar og far- sældar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ljósmæður á Akranesi. Miðvikudaginn 2. september sl. andaðist gömul vinkona mín og samherji, Kristín Ólafsdóttir ljósmóðir. Hún hafði þá átt við erfið veikindi að stríða um nokkra hríð. Þau hjónin, Kristín og Krist- mundur, hafa búið um allmörg ár á Akranesi, en leiðir okkar lágu fyrst saman vestur á Isafirði þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu á Skag- ann. A Isafirði voru þau hjónin í hópi einlægustu og tryggustu stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins og jafn- aðarstefnunnar. Ekki var Kristín síður virk í því starfi en Kristmund- ur. Kristín var um skeið varabæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins á Isafirði og átti sæti í mörgum nefndum og ráð- um á vegum bæjarins. Hún var mjög virk í öllu starfi Kvenfélags Alþýðuflokksins á meðan það var og hét og í starfi Alþýðuflokksfélags Isafjarðar eftir að kvenfélagið var sameinað því félagi. Þau hjónin voru mér betri en enginn þegar ég þurfti á stuðningi þeirra að halda í stjóm-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.